Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
KR
4
2
ÍA
0-1 Hinrik Harðarson '10
Benoný Breki Andrésson '12 1-1
Benoný Breki Andrésson '28 2-1
Benoný Breki Andrésson '35 3-1
3-2 Viktor Jónsson '62
Jón Þór Hauksson '89
Luke Rae '94 4-2
01.09.2024  -  17:00
Meistaravellir
Besta-deild karla
Aðstæður: Mjög góðar
Dómari: Helgi Mikael Jónasson
Maður leiksins: Benoný Breki Andrésson
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
2. Ástbjörn Þórðarson ('76)
3. Axel Óskar Andrésson
5. Birgir Steinn Styrmisson ('98)
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson ('76)
11. Aron Sigurðarson
17. Luke Rae
23. Atli Sigurjónsson
25. Jón Arnar Sigurðsson
29. Aron Þórður Albertsson ('70)

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
15. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('76)
16. Theodór Elmar Bjarnason ('70)
19. Eyþór Aron Wöhler ('76)
26. Alexander Rafn Pálmason ('98)
30. Rúrik Gunnarsson
45. Hrafn Guðmundsson

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Sigurður Jón Ásbergsson
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Vigfús Arnar Jósefsson
Jón Birgir Kristjánsson
Guðmundur Óskar Pálsson

Gul spjöld:
Aron Þórður Albertsson ('32)
Finnur Tómas Pálmason ('45)
Luke Rae ('80)
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson ('94)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Risasigur KR! KR vinnur Kríuna og fá smá andrými í fallbaráttunni!

Viðtöl og skýrsla koma seinna í kvöld.

Þangað til næst, takk fyrir mig!
100. mín
Skagamenn að fá horn!
98. mín
Inn:Alexander Rafn Pálmason (KR) Út:Birgir Steinn Styrmisson (KR)
Sá yngsti í sögunni? Er ekki viss en ég held að hann sé sá yngsti í efstu deild. 2010 módel. Hlýtur að vera fyrsta 2010 módelið til að spila í efstu deild.
94. mín MARK!
Luke Rae (KR)
Stoðsending: Finnur Tómas Pálmason
Luke Rae að klára þetta fyrir KR! Haukur Andri búinn að vera klaufi í dag!

Á misheppnaða sendingu upp völlinn sem Finnur Tómas kemst fyrir. Hann rennir boltanum í gegn á Luke Rae sem klárar yfirvegaður framhjá Árna í markinu.
94. mín Gult spjald: Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (KR)
Árni grípur boltann en Gyrðir tekur boltann af Árna.
93. mín
KR að fá horn!
91. mín
Skagamenn að fá 5 hornspyrnur í röð! Endar með því að Guy Smit grípur boltann. En Skagamenn ætla að leggja allt í sölurnar hérna greinilega!
91. mín
+7 mínútur í uppbót!
89. mín
Stórbrotin varsla! Haukur Andri með skotið fyrir utan teig sem Guy Smit vær glæsilega í horn!
89. mín Rautt spjald: Jón Þór Hauksson (ÍA)
Jón Þór fær rautt! Mjög áhugavert en það veit enginn hver fékk rauða spjaldið. Ekki einu sinni Gunnar Oddur veit það en það er Jón Þór sem fær það og er hissa!
87. mín
Skagamenn vilja víti! Stienar Þorsteins kemur með fyrirgjöf á fjærsvæðið þar sem Oliver Stefáns er mættur og ætlar að koma boltanum aftur inn á teiginn sem fer í hausinn á Gyrði Rafn og aftur fyrir. Ekkert dæmt.
84. mín
Jón Gísli kemur með fyrirgjöf á nærstöngina sem Hinrik Harðar skallar yfir markið.
82. mín
Klafs! Steinar Þorsteins tekur spyrnuna inn á teiginn og það myndast einhver darraðardans inni á teignum áður en Hinrik Harðar reynir hjólhestarspyrnu á markið sem Guy Smit ver.
82. mín
Skagamenn að fá hornspyrnu!
80. mín Gult spjald: Luke Rae (KR)
Fyrir að sparka bolta inn á völlinn þegar Skagamenn eru að taka markspyrnu.
78. mín
Atli Sigurjóns tekur spyrnuna inn á teiginn sem Árni Marinó gerir gífurlega vel í að kýla frá.
77. mín
KR að fá hornspyrnu!
76. mín
Inn:Eyþór Aron Wöhler (KR) Út:Benoný Breki Andrésson (KR)
Ástbjörn og Benoný verið bestu leikmenn KR í dag.
76. mín
Inn:Gyrðir Hrafn Guðbrandsson (KR) Út:Ástbjörn Þórðarson (KR)
Ástbjörn og Benoný verið bestu leikmenn KR í dag.
74. mín
Færi! Johannes kemur með fyrirgjöf inn á teiginn sem Steinar Þorsteins nær að taka niður. Hann kemur boltanum út á Jón Gísla sem skýtur í fyrsta á markið af stuttu færi en Guy Smit bara grípur boltann. Boltinn reyndar sýndist mér fór af varnarmanni og þaðan á Guy sem virðist hafa fengið boltann í andlitið.
71. mín
Litli leikurinn! Skagamenn ógna og ógna sífellt þessa stundina!

Núna kemur Haukur með sendingu í gegn á Johannes Vall. Hann er þá bara kominn einn á móti Guy og allir Skagamenn eru að undirbúa fagnaðarlætin en skotið fer lengst yfir. Skelfilegt skot miðað við færið!
70. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (KR) Út:Aron Þórður Albertsson (KR)
68. mín
Steinar Þorsteins tekur spyrnuna inn á teiginn sem Guy Smit kýlir frá.
68. mín
Munaði litlu! Steinar Þorsteins tekur spyrnuna inn á teiginn sem Benoný Breki skallar aftur fyrir í annað horn. Þessi leit út fyrir að vera inni og allir Skagamenn voru smá byrjaðir að fagna.
67. mín
Skagamenn ógna og ógna og fá horn!
62. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Steinar Þorsteinsson
Æ æ Guy Smit! Steinar Þorsteins strax með impact!

Jón Gísli og Steinar spila sín á milli á hægri vængnum áður en Steinar kemur með boltann fyrir á fjærstöningina sem fer beint á Viktor. Hann skallar nánast beint á Guy Smit sem er í allskonar basli með boltann, slær hann niður í hnéið á sér og missir hann inn.

Skagamenn strax komnir yfir eftir þessa geggjuðu innkomu Steinars.
60. mín
Inn:Steinar Þorsteinsson (ÍA) Út:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA)
60. mín
Inn:Hlynur Sævar Jónsson (ÍA) Út:Hilmar Elís Hilmarsson (ÍA)
56. mín
Johannes Vall tekur spyrnuna inn á teiginn sem Guy Smit kýlir frá.
55. mín
Skagamenn að fá hornspyrnu!
55. mín
MAAAARRR... rangur! Luke Rae fær boltann úti hægra meginn og nær stórglæsilegri fyrirgjöf á Benoný sem skallar boltann inn. KR-ingar eru byrjaðir að fagna markinu þegar þeir sjá svo að flaggið fór á loft.
50. mín
Ingi Þór tekur spyrnuna inn á teiginn sem fer beint í lúkurnar á Guy Smit.
49. mín
Þvílíkur sprettur! Hinrik Harðar keyrir upp völlinn og gerir glæsilega vel en Finnur Tómas bjargar KR-ingum og kemur boltanum aftur fyrir í hornspyrnu áður en Hinrik nær að taka skotið.
46. mín
Seinni hálfleikurinn hafinn! Það eru KR-ingar sem hefja hér leik í seinni hálfleiknum.

Vægast sagt áhugaverðar 45 mínútur framundan.
45. mín
Tölfræði fyrri hálfleiks (Stöð 2 Sport) Með boltann: 44% - 56%
Skot: 9-8
Á mark: 4-3
Rangstöður: 4-0
Heppnaðar sendingar: 101-143
Elvar Geir Magnússon
45. mín
Hálfleikur
+6 KR-ingar leiða í hálfleik Þá hefur Helgi flautað til hálfleiks og eftir fullkomna þrennu frá Benoný Breka leiðir KR 3-1 í hálfleik!

Já fullkomin þrenna! Hægri, vinstri, skalli!

Þetta er hins vegar annar leikur KR í röð sem þeir leiða í hálfleik með tveimur mörkum, klára þeir þetta núna?

Tökum okkur korterspásu og mætum svo til baka að vörmu spori!
45. mín
+5 Hornið fer yfir allan pakkann og í innkast
45. mín
+5 KR að fá horn
45. mín Gult spjald: Finnur Tómas Pálmason (KR)
+4 Hárrétt spjald og Skagamenn að fá aukaspyrnu á álitlegum stað.
45. mín
+6 mínútur í uppbótartíma Nægur tími til stefnu fyrir bæði lið að skora rétt fyrir hálfleik.
41. mín
Inn:Rúnar Már S Sigurjónsson (ÍA) Út:Marko Vardic (ÍA)
Marko fer meiddur af velli en Rúnar kemur inn í hans stað.
39. mín
Skipting á leiðinni Sýndist sjúkraþjálfarinn biðja um skiptingu. Marko Vardic hefur lokið störfum hér í dag.
38. mín
Leikurinn stopp Marko Vardic liggur eftir niðri og þarf aðhlynningu. Á meðan leikurinn er stopp nýta liðin sér tækifærið og funda. Leikmenn ÍA safna sér saman á vellinum og halda krísufund á meðan KR-ingarnir safna sér saman við boðvanginn og ræða málin þar.
35. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Stoðsending: Aron Sigurðarson
Fullkomin þrenna í fyrri hálfleik! Benoný er bara búinn að setja þrennu í fyrri hálfleik!

Aron Sig fær boltann inni á teig ÍA og rennir honum fyrir markið. Þar er Benoný mættur og gerir mjög vel í að koma boltanum í netið. KR-ingar verið stórhættulegir fram á við og geta hæglega verið búnir að skora fleiri mörk!

Þetta þýðir bara að Benoný Breki er búinn að skora fullkomna þrennu gegn Skagamönnum eftir 35 mínútur!
32. mín
KR aftur í dauðafæri! Þetta er í þriðja skiptið í leiknum þar sem Guy Smit kemur með langan bolta upp á Luke Rae sem kemst í stórhættulega stöðu. Hann rennir boltanum hins vegar núna til hliðar á Benoný sem er aleinn og á bara eftir að koma boltanum framhjá Árna til að innsigla þrennuna. Skotið fór hins vegar rétt yfir.

Skagamenn stálheppnir!
32. mín
Eftir langan fund spjaldar hann báða aðilana. Skil reyndar ekki spjaldið á Hinrik.
32. mín Gult spjald: Aron Þórður Albertsson (KR)
32. mín Gult spjald: Hinrik Harðarson (ÍA)
30. mín
Kominn hiti! Hinrik Harðar fer niður og vill víti. Aron Þórður kemur boltanum í horn og ýtir Hinrik niður.

Helgi stoppar leikinn og ræðir við aðstoðardómarann sinn.
28. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Stoðsending: Luke Rae
Benoný skorar aftur og kemur KR yfir! Enn og aftur er varnarleikur ÍA í bullinu!

Atli Sigurjóns kemur með sendingu inn á teiginn sem fer á Luke Rae. Hann nær að koma boltanum út á Benoný sem klárar mjög þægilega í netið.

Þessi varnarleikur hjá Skaganum í dag er óboðlegur en þeir eru mjög ólíkir sjálfum sér þar.
24. mín
Stórbrotin varsla! Jón Gísli fær boltann fyrir utan teig KR og tekur skotið á markið sem var glæsilegt. Guy Smit stekkur þá eins og köttur í samskeytin og ver stórglæsilega!
23. mín
DAUÐAFÆRI! Aron Sig kemur með góðan bolta inn fyrir á Luke Rae sem er aftur kominn einn á Árna Marinó. Núna hittir hann ekki markið en boltinn fór rétt framhjá!

Árni meira að segja kominn úr teignum!
17. mín
Leikurinn stopp - Falleg stund Helgi Mikael stoppar leikinn á 17. mínútu og allir leikmenn, þjálfarar, starfsmenn og áhorfendur rísa á fætur og klappa í mínútu til minningar um Bryndísi Klöru sem lést á Landspítalanum í vikunni eftir hræðilega árás á Menningarnótt.

Guð blessi minningu Bryndísar Klöru.
17. mín
Dauðafæri! Oliver Stefáns missir boltann og sleppur einn í gegn en Árni Marínó ver!
16. mín
Johannes Vall tekur spyrnuna inn á teiginn þar sem myndast mikið klafs áður en Hinrik Harðar nær skotinu rétt framhjá.
16. mín
Skagamenn að fá horn!
12. mín MARK!
Benoný Breki Andrésson (KR)
Stoðsending: Ástbjörn Þórðarson
ÞEIR ERU EKKI LENGI AÐ SVARA! Johannes Vall hreinsar boltann blindandi beint á Ástbjörn Þórðar. Hann fær nægan tíma og kemur boltanum inn á teiginn. Þar er Benoný Breki mættur á fjærstöngina og klárar.

Þetta var allt saman ótrúlega skrítið. Ekki góður varnarleikur né af því sem ég sá. Það er líf í þessu!
10. mín MARK!
Hinrik Harðarson (ÍA)
Stoðsending: Viktor Jónsson
Skagamenn taka forystuna! Benoný fær boltann og sparkar honum upp í loftið. Viktor Jóns gerir gífurlega vel og skallar boltann í gegn á Hinrik. Hann er þá kominn einn í gegn á Guy Smit og klárar glæsilega.

Guy Smit liggur niðri meiddur og þarf aðhlynningu en nær svo að halda leik áfram.
10. mín
Birgir Steinn með lúmska tilraun fyrir utan teig ÍA eftir klafs í teignum sem fer rétt framhjá.
6. mín
Axel Óskar á miðjunni KR (5-2-3)
Guy
Jón - Birgir - Finnur (F)
Ástbjörn - Aron - Axel - Atli
Luke - Benoný - Aron

ÍA (3-5-2)
Árni
Hilmar - Erik - Oliver
Jón - Ingi - Marko - Hákon - Johannes
Hinrik - Viktor
3. mín
Skagamenn ógna Jón Gísli kemur með mjög fínan bolta inn á teiginn sem fer á Viktor Jóns. Hann nær skotinu sem fer rétt framhjá.

Sterk byrjun hjá Skaganum.
1. mín
Leikur hafinn
Það er Hinrik Harðar sem kemur þessu af stað!
Fyrir leik
Liðin ganga til vallar! Fínustu aðstæður hérna í dag fyrir fótbolta. Smá vindur en ekki mikill. Grasið er rennislétt og blautt. Mjög fínt veður og gífurlega mikið undir.
Fyrir leik
Komin tónlist! Gleðifréttir en þegar það eru 9 mínútur ómar KR-lagið í tækjunum!

Nú má Krían byrja!
Fyrir leik
Mjög andlaust í Vesturbænum Mér leið smá eins ég væri að labba á 2. flokksleik, eða æfingaleik, þegar ég var að labba á völlinn hérna í Vesturbænum. Það er engin tónlist og allt mjög tómlegt. Það eru þó einhverjir inni að klára stórleikinn í enska boltanum en samt sem áður finn ég fyrir einhverju andleysi hérna.

Engin tónlist, sárafáir mætir til þessa og mjög lítil stemning.
Fyrir leik
Byrjunarliðstíðindi! Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari KR, gerir tvær breytingar á KR-liðinu frá leik tapinu gegn HK á dögunum. Þeir Ástbjörn Þórðarson og Birgir Steinn Styrmisson koma inn í liðið fyrir þá Jóhannes Kristinn Bjarnason og Theodór Elmar Bjarnason.

Þetta er fyrsti byrjunarliðsleikur Ástbjarnar fyrir KR í sumar. Theodór Elmar er á bekknum en Jóhannes ekki í hóp.

Skagamenn töpuðu 2-1 gegn Breiðablik í seinustu umferð en Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, gerir einungis eina breytingu á Skagaliðinu frá þeim leik. Hlynur Sævar Jónsson tekur sér sæti á bekknum en hann Oliver Stefánsson kemur inn í liðið.
Fyrir leik
Jóhann spáir í spilin Jóhann Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV spáir í 21. umferð sem fer öll fram í dag.
KR 1-1 ÍA (Í dag klukkan 17)
KR er með betri árangur gegn efri helming töflunnar en þeim neðri. Óskar keyrir liðið í gang með því að sýna þeim tapes af KRÍU leikjum in the 90s. KR kemst yfir eftir að Ástbjörn tæklar hann inn (20 í tackling) en Viktor Jóns jafnar. Stemningsmaðurinn Guy Smit gefur ungum aðdáendum fimmu eftir leik, öllum að óvörum
Fyrir leik
Fyrri leikur liðanna - Seinasti leikur Gregg Ryder Fyrri leikur liðanna endaði með 2-1 sigi Skagamanna á Elkem vellinum Þar sem öll mörkin komu alveg undir lok leiks. Sá leikur reyndist vera seinasti naglinn í kistu Gregg Ryder sem var rekinn eftir leikinn.

Fyrir leik
Þriðja liðið Dómari leiksins er Helgi Mikael Jónasson en honum til halds og trausts verða þeir Ragnar Þór Bender og Eysteinn Hrafnkelsson. Gunnar Oddur Hafliðason er skiltadómari á meðan Hjalti Þór Halldórsson er eftirlitsmaður KSÍ.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Skagamenn óheppnir seinast Nýliðarnir af Skaganum hafa byrjað leiktíðina mjög vel og eru í harðri Evrópubaráttu í efri helming deildarinnar. Í seinasta leik ÍA töpuðu þeir 2-1 gegn Breiðablik eftir að hafa tekið forystuna en sigurmarkið hjá Blikum kom ekki fyrr en alveg undir lok leiks úr vítaspyrnu.

Viktor Jónsson er ekki bara markahæsti leikmaður ÍA í ár heldur er hann markahæsti leikmaður deildarinnar til þessa. Hann er búinn að skora 15 mörk og hefur verið gífurlega drjúgur fyrir Skagamenn. Hann og Hinrik Harðarson hafa myndað skemmtilegt dúó og þykir ekki ólíklegt að annar þeirra skori í dag.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Byrjar ekki vel fyrir Óskar KR hefur núna tapað tveimur leikjum í röð. Seinast gegn í leiknum fræga gegn HK. KR tapaði honum 3-2 eftir að hafa komist 2-0 yfir og spilað gífurlega vel í fyrri hálfleiknum. En eftir að hafa fengið mark á sig hrundi þetta eins og spilaborg hjá KR-ingum. Fyrir það töpuðu þeir 2-0 gegn Vestramönnum á Ísafirði. Þetta eru þeir leikir sem Óskar Hrafn hefur stýrt KR í eftir að hann tók við sem aðalþjálfari liðsins.

Þetta er gífurlega mikilvægur leikur KR fyrir framhaldið, þá sérstaklega þar sem Fylkir og Vestri mætast í dag á undan þessum leik.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
KRÍA Heilir og sælir ágætu lesendur og veriði hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá leik KR og ÍA hér í Vesturbænum. Mjög áhugaverður KRÍU leikur þar sem KR er í harðri fallbaráttu en Skagamenn eru í efri helmingnum í Evrópubaráttu.
Mynd: Fótbolti.net - Daníel Rúnarsson

Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
11. Hinrik Harðarson
13. Erik Tobias Sandberg
17. Ingi Þór Sigurðsson ('60)
19. Marko Vardic ('41)
23. Hilmar Elís Hilmarsson ('60)
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
77. Haukur Andri Haraldsson

Varamenn:
4. Hlynur Sævar Jónsson ('60)
5. Arnleifur Hjörleifsson
10. Steinar Þorsteinsson ('60)
18. Guðfinnur Þór Leósson
22. Árni Salvar Heimisson
88. Arnór Smárason

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dino Hodzic
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon
Rúnar Már S Sigurjónsson

Gul spjöld:
Hinrik Harðarson ('32)

Rauð spjöld:
Jón Þór Hauksson ('89)