Kópavogsvöllur
Landslið kvenna - Þjóðadeild umspil
Aðstæður: Það er talsverður vindur, gengur á með éljum og ansi kalt
Dómari: Marta Huerta De Aza
Áhorfendur: 798
Þungt var það á löngum kafla en það hafðist!
Áframhaldandi vera í A-deild Þjóðardeildarinnar tryggt með torsóttum en afar sætum sigri. Frekari umfjöllun og viðtöl væntanleg.
Bryndís Arna Níelsdóttir kemur Íslandi yfir eftir frábæran sprett Sveindísar Jane! Koma svo Ísland! ???????? pic.twitter.com/AZUibOoVkw
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 27, 2024
Sveindís Jane jafnar leikinn! Einföld skyndisókn og vel klárað hjá Sveindísi! ???????? pic.twitter.com/ySs1mQTTm3
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 27, 2024
Stoðsending: Sveindís Jane Jónsdóttir
Kemur vel út á móti og þrengir skotið fyrir Hildi.
Stoðsending: Alexandra Jóhannsdóttir
Einfalt en skilar marki. Boltinn frá markmanni í netið í þremur snertingum.
Guðný finnur Alexöndru á miðjum vellinum sem á frábæra sendingu innfyrir vörnina á Sveindísi sem sér að Milica er langt út úr markinu og setur hann snyrtilega yfir hana og í netið.
Ekkert VAR hér í boði svo þar við situr.
Tekur sér drjúgan tíma til að taka markspyrnu og sú spænska hefur ekki húmor fyrir því.
Guðrún Arnardóttir fyrst á boltann eftir hornið en nær ekki að stýra honum á markið.
Upp úr horninu kemur ekkert.
Ísland hefur leik í þessum síðari hálfleik. 45 mínútur sem þarf að nýta vel eða falla í B-deild.
Martraðarbyrjun hjá Íslandi. Allegra Poljak kemur Serbíu yfir strax á sjöttu mínútu. pic.twitter.com/ixcuGUClSW
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) February 27, 2024
Skyndisókn Íslands. Hlín úti til hægri finnur Karólínu inn á teignum sem á skot í varnarmann. Frákastið berst á Sveindísi sem er alein við vinstra markteigshorn en hittir ekki markið.
Þarna verðum við að gera betur.
Vinnum boltann hátt á vellinum og kemst Ólöf i fína stöðu úti vinstra megin. Hún leggur boltanbn inn á teiginn þar sem að Karólína mætir en setur boltann framhjá markinu frá vítapunkti.
Enn og aftur byrjum við á afturfótunum og þær ???????? virka mun sterkari fyrstu 15 mín.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 27, 2024
Hvers vegna gerist þetta trekk í trekk - Leik eftir leik?
Hef verið gagnrýnin á þjálfarann en leikmenn þurfa að taka ábyrgð í svona leik. Sérstaklega okkar bestu leikmenn. #fotboltinet
Martraðarbyrjun hjá íslenska liðinu.
Hin spænska Marta Huerta De Aza er með flautuna á Kópavogsvelli í dag með þær Eliana Fernández González og Rita Cabanero eru henni til aðstoðar. En allar eru þær spænskar.
Framundan formlegheit og þjóðsöngvar, 90 minútur eða meira af fótbolta og vonandi íslenskur sigur.
Með sigri heldur Ísland sér í A-deild Þjóðadeildarinnar en það eykur möguleikana á því að liðið komist á næsta stórmót.
?? Leikdagur!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) February 27, 2024
???????? Ísland mætir Serbíu á Kópavogsvelli í seinni leik liðanna í umspili Þjóðadeildar UEFA.
???? Miðasala á https://t.co/iwyH4UEb7x!
???? https://t.co/CdvZpdnwz4
???? We play Serbia today in the 2nd leg of the UEFA Nations League Playoffs.#dottir pic.twitter.com/B8vckMYy91
Lykillinn að sigri gegn Serbíu í dag er að fá Karólínu Leu sem mest á boltann.
— Orri Rafn Sigurdarson (@OrriRafn) February 27, 2024
Það skapast alltaf hætta þegar hún fær hann á vallarhelmingi andstæðingana.
Þurfum mun betri frammistöðu á Kópavogsvelli heldur en við sýndum úti. Allt annað en sigur væri katastrófa pic.twitter.com/BTK1wToMxT
Það er febrúar og það verður kalt svo mikið er víst.
Veðurspáin gerir ráð fyrir að hiti verði um tvær gráður, vindur um 9m/s en hann ætti að hanga þurr á meðan á leik stendur. Tilvalið að leyfa sér að hætta fyrr í vinnu á þriðjudegi ef möguleiki er á og skella sér á völlin.
Sædís Rún Heiðarsdóttir var í viðtali við Fótbolta.net fyrir leikinn.
„Þetta eru tveir leikir sem við þurfum að klára og fyrri leikurinn er búinn. Við erum staðráðnar í því að eiga góðan dag,"
En hvað þarf að gera öðruvísi núna til að vinna Serbana?
„Við þurfum að vera aðeins rólegri á boltanum og þora að halda í hann. Þetta var mikið basl í síðasta leik við eigum nóg inni. Við getum unnið öll lið á okkar degi og þetta er klárlega eitt af þeim. En við þurfum að hafa fyrir því."
„Við viljum náttúrulega bæta ýmsa hluti," sagði Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, á fréttamannafundi í gær.
„Við viljum vera beinskeyttari með boltann og við þurfum að halda betur í hann þegar við erum komin ofar á völlinn með hann. Við þurfum að búa til fleiri möguleika. Í seinni hálfleiknum úti náðum við að spila í gegnum fyrstu pressuna hjá þeim en þegar fremstu menn voru komnir með boltann, þá vorum við að tapa honum of fljótt. Við þurfum að laga það," sagði Þorsteinn.
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði, sat einnig fundinn. „Það er helst það að gera betur með boltann þegar við erum með hann. Og að sama skapi þegar við erum að verjast að gera það aðeins þéttar en við vorum að gera á tímum í leiknum úti í Serbíu. Það er algjört lykilatriði," sagði Glódís.
Allar klárar
Það eru allir leikmenn klárir í slaginn fyrir morgundaginn.„Þær voru allar með á æfingu í dag. Það er smá hnjask hér og þar, en þær eru nokkurn veginn allar klárar," sagði landsliðsþjálfarinn.
Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum sem fram fór á Sportski centar FSS síðastliðinn föstudag. Tijana Filipovic kom heimakonum yfir á 19. mínútu leiksins en Alexandra Jóhannsdóttir jafnaði fyrir Ísland fjórum mínútum síðar og þar við sat. Lýsingu Fótbolta.net frá leiknum ásamt viðtölum má finna hér.
Skiljanlega ætlaði lið Íslands sér meira en að koma heim í seinni leikinn með jafna stöðu: Þorsteinn Halldórsson þjálfari liðsins var til viðtals eftir leik í Serbíu og sagði meðal annars.
„Við þurfum bara að vera klár á þriðjudaginn. Þetta snýst ekki um neitt annað en það. Svo þurfum við að fara yfir í rólegheitum hvað við getum gert betur og hvað við vorum að gera vel. Við þurfum að vera vel undirbúin í leikinn á þriðjudaginn sem verður hörkuleikur,"
Um frammistöðu liðsins í leiknum í heild sagði Þorsteinn.
„Við höfum oft spilað betur og náð fleiri samleiksköflum en þetta. Það voru hlutir sem við þurftum að gera betur með boltann og við hefðum getað verið rólegri á boltanum. Það voru einfaldar sendingar að klikka. Þetta eru atriði sem við getum bætt. Við förum yfir leikinn á sunnudaginn, förum yfir það góða og það sem þarf að laga. Við verðum eins vel undirbúin og hægt er á þriðjudaginn."
Glódís Perla Viggósdóttir, landsliðsfyrirliði sagði um stöðuna.
„Mér finnst við ekki líta vel út sem þjóð að þetta sé það sem við höfum upp á að bjóða. Að sama skapi er ég svekkt út í UEFA að 'standardinn' sé ekki jafn hár karla- og kvennamegin; að það sé í lagi að við spilum við svona aðstæður. Að kröfurnar séu ekki þannig að það þurfi að finna völl og aðstæður sem uppfylla allar kröfur," sagði Glódís.