Man City og Liverpool hafa áhuga á Buonanotte - Bournemouth ætlar ekki að gefa neinn afslátt á Kerkez - Liverpool vill Schlotterbeck - Semenyo til...
banner
   sun 20. október 2024 11:00
Ívan Guðjón Baldursson
Walker og Van Dijk mega fara næsta sumar
Powerade
Walker gæti verið á sínu síðasta úrvalsdeildartímabili.
Walker gæti verið á sínu síðasta úrvalsdeildartímabili.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Liverpool vill kaupa Schlotterbeck.
Liverpool vill kaupa Schlotterbeck.
Mynd: Getty Images
Semenyo hefur alla tíð haldið með Arsenal.
Semenyo hefur alla tíð haldið með Arsenal.
Mynd: Getty Images
BBC hefur tekið slúðurpakka dagsins saman á skemmtilegum fótboltasunnudegi sem býður upp á tvo úrvalsdeildarslagi. Þar kemur meðal annars fram að Manchester City og Liverpool eru tilbúin til að missa Kyle Walker og Virgil van Dijk úr sínum röðum.


Man City er tilbúið til að selja fyrirliða sinn Kyle Walker, 34, fyrir 15 milljónir punda næsta sumar. Sádi-arabíska félagið Al-Ahli er talið sérstaklega áhugasamt. (Daily Star)

Man City og Liverpool hafa áhuga á Facundo Buonanotte, 19 ára sóknarleikmanni Brighton sem leikur á láni hjá Leicester þetta tímabilið. (Fichajes)

Bournemouth ætlar ekki að selja hinn tvítuga Milos Kerkez með neinum afslætti. Liverpool, Arsenal og Manchester United hafa áhuga á þessum ungverska vinstri bakverði. (Football Insider)

Liverpool er tilbúið til að hleypa Virgil van Dijk burt næsta sumar. Nico Schlotterbeck, 24 ára varnarmaður Borussia Dortmund, á að fylla í skarðið. (Caught Offside)

Manchester United gæti keypt Álvaro Fernández, 21, aftur til baka frá Benfica eftir frábæra byrjun hans í portúgalska boltanum. Man Utd seldi vinstri bakvörðinn í sumar og er hann núna búinn að vekja athygli hjá félögum á borð við Liverpool og Real Madrid. (Teamtalk)

Arsenal hefur áhuga á Antoine Semenyo, 24 ára sóknarleikmanni Bournemouth. Semenyo dreymir um að spila í Meistaradeildinni og hefur verið stuðningsmaður Arsenal allt sitt líf. (Football 365)

Barcelona hefur byrjað samningsviðræður við Ronald Araújo, 25, og Frenkie de Jong, 27. Manchester United hefur verið orðað við báða þessa leikmenn. (90 min)

Paul Pogba, 31, mun líklega ekki spila aftur fyrir Juventus þó að hann sé laus úr leikbanni í mars. Stjórnendur Juve telja leikmannahópinn vera fullkominn eins og hann er í dag, án Pogba. (DAZN)

Thomas Tuchel fær 3 milljónir punda í bónusgreiðslu ef honum tekst að stýra enska landsliðinu til sigurs á HM 2026. (Sun)

Harry Kane, 31, lék undir stjórn Tuchel á sínu fyrsta tímabili hjá FC Bayern og er mjög spenntur fyrir að fá hann sem landsliðsþjálfara. (Sky Germany)

Newcastle United hefur ákveðið að virkja ákvæði í samningi hjá varnarmanninum Dan Burn, 32, til að framlengja samninginn um eitt ár. Hann mun því spila áfram með Newcastle á næstu leiktíð. (Athletic)
Athugasemdir
banner