Fylkir
1
1
Þróttur R.
0-1
Kristrún Rut Antonsdóttir
'37
Marija Radojicic
'86
1-1
22.04.2024 - 19:15
Würth völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Frábærar. h?gur vindur,sólin skín og hiti um 9 gráður
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 749
Maður leiksins: Caroline Murray
Würth völlurinn
Besta-deild kvenna
Aðstæður: Frábærar. h?gur vindur,sólin skín og hiti um 9 gráður
Dómari: Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson
Áhorfendur: 749
Maður leiksins: Caroline Murray
Byrjunarlið:
1. Tinna Brá Magnúsdóttir (m)
2. Signý Lára Bjarnadóttir
('81)
3. Mist Funadóttir
5. Abigail Patricia Boyan
7. Tinna Harðardóttir
('65)
9. Guðrún Karítas Sigurðardóttir
11. Viktoría Diljá Halldórsdóttir
('81)
16. Eva Rut Ásþórsdóttir (f)
18. Erna Sólveig Sverrisdóttir
23. Helga Guðrún Kristinsdóttir
('65)
25. Kayla Bruster
Varamenn:
12. Rebekka Rut Harðardóttir (m)
8. Marija Radojicic
('65)
13. Kolfinna Baldursdóttir
('81)
21. Elísa Björk Hjaltadóttir
('65)
22. Emma Sól Aradóttir
('81)
24. Katrín Sara Harðardóttir
31. Birta Margrét Gestsdóttir
Liðsstjórn:
Gunnar Magnús Jónsson (Þ)
Tinna Björk Birgisdóttir
Michael John Kingdon
Halldór Steinsson
Bjarni Þórður Halldórsson
Sonný Lára Þráinsdóttir
Arnór Gauti Brynjólfsson
Gul spjöld:
Helga Guðrún Kristinsdóttir ('51)
Guðrún Karítas Sigurðardóttir ('88)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Skiptur hlutur í þetta sinn
Jafntefli niðurstaðan hér í Árbænum þetta kvöldið og það má alveg færa rök fyrir því að þau úrslit séu sanngjörn.
Viðtöl og skýrsla væntanlega síðar í kvöld.
Jafntefli niðurstaðan hér í Árbænum þetta kvöldið og það má alveg færa rök fyrir því að þau úrslit séu sanngjörn.
Viðtöl og skýrsla væntanlega síðar í kvöld.
92. mín
Er sigurmark í þessu?
Bæði lið að reyna sem mest þau mega. Fáum við dramatík af dýrari gerðinni?
Bæði lið að reyna sem mest þau mega. Fáum við dramatík af dýrari gerðinni?
90. mín
Fjórar mínútur að lágmarki í uppbótartíma.
Þróttur með horn. Tinna Brá kýlir frá.
Þróttur með horn. Tinna Brá kýlir frá.
86. mín
MARK!
Marija Radojicic (Fylkir)
Stoðsending: Eva Rut Ásþórsdóttir
Stoðsending: Eva Rut Ásþórsdóttir
Þær jafna!
Hornspyrnan frá hægri tekin á nærstöngina þar sem Eva Rut rís hæst og framlengir boltann á Mariju sem fær tíma til að leggja boltann fyrir sig og hamra honum í netið af stuttu færi.
80. mín
Fylkir vinnur horn.
Stuðningsmenn Fylkis sem fá stórt prik fyrir jákvæðan stuðning kalla eftir marki. Sem lætur þó ekki sjá sig í þetta sinn.
Stuðningsmenn Fylkis sem fá stórt prik fyrir jákvæðan stuðning kalla eftir marki. Sem lætur þó ekki sjá sig í þetta sinn.
79. mín
Þróttur sækir hratt.
Freyja Karin ber upp boltann og leikur inn á teiginn, á skotið sem fer af varnarmanni á Sierra sem á skot í hliðarnetið úr þröngu færi.
76. mín
Baráttan í algleymingi
Fátt um færi en hart barist á vellinum. Fylkisliðið að reyna allt til þess að finna þetta jöfnunarmark. Vörn Þróttar hefur heldið vel þó.
Fátt um færi en hart barist á vellinum. Fylkisliðið að reyna allt til þess að finna þetta jöfnunarmark. Vörn Þróttar hefur heldið vel þó.
70. mín
Klaufagangur í sóknarleik Fylkis
Eru að vinna sig í ágætis stöður á vellinum en virðast hreinlega vera að flýta sér of mikið á köflum
Vinna hér hornspyrnu.
Eru að vinna sig í ágætis stöður á vellinum en virðast hreinlega vera að flýta sér of mikið á köflum
Vinna hér hornspyrnu.
65. mín
Inn:Elísa Björk Hjaltadóttir (Fylkir)
Út:Tinna Harðardóttir (Fylkir)
Fylkir gerir tvöfalda skiptingu
Gunnar Magnús og co reynir að hrista upp í þessu og fá ferska fætur inn á fyrir Fylki.
Gunnar Magnús og co reynir að hrista upp í þessu og fá ferska fætur inn á fyrir Fylki.
62. mín
Hornspyrna frá heimakonum skölluð frá, Annar fyrirgjafarséns en boltinn beint í fang Mollee.
60. mín
Inn:Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.)
Út:María Eva Eyjólfsdóttir (Þróttur R.)
59. mín
Abigail með skot af talsverðu færi fyrir Fylki. Mollee ekki í neinum vandræðum með að grípa boltann.
56. mín
Skottilraun
María Eva Eyjófsdóttir með skotið frá hægra vítateigshorni en yfir mark Fylkis fer boltinn.
54. mín
Sierra ein í gegn og aðeins Tinna á milli hennar og marksins.....en nei flaggið á loft.
Rosalega tæpur dómur.
Rosalega tæpur dómur.
52. mín
Jelena Tinna í fínu færi en með varnarmann í sér og litlu jafnvægi þegar hún reynir skotið og árangurinn eftir því.
51. mín
Gult spjald: Helga Guðrún Kristinsdóttir (Fylkir)
Brýtur á Caroline í hröðu upphlaupi
50. mín
Svipuð uppskrift og í fyrri hálfleik
Fer nokkuð rólega af stað líkt og fyrri hálfleikur. Barningur og barátta en færin láta bíða eftir sér.
Fer nokkuð rólega af stað líkt og fyrri hálfleikur. Barningur og barátta en færin láta bíða eftir sér.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Heimakonur sparka þessum hálfleik af stað og þurfa að sækja ætli þær sér eitt eða fleiri stig úr þessum leik.
Heimakonur sparka þessum hálfleik af stað og þurfa að sækja ætli þær sér eitt eða fleiri stig úr þessum leik.
45. mín
Nokkuð fjörugum fyrri hálfleik lokið hér á Wurthvellinum. Kaflaskipt svo að segja en heilt yfir hefur Þróttur líklega átt fleiri hættuleg færi og kannski hægt að segja að forystan sé verðskulduð.
Hálfleikur
Nokkuð fjörugum fyrri hálfleik lokið hér á Wurthvellinum. Kaflaskipt svo að segja en heilt yfir hefur Þróttur líklega átt fleiri hættuleg færi og kannski hægt að segja að forystan sé verðskulduð.
45. mín
+2
Fylkir sækir horn. Spyrnan frá Abigail á Tinnu sem nær skallanum en hann kraftlítill og gestirnir hreina.
Fylkir sækir horn. Spyrnan frá Abigail á Tinnu sem nær skallanum en hann kraftlítill og gestirnir hreina.
45. mín
+1
Lið Þróttar haft völd á leiknum eftir markið og Fylkisliðið dottið mjög neðarlega á völlinn.
Lið Þróttar haft völd á leiknum eftir markið og Fylkisliðið dottið mjög neðarlega á völlinn.
45. mín
Klukkan slær 45
Uppbótartíminn í fyrri hálfleik er að minnsta kosti þrjár mínútur
42. mín
Aftur Þróttur
Sierra í þröngu færi í teignum en Tinna lokar markinu vel og handsamar boltann.
Sierra í þröngu færi í teignum en Tinna lokar markinu vel og handsamar boltann.
41. mín
Næstum því annað frá Þrótti
Caroline geysist upp völlinn eftir hornspyrnu frá Fylki. Hleypur eina 60-70 metra með boltann áður en hún lætur vaða af um 20 metrum. Tinna aðeins utarlega í teignum stekkur upp og reynir að handsama boltann sem heldur áfram för sinni að markinu. Náði þó að draga mesta kraftinn úr skotinu og kastar sér á boltann áður en hann lekur yfir marklínuna.
Caroline geysist upp völlinn eftir hornspyrnu frá Fylki. Hleypur eina 60-70 metra með boltann áður en hún lætur vaða af um 20 metrum. Tinna aðeins utarlega í teignum stekkur upp og reynir að handsama boltann sem heldur áfram för sinni að markinu. Náði þó að draga mesta kraftinn úr skotinu og kastar sér á boltann áður en hann lekur yfir marklínuna.
37. mín
MARK!
Kristrún Rut Antonsdóttir (Þróttur R.)
Stoðsending: Caroline Murray
Stoðsending: Caroline Murray
Gestirnir leiða
Grunsamlega ein í teignum eftir fyrirgjöf frá Caroline frá vinstri. Rís hæst í teignum og skallar boltann af miklum krafti í netið.
Það eina sem vantaði í þennan leik var mark sem nú er komið. Hvernig bregst Fylkisliðið við?
Grunsamlega ein í teignum eftir fyrirgjöf frá Caroline frá vinstri. Rís hæst í teignum og skallar boltann af miklum krafti í netið.
Það eina sem vantaði í þennan leik var mark sem nú er komið. Hvernig bregst Fylkisliðið við?
35. mín
Aftur fær Þróttur aukaspyrnu alveg við D-bogann.
Ögn til vinstri við spyrnuna áðan. Sæunn spreytir sig á ný.
Beint í vegginn í þetta sinn.
Beint í vegginn í þetta sinn.
33. mín
Fínustu færi skortir ekki
Sierra enn að fá boltann í teig Fylkis. Nær að snúa á vítateigslínunni og láta skotið ríða af en boltinn beint á Tinnu sem slær boltann upp og handsamar hann svo.
Sierra átti líklega að gera betur þarna.
Sierra átti líklega að gera betur þarna.
32. mín
Mætingin greinilega góð hér á Wurthvellinum. Hamborgararnir eru uppseldir. Lúxusvandamál það.
29. mín
Gult spjald: Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.)
Stöðar hraða sókn á miðjum vellinum.
28. mín
Sláin!
Sæunn Björnsdóttir með spyrnuna sem lítur vel út en boltinn í slánna og afturfyrir.
Bæði lið búin að setja boltann í markrammann.
Sæunn Björnsdóttir með spyrnuna sem lítur vel út en boltinn í slánna og afturfyrir.
Bæði lið búin að setja boltann í markrammann.
27. mín
Þróttur fær aukaspyrnu í D-boganum
Leah Maryann með frábæran sprett fram hjá hverri Fylkiskonunni á fætur annari áður en hún er tekinn niður á D-boga línunni.
Gott skotfæri.
Leah Maryann með frábæran sprett fram hjá hverri Fylkiskonunni á fætur annari áður en hún er tekinn niður á D-boga línunni.
Gott skotfæri.
23. mín
Og þá Þróttur
Caroline spólar upp vinstri vænginn og nær fínni fyrirgjöf frá endalínu á kollinn á Sierra sem skallar boltann yfir úr prýðisfæri.
Ósátt með sjálfa sig og vildi augljóslega gera betur.
Caroline spólar upp vinstri vænginn og nær fínni fyrirgjöf frá endalínu á kollinn á Sierra sem skallar boltann yfir úr prýðisfæri.
Ósátt með sjálfa sig og vildi augljóslega gera betur.
22. mín
Fylkir ógnar
Helga Guðrún með fína fyrirgjöf frá hægri inn á teig Þróttar sem Abigail og Guðrún Karitas eru báðar hársbreidd frá því að ná til.
19. mín
Þróttur fær horn.
Caroline með fyrirgjöf frá vinstri sem AD1 metur að hafi farið af Fylkiskonu og afturfyrir.
Virkaði samt ansi óviss og var lengi að ákveða sig.
Caroline með fyrirgjöf frá vinstri sem AD1 metur að hafi farið af Fylkiskonu og afturfyrir.
Virkaði samt ansi óviss og var lengi að ákveða sig.
17. mín
Inn:Lea Björt Kristjánsdóttir (Þróttur R.)
Út:Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (Þróttur R.)
Áfall fyrir Þrótt
Settist í grasið áðan og kveinkaði sér, kom aftir inná en ljóst að hún getur ekki haldið áfram.
Settist í grasið áðan og kveinkaði sér, kom aftir inná en ljóst að hún getur ekki haldið áfram.
14. mín
Fylkir sækir horn
Tekið lágt inn á teiginn en heimakonum tekst ekki að koma boltanum á markið.
Markspyrna.
Tekið lágt inn á teiginn en heimakonum tekst ekki að koma boltanum á markið.
Markspyrna.
10. mín
Aftur Fylkir
Eva Rut Ásþórsdóttir með hörkuskot sem að smellur í slánni áður en Mollee handsamar boltann.
Heldur betur að lifna yfir þessu.
Heldur betur að lifna yfir þessu.
9. mín
Fylkir sækir
Góð sókn upp hægri vænginn endar með fyrirgjöf í gegnum teiginn yfir á fjærstöng þar sem að Abigail Boyan er mætt í hlaupið. Hún er fyrst á boltann en skot hennar af varnarmanni og afturfyrir.
Góð sókn upp hægri vænginn endar með fyrirgjöf í gegnum teiginn yfir á fjærstöng þar sem að Abigail Boyan er mætt í hlaupið. Hún er fyrst á boltann en skot hennar af varnarmanni og afturfyrir.
6. mín
Fyrsta færið
Sierra í hörkufæri fyrir Þ?ótt eftor jra'a sókn. Kemst innfyrir vörn Fylkis en nær ekki nægjanlega góðu skoti til þess að koma boltanum framhjá Tinnu í marki Fylkis sem var mætt vel út á móti.
Sierra í hörkufæri fyrir Þ?ótt eftor jra'a sókn. Kemst innfyrir vörn Fylkis en nær ekki nægjanlega góðu skoti til þess að koma boltanum framhjá Tinnu í marki Fylkis sem var mætt vel út á móti.
4. mín
Fer rólega af stað
Gestirnir hadið boltanum betur þessar örfáu fyrstu mínútur en ekki skapað sér neitt ennþá.
Gestirnir hadið boltanum betur þessar örfáu fyrstu mínútur en ekki skapað sér neitt ennþá.
Fyrir leik
Umgjörð
Risa hrós á Fylki fyrir umgjörðina sem er boðið upp í dag. Skrúðganga á völlinn þar sem mikið var sungið af ungum aðdáendum Fylkis. Trúbador í stúkunni sem heldur uppi stuðinu fyrir leik og varningur og veitingar af ýmsum toga til sölu.
Hvet alla til að skella sér á Wurthvöllin og upplifa þessa frábæru umgjörð.
Risa hrós á Fylki fyrir umgjörðina sem er boðið upp í dag. Skrúðganga á völlinn þar sem mikið var sungið af ungum aðdáendum Fylkis. Trúbador í stúkunni sem heldur uppi stuðinu fyrir leik og varningur og veitingar af ýmsum toga til sölu.
Hvet alla til að skella sér á Wurthvöllin og upplifa þessa frábæru umgjörð.
Fyrir leik
Tríóið
Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson heldur um flautuna í dag. Honum til aðstoðar eru þeir Magnús Garðarsson og Ronnarong Wongmahadthai.
Varadómari er Tomasz Piotr Zietal og eftirlitsmaður KSÍ Ólafur Ingi Guðmundsson.
Aðalbjörn Heiðar Þorsteinsson heldur um flautuna í dag. Honum til aðstoðar eru þeir Magnús Garðarsson og Ronnarong Wongmahadthai.
Varadómari er Tomasz Piotr Zietal og eftirlitsmaður KSÍ Ólafur Ingi Guðmundsson.
Fyrir leik
Helena spáir í fyrstu umferðina
Helena Ólafsdóttir spáir í fyrstu umferðina hér á Fótbolta.net. Helena stýrir Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í sumar þar sem fjallað er um Bestu deild kvenna af mikilli snilld.
Fylkir 1 - 1 Þróttur R.
Athyglisverður leikur hér á ferð sem mér finnst erfitt að spá fyrir um. Ég held að verði stemning í Lautinni en hér mætast nýliðar og svo lið sem hefur tekið miklum breytingum. Báðir þjálfarar kunna þennan leik upp á tíu og ég held að þeir muni leggja mikið upp úr skipulögðum varnarleik. Leikurinn verður lokaður en Þróttur mun setja mark í fyrri en heimakonur jafna í þeim síðari.
Helena Ólafsdóttir spáir í fyrstu umferðina hér á Fótbolta.net. Helena stýrir Bestu mörkunum á Stöð 2 Sport í sumar þar sem fjallað er um Bestu deild kvenna af mikilli snilld.
Fylkir 1 - 1 Þróttur R.
Athyglisverður leikur hér á ferð sem mér finnst erfitt að spá fyrir um. Ég held að verði stemning í Lautinni en hér mætast nýliðar og svo lið sem hefur tekið miklum breytingum. Báðir þjálfarar kunna þennan leik upp á tíu og ég held að þeir muni leggja mikið upp úr skipulögðum varnarleik. Leikurinn verður lokaður en Þróttur mun setja mark í fyrri en heimakonur jafna í þeim síðari.
Fyrir leik
Fylkir
Fylkir er komið aftur upp í deild þeirra bestu en sérfræðingarnir spá því að Árbæjarliðið fari beint aftur niður og endi í 9.sæti deildarinnar þetta sumarið.
Sumarið 2021 var ekki gott fyrir Fylki. Þær féllu úr Bestu deildinni og enduðu í neðsta sæti. Í kjölfarið hófst mikil uppbygging. Margir lykilleikmenn fóru og það þurftu aðrir leikmenn að stíga upp. Þetta gekk hægt til að byrja með en á síðustu tveimur árum hefur myndast sterk liðsheild í Árbænum. Það er umtalað hvað liðsheildin er sterk og hvað stemningin klefanum er góð. Fylkir fór upp í fyrra eftir skemmtilegan lokaleik gegn Gróttu á Seltjarnarnesi og það verður spennandi að sjá Árbæjarfélagið í efstu deild að nýju í sumar.
Gunnar Magnús Jónsson sá um að koma Fylki aftur upp í efstu deild. Það var sniðugt hjá Fylki að sækja hann, mann sem er með reynslu í því að koma liði upp úr næst efstu deild. Ef spá okkar rætist um að Fylkiskonur verði að berjast í bökkum í neðri hluta deildarinnar þá er heldur betur styrkur í því að hafa mann með svarta beltið í þeirri baráttu í brúnni. Gunnar Magnús hefur sýnt það og sannað að hann fer ekkert á taugum þó að hann sé í botnbaráttunni. Hann hefur oftar en ekki náð að stýra sínu liði í örugga höfn þrátt fyrir efasemdaraddir.
Fylkiskonur voru duglegar að skora mörk í fyrra og hafa haldið uppteknum hætti þar á undirbúningstímabilinu. Það er mikill styrkleiki og einnig að markaskorunin hefur verið að dreifast aðeins á milli leikmanna. Þær geta því reitt sig á fleiri en einn leikmann til að skora mörk fyrir liðið.
Komnar:
Abigail Boyan frá Danmörku
Amelía Rún Fjelsted frá Keflavík
Emma Sól Aradóttir frá HK (á láni)
Kayla Bruster frá Bandaríkjunum
Farnar:
Fylkir er komið aftur upp í deild þeirra bestu en sérfræðingarnir spá því að Árbæjarliðið fari beint aftur niður og endi í 9.sæti deildarinnar þetta sumarið.
Sumarið 2021 var ekki gott fyrir Fylki. Þær féllu úr Bestu deildinni og enduðu í neðsta sæti. Í kjölfarið hófst mikil uppbygging. Margir lykilleikmenn fóru og það þurftu aðrir leikmenn að stíga upp. Þetta gekk hægt til að byrja með en á síðustu tveimur árum hefur myndast sterk liðsheild í Árbænum. Það er umtalað hvað liðsheildin er sterk og hvað stemningin klefanum er góð. Fylkir fór upp í fyrra eftir skemmtilegan lokaleik gegn Gróttu á Seltjarnarnesi og það verður spennandi að sjá Árbæjarfélagið í efstu deild að nýju í sumar.
Gunnar Magnús Jónsson sá um að koma Fylki aftur upp í efstu deild. Það var sniðugt hjá Fylki að sækja hann, mann sem er með reynslu í því að koma liði upp úr næst efstu deild. Ef spá okkar rætist um að Fylkiskonur verði að berjast í bökkum í neðri hluta deildarinnar þá er heldur betur styrkur í því að hafa mann með svarta beltið í þeirri baráttu í brúnni. Gunnar Magnús hefur sýnt það og sannað að hann fer ekkert á taugum þó að hann sé í botnbaráttunni. Hann hefur oftar en ekki náð að stýra sínu liði í örugga höfn þrátt fyrir efasemdaraddir.
Fylkiskonur voru duglegar að skora mörk í fyrra og hafa haldið uppteknum hætti þar á undirbúningstímabilinu. Það er mikill styrkleiki og einnig að markaskorunin hefur verið að dreifast aðeins á milli leikmanna. Þær geta því reitt sig á fleiri en einn leikmann til að skora mörk fyrir liðið.
Komnar:
Abigail Boyan frá Danmörku
Amelía Rún Fjelsted frá Keflavík
Emma Sól Aradóttir frá HK (á láni)
Kayla Bruster frá Bandaríkjunum
Farnar:
Fyrir leik
Þrótttur
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Þróttur Reykjavík muni enda í sjötta sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir röðuðu liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. Ef spáin rætist þá verða Þróttarar síðasta liðið í efri hluta deildarinnar eftir skiptingu.
Breytingar í brúnni
Prófessorinn Ólafur Kristjánsson er mættur í Laugardalinn og tekinn við Þrótti. Hann tekur við starfinu af Nik Chamberlain sem var ráðinn þjálfari Breiðabliks, en Nik hafði starfað sem þjálfari Þróttar frá 2016. Það er örugglega óhætt að segja að einn af mestu styrkleikum Þróttar liðsins í ár liggi í þjálfaranum, Ólafi Kristjánssyni. Óli er einfaldlega einn af okkar allra fremstu og reynslumestu þjálfurum og það verður ótrúlega spennandi að fylgjast með honum taka sín fyrstu skref í meistaraflokki kvenna.
Þó svo að liðið sé kannski meira spurningarmerki en undanfarin ár, þá liggja styrkleikar Þróttar á þekktum slóðum, það er í skipulögðum leik, bæði sóknar- og varnarlega. Margir leikmenn hafa spilað lengi saman þó vissulega hafi kvarnast töluvert úr liði síðasta árs.
Komnar:
Sigríður Theód. Guðmundsdóttir frá Val
Kristrún Rut Antonsdóttir frá Selfossi
Íris Una Þórðardóttir frá Selfossi
Leah Maryann Pais frá Kanada
Mollee Swift frá Bandaríkjunum
Caroline Murray frá Danmörku
Farnar:
Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir til Spánar
Íris Dögg Gunnarsdóttir í Val
Katla Tryggvadóttir til Svíþjóðar
Katie Cousins í Val
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir til Breiðabliks
Tanya Laryssa Boychuk til Svíþjóðar
Margrét Edda Lian Bjarnadóttir til Gróttu
Ragnheiður Ríkharðsdóttir í KR
Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að Þróttur Reykjavík muni enda í sjötta sæti Bestu deildar kvenna í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir röðuðu liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær tíu stig, annað sæti níu og svo koll af kolli niður í tíunda sæti sem gefur eitt stig. Ef spáin rætist þá verða Þróttarar síðasta liðið í efri hluta deildarinnar eftir skiptingu.
Breytingar í brúnni
Prófessorinn Ólafur Kristjánsson er mættur í Laugardalinn og tekinn við Þrótti. Hann tekur við starfinu af Nik Chamberlain sem var ráðinn þjálfari Breiðabliks, en Nik hafði starfað sem þjálfari Þróttar frá 2016. Það er örugglega óhætt að segja að einn af mestu styrkleikum Þróttar liðsins í ár liggi í þjálfaranum, Ólafi Kristjánssyni. Óli er einfaldlega einn af okkar allra fremstu og reynslumestu þjálfurum og það verður ótrúlega spennandi að fylgjast með honum taka sín fyrstu skref í meistaraflokki kvenna.
Þó svo að liðið sé kannski meira spurningarmerki en undanfarin ár, þá liggja styrkleikar Þróttar á þekktum slóðum, það er í skipulögðum leik, bæði sóknar- og varnarlega. Margir leikmenn hafa spilað lengi saman þó vissulega hafi kvarnast töluvert úr liði síðasta árs.
Komnar:
Sigríður Theód. Guðmundsdóttir frá Val
Kristrún Rut Antonsdóttir frá Selfossi
Íris Una Þórðardóttir frá Selfossi
Leah Maryann Pais frá Kanada
Mollee Swift frá Bandaríkjunum
Caroline Murray frá Danmörku
Farnar:
Elísabet Freyja Þorvaldsdóttir til Spánar
Íris Dögg Gunnarsdóttir í Val
Katla Tryggvadóttir til Svíþjóðar
Katie Cousins í Val
Ólöf Sigríður Kristinsdóttir til Breiðabliks
Tanya Laryssa Boychuk til Svíþjóðar
Margrét Edda Lian Bjarnadóttir til Gróttu
Ragnheiður Ríkharðsdóttir í KR
Byrjunarlið:
1. Mollee Swift (m)
Sierra Marie Lelii
('81)
2. Sóley María Steinarsdóttir
5. Jelena Tinna Kujundzic
8. Álfhildur Rósa Kjartansdóttir (f)
('17)
10. Leah Maryann Pais
12. Caroline Murray
16. María Eva Eyjólfsdóttir
('60)
18. Kristrún Rut Antonsdóttir
22. Sigríður Theód. Guðmundsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
Varamenn:
20. Hafdís Hafsteinsdóttir (m)
4. Hildur Laila Hákonardóttir
7. Brynja Rán Knudsen
9. Freyja Karín Þorvarðardóttir
('60)
11. Lea Björt Kristjánsdóttir
('17)
15. Ísabella Anna Húbertsdóttir
('81)
29. Una Sóley Gísladóttir
Liðsstjórn:
Ólafur Helgi Kristjánsson (Þ)
Guðrún Þóra Elfar
Þórkatla María Halldórsdóttir
Angelos Barmpas
Ingunn Haraldsdóttir
Branislav Radakovic
Sara Ó. Þrúðmarsdóttir Finnsson
Gul spjöld:
Lea Björt Kristjánsdóttir ('29)
Rauð spjöld: