Al-Hilal vill fá Salah fyrir næsta sumar - Man Utd ætlar að kaupa Branthwaite - PSG undirbýr tilboð í Duran
Fjölnir
2
0
Afturelding
Dagur Ingi Axelsson '21 1-0
Máni Austmann Hilmarsson '45 , víti 2-0
08.09.2024  -  14:00
Extra völlurinn
Lengjudeild karla
Aðstæður: Smá úði, 7° og örlítil gola
Dómari: Twana Khalid Ahmed
Áhorfendur: 528
Maður leiksins: Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir)
Byrjunarlið:
26. Halldór Snær Georgsson (m)
3. Reynir Haraldsson
4. Júlíus Mar Júlíusson
6. Sigurvin Reynisson ('70)
7. Dagur Ingi Axelsson
9. Máni Austmann Hilmarsson
11. Jónatan Guðni Arnarsson ('78) ('78)
14. Daníel Ingvar Ingvarsson ('81)
17. Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson
22. Baldvin Þór Berndsen
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f)

Varamenn:
25. Sigurjón Daði Harðarson (m)
5. Dagur Austmann
8. Óliver Dagur Thorlacius
10. Axel Freyr Harðarson ('78)
20. Bjarni Þór Hafstein ('78)
21. Rafael Máni Þrastarson ('70)
27. Sölvi Sigmarsson ('81)

Liðsstjórn:
Úlfur Arnar Jökulsson (Þ)
Gunnar Sigurðsson
Einar Hermannsson
Kári Arnórsson
Einar Jóhannes Finnbogason
Erlendur Jóhann Guðmundsson
Ragnheiður Lóa Stefánsdóttir

Gul spjöld:
Sigurvin Reynisson ('54)
Halldór Snær Georgsson ('82)
Máni Austmann Hilmarsson ('85)
Rafael Máni Þrastarson ('89)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Risa sigur fyrir Fjölnismenn. Vinna fyrsta leikinn sínn síðan í byrjun Júlí.

Skýrsla og viðtöl væntanleg seinna í dag.
95. mín
Þeir taka það bara stutt og halda boltanum mjög vel uppi við hornfánan. Náðu að taka þónokkrar sekúndur af klukkunni þarna.
94. mín
Fjölnismenn fá horn og það hlýtur að vera mjög lítið eftir.
89. mín Gult spjald: Rafael Máni Þrastarson (Fjölnir)
Sparkar boltanum burt eftir að búið var að flauta.
88. mín Gult spjald: Elmar Kári Enesson Cogic (Afturelding)
Stöðvar skyndisókn.
87. mín
Patrekur Orri með gott skot úr góðu færi en Halldór ver virkilega vel frá honum
85. mín Gult spjald: Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
Allt of seinn í þessa tæklingu.
82. mín Gult spjald: Halldór Snær Georgsson (Fjölnir)
Var of lengi að taka markspyrnu.
81. mín
Inn:Sölvi Sigmarsson (Fjölnir) Út:Daníel Ingvar Ingvarsson (Fjölnir)
80. mín
Inn:Patrekur Orri Guðjónsson (Afturelding) Út:Oliver Bjerrum Jensen (Afturelding)
78. mín
Inn:Bjarni Þór Hafstein (Fjölnir) Út:Jónatan Guðni Arnarsson (Fjölnir)
78. mín
Inn:Axel Freyr Harðarson (Fjölnir) Út:Jónatan Guðni Arnarsson (Fjölnir)
77. mín
Georg kemur með fyrirgjöfina frá hægri aðeins fyrir aftan Aron inn í teig. Aron reynir að taka boltan í fyrsta en skotið vel yfir markið.
73. mín
Fjölnismenn spila á milli sín í kringum teiginn. Á endanum fær Máni boltan við vítateigs línuna og tekur skotið en beint á Arnar Daða.
70. mín
Inn:Rafael Máni Þrastarson (Fjölnir) Út:Sigurvin Reynisson (Fjölnir)
66. mín
Dagur Ingi er allt í einu sloppinn í gegn upp hægri kantinn. Hann setur svo virkilega góðan bolta fyrir markið en Fjölnismenn voru ekki alveg nógu hungraðir í þennan bolta og hann rúllar bara aftur fyrir.
64. mín
Geggjuð varsla! Aron Jóh finnur smá pláss inn í teig og tekur skotið. Það fer í varnarmann en hann fær boltan strax aftur. Hann tekur strax annað skot en Halldór ver virkilega vel frá honum.
63. mín
Dagur Ingi með flotta sendingu aftur fyrir vörn Aftureldingar og Máni kemst í gegn þar sem hann klárar snyrtilega framhjá Arnari. Máni hinsvegar dæmdur rangstæður.
62. mín
Aron Elí með sendinguna fyrir teiginn frá vinstri kantinum. Andri stekkur upp í skallan en nær ekki að beina honum í átt að marki.
59. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Afturelding) Út:Sævar Atli Hugason (Afturelding)
54. mín Gult spjald: Sigurvin Reynisson (Fjölnir)
Tosar Aron Elí niður.
52. mín
Elmar Kári með flott takta fyrir utan teig, fer framhjá einum og tekur svo skotið. Það fer hinsvegar hátt yfir.
50. mín
Jónatan með skot af löngu færi. Það er fast en beint á Arnar Daða.
48. mín
Hrikaleg mistök hjá Sigurpáli. Henn gefur boltan bara beint á Jónatan á eigin vallarhelmingi. Jónatan fer þá inn í teig með boltan en fellur við í baráttunni við varnarmenn. Twana dæmir ekkert en Fjölnismenn vildu aðra vítaspyrnu þarna.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
Fjölnismenn leiða í hálfleik nokkuð verðskuldað. Hafa einfaldlega verið betra liðið hingað til.
45. mín Mark úr víti!
Máni Austmann Hilmarsson (Fjölnir)
Öruggt niður í vinstra hornið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
44. mín Gult spjald: Enes Cogic (Afturelding)
Einhver á bekknum sem var að mótmæla. Sá ekki hvort þetta ver Enes eða ekki enn hann fær þetta í bili.
43. mín
VÍTI Fjölnismenn fá víti. Mér sýnist það vera Sigurvin sem fellur eftir baráttu við Aron. Rétt dæmt miðað við það sem ég sá.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
39. mín
Elmar tekur snögga hreyfingu á hægri kantinum til að opna á skotið. Hann skýtur síðan föstu skoti rétt framhjá.
37. mín Gult spjald: Georg Bjarnason (Afturelding)
Elmar kemur með flotta stungusendingu aftur fyrir vörn Fjölnismanna. Georg nær ekki alveg til boltans en reynir að kasta sér á eftir honum. Halldór var hinsvegar kominn úr markinu og tók þennan bolta þannig Georg rennir sér bara beint í Halldór.
36. mín
Elmar Kári brýtur sér leið inn á teiginn frá hægri kantinum. Hann tekur skotið úr þröngu færi en beint á Halldór.
29. mín
Afturelding í góðri sókn. Boltinn skoppar í áttina að Elmari sem tekur skot úr erfðiðri stöðu en boltinn fer af varnarmanni og aftur fyrir.
21. mín MARK!
Dagur Ingi Axelsson (Fjölnir)
Stoðsending: Jónatan Guðni Arnarsson
Frábær sókn! Jónatan kemur með boltan upp vinstri kantinn. Hann setur boltan fyrir markið með utan fótar spyrnu, það er svakaleg hreyfing á boltanum í loftinu sem platar varnarmenn Aftureldingar úr stöðu. Þá kemur Dagur á fleygiferð á fjær og potar boltanum inn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
16. mín
Fjölnismenn sækja hratt upp hægri kantinn. Fyrirgjöfin kemur en gestirnir ná að skalla frá. En bara beint á Sigurvin sem lúrir fyrir utan teig. Hann tekur skotið en Arnar Daði ver frá honum.
13. mín
Fjölnir skorar! En það er dæmd rangstæða. Virkilega flott spil samt hjá heimamönnum.
9. mín
Jónatan sleppur í gegn fyrir Fjölnismenn og er kominn einn gegn markmanni. Fyrsta snertingin hans er hinsvegar ekki alveg nógu góð, hann potar boltanum bara beint til Arnars sem hrifsar boltan til sín.
5. mín Gult spjald: Sævar Atli Hugason (Afturelding)
Ljót tækling.
4. mín
Flott spil hjá heimamönnum upp vinstri kantinn. Þeir koma svo með fyrirgjöfina en Afturelding skallar boltan aftur fyrir í horn.

Guðmundur Karl tekur spyrnuna en hann sparkar boltanum bara beint aftur fyrir. Markspyrna.
1. mín
Leikur hafinn
Twana flautar leikinn í gang.
Fyrir leik
Einn leikur búinn í umferðinni Leikur Keflavíkur og Njarðvíkur fór fram í gær. Sá leikur endaði sem markalaust jafntefli. Það hefur þau áhrif á toppbaráttuna að Keflavík fór upp í 2. sætið jafnir ÍBV að stigum. Njarðvík fór upp í 5. sætið jafnir ÍR að stigum. Það mun líkast til ekki vera niðurstaðan eftir þessa umferð og því er þetta jafntefli ekkert sérlega góð úrslit fyrir liðin sem spiluðu í gær.
Fyrir leik
Byrjunarliðin Fjölnismenn gera 3 breytingar á liði sínu sem tapaði 2-1 fyrir Gróttu í síðustu umferð. Dagur Austmann, Bjarni Þór Hafstein og Rafael Máni Þrastarson setjast á bekkinn en fyrir þá koma Sigurvin Reynisson, Dagur Ingi Axelsson og Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson.

Afturelding gerir aðeins ina breytingu á sínu liði en það er Markmaðurinn Jökull Andrésson sem er ekki með í dag. Arnar Daði Jóhannesson kemur inn í staðin fyrir hann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Spámaðurinn Karl Friðleifur Gunnarsson er spámaður umferðarinnar. Hann er leikmaður Víkings í Bestu deildinni. Hann fylgir á eftir Kjartani Kára Halldórssyni sem var með tvo leiki rétta í síðustu umferð.

Fjölnir 3 - 2 Afturelding
Rosalegur leikur í Grafarvoginum. Bjarni Þór Hafstein setur sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarinn Twana Khalid Ahmed verður með flautuna í þessum leik en honum til aðstoðar verða Eysteinn Hrafnkelsson og Guðmundur Ingi Bjarnason.

Eftirlitsmaður KSÍ er Þórður Ingi Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Er betra að byrja vel, eða enda vel? Í dag fáum við líkast til svarið á þessari spurningu. Fjölnismenn byrjuðu tímabilið rosalega vel og voru á toppi deildarinnar lengi. Það er þetta form í byrjun tímabilsins sem heldur þeim ennþá í séns á að fara upp um deild en eins og kemur fram hér fyrir neðan hafa þeir ekki unnið leik í síðustu 7 tilraunum.
Mynd: Fjölnir Facebook

Afturelding hinsvegar byrjaði tímabilið hræðilega og voru í 9. sæti deildarinnar eftir 12 umferðir. Þeir hafa aðeins tapað einum leik síðan þá og eru núna komnir í alvöru baráttu um að fara upp um deild. Leikurinn í dag teflir því eldheitu liði gegn svell köldu liði en það er ljóst að þetta er 'must win' fyrir bæði lið.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Fyrir leik
Afturelding heitasta liðið í Lengjudeildinni Mosfellingar hafa verið á gríðarlega góðu róli upp á síðkastið. Þeir eru búnir að vinna síðustu 4 leiki og hafa ekki tapað í síðustu 6. Þeir sitja í 4. sæti deildarinnar, stigi á eftir mótherjum sínum í dag. Afturelding endaði í 2. sæti deildarinnar í fyrra eins og frægt er en tapaði í úrslitaleiknum í umspilinu. Þeir eru því staðráðnir í að fara upp um deild í ár, þar sem þeim finnst líkast til flestum að þeir hefðu átt að gera það í fyrra.
Mynd: Raggi Óla
Fyrir leik
Fjölnismenn í djúpum dal Fjölnismenn hafa ekki riðið feitum hesti upp á síðkastið þar sem þeir hafa ekki unnið leik 7 leiki í röð. Síðasti sigur liðsins kom gegn Grindavík í 13. umferðinni þann 18. júlí. Þrátt fyrir slæmt gengi liðsins eru þeir ennþá í góðum séns á að fara upp um deild. Fjölnir er í 3. sæti deildarinnar og pakkinn er heldur betur þéttur. Þeir eru aðeins stigi á eftir 1. sætinu en aðeins 3 stigum frá 6. sætinu. Þessi leikur er því gríðarlega mikilvægur fyrir Grafarvogsbúa, ætli þeir sér að fara upp um deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Lengjudeildin heilsar! Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fjölnis og Aftureldingar í 21. umferð Lengjudeild karla.

Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður spilaður á Extra vellinum í Grafarvogi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
1. Arnar Daði Jóhannesson (m)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson
10. Elmar Kári Enesson Cogic
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
19. Sævar Atli Hugason ('59)
22. Oliver Bjerrum Jensen ('80)
23. Sigurpáll Melberg Pálsson
25. Georg Bjarnason
77. Hrannar Snær Magnússon

Varamenn:
8. Aron Jónsson
9. Andri Freyr Jónasson ('59)
17. Ásgeir Frank Ásgeirsson
20. Precious Kapunda
26. Enes Þór Enesson Cogic
34. Patrekur Orri Guðjónsson ('80)

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Þorgeir Leó Gunnarsson
Heiðar Númi Hrafnsson
Enes Cogic
Amir Mehica
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason

Gul spjöld:
Sævar Atli Hugason ('5)
Georg Bjarnason ('37)
Enes Cogic ('44)
Elmar Kári Enesson Cogic ('88)

Rauð spjöld: