Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
Fylkir
0
1
KR
0-1 Aron Sigurðarson '4
Nikulás Val Gunnarsson '28
20.10.2024  -  19:15
Würth völlurinn
Besta-deild karla - Neðri hluti
Dómari: Þórður Þorsteinn Þórðarson
Áhorfendur: 459
Maður leiksins: Aron Sigurðarson (KR)
Byrjunarlið:
1. Ólafur Kristófer Helgason (m)
5. Orri Sveinn Segatta
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
9. Matthias Præst ('65)
14. Theodór Ingi Óskarsson ('46)
17. Birkir Eyþórsson
18. Nikulás Val Gunnarsson
20. Sigurbergur Áki Jörundsson ('70)
25. Þóroddur Víkingsson ('65)
27. Arnór Breki Ásþórsson
80. Halldór Jón Sigurður Þórðarson ('46)

Varamenn:
12. Guðmundur Rafn Ingason (m)
2. Ásgeir Eyþórsson ('46)
4. Stefán Gísli Stefánsson ('46)
13. Guðmar Gauti Sævarsson ('70)
16. Emil Ásmundsson ('65)
19. Arnar Númi Gíslason
70. Guðmundur Tyrfingsson ('65)

Liðsstjórn:
Brynjar Björn Gunnarsson (Þ)
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Óðinn Svansson
Arnór Gauti Brynjólfsson
Michael John Kingdon
Ágúst Aron Gunnarsson

Gul spjöld:
Birkir Eyþórsson ('36)
Arnór Breki Ásþórsson ('88)
Guðmundur Tyrfingsson ('91)

Rauð spjöld:
Nikulás Val Gunnarsson ('28)
Leik lokið!
KR nokkuð öruggir í dag þrátt fyrir að það munaði bara einu marki. 1-0 sigur í leik sem þýddi ekki mikið.
91. mín Gult spjald: Guðmundur Tyrfingsson (Fylkir)
91. mín
5 mínútur í uppbót.
90. mín
Inn:Björgvin Brimi Andrésson (KR) Út: Luke Rae (KR)
Bróðir Benóný mættur
90. mín
Fylkir með hornspyrnu og Guðmundur nær skallanum en yfir markið.
88. mín Gult spjald: Arnór Breki Ásþórsson (Fylkir)
Virkilega vel gert hjá Rúrik sem snýr Arnór út og inn þegar hann fer framhjá honum. Arnór nennir þessu ekki og tekur hann niður.
81. mín
Inn:Óðinn Bjarkason (KR) Út:Theodór Elmar Bjarnason (KR)
80. mín
Benóný skorar! En það er dæmt rangstaða. Elmar sparkar boltanum í varnarmann og boltinn skýst inn fyrir á Benóný sem klárar en hann var klárlega fyrir innan.
76. mín
Góð skyndisókn hjá Fylki! Guðmar kemur upp hægri kantinn og leggur boltan fyrir, Guðmundur Tyrfings nær skotinu en það fer beint í varnarmann.
70. mín
Inn:Guðmar Gauti Sævarsson (Fylkir) Út:Sigurbergur Áki Jörundsson (Fylkir)
Stærstu fagnaðarlæti kvöldsins koma núna þegar Guðmar kemur inná. Greinilegt að Fylkismenn kunna að meta hann.
68. mín
Það eru börur Sigurbergur Áki fær högg og hann heldur ekki áfram leik.
65. mín
Inn:Guðmundur Tyrfingsson (Fylkir) Út:Matthias Præst (Fylkir)
65. mín
Inn:Emil Ásmundsson (Fylkir) Út:Þóroddur Víkingsson (Fylkir)
62. mín
Inn:Rúrik Gunnarsson (KR) Út:Birgir Steinn Styrmisson (KR)
61. mín
Boltanum neglt í andlitið á Birgi og leikurinn stöðvaður til að hlúa að honum. Liðsfélagar hans í kringum hans gera merki um að það þurfi að skipta honum útaf.
56. mín
Jóhannes Kristinn með skotið fyrir utan teig en skotið fer nokkuð vel framhjá.
51. mín
Stuðningsmenn Fylkis vilja fá að sjá ungu strákana spila. Þeir syngja úr stúkunni "inná með Guðmar"
50. mín
Dauðafæri!!!! Virkilega flott þríhyrningaspil milli Arons og Benóný leiðar að því að Aron er kominn einn gegn markmanni. Skotið hans er síðan frekar lélegt, en tek ekkert af Ólafi sem ver þetta vel.
46. mín
Inn:Stefán Gísli Stefánsson (Fylkir) Út:Halldór Jón Sigurður Þórðarson (Fylkir)
Tvær breytingar í hálfleik hjá heimamönnum.
46. mín
Inn:Ásgeir Eyþórsson (Fylkir) Út:Theodór Ingi Óskarsson (Fylkir)
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
45. mín
Hálfleikur
KR leiðir í hálfleik. Búnir að vera miklu betri í þessum leik og eru manni fleiri. Lýkur á því að KR bæti við í seinni hálfleik.
45. mín
Jóhannes Kristinn með skotið fyrir utan teig en beint í lúkurnar á Ólafi.
41. mín
Atli með skotið fyrir utan teig, það fer í varnarmann og KR fær horn.
39. mín
EINN GEGN MARKMANNI Aron með stórkostlega sendingu inn fyrir vörn Fylkismanna og Benóný er þá sloppinn einn gegn markmanni. Hann tekur skotið en Ólafur er kominn út úr markinu og nær að loka vel á færið þannig hann ver frá honum.
37. mín
Skemmtileg útfærsla! KR-ingar með aukaspyrnu og þeir taka bara fastan bolta fram í hlaupaleiðina hjá Luke Rae. Ef móttakan hans hefði verið betri hefði hann verið einn gegn markmanni, en hann missir boltan útaf.
36. mín Gult spjald: Birkir Eyþórsson (Fylkir)
34. mín
Atli með frábæran bolta inn í teig sem ratar alla leið á fjærstöngina þar sem Benóný er mættur og tekur skotið en rétt framhjá markinu.
28. mín Rautt spjald: Nikulás Val Gunnarsson (Fylkir)
Rétt!! Nikulás fær boltan frá markmanni sínum rétt fyrir utan teig. Hann er svo bara eitthvað að dútla með boltan á meðan Birgir Steinn mætir í pressuna. Birgir stelur bara boltanum af honum og er þá sloppinn einn gegn markmanni en Nikulás kastar sér á eftir honum og tekur hann niður.

Hárrétt dæmt, virkilega klaufalegt hjá Nikulás.
26. mín
Luke Rae með fínt skot fyrir utan teig en Ólafur gerir vel og ver þetta frá honum.
23. mín Gult spjald: Benoný Breki Andrésson (KR)
Groddaraleg tækling.
23. mín
Fylkismenn byggja upp góða sókn og setja boltan inn í teig. Þóroddur nær boltanum og tekur skotið en beint í varnarmann.
20. mín
Fylkismenn með hornspyrnu sem ekkert kemur úr. Það er ekki að koma nægilega mikið úr sóknarleik þeirra í kvöld.
13. mín
KR-ingar geysast upp í skyndisókn og Jóhannes Kristinn fær boltan rétt fyrir utan teig. Hann tekur skotið en þessi bolti er nokkuð þægilegur fyrir Ólaf í markinu.
8. mín
Heppni hjá Ólafi!! Góð pressa frá Benóný á markmanninn. Ólafur er með boltan inn í teig og ætlar að hreinsa en sparkar boltanum bara bein í Benóný og boltinn skýst af honum og rétt framhjá markinu. Ólafur heppinn þarna!
4. mín MARK!
Aron Sigurðarson (KR)
KR tekur forystuna! KR tekur horn og eftir smá klafs fær Aron boltan inn í teig. Hann tekur tvö skref áður en hann lætur vaða í fjærhornið. Gott skot sem syngur í netinu.
2. mín
Geggjaður bolti inn fyrir hjá Theodóri Elmar! Benóny Breki er þá kominn einn gegn markmanni en Ólafur kemur mjög langt út úr markinu og nær að slæma tánni í boltan og hreinsa fyrir sitt lið.
1. mín
Leikur hafinn
Þórður flautar og leikurinn er kominn af stað!
Fyrir leik
Byrjunarliðin Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis gerir þrjár breytingar á sínu liði. Inn koma Ragnar Bragi Sveinsson, Theodór Ingi Óskarsson og Halldór Jón Sigurður Þórðarson. Ásgeir Eyþórsson fær sér sæti á bekknum en Benedikt Daríus Garðarson og Þórður Gunnar Hafþórsson eru ekki í hóp.

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR gerir eina breytingu á sínu liði. Finnur Tómas Pálmason kemur aftur inn í liðið en Aron Þórður Albertsson er í banni vegna uppsafnaðra spjalda.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fyrir leik
Spámaðurinn Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2 Sport, spáir í leikina sem eru framundan í næst síðustu umferð deildarinnar.

Fylkir 1 - 3 KR
Lítið annað um þetta að segja. Benóný Breki með þrennu. Von KR um titil lifir. Forsetabikarinn er up for grabs.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Dómarinn Þórður Þorsteinn Þórðarson verður með flautuna í þessum leik en honum til aðstoðar verða Birkir Sigurðarson og Egill Guðvarður Guðlaugsson.

Eftirlitsmaður KSÍ er Gunnar Jarl Jónsson og varadómari er Gunnar Oddur Hafliðason.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fyrir leik
Forsetabikar og marka kóngur? KR-ingar hafa verið á góðu róli eftir skiptingu og hafa náð í 7 stig af 9 mögulegum. Þeir hafa í raun ekkert að spila fyrir en þeir geta búið sér til hvatningu í að reyna að berjast um Forsetabikarinn. Þeir eru 6 stigum á eftir KA sem er í 7. sæti þegar tveir leikir eru eftir en eru með betri markatölu en þeir. Einnig hefur Benóný Breki Andrésson nóg að spila fyrir þar sem hann er kominn með 16 mörk á tímabilinu og hann mun líkast til reyna að ná marka kóngs titlinum. Hann er tveimur mörkum á eftir Viktor Jóns sem er kominn með 18 mörk.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fylkismenn fallnir Það var ljóst eftir síðustu umferð að Fylkir myndi ekki bjarga sér frá falli. Þeir eru í neðsta sæti deildarinnar með 18 stig þegar tvær umferðir eru eftir og 7 stig upp í öruggt sæti.

Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari liðsins er búinn að stýra sínum síðasta leik fyrir félagið þar sem hann verður í leikbanni út tímabilið og hann heldur ekki áfram með liðið á næsta tímabili. Brynjar Björn Gunnarsson aðstoðarmaður hans mun því stýra leiknum í dag. Fylkismenn eru búnir að finna staðgengil Rúnars fyrir næsta tímabil en þeir gengu frá samningsviðræðum við Árna Guðna í vikunni sem náði góðum árangri með ÍR á tímabilinu.
Fyrir leik
Besta deildin heilsar! Komið þið sæl og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og KR í neðri hluta Bestu deild karla.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður spilaður á Wurth vellinum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Byrjunarlið:
12. Guy Smit (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
5. Birgir Steinn Styrmisson ('62)
6. Alex Þór Hauksson
7. Finnur Tómas Pálmason
9. Benoný Breki Andrésson
11. Aron Sigurðarson
16. Theodór Elmar Bjarnason (f) ('81)
17. Luke Rae ('90)
23. Atli Sigurjónsson
25. Jón Arnar Sigurðsson

Varamenn:
1. Sigurpáll Sören Ingólfsson (m)
20. Björgvin Brimi Andrésson ('90)
26. Skarphéðinn Gauti Ingimarsson
29. Auðunn Gunnarsson
30. Rúrik Gunnarsson ('62)
45. Hrafn Guðmundsson
47. Óðinn Bjarkason ('81)

Liðsstjórn:
Óskar Hrafn Þorvaldsson (Þ)
Jamie Paul Brassington
Guðjón Örn Ingólfsson
Jón Birgir Kristjánsson
Guðmundur Óskar Pálsson

Gul spjöld:
Benoný Breki Andrésson ('23)

Rauð spjöld: