Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
FH
3
2
Vestri
0-1 Andri Rúnar Bjarnason '13
Sigurður Bjartur Hallsson '25 1-1
1-2 Andri Rúnar Bjarnason '45
Sigurður Bjartur Hallsson '47 2-2
Úlfur Ágúst Björnsson '67 , víti 3-2
04.05.2024  -  14:00
Kaplakrikavöllur
Besta-deild karla
Aðstæður: Skýjað og 7° vindurinn samt ekkert að trufla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 1076
Maður leiksins: Ástbjörn Þórðarson (FH)
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
6. Grétar Snær Gunnarsson
7. Kjartan Kári Halldórsson ('70)
8. Finnur Orri Margeirsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson ('81)
10. Björn Daníel Sverrisson ('78)
21. Böðvar Böðvarsson
22. Ástbjörn Þórðarson
25. Dusan Brkovic
33. Úlfur Ágúst Björnsson
34. Logi Hrafn Róbertsson

Varamenn:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
5. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('78)
11. Arnór Borg Guðjohnsen ('81)
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
27. Jóhann Ægir Arnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('70)
37. Baldur Kári Helgason

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Ólafur H Guðmundsson
Axel Guðmundsson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Grétar Snær Gunnarsson ('45)
Sigurður Bjartur Hallsson ('74)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Viðburðaríkur leikur og það er FH sem tekur sigurinn. Vestra menn börðust vel en þetta féll ekki með þeim í dag. Góð byrjun FH á mótinu heldur áfram.

Viðtöl og skýrsla væntanleg seinna í dag.
92. mín
Aukaspyrna fyrir Vestra í fyrirgjafarstöðu og Eskelinen fer upp í teig.

Benedikt kemur með boltan fyrir en það er dæmt rangstæða.
91. mín
Uppbótartíminn er 4 mínútur.
87. mín
Stórhættuleg fyrirgjöf frá Vestra! Benedikt setur háan bolta inn í teig sem enginn nær til en boltinn skoppar svo af þverslánni. Sindri heppinn þarna, því hann reyndi ekkert við þennan bolta.
87. mín
FH sækir upp vinstri kantinn, boltinn er svo færður inn á völl þar sem Gyrðir tekur skotið rétt fyrir utan teig en það fer hátt yfir.
81. mín
Inn:Arnór Borg Guðjohnsen (FH) Út:Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
Það verða þá engar þrennur í þessum leik líkast til.
78. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (FH) Út:Björn Daníel Sverrisson (FH)
77. mín Gult spjald: Fatai Gbadamosi (Vestri)
Fólskulegt brot.
76. mín
Hættuleg hornspyrna frá Vestra. Boltinn flýgur á fjærstöngina en enginn nær almennilega að komast í hann og því fer boltinn bara aftur fyrir.
74. mín Gult spjald: Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
73. mín
Stórhættulegt færi fyrir FH FH-ingar setja boltan fyrir teiginn og William nær ekki að klást við þetta nógu vel. Hann ýtir bara boltanum aftur út í teig þar sem Dusan nær að pota í boltan en yfir markið fer boltinn.
71. mín
VESTRI SKORAR!! Eeeeen það er rangstæða. Boltinn kemur frá vinstri kant inn í teig þar sem Pétur lúrir á fjær og skorar í opið markið en hann var í rangstöðu.
70. mín
Inn:Vuk Oskar Dimitrijevic (FH) Út:Kjartan Kári Halldórsson (FH)
67. mín Mark úr víti!
Úlfur Ágúst Björnsson (FH)
FH-ingar eru þá komnir yfir! Eins öruggt og það gerist. Hann þrumar boltanum upp í hægra hornið en William fer í öfuga átt
66. mín
VÍTI FYRIR FH! Boltinn fer í hendina á Pétur Bjarna, réttur dómur.
65. mín
Hættulegt skot en vel varið! FH-ingar setja boltan inn í teig en gestirnir skalla frá. Þá lúrir Kjartan fyrir utan teig og lætur vaða en William ver vel!
60. mín
Inn:Friðrik Þórir Hjaltason (Vestri) Út:Gunnar Jónas Hauksson (Vestri)
Þá eru gestirnir búnir með sínar skiptingar.
60. mín
Inn:Pétur Bjarnason (Vestri) Út:Andri Rúnar Bjarnason (Vestri)
Tveggja marka maðurinn fær hvíld
60. mín
Inn:Johannes Selvén (Vestri) Út:Silas Songani (Vestri)
56. mín
Hvernig klárar Björn Daníel ekki þetta!! Sigurður Bjartu er sloppinn í gegn upp hægri kantinn, hann setur svo frábæran bolta meðfram jörðu inn í teiginn þar sem Björn Daníel er aleinn. Boltinn er aðeins fyrir framan Björn en það er eins og hann bara gefist upp á þessu. Ég held að hann hefði getað rennt sér í þetta fyrir auðvelt mark.
53. mín
FH fær dauðafæri! Langur bolti fram og Úlfur skallar hann niður fyrir Sigurð sem er í frábæru færi en skotið hans fer framhjá!
52. mín
Virkilega skemmtilegt spil hjá FH upp vinstri kantinn og Kjartan er kominn á ferð inn í teig. Vestra menn gera hinsvegar vel í að loka á hann og fyrirgjöf Kjartans er blokkeruð í horn. Ekkert kom úr horninu.
47. mín MARK!
Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
Stoðsending: Ástbjörn Þórðarson
Þetta tók ekki langan tíma! Kjartan Kári kemur með skiptingu frá einum katninum yfir á hinn. Ástbjörn gerir svo mjög vel í að ná valdi á boltanum og setja hann áfram á Sigurð sem er í dauðafæri og hann klárar snyrtilega í nærhornið.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er farinn af stað!
45. mín
Tölfræði úr fyrri hálfleik: Með boltann: 63% - 37%
Skot: 2-3
Á mark: 2-2
Horn: 2-1
Rangstöður: 1-2
Sendingar: 237-148
Heppnaðar: 172-81
(Tölfræði úr útsendingu á Stöð 2 Sport)
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
Vestra menn í góðum fíling þegar þeir labba inn í búningsklefa. Þeir hafa þurft að verjast mikið í þessum fyrri hálfleik en hafa verið flugbeittir í sínum skyndisóknum. Andri Rúnar á þessi háloft í Hafnarfirðinum og það á enginn séns í hann þegar hann rís upp.

Komum aftur eftir 15.
45. mín
Næstum 3-1 +7

Frábær kross hjá Silas flatur inn í teig og Andri nær skallanum en bara rétt framhjá!
45. mín Gult spjald: Ibrahima Balde (Vestri)
+6
45. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Vestri)
Stoðsending: Ibrahima Balde
Vestri skorar á besta tímanum!! Langur bolti fram úr aukaspyrnu frá Willam. Balde skallar boltan áfram inn í teig þar sem Andri Rúnar er sterkasti maðurinn þar og nær að pota boltanum í netið.

Þetta leit illa útt fyrir Böðvar sem var að dekka Andra, hann átti ekki roð í hann.
45. mín Gult spjald: Grétar Snær Gunnarsson (FH)
+2

Fer aftan í Andra Rúnar.
45. mín
Inn:Sergine Fall (Vestri) Út:Elmar Atli Garðarsson (Vestri)
+1

Fyrirliðinn farinn útaf meiddur, hrikalegt fyrir Vestra liðið og þetta leit ekki vel út fyrir Elmar.
45. mín
Það eru heilar 6 mínútur í uppbótartíma. Búið að vera mikið um stopp útaf meiðslum.
44. mín
Elmar Atli liggur í grasinu alveg vel þjáður, mér sýndist Logi Hrafn taðka nokkuð hressilega á ökklanum á honum. Reynar algjört óviljaverk hjá Loga.
39. mín
Inn:Toby King (Vestri) Út:Tarik Ibrahimagic (Vestri)
Tarik kveinkaði sér eitthvað eftir atvikið þegar hann fékk gult. Vont fyrir Vestra að missa hann.
39. mín
Kjartan með skot beint úr aukaspyrnu en það fer beint í kjöltuna á William í markinu.
Besta lið FH sögunnar var tilkynnt rétt fyrir leik.
36. mín Gult spjald: Tarik Ibrahimagic (Vestri)
Þetta var líkast til fyrir viðbrögðin hjá honum frekar en brotið.
35. mín
Kemur svo ekkert úr horninu heldur því William grípur boltan.
35. mín
Hann setur boltan inn á teig en Vestra menn hreinsa í horn.
34. mín
FH fær aukaspyrnu rétt fyrir utan teig, Kjartan Kári gerir sig til í að taka spyrnuna.
31. mín
Stórhættuleg fyrirgjöf verður eiginlega að skoti. Ástbjörn er á hægri kantinum og setur fastan bolta fyrir sem fer framhjá öllum og laumast á endanum rétt framhjá fjærstönginni.
29. mín Gult spjald: Gunnar Jónas Hauksson (Vestri)
Strauar niður Grétar að aftan.
25. mín MARK!
Sigurður Bjartur Hallsson (FH)
Stoðsending: Ástbjörn Þórðarson
Þá er það aftur jafnt! Finnur Orri kemur með langan bolta fram og Ástbjörn er fljótastur að bregðast við. Hann skallar boltan áfram á Sigurð sem tekur skotið viðstöðulaust beint í fjærhornið. Frábært slútt!
23. mín
Vestra menn nokkuð fúlir yfir að fá ekkert dæmt þarna. Andri er í kapphlaupi við Ástbjörn en Andri fellur við þegar hann er að sleppa í gegn. Spurning hvort þetta hafi verið eitthvað.
20. mín
Skrýtin atburðarrás sem á sér stað inn í teig Vestra manna. Boltinn kemur inn í teig og William ætlar að grípa en missir boltann. Það verður svo smá darraðardans eftir þetta en Vestri hreinsar á endanum, FH biður um víti en á endanum er það Elmar Atli sem liggur eftir og þarf aðhlynningu.
13. mín MARK!
Andri Rúnar Bjarnason (Vestri)
Stoðsending: Benedikt V. Warén
VESTRA MENN LEIÐA!!! Einföld sókn frá gestunum. Þeir sækja hratt upp hægri kantinn og Benedikt Warén kemur með algjöra snuddu inn í teig beint á kollinn á Andra sem stýrir boltanum í fjærhornið.

Þvert gegn gangi leiksins.
10. mín
Björn Daníel prjónar sig í gegnum vörn Vestra og kemur svo með glæsilega sendingu á Loga sem er í góðri skotstöðu. Hann hittir ekki alveg boltan hinsvegar og skotið vel framhjá.
8. mín
Uppstilling liðanna FH 3-4-3
Sindri
Dusan - Grétar - Böðvar
Ástbjörn - Finnur - Logi - Kjartan
Björn - Sigurður - Úlfur

Vestri 3-4-3
William
Elmar - Jeppe - Elvar
Benedikt - Fatai - Tarik - Gunnar
Balde - Andri - Silas
5. mín
Þvílíkt touch! Langur bolti fram hjá FH og Kjartan Kári nær geggjaðri snertingu til að drepa boltan. William Eskelinen er hinsvegar fljótur út úr markinu og lokar á þetta.
3. mín
Vestra mönnum tekst að hreinsa en FH heldur áfram pressunni.
2. mín
FH vinnur fyrsta horn leiksins.
1. mín
Leikur hafinn
Þá fer þetta af stað og það eru Vestra menn sem hafa upphafssparkið.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Byrjunarliðin eru klár hér sitthvorum megin við textann.

FH sótti sigur á Akranes í síðasta leik sínum en Heimir Guðjónsson gerir eina breytingu á sínu liði. Ísak Óli ÓLafsson er í leikbanni og kemur Grétar Snær Gunnarsson inn fyrir hann.

Vestri vann flottan sigur á HK í síðustu umferð en Davíð Smári Lamude, þjálfari liðsins, gerir tvær breytingar á milli leikja. Elvar Baldvinsson og Silas Songani koma inn fyrir Johannes Selven og Eið Aron Sigurbjörnsson. Sá síðarnefndi meiddist illa gegn HK og verður frá næstu þrjá mánuðina.

FH er með níu stig en Vestri sex.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spákonan Sandra María Jessen spáði í leiki umferðarinnar fyrir Fótbolta.net. Hún á von á heimasigri í dag.

FH 2-1 Vestri
Heimir Guðjóns er að byggja upp hörku lið í Krikanum. Það verður veisla fyrir leik og allskonar skemmtun og ég held að FH-ingar sogi að sér stemninguna og orkuna úr stúkunni og klára þennan leik nokkuð þæginlega. Vont fyrir Vestra að hafa misst Eið Aron í meiðsli og hafsenta vandræðin eru ekki að hjálpa nýliðunum neitt, en liðið er vel skipulagt og munu gefa FH leik.

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Ísak Óli í banni - Eiður Aron lengi frá vegna meiðsla Það vantar lykilmiðvörð í bæði lið. Ísak Óli Ólafsson miðvörður FH er í leikbanni eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í sigrinum á ÍA í síðustu umferð.

Eiður Aron Sigurbjörnsson varnarmaður Vestra ristarbrotnað í sigri á HK í síðustu umferð og missir af næstu mánuðum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarateymið Vilhjálmur Alvar Þórarinsson dæmir leikinn í dag. Hann er með þá Eystein Hrafnkelsson og Antoníus Bjarka Halldórsson sér til aðstoðar á línunum. Elías Ingi Árnason er á skiltinu og gamla brýnið Eyjólfur Ólafsson hefur eftirlit með dómgæslunni og umgjörð leiksins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Völlurinn lítur vel út - Fengum þessa mynd senda
Mynd: Orri Freyr Rúnarsson

Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Bein textalýsing úr Kaplakrika Góðan daginn, verið velkomin í beina textalýsingu frá leik FH og Vestra í Bestu-deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 á Kaplakrikavelli í Hafnarfirði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
30. William Eskelinen (m)
3. Elvar Baldvinsson
4. Fatai Gbadamosi
6. Ibrahima Balde
9. Andri Rúnar Bjarnason ('60)
10. Gunnar Jónas Hauksson ('60)
10. Tarik Ibrahimagic ('39)
11. Benedikt V. Warén
20. Jeppe Gertsen
22. Elmar Atli Garðarsson (f) ('45)
23. Silas Songani ('60)

Varamenn:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
2. Morten Ohlsen Hansen
8. Daníel Agnar Ásgeirsson
10. Nacho Gil
13. Toby King ('39)
14. Johannes Selvén ('60)
19. Pétur Bjarnason ('60)
26. Friðrik Þórir Hjaltason ('60)
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
77. Sergine Fall ('45)

Liðsstjórn:
Davíð Smári Lamude (Þ)
Gunnlaugur Jónasson
Vladan Dogatovic

Gul spjöld:
Gunnar Jónas Hauksson ('29)
Tarik Ibrahimagic ('36)
Ibrahima Balde ('45)
Fatai Gbadamosi ('77)

Rauð spjöld: