Ísland U20
0
6
Austurríki U20
0-1
Nicole Ojukwu
'10
0-2
Nicole Ojukwu
'22
Eyrún Embla Hjartardóttir
'43
0-3
Nicole Ojukwu
'44
0-4
Isabel Aistleitner
'45
, víti
0-5
Alisa Ziletkina
'70
0-6
Alisa Ziletkina
'87
04.12.2023 - 16:00
Salou Mini Stadium
Umspil fyrir HM U20
Aðstæður: Spánarveður!
Dómari: Abigail Byrne (England)
Salou Mini Stadium
Umspil fyrir HM U20
Aðstæður: Spánarveður!
Dómari: Abigail Byrne (England)
Byrjunarlið:
1. Aldís Guðlaugsdóttir (m)
2. Birna Kristín Björnsdóttir
5. Eyrún Embla Hjartardóttir
6. Mikaela Nótt Pétursdóttir
9. Emelía Óskarsdóttir
('88)
10. Katla Tryggvadóttir
('88)
11. Snædís María Jörundsdóttir
('72)
15. Sigdís Eva Bárðardóttir
18. Írena Héðinsdóttir Gonzalez
19. Bergdís Sveinsdóttir
20. Vigdís Lilja Kristjánsdóttir
('41)
Varamenn:
12. Katla Sveinbjörnsdóttir (m)
4. Kimberley Dóra Hjálmarsdóttir
7. Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir
('88)
8. Freyja Karín Þorvarðardóttir
14. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir
('88)
17. Elísa Lana Sigurjónsdóttir
('72)
22. Ísabella Sara Tryggvadóttir
('41)
Liðsstjórn:
Margrét Magnúsdóttir (Þ)
Gul spjöld:
Ísfold Marý Sigtryggsdóttir ('89)
Rauð spjöld:
Eyrún Embla Hjartardóttir ('43)
88. mín
Inn:Ísfold Marý Sigtryggsdóttir (Ísland U20)
Út:Katla Tryggvadóttir (Ísland U20)
88. mín
Inn:Sigríður Theódóra Guðmundsdóttir (Ísland U20)
Út:Emelía Óskarsdóttir (Ísland U20)
87. mín
MARK!
Alisa Ziletkina (Austurríki U20)
Sjötta markið
Skot í stöngina, svo ver Aldís og svo skorar Ziletkina sitt annað mark.
81. mín
Austurríki að hóta sjötta markinu. Fankhauser með skot sem er ekki langt því að enda inni.
79. mín
Linda Natter með skot sem Aldís ver í slána! Ísland nær svo að koma boltanum í burtu.
72. mín
Inn:Elísa Lana Sigurjónsdóttir (Ísland U20)
Út:Snædís María Jörundsdóttir (Ísland U20)
70. mín
MARK!
Alisa Ziletkina (Austurríki U20)
Fimmta markið komið
Skorar með sinni fyrstu snertingu í leiknum, skorar með lærinu eftir fyrirgjöf.
69. mín
Inn: Alisa Ziletkina (Austurríki U20)
Út: Nicole Ojukwu (Austurríki U20)
Ágætis leikur hjá Ojukwu.
66. mín
Nokkrir Englendingar virðast hafa ratað á völlinn. Eru að búa til skemmtilega stemningu á leiknum.
64. mín
Taktar!
Emelía lék Schneiderbauer grátt þarna þegar hún klobbaði hana illa. Sendingin hennar hins vegar ekki alveg nægilega góð.
58. mín
Stuðningsmenn Austurríkis skemmta sér vel í stúkunni. Örugglega búnir að fá sér nokkra Cerveza.
54. mín
Austurríki nálægt því að bæta við fimmta markinu en skallinn fer fram hjá markinu.
50. mín
DAUÐAFÆRI!
Stórhættulegur bolti inn á teiginn og þar er Katla alein en hún nær ekki að hitta boltann. Þetta virðist ekki ætla vera dagurinn hennar Kötlu, því miður.
45. mín
Hálfleikur
+10
Það er í raun óþarfi að segja eitthvað meira um þennan fyrri hálfleik. Viljum bara gleyma honum sem fyrst. Martaðarframmistaða.
45. mín
+7 - DAUÐAFÆRI!
Ísabella gerir frábærlega, á stórhættulega fyrirgjöf og Katla fær algjört dauðafæri inn á teignum til að minnka muninn. Hún setur boltann hins vegar yfir markið. Þessi hefði alveg mátt vera inni.
45. mín
Mark úr víti!
Isabel Aistleitner (Austurríki U20)
+4 - Algjör hryllingur!
Skorar auðveldlega. Aldís gerði ekki mikla tilraun í að verja þetta. Algjör hryllingur þessi fyrri hálfleikur.
45. mín
+4
Austurríki að fá vítaspyrnu. Sigdís Eva brýtur af sér innan teigs. Hvað er að gerast hérna?
45. mín
+3
Hornspyrnan skapar stórhættu. Schneiderbauer mætir á fjærstöngina og setur boltann í stöngina.
45. mín
+2
Austurríki með skot að marki en Aldís nær að verja. Hefði mögulega getað gripið þennan en allt í lagi.
44. mín
MARK!
Nicole Ojukwu (Austurríki U20)
Algjör martröð hjá íslenska liðinu
Ojukwu skorar beint úr aukaspyrnunni og fullkomnar þrennu sína. Þessi leikur er svo gott sem búinn. Maður sér ekki leið til baka fyrir íslenska liðið.
43. mín
Rautt spjald: Eyrún Embla Hjartardóttir (Ísland U20)
Vont verður enn verra
Langur boltinn á bak við vörnina og Eyrún Embla togar sóknarmann Austurríkis niður. Hárréttur dómur. Varnarleikurinn í molum.
42. mín
Austurríki talsvert líklegri til að skora þriðja markið en við að koma okkur aftur inn í leikinn.
41. mín
Guð minn góður!
Austurríki í stórhættulegri sókn og það er með hreinum ólíkindum að þær skori ekki þarna. Ekki mikil yfirvegun í þessu hjá íslenska liðinu. Við vorum svo heppnar sýndist mér að fá ekki á okkur vítaspyrnu.
41. mín
Inn:Ísabella Sara Tryggvadóttir (Ísland U20)
Út:Vigdís Lilja Kristjánsdóttir (Ísland U20)
Því miður þá þarf Vigdís Lilja að fara af velli.
37. mín
Vigdís Lilja liggur eftir og þarf aðhlynningu. Vonum að þetta sé ekki alvarlegt. Börurnar eru á leiðinni inn á völlinn.
36. mín
Austurríki á skot að marki en Aldís er vel á verði og blakar boltanum yfir markið.
32. mín
Gult spjald: Nicole Ojukwu (Austurríki U20)
Markaskorari Austurríkis sækir sér gult spjald.
29. mín
Víti?
Ísland vinnur boltann hátt upp á vellinum. Snædís með mikla möguleika en er alltof lengi að athafna sig.
Bæði Katla og Snædís falla í teignum, en Austurríki fær aukaspyrnu.
Bæði Katla og Snædís falla í teignum, en Austurríki fær aukaspyrnu.
Er að horfa á u-20 kvenna 2-0 eftir 25 min.
— Max Koala (@Maggihodd) December 4, 2023
Það eina sem íslenska liðið gerir er að sparka langt aftur og aftur aldrei reynt að spila. Þetta er reyndar gegnum gangandi í yngri landsliðum kvenna.
Það eru ofboðslega góðir leikmenn inn á vellinum sem geta spilað fótbolta.
26. mín
Írena með háan bolta fyrir markið og Sigdís nær skallanum en hann er arfaslakur. Austurríki fær í kjölfarið markspyrnu.
26. mín
Gult spjald: Laura Spinn (Austurríki U20)
Sigdís fer léttilega fram hjá Spinn, en er svo toguð niður. Hárrétt spjald.
25. mín
Emelía!
Emelía með frábært skot sem El Sherif ver afskaplega vel. Þetta var besta tilraun Íslands.
22. mín
MARK!
Nicole Ojukwu (Austurríki U20)
Útlitið mjög dökkt
Þetta var afskaplega klaufalegt mark.
Austurríki spilar sig í gegnum slaka vörn Íslands og Natter á skot sem Aldís ver. Ojukwu nær frákastinu og skorar.
Íslenska mögulega heppið að Ojukwu skorar því Aldís togaði vel í Natter í aðdragandanum. Hefði réttilega átt að vera víti og rautt spjald.
Austurríki spilar sig í gegnum slaka vörn Íslands og Natter á skot sem Aldís ver. Ojukwu nær frákastinu og skorar.
Íslenska mögulega heppið að Ojukwu skorar því Aldís togaði vel í Natter í aðdragandanum. Hefði réttilega átt að vera víti og rautt spjald.
20. mín
Enn og aftur fyrirgjöf hjá Austurríki inn á teiginn en skallinn fram hjá markinu.
18. mín
Aftur á Austurríki hættulega fyrirgjöf út í teig Íslands en Aistleitner hittir boltann ekki, sem betur fer.
16. mín
Besta sókn Íslands til þessa. Katla vinnur boltann og kemur honum út á Sigdísi Evu. Hún rekur boltann úti vinstra megin og kemur honum svo fyrir á gott svæði. Emelía kemur á ferðinni en varnarmaður Austurríkis er á undan í boltann.
15. mín
Austurríki með hættulega fyrirgjöf en boltinn endar að lokum hjá Aldísi sem er gott að sjá.
11. mín
Austurríki með fullt af stuðningsmönnum í stúkunni sem eru að láta vel í sér heyra.
10. mín
MARK!
Nicole Ojukwu (Austurríki U20)
Stoðsending: Linda Natter
Stoðsending: Linda Natter
Andskotans!
Austurríki hefur verið að taka yfirhöndina síðustu mínúturnar og þær taka hér forystuna.
Linda Natter fær sendingu á bak við íslensku vörnina og hún gerir allt rétt, leggur boltann út í teiginn á Ojukwu sem kemur þar á ferðinni og skorar fyrsta mark leiksins.
Ekki það sem við höfðum óskað okkur.
Linda Natter fær sendingu á bak við íslensku vörnina og hún gerir allt rétt, leggur boltann út í teiginn á Ojukwu sem kemur þar á ferðinni og skorar fyrsta mark leiksins.
Ekki það sem við höfðum óskað okkur.
5. mín
Leikurinn fer rólega af stað, mikil stöðubarátta. Ég get ímyndað mér að þetta verði frekar lokaður leikur þar sem hér er mjög mikið undir.
1. mín
Leikur hafinn
Sólin skín á Spáni þegar leikurinn fer af stað. Þær austurrísku byrja á því að negla boltanum að marki frá miðju en Aldís er ekki í neinum vandræðum með að grípa. Heiðarleg tilraun.
Stelpurnar eru mætta á leikstað og tilbúnar í slaginn! pic.twitter.com/dPHzWqJGgW
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 4, 2023
Viðtal við Margréti þjálfara
Margrét Magnúsdóttir þjálfari U20 kvenna ræddi við okkur um leik morgundagsins þegar liðið mætir Austurríki í úrslitaleik um laust sæti á HM 2024!#dottir pic.twitter.com/2i618WM5k8
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) December 3, 2023
Fyrir leik
Hópurinn hjá Íslandi
Margrét Magnúsdóttir er þjálfari íslenska liðsins en hún þjálfar einnig U19 landsliðið. Hún valdi hóp fyrir um tveimur vikum síðan fyrir þennan leik.
Hópurinn svipar til leikmannahópsins sem var á Evrópumótinu með U19 landsliðinu í sumar, en tvær sem eru gjaldgengar í hópinn eru í A-landsliðshópnum. Það eru þær Sædís Rún Heiðarsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir. Þrír leikmenn í hópnum léku í Lengjudeildinni í sumar. Þær komu frá Víkingi sem vann Mjólkurbikarinn og Lengjudeildina í sumar.
Hópurinn svipar til leikmannahópsins sem var á Evrópumótinu með U19 landsliðinu í sumar, en tvær sem eru gjaldgengar í hópinn eru í A-landsliðshópnum. Það eru þær Sædís Rún Heiðarsdóttir og Fanney Inga Birkisdóttir. Þrír leikmenn í hópnum léku í Lengjudeildinni í sumar. Þær komu frá Víkingi sem vann Mjólkurbikarinn og Lengjudeildina í sumar.
Fyrir leik
Þáttökuþjóðum fjölgað
Lokakeppni HM U20 kvenna fer fram í Kólumbíu 31. ágúst – 22. september 2024.
FIFA hefur ákveðið að fjölga þátttökuliðum í keppninni að þessu sinni og munu 24 lið taka þátt í stað 16 sem áður var. Evrópa fær fimm sæti.
Liðin fjögur sem léku í undanúrslitum í lokakeppni EM U19 kvenna í Belgíu síðasta sumar komast til Kólumbíu og keppnin um fimmta sætið er á milli liðanna tveggja sem höfnuðu í þriðja sæti riðlanna tveggja á EM – Austurríkis og Íslands.
FIFA hefur ákveðið að fjölga þátttökuliðum í keppninni að þessu sinni og munu 24 lið taka þátt í stað 16 sem áður var. Evrópa fær fimm sæti.
Liðin fjögur sem léku í undanúrslitum í lokakeppni EM U19 kvenna í Belgíu síðasta sumar komast til Kólumbíu og keppnin um fimmta sætið er á milli liðanna tveggja sem höfnuðu í þriðja sæti riðlanna tveggja á EM – Austurríkis og Íslands.
Byrjunarlið:
1. Mariella El Sherif (m)
3. Lainie Fuchs
4. Isabell Schneiderbauer
6. Anna Holl
('69)
7. Isabel Aistleitner
12. Almedina Sisic
('76)
14. Theresa D'Angelo
15. Julia Keutz
17. Laura Spinn
('46)
18. Linda Natter
19. Nicole Ojukwu
('69)
Varamenn:
21. Larissa Rusek (m)
5. Jovana Cavic
8. Emilia Purtscher
('69)
9. Alisa Ziletkina
('69)
10. Michaela Walter
11. Hannah Fankhauser
('76)
13. Sarah Gutmann
16. Nadine Seidl
20. Anna Wirnsberger
('46)
Liðsstjórn:
Johannes Spilka (Þ)
Gul spjöld:
Laura Spinn ('26)
Nicole Ojukwu ('32)
Emilia Purtscher ('71)
Rauð spjöld: