Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
Keflavík
3
1
ÍA
0-1 Hinrik Harðarson '4
Erik Tobias Sandberg '36
Sami Kamel '37 , víti 1-1
Sami Kamel '45 2-1
Valur Þór Hákonarson '81 3-1
Frans Elvarsson '86
16.05.2024  -  18:15
HS Orku völlurinn
Mjólkurbikar karla
Dómari: Pétur Guðmundsson
Áhorfendur: 170
Maður leiksins: Sami Kamel
Byrjunarlið:
1. Ásgeir Orri Magnússon (m)
3. Axel Ingi Jóhannesson
4. Nacho Heras (f)
5. Stefán Jón Friðriksson
6. Sindri Snær Magnússon ('75)
7. Mamadou Diaw
10. Dagur Ingi Valsson ('65)
22. Ásgeir Páll Magnússon
23. Sami Kamel (f)
24. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
26. Ásgeir Helgi Orrason

Varamenn:
12. Rúnar Gissurarson (m)
8. Ari Steinn Guðmundsson
17. Óliver Andri Einarsson
21. Aron Örn Hákonarson
25. Frans Elvarsson ('75)
50. Oleksii Kovtun
99. Valur Þór Hákonarson ('65)

Liðsstjórn:
Haraldur Freyr Guðmundsson (Þ)
Ómar Jóhannsson
Hólmar Örn Rúnarsson
Þórólfur Þorsteinsson
Ernir Bjarnason
Guðmundur Árni Þórðarson
Óskar Ingi Víglundsson

Gul spjöld:
Mamadou Diaw ('63)
Stefán Jón Friðriksson ('78)
Nacho Heras ('94)

Rauð spjöld:
Frans Elvarsson ('86)
Leik lokið!
Keflavík er á leið í 8 liða úrslit Mjólkurbikarsins þetta árið.

Viðtöl og skýrsla væntanleg í kvöld.

94. mín
Allir leikmenn Skagamanna á vallarhelmingi Keflavíkur. Árni Marinó mættur fram.

Skagamenn ná þó ekki að skapa sér færi og Árni skilar sér til baka.
94. mín Gult spjald: Nacho Heras (Keflavík)

Gult fyrir að fara of hátt með hendurnar í skallaeinvígi.
92. mín Gult spjald: Oliver Stefánsson (ÍA)

Fær gult fyrir viðskipti við Diaw,

Pirringur fyrst og fremst.
90. mín
Uppbótartíminn hér verður að minnsta kosti fimm mínútur.
86. mín Rautt spjald: Frans Elvarsson (Keflavík)

Beint rautt á Frans Elvarsson!

Verulega óskynsamlega gert hjá Frans sem fer í andlitið á Hinrik beint fyrir framan nefið á Pétri og uppsker fyrir það beint rautt spjald.

Jafnt í liðum á ný en tíminn ansi naumur fyrir gestina.
81. mín MARK!
Valur Þór Hákonarson (Keflavík)
Stoðsending: Ásgeir Páll Magnússon
Keflavík líklega að klára þetta Ásgeir Páll með virkilega góðan sprett upp vinstri vænginn, finnur Ásgeir í hlaupinu inn á teiginn sem að er í þröngri stöðu en klárar virkilega vel framhjá Árna Marinó í markinu.

Hans þriðja mark fyrir Keflavík í sumar.
79. mín Gult spjald: Dean Martin (ÍA)

Pétur lyftir hér spjaldi á bekk Skagamanna, Ekki viss á hvern en sýnist það vera á Dean Martin.
78. mín Gult spjald: Stefán Jón Friðriksson (Keflavík)
77. mín
Arnór Smárason í dauðafæri!
Einn og óvaldaður í teignum fær hann boltann frá hægri, velur að taka skotið á lofti, nær fínasta skoti en aðeins of hátt og boltinn yfir markið.

Litla markið sem þetta hefði orðið.
75. mín
Inn:Frans Elvarsson (Keflavík) Út:Sindri Snær Magnússon (Keflavík)
74. mín
Sindri Snær er sestur á völlinn og þarfnast aðhlynningar.
73. mín
Hinrik keyrir inn á teig Keflavíkur vinstra megin og nær skoti úr þröngu færi. Ásgeir ver og heimamenn hreinsa.

Gestirnir verið betri síðustu mínútur.
73. mín
Viktor Jónsson fer niður í teig Keflavíkur og aftur heyrast köll um víti, Pétur veifar leikinn áfram.
70. mín
Inn:Árni Salvar Heimisson (ÍA) Út:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA)
Rek hér augun í að Árni Salvar Heimisson er einnig kominn inn á í lið ÍA. Sú skipting hefur alveg farið framhjá mér, líkt og öðrum í blaðamannastúkunni líka.

Breytingin í hálfleik væntanleg verið tvöföld og það eiginlega alveg örugglega,
69. mín
Viktor Jónsson með skalla að marki eftir ágæta sókn ÍA. Boltinn yfir markið.
65. mín
Inn:Valur Þór Hákonarson (Keflavík) Út:Dagur Ingi Valsson (Keflavík)
64. mín
Jón Gísli Eyland fer niður í teignum eftir baráttu við varnarmann og Skagamenn kalla eftir vítaspyrnu. Flaggið er á lofti og rangstaða dæmd.
63. mín Gult spjald: Mamadou Diaw (Keflavík)

Stöðvar skyndisókn, þurfti þó nokkrar tilraunir til að brjóta á Hinrik þó.
62. mín
Mamadou Diaw með hörkusprett upp hægri vænginn, kemst að teignum en er þar stöðvaður.

Keflavík á horn.
59. mín
Dagur Ingi að sleppa einn í gegn, flaggið fer á loft.


55. mín
Keflavík vinnur horn.

Spyrnan frá hægri tekin á nærstöng. Gunnlaugur Fannar mættur þar en skallar boltann yfir markið.
55. mín Gult spjald: Viktor Jónsson (ÍA)

Stöðvar skyndisókn Keflavíkur.
53. mín

Keflavík fær þrjár hornspyrnur í röð, eftir þá síðustu Diaw með skot en boltinn talsvert yfir markið.
50. mín
Dagur Ingi með skot eða fyrirgjöf. Hvort sem það var þá gekk það ekki og endaði hjá Árna.
46. mín
Síðari hálfleikur hafinn
Skagamenn sparka okkur í gang á ný.
46. mín
Inn:Marko Vardic (ÍA) Út:Arnleifur Hjörleifsson (ÍA)
45. mín
Hálfleikur
Áhugaverðum fyrri hálfleik lokið hér í Keflavík.

Fátt í kortunum framan af hálfleik til merkis um að þetta yrði jafn fjörugur og raun ber vitni. En það var heldur betur nóg um að vera hér í lok hálfleiksins.

Hvernig bregðast Skagamenn við?
45. mín MARK!
Sami Kamel (Keflavík)
Stoðsending: Mamadou Diaw
+01:23 Sami Kamel elskar að skora í bikarnum

Mamadou Diaw með fyrirgjöf fyrir markið frá vinstri, Boltinn fyrir fætur Sami Kamel sem skorar auðveldlega af stuttu færi. Fær sinn tíma og sitt pláss og þá er ekki að spyrja að því.
45. mín
Ein mínúta að lágmarki í uppbótartíma hér í fyrri hálfleik.
44. mín
Stefán Jón reynir skotið fyrir Keflavík. Nær ekki nægum krafti og Árni Marinó ekki í teljandi vandræðum með boltann.
40. mín
Sindri Snær með hörkuskot af löngu færi. Alls ekki galin tilraun en hittir ekki á markið.
37. mín Mark úr víti!
Sami Kamel (Keflavík)

Feykilega öruggt víti.
36. mín Rautt spjald: Erik Tobias Sandberg (ÍA)
Erik Tobias í bullinu!

Reynir að setja boltann til baka á Árna í markinu en Kamel er bara sterkari og kemst framfyrir hann. Erik rífur í hann og stöðvar hann, Pétur tekur sér dágóðan tima í að dæma en blæs að lokum í flautuna og dæmir víti og rekur Erik af velli.

Verður fróðlegt að sjá myndband af atvikinu hvað raunverulega gerist.
36. mín
Keflavík er að fá vítaspyrnu!!!!
35. mín
Keflavík vinnur hornspyrnu.

Ekkert verður úr.
29. mín
Hinrik Harðar í dauðafæri.
Keimlíkt markinu, sleppur innfyrir vörnina, leikur á Ásgeir í markinu en setur boltann framhjá tómu markinu. Færið vissulega örlítið þröngt en hann á einfaldlega að gera betur!
28. mín
Erik Tobias Sandberg með heiðarlega tilraun þess að skora mark ársins!

Reyndar í eigið net, ætlar að senda boltann til baka á Árna í markinu en úr verður fínasta skot sem svífur framhjá markinu í og í horn.

Ekkert verður úr horninu.
26. mín
Hættulegur bolti inn á teig Keflavíkur. Viktor Jónsson í boltanum en nær ekki að taka hann með sér.
22. mín
Sami Kamel með aukaspyrnu.
Boltinn beint í vegginn og svífur í boga inn á teiginn. Árni Marinó mætir út en er hlaupinn niður og liggur eftir.

20. mín
Dauðafæri í teig Keflavíkur.
Ásgeir Orri missir boltann út í teiginn eftir hornspyrnu frá vinstri. Boltinn berst á Oliver sem á hörkuskot sem fer af varnarmanni og afturfyrir.
16. mín
Keflavík í færi.
Gunnlaugur Fannar í skallafæri í teignum en Skagamenn koma boltanum í horn.

Ekkert verður úr horninu.
11. mín

Steinar Þorsteinsson reynir skot af talsverðu færi að marki en hittir boltann illa sem fer langt framhjá markinu,
9. mín
Sami Kamel með hörkuskot eftir ágæta sókn Keflavíkur en boltinn framhjá markinu.
4. mín MARK!
Hinrik Harðarson (ÍA)
Stoðsending: Viktor Jónsson
Einföld uppskrift sem skilar marki. Viktor Jónsson nær að koma boltanum innfyrir vörn Keflavíkur. Hinrik sleppur einn gegn Ásgeiri, leikur á hann og skorar auðveldlega.

Draumabyrjun ÍA.
1. mín
Sami Kamel með fyrsta skot leiksins eftir rétt um 30 sekúndur.

Reynir að snúa boltann í hornið fjær frá vinstra vítateigshorni en laus bolti hans í fang Árna.
1. mín
Leikur hafinn

Mamadou Diaw á upphafsspyrnuna.
Fyrir leik
Liðin mætt til vallar
Allt klárt hér á HS-Orkuvellinum. Heimamenn ætla að sparka okkur af stað.
Fyrir leik
Dómari
Pétur Guðmundsson sér um flautuna í kvöld, honum til aðstoðar eru þeir Eðvarð Eðvarðsson og Daníel Ingi Þórisson. Jóhann Ingi Jónsson er fjórði dómari og eftirlitsmaður KSÍ Björn Guðbjörnsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Fyrri viðureignir í bikar frá aldamótum
Fjórum sinnum hafa liðin mætt hvort öðru í Bikarkeppni KSÍ frá aldamótum og skipta liðin þar sigrum bróðurlega á milli sín. Tveir sigrar á hvort lið og markatala liðanna 5-6 ÍA í vil.

Liðin mættust í 32 liða úrslitum bikarsins í fyrra hér í Keflavík. Þar hafði Keflavík 1-0 sigur eftir framlengingu þar sem Stefan Alexander Ljubicic gerði mark Keflavíkur.

Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Fyrir leik
Keflavík
Heimamenn í Keflavík hafa ekki riðið feitum hesti frá fyrstu tveimur umferðum Lengjudeildarinnar þetta árið. Tvö töp og núll stig niðurstaðan og sennilega langt frá þeim væntingum sem gerðar eru innan herbúða Keflavíkur.

Í bikarnum má þó segja að liðið hafi komið á óvart. Eftir 3-2 sigur á Víkingi.Ó í annari umferð keppninar tók liðið á móti Breiðablik í 32 liða úrslitum. Þar gerðu Keflvíkingar sér lítið fyrir og slógu út lið Blika með 2-1 sigri. Sami Kamel gerði þar bæði mörk Keflavíkur.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
ÍA
Gestirnir af Skipaskaga hafa átt þokkalegasta sumar til þessa. Gengi liðsins í Bestu deildinni hefur verið upp og ofan svo sem en liðið situr þar í sjöunda sæti deildarinnar með níu stig að loknum sex umferðum.

Líkt og önnur lið í Bestu deildinni mætti liðið til leiks í 32 liða úrslitum. Þar mættu Skagamenn liði Tindastóls og hafði 3-0 sigur. Ingi Þór Sigurðsson og Hilmar Elís Hilmarsson gerðu þar mörk ÍA.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Bikarkvöld í Keflavík
Heil og sæl kæru lesendur og verið hjartanlega velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leik Keflavíkur og ÍA í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla.

Flautað verður til leiks á HS-Orkuvellinum klukkan 18:15

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson (m)
3. Johannes Vall
5. Arnleifur Hjörleifsson ('46)
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson
10. Steinar Þorsteinsson
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
17. Ingi Þór Sigurðsson ('70)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
88. Arnór Smárason (f)

Varamenn:
31. Dino Hodzic (m)
7. Ármann Ingi Finnbogason
18. Guðfinnur Þór Leósson
19. Marko Vardic ('46)
20. Ísak Máni Guðjónsson
22. Árni Salvar Heimisson ('70)
23. Hilmar Elís Hilmarsson

Liðsstjórn:
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dean Martin
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon
Rúnar Már S Sigurjónsson

Gul spjöld:
Viktor Jónsson ('55)
Dean Martin ('79)
Oliver Stefánsson ('92)

Rauð spjöld:
Erik Tobias Sandberg ('36)