Valskonur eiga aukaspyrnu sem nær inn í teiginn. Boltinn skoppar eitthvað á milli leikmanna, en svo nær Jasmín að vippa boltanum yfir Hörpu í markinu og inn í netið.
Agnes Birta skallar boltanum rétt yfir markið eftir fyrirgjöf frá Huldu Ósk. Þór/KA mætti alveg fara að setja boltann inn í teig til að gera meiri spennu í þetta.
2-0 hér í lok fyrri hálfeik. Valur hafa verið miklu starkari, en Þór/KA átt sína sénsa. Þetta er alls ekki búið, en Þór/KA þarf að eiga frábæran sinni hálfleik til að fá stig úr þessum leik.
Ekki hvort, heldur hvenær fær Amanda þrennu?
Fanndís kemur upp vinstri kant og sendir inn fyrirgjöf inn í teig þar sem Amanda bíður. Amanda skallar svo boltanum rétt yfir markið. Nálægt þrennunni þarna
Amanda með frábæra sendingu á Önnu Björk á vinstri vængi. Anna rennir boltanum svo inn í teig þar sem Cousins fær boltann, en nær ekki að skjóta honum.
Seinasta tímabil
Valur og Þór/KA hittust þrisvar sinnum í fyrra leiktímabilinu
Fyrsti leikurinn fór fram 6. júní og endaði leikurinn 1-0 fyrir Val
Þórdís Elva skoraði þá eina mark leiksins.
Liðin mættust svo á Akureyri þann 15. ágúst, þar sem leikurinn endaði 2-3 fyrir Val
Þar skorðuðu Karen María og Bríet Jóhannsdóttir fyrir Þór/KA. Fyrir Val skoruðu Lise Dissing, Tahnai Lauren (sjálfsmark) og Ásdís Karen.
Bæði Valur og Þór/KA voru í efri hluta skiftingar og fór fram þriðji leikurinn þann 31. ágúst á heimavelli Val. Það var markagleði á Hlíðarenda þegar Valur sigraði 6-0. Berglind Rós skoraði tvö mörk, Amanda, Fanndís Friðriks, Ísabella Sara og Þórdís Elva allar með eitt mark.
?? Margrét Árnadóttir er bara 24 ára gömul en er þrátt fyrir það ein af reynslumestu leikmönnunum í ungu liði Þórs/KA. Hún er nýlega komin aftur heim eftir erfiða en á sama tíma lærdómsríka dvöl hjá stóru félagi á Ítalíu ????https://t.co/Lq49jHVpLS
?? Berglind Rós Ágústsdóttir kemur til með að spila lykilhlutverk á miðju Vals sem spáð er Íslandsmeistaratitlinum í sumar. Landsliðskonan öfluga átti góð ár í atvinnumennsku en er núna komin heim og er að klára hjúkrunarfræði með fótboltanum ????https://t.co/DpiVQjALmY
Veislan er að byrja, sjáumst á sunnudaginn???? Nokkrar af þeim “nýju” í Bestu deildinni ásamt kunnuglegum andlitum ???? #bestadeildinpic.twitter.com/LFuj1EWim3
Helena Ólafsdóttir spáir 1. umferðValur 1 - 1 Þór/KA Held að þetta verði jafn og skemmtilegur leikur þar sem við fáum fullt af færum. Ég ætla að segja að tveir leikmenn sem hafa verið mjög áberandi í umræðunni sjái um að skora mörk liðanna. Amanda Andradóttir mun koma heimakonum yfir en Sandra María Jessen mun jafna fyrir norðankonur.
Berglind til Val?
Mikið er búið að fjalla um að Berglind Björg sé á leiðinni til Val frá PSG. ,,Það er ekkert klárt. Ég skal svara því bara ef hún kemur.'' svaraði Pétur, þjálfari Vals, þegar hann var spurður út í hvernig væri að fá Berglindi í félagið.
OPNUNARLEIKUR!
Góða dagin gott fólk og verið hjartanlega velkomin í textalýsingu fyrir opnunarleik Bestu deild kvenna. Hér mætast Valur og Þór/KA í æsi spennandi leik í Hlíðarenda. Fótbolta sumarið er bara rétt að byrja!