Áramótin eru handan við hornið og það þýðir að janúarglugginn er að opnast. Hér er slúðurpakkinn en BBC tók saman það helsta. Liverpool, Manchester City og Arsenal koma öll við sögu.
Trent Alexander-Arnold (26), hægri bakvörður Liverpool, er á barmi þess að skrifa undir hjá Real Madrid. Hann heldur áfram að hunsa ný tilboð um að framlengja á Anfield. (AS)
Liverpool ætlar að reyna að fá Jeremie Frimpong (24), bakvörð Bayer Leverkusen, og Alphonso Davies (24) frá Bayern München ef Alexander-Arnold gengur til liðs við Madrídarliðið. (Teamtalk)
Manchester City hefur augastað á nígeríska hægri bakverðinum Ola Aina (28) hjá Nottingham Forest. Hann gæti komið í stað Kyle Walker (34). (Sun)
Arsenal hefur áhuga á Joan Garcia (23) markverði Espanyol en spænska félagið krefst þess að gengið verði að 25 milljóna punda riftunarákvæði hans. (Mirror)
Portúgalinn Cristiano Ronaldo (39) hjá Al-Nassr vill ekki útiloka að fara til Manchester City þrátt fyrir að hafa leikið með keppinautunum í Manchester United. (Talksport)
Chelsea ætlar að keppa við Manchester United um kaup á Randal Kolo Muani (26), framherja Frakklands og Paris St-Germain. (Foot Mercato)
Newcastle United hefur áhuga á Abdukodir Khusanov (20), miðverði Lens og Úsbekistan. Hann er metinn á 25 milljónir punda og er líka á blaði hjá Manchester City, Tottenham Hotspur, Leicester City og Wolves. (Chronicle)
Tyrick Mitchell (25), vinstri bakvörður Crystal Palace, hefur ekki áhuga á að skrifa undir langtímasamning hjá Lundúnafélaginu en Atletico Madrid hefur áhuga. (Caught Offside)
Manchester City er ólíklegt að elta spænska miðjumanninn Martin Zubimendi (25) sem er enn ekki á því að fara til Englands frá Real Sociedad. (TBR)
Brighton ætlar að kalla markvörðinn Carl Rushworth (23) til baka úr láni hjá Hull City. Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa áhuga. (Football Insider)
Southampton og Ipswich vilja bæði fá Glen Kamara (29), miðjumann Rennes og finnska landsliðsins, í janúarglugganum. (TBR)
Real Betis á í viðræðum við umboðsmenn brasilíska miðjumannsins Arthur (28) og vill fá hann á lánssamning frá Juventus. (Sport)
Athugasemdir