Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa - Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins
   þri 22. apríl 2025 08:10
Elvar Geir Magnússon
Cunha færist nær Man Utd - Manchester liðin vilja Costa
Powerade
Diogo Costa.
Diogo Costa.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Nico Williams.
Nico Williams.
Mynd: EPA
Manchester United er orðað við Matheus Cunha og Diogo Costa, Arsenal reynir að fá Viktor Gyökeres og Aston Villa íhugar að selja Ollie Watkins. Hér er slúðurpakki dagsins. Vonandi voru páskarnir þér ánægjulegir.

Manchester United er að nálgast samkomulag við Matheus Cunha (25), framherja Wolves og brasilíska landsliðsins, en þarf að virkja 62,5 milljón punda riftunarákvæði hans. (Daily Mail)

Manchester United hefur sent útsendara til að fylgjast með Diogo Costa (25), markverði Porto og Portúgal, þar sem félagið leitar að eftirmanni kamerúnska landsliðsmannsins Andre Onana (29). Manchester City hefur einnig áhuga á Costa, sem er með riftunarákvæði upp á 64,3 milljónir punda (75 milljónir evra). (Correio da Manha)

Arsenal hefur hafið viðræður um kaup á Viktor Gyökeres (26), sænskum framherja Sporting Lissabon. (Football Insider)

Arsenal er með Nico Williams (22), kantmann Athletic Bilbao og Spánar, ofarlega á óskalistanum en leikmaðurinn er ekki ákveðinn í því hvort hann vilji fara frá spænska félaginu í sumar. (GiveMeSport)

Nico O'Reilly (20), leikmaður Manchester City, mun skrifa undir nýjan samning við félagið eftir að Chelsea sýndi enska miðjumanninum áhuga. (Fabrizio Romano)

Manchester United hefur haldið sambandi við umboðsmann slóvenska framherjans Benjamin Sesk (21) hjá RB Leipzig síðan hann hafnaði skiptum til Old Trafford árið 2022. (Manchester Evening News)

Barcelona mun enn og aftur reyna að fá Bernardo Silva (30), miðjumann Manchester City og Portúgals, í sumar. (GiveMeSport)

Tottenham Hotspur er að íhuga að gera 30 milljóna punda sumartilboð í Renato Veiga (21), miðjumann Chelsea og Portúgals. (Football Insider)

Tottenham og Manchester City ætla að berjast um Mario Gila (24), leikmann Lazio, en úrvalsdeildardúettinn mun mæta samkeppni frá Real Madrid og Bayern Munchen um spænska miðvörðinn. (Caught Offside)

Manchester United býst við að fá nokkur lánstilboð frá Championship félögum í enska bakvörðinn Harry Amas (18) í sumar. (GiveMeSport)

Aston Villa er að kanna möguleikann á að selja enska framherjann Ollie Watkins (29) fyrir 50-60 milljónir punda og fá lánsmanninn Marcus Rashford (27) frá Manchester United til frambúðar. (Football Insider)

Bayer Leverkusen mun ekki standa í vegi fyrir Xabi Alonso ef hann nær samkomulagi um að verða stjóri Real Madrid í sumar. (Fabrizio Romano)
Athugasemdir
banner