Trent á barmi þess að semja við Real Madrid - Frimpong og Davies orðaðir við Liverpool - Aina orðaður við Man City
ÍA
4
1
FH
0-1 Kjartan Kári Halldórsson '1
Viktor Jónsson '10 1-1
Jón Gísli Eyland Gíslason '13 2-1
Johannes Vall '21 3-1
Hinrik Harðarson '47 4-1
06.10.2024  -  14:00
ELKEM völlurinn
Besta-deild karla - Efri hluti
Aðstæður: Geggjaðar aðstæður, sól og logn. Smá kalt
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 532
Maður leiksins: Oliver Stefánsson
Byrjunarlið:
1. Árni Marinó Einarsson
3. Johannes Vall ('75)
4. Hlynur Sævar Jónsson
6. Oliver Stefánsson
9. Viktor Jónsson (f)
10. Steinar Þorsteinsson ('75)
11. Hinrik Harðarson ('89)
13. Erik Tobias Sandberg
18. Guðfinnur Þór Leósson
66. Jón Gísli Eyland Gíslason
77. Haukur Andri Haraldsson ('75)

Varamenn:
25. Marvin Darri Steinarsson (m)
5. Arnleifur Hjörleifsson ('75)
14. Breki Þór Hermannsson ('89)
17. Ingi Þór Sigurðsson ('75)
22. Árni Salvar Heimisson
23. Hilmar Elís Hilmarsson
88. Arnór Smárason ('75)

Liðsstjórn:
Dean Martin (Þ)
Jón Þór Hauksson (Þ)
Aron Ýmir Pétursson
Teitur Pétursson
Dino Hodzic
Mario Majic
Þorsteinn Magnússon

Gul spjöld:
Guðfinnur Þór Leósson ('61)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
+4 Leiknum er lokið með stórgóðum og öruggum sigri heimamanna sem eru enn á lífi í baráttunni um þriðja sætið en verða að treysta á að Stjarnan og Valsmenn tapi stigum. FH eru hinsvegar búnir að ljúka keppni, það er að segja, þeir hafa að engu að keppa þannig lagað.

Umfjöllun og viðtöl koma innan skamms. Takk fyrir samfylgdina.
90. mín
Fjórar mín bætt við
89. mín
Inn:Breki Þór Hermannsson (ÍA) Út:Hinrik Harðarson (ÍA)
80. mín
Inn:Arngrímur Bjartur Guðmundsson (FH) Út:Ingimar Torbjörnsson Stöle (FH)
80. mín
Inn:Jóhann Ægir Arnarsson (FH) Út:Ísak Óli Ólafsson (FH)
78. mín
FH eru að þrýsta Skagamönnum aftar á völlinn en þeir eru rosalega þéttir fyrir og reyna þess á milli að notfæra sér skyndisóknir.
75. mín
Inn:Ingi Þór Sigurðsson (ÍA) Út:Haukur Andri Haraldsson (ÍA)
75. mín
Inn:Arnór Smárason (ÍA) Út:Steinar Þorsteinsson (ÍA)
75. mín
Inn:Arnleifur Hjörleifsson (ÍA) Út:Johannes Vall (ÍA)
69. mín
Inn:Björn Daníel Sverrisson (FH) Út:Baldur Kári Helgason (FH)
Heimir aðeins að hrista upp í hlutunum. Mun BDS ná að brjóta ládeyðuna sem búin er að vera yfir FH í seinni hálfleiknum.
61. mín Gult spjald: Guðfinnur Þór Leósson (ÍA)
Viljálmur Alvar spjaldar leikmann En ég sé ekki hver það er sem fær spjaldið. Ef einhver veit hver það er má sá hinn sami láta mig vita á Twitter. Stöð 2 segir Guðfinnur Leó og ég set það inn þangað til það kemur í ljós eitthvað annað.
54. mín
Eru FH hættir? Tilfinningin úr blaðamannastúkunni er sú að FH séu hættir. Það vantar ákefðina í þá sem var í fyrri hálfleik á meðan heimamenn virðast ætla að hamra járnið.
52. mín
Steinar hefði getað gert út um leikinn! Frábær sending inn fyrir vörn FH hjá Hinriki beint á Steinar sem fer einn upp völlinn, inn í teig FH og nær ágætis skoti en Daði ver. Steinar átti að gera betur þarna.
47. mín MARK!
Hinrik Harðarson (ÍA)
Stoðsending: Oliver Stefánsson
GAME OVER?! MAAAAAAARRRRKKKKK!!!

FJÓRÐA MARK HEIMAMANNA OG ER ÞETTA GAME OVER?!

Oliver með sendingu langt upp völlinn þar sem Hinrik er hraðastur og sleppur einn inn fyrir vörn FH og á ekki í vandræðum með að leggja boltann framhjá Daða í markinu.
46. mín
Seinni hálfleikur hafinn Heimamenn byrja með boltann. Vonandi að fjörið haldi bara áfram!
45. mín
Hálfleikur
Gríðarlega skemmtilegur fyrri hálfleikur að baki. Fáum okkur kaffi og meððí og sjáumst eftir 15 mín!
45. mín
Einni mínútu bætt við
44. mín Gult spjald: Ingimar Torbjörnsson Stöle (FH)
43. mín
Enn ein hornspyrnan Níunda hornspyrna FH í leiknum átti sér stað og þeir eru bara alls ekkert að nýta sér þessi föstu leikatriði
39. mín
Leikurinn róast aðeins Ekki sama ákefð en mér finnst einhvernveginn stutt í að það skapist hætta öðru hvoru meginn á vellinum.
30. mín
Sigurður Bjartur! Með góðan skalla að marki sem Árni Marínó má hafa sig allan við að taka en gerir það frábærlega.
28. mín
HINRIK HARÐARSON!!! Hvernig fórstu að því að skora ekki þarna drengur!

Fær geggjaða fyrirgjöf frá Jóni Gísla og er einn á móti Daða, fær boltann í fætur en er með þær mislagðar og Daði grípur boltann af tánum af honum.
26. mín
Geggjaður leikur Augljóst að bæði lið vilja sigur og eru ekkert hætt að sækja. FH augljóslega aðeins bognir eftir þessi þrjú mörk á sig en þeir eru ekki hættir. Skagamenn virðast svo vilja enn meira og eru að sækja.

Það koma fleiri mörk í þennan leik, það er ég viss um.
21. mín MARK!
Johannes Vall (ÍA)
Stoðsending: Haukur Andri Haraldsson
MAAAAAARRRRKKKK!!!! ÞVÍLÍKA RUGLIÐ ÞESSI LEIKUR

Viktor skallar boltanum til Hauks Andra á vallarhelmingi ÍA. Haukur sendir boltann hátt upp á völlinn. Johannes Vall hefur þar miklu betur í samkeppninni við Ingimar Stöle og kemst einn á móti Daða í markinu og leggur boltann snyrtilega til hliðar við hann.
19. mín
Darraðadans FH fékk aukaspyrnu vinstra megin á vellinum, c.a. 25 metrum frá marki ÍA. Fyrirgjöf inn í teig og við tók mikill darraðadans, Skagamenn að reyna að koma boltanum í burtu og FH í mark ÍA. Rann á endanum út í sandinn fyrir FH.
13. mín MARK!
Jón Gísli Eyland Gíslason (ÍA)
Stoðsending: Haukur Andri Haraldsson
MAAAAARRRKKKKk!!! ÞEIR SUNDURSPILUÐU VÖRN FH!

Byrjaði með því að Hinrik Harðar geystist upp völlinn, missti boltann, sótti aftur, náði sendingu á Steinar sem kom boltanum inn í teig þar sem Ísak Óli að mér sýndist missti boltann frá sér. Haukur Andri náði boltanum, fór upp að endalínu og sendi boltann fyrir og Jón Gísli kom á ferðinni og lúðraði boltanum í þaknetið.
10. mín MARK!
Viktor Jónsson (ÍA)
Stoðsending: Steinar Þorsteinsson
MAAAAARRRKKKKK!!! Fyrirliðinn Viktor Jónsson, hver annar! 17 marka maður í sumar gerir það sem hann gerir best. Skallar boltanum í netið eftir góða sendingu frá Steinari Þorsteins.

Allt jafnt og baráttan heldur áfram!
7. mín
Liðin að ná áttum Ekkert að gerast svosem. Skagamenn virkuðu aðeins slegnir fyrstu mínúturnar eftir markið en hafa verið að fikra sig upp völlinn. FH eru líka skæðir í sínum sóknum og eru að senda boltann mikið fyrir mark ÍA en án árangurs.
1. mín MARK!
Kjartan Kári Halldórsson (FH)
MAAAAARRRRKKKKK HVAÐA BULL ER ÞETTA!

FH byrjaði með boltann, geystust upp hægri kant, brotið á leikmanni FH og þeir fá aukaspyrnu við vítateigslínuna til hliðar.

Kjartan Kári tekur spyrnuna og miðar á markið, skotið var ekkert fast en fer af Árna Marínó og inn. Alveg við nærhornið.
1. mín
Leikur hafinn
FH byrja með boltann og spila í átt að Akraneshöllinni.
Fyrir leik
Frábærar knattspyrnuaðstæður Það er sól, logn og smá kalt á Akranesi í dag. Því er smá svekkelsi hvað það er fámennt í stúkunni og grasbalanum þegar leikurinn er við það að hefjast.
Fyrir leik
Dómaratríóið Vilhjálmur Alvar Þórarinsson er dómari leiksins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Gylfi Már Sigurðsson er AD1
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Eysteinn Hrafnkelsson er AD2
Mynd: Raggi Óla

Fyrir leik
Byrjunarliðin komin inn Jón Þór Hauksson þjálfari ÍA gerir 3 breytingar á liði sínu eftir 0 - 3 tapið gegn Stjörnunni í síðustu umferð. Hlynur Sævar Jónsson, Guðfinnur Leo Leósson og Steinar Þorsteinsson koma inn í liðið í stað Hilmars Elís, Marko Vardic og Inga Þórs Sigurðssonar.

Heimir Guðjónsson þjálfari FH gerir einnig 3 breytingar á liðinu sínu eftir 1 -0 tapið gegn Breiðablik í síðustu umferð. Arnór Borg, Baldur Kári Helgason og Bjarni Guðjón Brynjólfsson koma inn í liðið í stað Grétars Snæs, Kristjáns Flóka og Björn Daníels
Fyrir leik
Fanzone og sláarkeppni!
Fyrir leik
Leikmenn í leikbanni eða meiddir Aganefnd KSÍ úrskurðaði leikmenn í bann vegna gulra spjaldna og eru þeir Grétar Snær Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


og Kristján Flóki Finnbogason
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð


í banni í dag hjá FH. Það eru engir leikmenn ÍA í leikbanni en það eru menn fjarverandi vegna meiðsla og ber helst þar að nefna Rúnar Már Sigurjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hilmar Jökull, Big Glacier, formaður Tólfunnar stuðningsmannaklúbbs Íslenska landsliðsins í knattspyrnu og stuðningsmaður Breiðabliks er spámaður umferðarinnar hjá okkur.

ÍA 2 - 3 FH
ÍA menn eru eitthvað skrýtnir í þessari úrslitakeppni. Búnir að eiga 2 allt í lagi hálfleika í sitthvorum leiknum en tapa báðum með markatöluna 0-5 samanlagt.

2-3 FH sigur, Heimir lemur sína menn í gang og ég sé þetta Skagalið ekki gera neitt í þessari úrslitakeppni nema tapa.
Fyrir leik
Síðasti séns á Evrópu? Framhald frá fyrri færslu.

Gestirnir sitja í 6. sæti deildarinnar með 33 stig og eru einnig búnir að tapa fyrstu tveimur leikjunum í umspilinu, fyrst gegn Víkingum 3 - 0 og síðan 1 - 0 gegn Blikum. Þeir líkt og ÍA eru samt í séns ennþá um að ná þriðja sætinu, ef þeir vinna alla þrjá leikina sem eftir eru og treysta á að Valur og Stjarnan tapi stigum.
Fyrir leik
Síðasti séns á Evrópu? Held að það sé óhætt að segja að tap hér í dag eða jafntefli muni þýða að hvorugt liðanna sé áfram í baráttu um þriðja sætið í deildinni og þar með úr baráttunni um Evrópusæti.

Heimamenn sitja í 5. sæti deildarinnar með 34 stig og búnir að tapa fyrstu tveimur leikjunum í umspilinu, fyrst gegn Blikum 2 - 0 og síðan 3 - 0 gegn Stjörnunni. Þeir eru samt í séns ennþá um að ná þriðja sætinu, ef þeir vinna alla þrjá leikina sem eftir eru og treysta á að Valur og Stjarnan tapi stigum.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð Góðan og bjartan og fallegan haustdaginn og verið velkomin í beina textalýsingu ofan af Akranesi frá leik ÍA og FH í þriðju umferð efra umspils í Bestu deild karla í knattspyrnu. Leikurinn hefst kl. 14:00 og verður vonandi hin besta skemmtun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
24. Daði Freyr Arnarsson (m)
2. Ingimar Torbjörnsson Stöle ('80)
4. Ólafur Guðmundsson (f)
7. Kjartan Kári Halldórsson
9. Sigurður Bjartur Hallsson
11. Arnór Borg Guðjohnsen
16. Bjarni Guðjón Brynjólfsson
21. Böðvar Böðvarsson
23. Ísak Óli Ólafsson ('80)
34. Logi Hrafn Róbertsson
37. Baldur Kári Helgason ('69)

Varamenn:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
5. Robby Kumenda Wakaka
8. Finnur Orri Margeirsson
10. Björn Daníel Sverrisson ('69)
27. Jóhann Ægir Arnarsson ('80)
36. Óttar Uni Steinbjörnsson
38. Arngrímur Bjartur Guðmundsson ('80)

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Kristján Finnbogi Finnbogason
Guðmundur Jón Viggósson
Andres Nieto Palma
Kjartan Henry Finnbogason
Benjamin Gordon Mackenzie

Gul spjöld:
Ingimar Torbjörnsson Stöle ('44)

Rauð spjöld: