Mjólkurbikar karla
Þór

15:00
0
0
0

Mjólkurbikar karla
KR

23'
2
0
0

Mjólkurbikar karla
Grindavík

23'
0
1
1


Tindastóll
1
0
FHL

María Dögg Jóhannesdóttir
'71
1-0
16.04.2025 - 18:00
Sauðárkróksvöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson
Maður leiksins: Makala Woods (Tindastóll)
Sauðárkróksvöllur
Besta-deild kvenna
Dómari: Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson
Maður leiksins: Makala Woods (Tindastóll)
Byrjunarlið:
1. Genevieve Jae Crenshaw (m)
2. Saga Ísey Þorsteinsdóttir
('62)

3. Bryndís Rut Haraldsdóttir (f)
6. Laufey Harpa Halldórsdóttir
9. María Dögg Jóhannesdóttir

10. Elísa Bríet Björnsdóttir
13. Birgitta Rún Finnbogadóttir

14. Lara Margrét Jónsdóttir
18. Katherine Grace Pettet
21. Nicola Hauk
27. Makala Woods
- Meðalaldur 22 ár

Varamenn:
12. Sigríður H. Stefánsdóttir (m)
4. Hrafnhildur Salka Pálmadóttir
('62)

5. Bergljót Ásta Pétursdóttir
15. Emelía Björk Elefsen
16. Agnes Nótt Þórðardóttir
22. Sunneva Dís Halldórsdóttir
23. Magnea Petra Rúnarsdóttir
26. Katla Guðný Magnúsdóttir
- Meðalaldur 19 ár
Liðsstjórn:
Konráð Freyr Sigurðsson (Þ)
Halldór Jón Sigurðsson (Þ)
Helena Magnúsdóttir
Lee Ann Maginnis
Jón Hörður Elíasson
Nikola Stoisavljevic
Gul spjöld:
Birgitta Rún Finnbogadóttir ('56)
Makala Woods ('60)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Tindastóll vinnur þennan leik og ná í sín fyrst þrjú stig tímabilsins. Verðskuldað eftir frammistöðu þeirra í seinni hálfleik.
86. mín
Tindastóll er að pressa FHL mjög vel og ná að stöðva allt uppspil sem gestirnir reyna að fara í.
81. mín
Hope með flottan snúning og nær að hrista einn varnarmanninn af sér þannig. Hún reynir svo skotið fyrir utan teig en það er ekki nógu gott og fer framhjá markinu.
79. mín
Hætta!
FHL með hornspyrnu og Alexia nær fyrst skoti úr góðu færi en Genevieve kom út úr markinu og varði þennan bolta. Boltinn rataði svo til Mikaelu Nótt fyrir utan teiginn sem átti skot en yfir markið.
71. mín
MARK!

María Dögg Jóhannesdóttir (Tindastóll )
Stoðsending: Makala Woods
Stoðsending: Makala Woods
Þetta lá í loftinu!
Makala Woods með boltan á vinstri kantinum. Hún reynir fyrirgjöf/skot sem fer í stöngina og María er rétt kona á réttum stað og þarf ekki annað en að pota boltanum yfir línuna.
Stólarnir verið töluvert betri undanfarnar mínútur.
Stólarnir verið töluvert betri undanfarnar mínútur.
69. mín
Elísa Bríet með aukaspyrnu sem hún lyftir inn á teig. Úr verður smá darraðardans þar sem FHL nær ekki að hreinsa. María Dögg nær svo skotinu en það er ekki gott og yfir markið.
66. mín
Woods í dauðafæri!
Langur bolti fram á Makala Woods sem er ein inn í teig. Hún nær skotinu en Terrell vel komin út úr markinu og nær að loka á skotið hjá henni. Boltinn skoppar svo upp í loft og Makala nær aftur boltanum en nær þá ekki að skapa sér pláss til þess að ná skotinu.
62. mín

Inn:Hrafnhildur Salka Pálmadóttir (Tindastóll )
Út:Saga Ísey Þorsteinsdóttir (Tindastóll )
60. mín
Gult spjald: Makala Woods (Tindastóll )

Frábært hlaup en nær ekki að klára!
Makala Woods fær boltann um miðjan eigin vallarhelming. Hún fer þá abara á rás og fer framhjá tveimur, kemst alla leið inn í teig en nær ekki að hrista af sér síðasta varnarmanninn og skotið í hana og framhjá.
Þorfinnur dæmir svo hinsvegar markspyrnu og Makala tuðar það mikið í honum að hún fær að líta gula spjaldið. Skiljanlegt af mínu mati, ég hélt þetta væri hornspyrna.
Þorfinnur dæmir svo hinsvegar markspyrnu og Makala tuðar það mikið í honum að hún fær að líta gula spjaldið. Skiljanlegt af mínu mati, ég hélt þetta væri hornspyrna.
58. mín
Brookshire í finni stöðu á vinstri kantinum til að gefa fyrir. Sendingin hennar hinsvegar afleit og fer út í innkast hinumegin.
50. mín
Hope með sendinguna fyrir markið sem Nicola Hauk reynir að hreinsa frá. Boltinn lendir hinsvegar beint í löppunum á Kardovic sem tekur skotið en framhjá markinu.
48. mín
Alexia Marin með fyrsta skot hálfleiksins, af löngu færi og Genevieve ekki í vandræðum með þennan bolta.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn!
Markið komið í lag. Allt í tipp topp standi fyrir norðan.
45. mín
Gat í markinu
Það þarf að laga eitt markið áður en við hefjum seinni hálfleikinn. Vonandi gerist það sem fyrst.
Við viljum ekki lenda í sömu málum og í Kórnum í fyrra.
Við viljum ekki lenda í sömu málum og í Kórnum í fyrra.
45. mín
Hálfleikur
Markalaust í hálfleik. Bæði lið heldur betur fengið tækifæri til að skora en það hefur ekki gerst.
45. mín
Stólarnir í nauðvörn!
Kardovic tekur hornspyrnuna inn í teiginn og Hope er í frábæru færi. Hún tekur skotið en Genevieve kominn út úr markinu nær að kæfa þetta skot!
44. mín
FHL í hættulegri stöðu en ná ekki að gera sér mat úr því. Kardovic fær boltann inn í teig en hún snýr sér bara inn í vandræði og tapar boltanum.
38. mín
Saga Ísey í fínu skotfæri en varnarmenn gestanna gera vel að kasta sér fyrir þetta skot.
33. mín
Kardovic með hornspyrnuna en hún skýtur eiginlega bara á markið beint úr spyrnunni. Genevieve þarf að hafa sig alla við til að blaka þessum burt.
30. mín
Næstum svakaleg markmanns mistök
Lara Margrét með skotið fyrir utan teiginn, ekkert frábært skot sem Keelan Terrell á að geta tekið auðveldlega. Keelan slær hinsvegar í boltann beint upp og missir hann næstum inn í eigið net. Hún nær hinsvegar rétt svo að lagfæra sig og taka boltann til sín.
29. mín
Elísa Bríet reynir skotið fyrir utan teig. Boltinn er skoppandi eftir að varnarmenn FHL skölluðu frá og skotið því erfitt. Skotið hjá Elísu eftir því og langt yfir.
26. mín
Skjóttu fyrr!
Makala Woods fær frábæran bolta inn fyrir þar sem hún er sloppin ein gegn markmanni. Hún er bara allt of lengi að athafna sig og leyfir í raun varnarmönnum FHL að ná sér aftur. Þegar hún loksins tekur skotið fer það svo bara í varnarmann.
25. mín
Hope með boltann úti hægra megin og ætlar að reyna fyrirgjöfina en þetta endar eiginlega í skoti sem Genevieve þarf að kljást við sem hún gerir vel.
19. mín
Frábær fyrirgjöf!
Makala Woods er úti á vinstri kantinum undir mikilli pressu en hún nær að koma boltanum fyrir markið. Sendingin er í raun alveg frábær því hún endar beint á Löru Margréti sem þarf bara að halda boltanum niðri til að skora. Henni tekst það hinsvegar ekki og neglir boltanum yfir markið.
13. mín
Hope nálægt því að skora!
FHL tekur hornspyrnu og það er Aida Kardovic sem lyftir boltanum inn í teig. Þar nær Hope Santaniello aðeins að pota boltanum í átt að marki en ekki með nægri sannfæringu og Genevieve hrifsar þennan bolta til sín.
11. mín
Þá er það Tindastóll sem gefur boltann frá sér í vörninni. Aida Kardovic nær þá til knattarins inn í teig en nær ekki að búa sér til nægilegt pláss til að taka gott skot.
Hrikalegur varnarleikur hjá báðum liðum þessar fyrstu mínútur.
Hrikalegur varnarleikur hjá báðum liðum þessar fyrstu mínútur.
11. mín
Skelfileg sending úr vörninni sem Makala Woods kemst inn í. Hún er þá komin í dauðafæri inn í teig og tekur skotið, það er hinsvegar ekki nógu gott og Terrell ver þetta.
7. mín
Nánar um atvikið á 2. mín
Nú er ég búinn að sjá endursýningu af atvikinu á 2. mínútu. Það var í raun slök sending úr vörninni sem Makala Woods kems inn í. Hún keyrir þá að marki og Terrell kemur út á móti. Það var í raun ekki spurning um víti því atvikið á sér stað rétt fyrir utan teig en þá frekar um rautt spjald á Terrell. Erfitt að sjá á endursýningum hvort Terrell nær í boltann en það munaði allavega ekki miklu.
4. mín
Brookshire í hættulegri stöðu á vinstri kantinum þegar hún reynir að gefa fyrir en boltinn slakur inn í teiginn. Illa farið þarna með fína stöðu.
2. mín
Var þetta ekki víti!?
Tindastóll fer upp í álitlega sókn og það kemur góður bolti inn fyrir vörnina. Keelan Terrell kemur vel út úr markinu til að reyna að sópa boltann frá en alveg spurning hvort hún fari í boltann eða manninn!
Fyrir leik
Leiknum lýst úr fjarska
Fótbolti.net reynir alltaf að senda fréttaritara á völlinn til þess að geta fangað stemninguna fyrir lesendur. Okkar menn á Sauðarkróki komust því miður ekki á þennan leik og því verður honum lýst í gegnum sjónvarpið og því verða engin viðtöl beint eftir leik.
Það er alltaf vöntun á góðu fólki út á landi og því tilvalið ef þú sem ert að lesa, hefur brennandi áhuga á fótbolta og hefur áhuga á að skrifa fyrir Fótbolti.net. Hafðu þá samband og þú gætir verið partur af skemmtilegasta fréttateymi landsins.
Það er alltaf vöntun á góðu fólki út á landi og því tilvalið ef þú sem ert að lesa, hefur brennandi áhuga á fótbolta og hefur áhuga á að skrifa fyrir Fótbolti.net. Hafðu þá samband og þú gætir verið partur af skemmtilegasta fréttateymi landsins.
Fyrir leik
Dómarinn
Þorfinnur Gústaf Þorfinnsson verður með flautuna í dag en honum til aðstoðar verða Kári Mímisson og Jón Reynir Reynisson. Varadómari er Nour Natan Ninir.
Hér má sjá Þorfinn í leik fyrir Hvíta Riddarann árið 2016.

Fyrir leik
Splunkunýir leikmenn
Það vantar nokkur nöfn á listann hér fyrir neðan þar sem bæði þessi lið eru nýbúin að fá liðsstyrk. Tindastóll fékk til sín tvo leikmenn frá Val þær Hrafnhildi Sölku og Kötlu Guðný Magnúsdóttir.FHL hefur fengið til sín Alexiu Czerwien frá Bandaríkjunum.
Fyrir leik
Komnar/Farnar
Tindastóll
Komnar
Makala Woods frá Bandaríkjunum
Nicola Hauk frá Bandaríkjunum
Katherine Grace Pettet frá Bandaríkjunum
Genevieve Crenshaw frá Bandaríkjunum
Amanda Lind Elmarsdóttir frá Einherja
Farnar
Monica Elisabeth Wilhelm til Svíþjóðar
Jordyn Rhodes til Vals
Krista Sól Nielsen í Grindavík/Njarðvík (var á láni hjá D/R)
Samningslausar
María Dögg Jóhannesdóttir (2001)
Hugrún Pálsdóttir (1997)
Laufey Harpa Halldórsdóttir (2000)
Bryndís Rut Haraldsdóttir (1995)
Gabrielle Kristine Johnson (1999)
Annika Haanpaa (1998)
Saga Ísey Þorsteinsdóttir (2008)
Aldís María Jóhannsdóttir (2001)
Kristrún María Magnúsdóttir (1999)
Bergljót Ásta Pétursdóttir (2001)
Birna María Sigurðardóttir (2000)
María Del Mar Mazuecos Ruiz (1994)
FHL
Komnar
María Björg Fjölnisdóttir frá Fylki
Hope Santaniello frá Bandaríkjunum
Calliste Brookshire frá Bandaríkjunum
Aida Kardovic frá Bandaríkjunum
Mikaela Nótta Pétursdóttir frá Breiðablki (á láni)
Ólína Helga Sigþórsdóttir frá Völsungi
Farnar
Emma Hawkins til Portúgals
Deja Sandoval í FH
Samantha Smith til Breiðabliks (var á láni hjá Breiðabliki)
Kristín Magdalena Barboza í Hauka (á láni frá Breiðabliki)
María Del Mar Mazuecos Ruiz (var á láni)
Selena Salas í Selfoss
Samningslausar
Hafdís Ágústsdóttir (2002)
Alexa Ariel Bolton (2000)
Ársól Eva Birgisdóttir (1998)
Laia Arias Lopez (2000)
Kamilla Björk Ragnarsdóttir (2009)
Komnar
Makala Woods frá Bandaríkjunum
Nicola Hauk frá Bandaríkjunum
Katherine Grace Pettet frá Bandaríkjunum
Genevieve Crenshaw frá Bandaríkjunum
Amanda Lind Elmarsdóttir frá Einherja
Farnar
Monica Elisabeth Wilhelm til Svíþjóðar
Jordyn Rhodes til Vals
Krista Sól Nielsen í Grindavík/Njarðvík (var á láni hjá D/R)
Samningslausar
María Dögg Jóhannesdóttir (2001)
Hugrún Pálsdóttir (1997)
Laufey Harpa Halldórsdóttir (2000)
Bryndís Rut Haraldsdóttir (1995)
Gabrielle Kristine Johnson (1999)
Annika Haanpaa (1998)
Saga Ísey Þorsteinsdóttir (2008)
Aldís María Jóhannsdóttir (2001)
Kristrún María Magnúsdóttir (1999)
Bergljót Ásta Pétursdóttir (2001)
Birna María Sigurðardóttir (2000)
María Del Mar Mazuecos Ruiz (1994)
FHL
Komnar
María Björg Fjölnisdóttir frá Fylki
Hope Santaniello frá Bandaríkjunum
Calliste Brookshire frá Bandaríkjunum
Aida Kardovic frá Bandaríkjunum
Mikaela Nótta Pétursdóttir frá Breiðablki (á láni)
Ólína Helga Sigþórsdóttir frá Völsungi
Farnar
Emma Hawkins til Portúgals
Deja Sandoval í FH
Samantha Smith til Breiðabliks (var á láni hjá Breiðabliki)
Kristín Magdalena Barboza í Hauka (á láni frá Breiðabliki)
María Del Mar Mazuecos Ruiz (var á láni)
Selena Salas í Selfoss
Samningslausar
Hafdís Ágústsdóttir (2002)
Alexa Ariel Bolton (2000)
Ársól Eva Birgisdóttir (1998)
Laia Arias Lopez (2000)
Kamilla Björk Ragnarsdóttir (2009)
Fyrir leik
Fulltrúar liðanna höfðu sitt að segja
Guðmundur Aðalsteinn fékk fulltrúa liðanna til sín og ræddi málin fyrir tímabil. Stórskemmtilegir þættir og tilvalið fyrir stuðningsmenn að hlusta á þetta fyrir fyrsta leik.
Fyrir leik
Spáin segir að þetta sé fallbaráttuslagur
Fréttaritarar Fótbolta.net hafa spáð fyrir gengi liðanna í sumar en þeir eru flestir ekki vongóðir þegar kemur að gengi þessara liða. Hægt er að lesa nánar um það í greinunum hér fyrir neðan.
Byrjunarlið:
1. Keelan Terrell (m)
3. Íris Vala Ragnarsdóttir
('64)

4. Rósey Björgvinsdóttir (f)
7. Aida Kardovic
10. Anna Caitlin Hurley
13. Hope Santaniello

14. Alexia Marin Czerwien
15. Björg Gunnlaugsdóttir
16. Mikaela Nótt Pétursdóttir
22. Hrafnhildur Eik Reimarsdóttir
('75)

24. Calliste Brookshire
- Meðalaldur 22 ár
Varamenn:
12. Embla Fönn Jónsdóttir (m)
5. Diljá Rögn Erlingsdóttir
6. María Björg Fjölnisdóttir
('64)

8. Katrín Edda Jónsdóttir
11. Christa Björg Andrésdóttir
('75)


17. Viktoría Einarsdóttir
23. Bjarndís Diljá Birgisdóttir
25. Áslaug María Þórðardóttir
30. Sóldís Tinna Eiríksdóttir
- Meðalaldur 21 ár
Liðsstjórn:
Björgvin Karl Gunnarsson (Þ)
Ljubisa Radovanovic (Þ)
Anton Helgi Loftsson
Kamilla Björk Ragnarsdóttir
Jana Radovanovic
Gunnar Einarsson
Matthildur Klausen
Gul spjöld:
Hope Santaniello ('32)
Christa Björg Andrésdóttir ('90)
Rauð spjöld: