Atletico íhugar að gera tilboð í Garnacho - Man Utd langt komið í viðræðum við Diallo - Dybala má fara ef hann er ósáttur
Fram
1
2
KA
0-1 Viðar Örn Kjartansson '9
1-1 Hans Viktor Guðmundsson '19 , sjálfsmark
1-2 Dagur Ingi Valsson '93
25.08.2024  -  17:00
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Aðstæður: Topp aðstæður. Sól og blíða, lítil gola
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Daníel Hafsteinsson (KA)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson
7. Guðmundur Magnússon (f)
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
9. Kennie Chopart
10. Fred Saraiva
11. Magnús Þórðarson ('71)
17. Adam Örn Arnarson
25. Freyr Sigurðsson
71. Alex Freyr Elísson

Varamenn:
12. Stefán Þór Hannesson (m)
4. Orri Sigurjónsson
5. Kyle McLagan
14. Djenairo Daniels ('71)
26. Jannik Pohl
28. Tiago Fernandes
32. Gustav Bonde Dahl

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Ingi Rafn Róbertsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson
Valgeir Viðarsson

Gul spjöld:
Djenairo Daniels ('84)
Rúnar Kristinsson ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Það skal ég segja ykkur hádramatísk endalok þar sem KA tekur sigurinn. Nóg af atvikum í þessum leik og skýrsla og viðtöl koma seinna í kvöld.
93. mín MARK!
Dagur Ingi Valsson (KA)
DRAAAAAAMAAAA!!! Framarar hreinsa frá löngum bolta hjá KA og Hans nær þessum. Hann leggur boltan fyrir Daníel sem setur frábæran bolta inn á teig. Þá kemur nýji KA maðurinn og stekkur hátt og stangar boltan í netið.

KA stelur þessu í lokin!
92. mín
Það eru 3 mínútur í uppbót. Fjórði dómari gleymdi sér aðeins og var full seinn að sýna þetta.
91. mín Gult spjald: Harley Willard (KA)
89. mín Gult spjald: Rúnar Kristinsson (Fram)
Rúnar fær gult fyrir að mótmæla þessu.
88. mín
Framarar alveg æfir í stúkunni núna. Fred var með fyrirgjöf frá vinstri sem Ívar nær að koma í veg fyrir. Hann virðist hinsvegar sparka boltanum upp í eigin hönd og þeir vilja víti en fá ekkert.
85. mín
Darko með góða sendingu fyrir teiginn hjá KA en skallinn frá Daníel laus og beint á Ólaf.
84. mín Gult spjald: Djenairo Daniels (Fram)
82. mín
Fred með fast skot fyrir utan teig en beint í Hans Viktor.
79. mín
KA í skyndisókn og Daníel hleypur upp með boltan. Lappirnar virðast eitthvað þungar hjá honum og hann reynir skot úr engu færi sem fer langt framhjá.
77. mín
Þorri Stefán reynir skotið fyrir utan teig en það fer langt framhjá.
71. mín
Inn:Dagur Ingi Valsson (KA) Út:Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
71. mín
Inn:Djenairo Daniels (Fram) Út:Magnús Þórðarson (Fram)
71. mín
Flott spil hjá KA upp völlinn. Daníel leggur boltan fyrir Harley fyrir utan teig sem tekur skotið rétt framhjá nærstönginni.
67. mín
Inn:Harley Willard (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
66. mín
Brynjar Gauti fær boltan á miðjum vellinum, hann fer bara áfram með boltan og reynir skot frá löngu færi sem fer vel yfir markið.
64. mín
Dauðafæri fyrir Viðar!!! KA menn sækja hratt og Ásgeir er með boltan úti hægra megin. Hann er fljótur að koma boltanum inn í teig þar sem Viðar er aleinn. Viðar nær ekki alveg bestu fyrstu snertingu þannig hann þarf aðeins að teygja sig í skotið sem fer yfir markið.
59. mín
Fred setur boltan stutt á Harald sem reynir fyrirgjöfina en Vilhjálmur flautar á aukaspyrnu.
58. mín
Framarar fá aukaspyrnu í fínu skotfæri. Þetta er kannski aðeins of langt frá marki.
56. mín Gult spjald: Darko Bulatovic (KA)
Brýtur á Alex Frey úti við hornfánan. Liggur svo eitthvað þjáður eftir þessi viðskipti.
54. mín
Mikil átök inn á vallarhelmin KA manna. Menn skiptast á að gera harðar tæklingar þangað til Haraldur Einar fær boltan. Hann setur góðan bolta inn í teig þar sem Gumma Magg vantar bara einn eða tvo sentimetra til að ná góðum skalla að marki.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Athugavert í atvikinu hér í lok hálfleiks þar sem ég skrifaði að Daníel hafði ekki náð almennilegu skoti. Eftir endursýningar þá sá ég víst vitlaust þar. Daníel nær skoti á markið en Haraldur Einar ver einfaldlega boltan með hendinni. Það skrýtnasta við þetta er að það virtist enginn taka eftir þessu, hvorki dómarar né leikmenn.
45. mín
Hálfleikur
Það er allt jafnt í hálfleik. Það hefur líka verið nokkuð jafnræði á liðunum, bæði lið fengið færi en Framarar líkast til svekktari að vera ekki yfir eftir dauðafærið sem þeir fengu, þar sem Hans Viktor bjargaði á línu.
45. mín
+3
Langt innkast hjá KA sem Bjarni nær að flikka áfram. Boltinn dettur þar fyrir Daníel á fjærstönginni sem nær bara ekki almennilega að koma skoti á markið og Framarar hreinsa.
45. mín
+2
Fram í góðri sókn. Koma upp vinstri kantinn og reyna fyrirgjöfina. Boltinn skoppar af Ívari og lendir svo hjá Alex á hægri kantinum. Alex keyrir inn að teignum og tekur skotið en beint á Steinþór.
45. mín
Það verða að minnsta kosti 4 mínútur í uppbótartíma.
41. mín
Það er bundið utan um hausinn á Gumma sem hefur líkast til fengið einhvern skurð. En hann er harður af sér og heldur áfram.
39. mín
Gummi Magg fellur við inn í teig og þarf aðhlynningu eftir eitthvað samstuð við varnarmann.
36. mín
BJARGAR Á LÍNU!!! Frábær sókn hjá Fram, þeir setja frábæran bolta inn fyrir vörn KA þar sem Gummi Magg er kominn einn gegn markmanni. Guðmundur fer bara frámhjá Steinþóri og ætlar að leggja boltan í opið markið en þá kemur Hans á fleygiferð og nær að hreinsa boltan burt af línunni.
31. mín
Fín sókn hjá KA. Þeir spila vel á milli sín fyrir utan teig og leggja svo boltan á hægri kant. Þar kemur Hrannar með góðan bolta inn í teig þar sem Viðar nær skallanum. Hann er ekki fastur skallinn hinsvegar og ekki mjög erfitt fyrir Ólaf í markinu.
29. mín
Stubbur gerir vel! Kennie Chopart hreinlega étur Grímsa á sínum eigin vallarhelmingi og Framarar fara í álitlega skyndisókn. KA menn eru hægir til baka og Fram sækir á mörgum mönnum. Boltinn berst þá til vinstri á Fred sem er að komast í algjört dauðafæri en Steinþór kemur vel út úr markinu og hendir sér í þennan bolta.
26. mín
Hann er staðinn á lappir og virðist ætla halda áfram.
25. mín
Kennie Chopart fer upp í skallabolta á móti Daníel sem stendur bara kyrr. Kennie fellur þá um Daníel og lendir illa. Hann þarf einhverja aðhlynningu hér.
19. mín SJÁLFSMARK!
Hans Viktor Guðmundsson (KA)
Jafna með klaufalegu sjálfsmarki Alex Freyr kemur upp hægri kantinn og setur flottan bolta upp kantinn á Frey. Freyr setur fastan bolta fyrir markið og Hans er að reyna að koma honum frá en setur boltan bara í eigið net.
17. mín
KA menn sækja hratt og Daníel reynir að setja Viðar aftur í gegn. Fyrsta snertingin hjá Viðari bregst honum hinsvegar og hann missir mögulegt dauðafæri út fyrir í markspyrnu.
16. mín
Vel spilað hjá Fram! Fred tekur þríhyrningaspil við Adam rétt fyrir utan teig og tekur svo skotið í fyrsta. Boltinn skýst rétt framhjá marki, nálægt því að jafna þarna.
9. mín MARK!
Viðar Örn Kjartansson (KA)
Stoðsending: Daníel Hafsteinsson
Snýr aftur og skorar strax!! Virkilega góð skyndisókn hjá KA! Þeir setja frekar langan bolta upp á Daníel Hafsteins sem kemur svo með frábæran bolta inn fyrir vörn Fram. Viðar eltir þar uppi boltan og klippir inn á völlinn. Hann setur svo boltan hnitmiðað framhjá Ólafi í fjærhornið.
7. mín
Eins upplegg betra færi! Aftur koma KA menn upp hægra megin og Hrannar leggur boltan fyrir. Þá er Ívar kominn alla leið upp í teig og hann fær boltan í dauðafæri á fjærstönginni. Hann hittir þá ekki boltan nógu vel og skýtur framhjá.
6. mín
Gott færi fyrir KA Hrannar er með boltan úti á hægri og leggur boltan fyrir. Brynjar Gauti virðist ætla að hreinsa þennan bolta frá en hann hittir ekki boltan. Boltinn dettur þá fyrir Ásgeir sem þarf að vera fljótur að hugsa en skotið hans er beint á Ólaf.
4. mín
Flott sókn hjá Fram upp hægti kantinn. Alex leggur boltan fyrir sem rétt svífur yfir Guðmund sem var í frábæru færi. Leikurinn er svo stöðvaður eftir að Hrannar fékk eitthvað högg en hann er fljótur að standa aftur upp.
3. mín
Uppstilling liðanna Fram 3-5-2
Ólafur
Kennie - Brynjar - Þorri
Alex - Freyr - Adam - Fred - Haraldur
Magnús - Guðmundur

KA 4-3-3
Steinþór
Hrannar - Hans - Ívar - Darko
Daníel - Rodri - Bjarni
Hallgrímur - Viðar - Ásgeir
1. mín
Leikur hafinn
Vilhjálmur flautar leikinn af stað og það eru KA menn sem taka upphafssparkið.
Fyrir leik
Bæði lið gera miklar breytingar á sínum byrjunarliðum Rúnar Kristinsson þjálfari Fram gerir 4 breytingar á sínu liði sem tapaði 3-1 fyrir Breiðablik í síðustu umferð. Það eru Brynjar Gauti Guðjónsson, Guðmundur Magnússon, Adam Örn Arnarsson og Freyr Sigurðsson sem koma inn í liðið. Orri Sigurjónsson, Kyle Mclagan, Djenairo Daniels og Gustav Dahl fá sér allir sæti á bekknum.

Hallgrímur Jónasson þjálfari KA gerir 3 breytingar á sínu liði sem gerði 1-1 jafntefli við Stjörnuna í síðustu umferð. Það eru Ívar Örn Árnason, Hans Viktor Guðmundsson og Viðar Örn Kjartansson sem koma inn í liðið. Harley Willard fær sér sæti á bekknum á meðan Kári Gautason er í leikbanni en Jakob Snær Árnason meiddist í síðasta leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spámaðurinn Oliver Heiðarsson leikmaður ÍBV var fenginn í þessari viku til að kíkja í kristalkúlu sína fyrir þennan leik. Eitt er víst að spáin mun ekki vera alveg rétt þar sem það eru litlar líkur á því að Már Ægisson skorar eitthvað þar sem hann er farinn til Bandaríkjanna í skóla.

Fram 2 - 0 KA

Þetta verður skemmtilegur leikur og Már Ægis verður á eldi með mark og stoðsendingu á Fred, KA verður með nokkur góð færi en boltinn berst ekki yfir línuna.
Fyrir leik
Dómararnir Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun vera með flautuna í dag en honum til aðstoðar verða Kristján Már Ólafs og Sveinn Ingi Sigurjónsson Waage.

Eftirlitsmaður er Jón Magnús Guðjónsson og varadómari er Jóhann Ingi Jónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
KA menn að elta efri hlutan Leikurinn í dag er lykil leikur fyrir norðanmenn. Þeir sitja í 8. sæti deildarinnar en eru aðeins tveimur stigum á eftir Fram sem er í 6. sæti. Með aðeins 3 leiki eftir af deildinni fyrir skiptingu, gæti tap í dag farið langt með að eyðileggja draumana um efri hlutan. Sigur í dag gæti hinsvegar fært þá upp í efri hlutan ef önnur úrslit falla með þeim.

KA menn eru ósigraðir í síðustu 9 leikjum og hafa heldur betur snúið gengi sínu við frá byrjuninni á tímabilinu. Lykilmenn hafa stigið upp fyrir þá og Viðar Örn Kjartansson sem kom inn fyrir tímabilið var loksins byrjaður að skora. Hann hefur þó ekki verið með í síðustu tveimur leikjum vegna smávægilegra meiðsla og áhugavert verður að sjá hvort hann taki þátt í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Framarar með evrópudrauma Fram er í 6. sæti deildarinnar eins og er en pakkinn er þéttur í kringum þá. Mótherjar þeirra í dag, KA er aðeins tveimur stigum á eftir þeim, Stjarnan er einu stigi á eftir þeim og þá er líka stutt í næstu lið fyrir ofan Fram. Með sigri í dag myndu Framarar taka stórt skref í áttina að því að tryggja sitt sæti í efri hlutanum, og setja pressu á evrópusætin á sama tíma. Formið þeirra upp á síðkastið er ekki það besta hinsvegar, þeir hafa tapað síðustu tveimur leikjum sem var á móti Breiðablik og ÍA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Besta deildin heilsar! Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fram og KA í 20. umferð Bestu deildar karla.

Leikurinn hefst klukkan 17:00 og verður spilaður á Lambhagavellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
6. Darko Bulatovic
7. Daníel Hafsteinsson
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson ('71)
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('67)
22. Hrannar Björn Steingrímsson
23. Viðar Örn Kjartansson
28. Hans Viktor Guðmundsson
77. Bjarni Aðalsteinsson

Varamenn:
12. Kristijan Jajalo (m)
8. Harley Willard ('67)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
14. Andri Fannar Stefánsson
17. Snorri Kristinsson
30. Dagur Ingi Valsson ('71)
80. Dagbjartur Búi Davíðsson

Liðsstjórn:
Hallgrímur Jónasson (Þ)
Elmar Dan Sigþórsson
Petar Ivancic
Árni Björnsson
Steingrímur Örn Eiðsson
Michael Charpentier Kjeldsen

Gul spjöld:
Darko Bulatovic ('56)
Harley Willard ('91)

Rauð spjöld: