Man Utd og Liverpool meðal félaga sem vilja David - City reynir við Cambiaso - Romero eitt helsta skotmark Atletico
Fram
3
0
Afturelding
Kennie Chopart '20 1-0
Kyle McLagan '35 2-0
Vuk Oskar Dimitrijevic '74 3-0
28.04.2025  -  19:15
Lambhagavöllurinn
Besta-deild karla
Dómari: Helgi Mikael
Maður leiksins: Kennie Chopart
Byrjunarlið:
22. Viktor Freyr Sigurðsson (m)
5. Kyle McLagan
8. Haraldur Einar Ásgrímsson
10. Fred Saraiva ('86)
11. Magnús Þórðarson ('72)
12. Simon Tibbling
16. Israel Garcia ('79)
19. Kennie Chopart (f)
23. Már Ægisson ('79)
26. Sigurjón Rúnarsson
29. Vuk Oskar Dimitrijevic ('79)
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
36. Þorsteinn Örn Kjartansson (m)
3. Þorri Stefán Þorbjörnsson ('79)
6. Tryggvi Snær Geirsson ('86)
7. Guðmundur Magnússon ('79)
17. Adam Örn Arnarson
25. Freyr Sigurðsson ('72)
30. Kristófer Konráðsson ('79)
32. Hlynur Örn Andrason
71. Alex Freyr Elísson
- Meðalaldur 25 ár

Liðsstjórn:
Rúnar Kristinsson (Þ)
Helgi Sigurðsson
Magnús Þorsteinsson
Einar Haraldsson
Gareth Thomas Owen
Friðgeir Bergsteinsson
Kirian Elvira Acosta

Gul spjöld:
Kennie Chopart ('22)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fram fer með nokkuð öruggan sigur af hólmi hér í kvöld.

Viðtöl og skýrsla væntanleg.
95. mín
Andri Freyr með skalla að marki en Viktor Freyr ekki í teljandi vandræðum með það.
94. mín
Ekki mikil sannfæring í þessu skoti frá Bjarti Bjarma. Hátt yfir.
90. mín
Sex mínútur í uppbótartíma
87. mín
Frammarar í stúkunni eru byrjaði að spila "Way down we go" með Kaleo í gjallarhornið í stúkunni bent að Aftureldingu.

Það vantar ekki húmorinn í stúkuna.
86. mín
Inn:Tryggvi Snær Geirsson (Fram) Út:Fred Saraiva (Fram)
84. mín
Arnar Daði að leika sér að eldinum þarna þegar Guðmundur Magnússon pressar hann og hann leikur á hann.
80. mín
Inn:Þórður Gunnar Hafþórsson (Afturelding) Út:Aron Jóhannsson (Afturelding)
80. mín
Inn:Sævar Atli Hugason (Afturelding) Út:Oliver Sigurjónsson (Afturelding)
80. mín
Inn:Andri Freyr Jónasson (Afturelding) Út:Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
79. mín
Inn:Þorri Stefán Þorbjörnsson (Fram) Út:Israel Garcia (Fram)
79. mín
Inn:Kristófer Konráðsson (Fram) Út:Már Ægisson (Fram)
79. mín
Inn:Guðmundur Magnússon (Fram) Út:Vuk Oskar Dimitrijevic (Fram)
77. mín
Hrannar Snær með þrumuskot á nærstöngina sem Viktor Freyr ver í stöngna og framhjá.
74. mín MARK!
Vuk Oskar Dimitrijevic (Fram)
Stoðsending: Freyr Sigurðsson
Afturelding vildi fá brot í aðdragandanum og maður hefur alveg séð dæmt á svona en Helgi dæmir ekkert og Fram eru mættir tveir á móti markmanni. Freyr rennir boltanum til hliðar á Vuk Oskar þegar Arnar Daði kom út í hann og Fram skorar auðvelt mark.
72. mín
Inn:Freyr Sigurðsson (Fram) Út:Magnús Þórðarson (Fram)
71. mín
Afturelding fær hornspyrnu sem dettur í teignum og endar svo hjá Aroni Jóhannssyni sem fellur við í teignum þegar Fram koma boltanum burt en Helgi Mikael dæmir ekkert.

Aron liggur eitthvað eftir í teignum en mögulega hefði þetta átt að vera eitthvað? Ég skal ekki segja en það var lykt af þessu.
69. mín
Verið allt annað að sjá til Aftureldingar í seinni hálfleiknum. Eru að spila á köflum virkilega vel en vantar að klára sóknirnar.
67. mín
Inn:Aron Jónsson (Afturelding) Út:Sigurpáll Melberg Pálsson (Afturelding)
Sigurpáll Melberg getur ekki haldið leik áfram.
64. mín
Leikurinn stopp á meðan hugað er að Sigurpáli Melberg.

Fram tekur stutt leikhlé á meðan þessu stendur.
57. mín
Kennie bjargar á línu! Langur bolti fram sem Arnór Gauti hælar afturfyrir sig á Elmar Kára og hann veður inn á teig og nær að moðast í gegn og lyftir boltanum framhjá Viktori Frey en Kennie stekkur fyrir og skallar boltann í horn á marklínunni.
54. mín
Skemmtilega útfærð aukaspyrna og Kyle McLagan fær frítt skot en þarf aðeins að teygja sig í boltann og skotið beint á Arnar Daða í marki Aftureldingar.
53. mín Gult spjald: Axel Óskar Andrésson (Afturelding)
Stöðvar skyndisókn Fram og fær réttilega spjald fyrir. Stálheppinn að vera ekki metinn aftastur því þá hefði liturinn verið annar.
47. mín Gult spjald: Sigurpáll Melberg Pálsson (Afturelding)
46. mín
Við erum farin af stað aftur.
46. mín
Inn:Arnar Daði Jóhannesson (Afturelding) Út:Jökull Andrésson (Afturelding)
Engir sénsar teknir hérna .. Hefur þá meiðst í þessari vörslu í fyrri háflleik en vonandi er þetta bara smávægilegt og mun ekki halda þessum magnaða markverði frá lengi.
45. mín
Hálfleikur
Fram leiðir nokkuð sannfærandi og sanngjarnt hérna þegar gengið er til búningsklefa í hálfleik.

Magnús Már þarf að eiga góða ræðu í hálfleik fyrir Aftureldingu því þetta hefur á tíðum virkað full auðvelt fyrir Fram.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við
42. mín
Fram þjarma að marki Aftureldingar en Jökull heldur þeim á lífi aftast.
40. mín
Fred með frábæran sprett þar sem hann fer auðveldlega í gegnum miðju Aftureldingar og keyrir í átt að teignum og á skot sem Jökull ver vel.

Hefði verið afskaplega fallegt mark ef hann hefði náð að klára þetta.
36. mín
Afturelding búnir að ná sínum besta kafla þegar markið kemur svo svekkjandi fyrir þá en líklega sanngjarnt ef á heildina er litið að Fram sé komið tveim mörkum fram úr.
35. mín MARK!
Kyle McLagan (Fram)
Stoðsending: Haraldur Einar Ásgrímsson
Fram tvöfaldar Haraldur Einar með boltann fyrir markið og það missa tveir af boltanum áður en hann endar á fjærstöng þar sem Kyle McLagan er mættur og neglir honum fast niðri á nærstöng.
33. mín
Hrannar Snær með tilraun sem fer í liggjandi Arnór Gauta og framhjá. Hefði verið skemmtilegt mark ef þeir hefðu náð að stýra þessu á markið.
Sýndist reyndar flaggið fara á loft svo það hefði líklega ekki talið.
31. mín
Hornspyrna beint af æfingarsvæðinu hjá Aftureldingu en Viktor Freyr ver virkilega vel frá Aroni Jóhannssyni.
Klafs í teignum eftir þessa vörslu þar sem Arnór Gauti fellur við en Helgi Mikael gefur strax merki um ekkert og Afturelding fær annað horn.

Það verður hinsvegar ekkert úr því horni en þetta var flottur kafli hjá Aftureldingu.
Er kominn tími á pizzu? Nú er stutt í hálfleik og fullkominn tími til að panta pizzu til að njóta með seinni hálfleiknum! Kíktu á Dominos.is
30. mín
Fram ráðið lögum og lofum hérna þar sem af er leiks.
28. mín
Leikurinn farinn af stað aftur og Jökull staðinn á fætur svo þetta hefur vonandi sloppið til.
27. mín
Vuk Oskar með gott skot sem Jökull ver stórkostlega og flaggið fer svo á loft. Magnús verið fyrir innan og fyrir Jökli sennilega.

Jökull liggur eftir þessa vörslu sem eru ekki góðar fréttir fyrir gestina. Vonandi ekki eitthvað alvarlegt.
24. mín
Arnór Gauti í dauðafæri og Viktor Freyr ver frábærlega en flaggið fór á loft svo það hefði ekki talið.
22. mín Gult spjald: Kennie Chopart (Fram)
Brotlegur í baráttu við Hrannar Snær.
20. mín MARK!
Kennie Chopart (Fram)
Stoðsending: Vuk Oskar Dimitrijevic
Fram með flott spil og Vuk Oskar lyftir boltanum fyrir markið út við endalínu og Kennie er mættur inn í teig til að stanga boltann í netið.

Fram leiðir!
19. mín
Elmar Kári kemur sér í skotfæri en Kyle McLagan nær að koma sér fyrir.
18. mín
Fínasta fyrirgjöf fyrir markið og Hrannar Snær stekkur upp í skalla en fer af varnarmanni og afturfyrir.
11. mín
Haraldur Einar fær óvænt frábær skotfæri eftir að varnarmenn Aftureldingar renna þegar hann er að nálgast teigin eftir horn en skotið frá Haraldi yfir markið.
6. mín
Kyle McLagan stangar inn frábæra fyrirgjöf frá Fred en flaggið á loft svo það telur ekki.
3. mín
Aron Elí með tilraun af smá færi en Viktor Freyr slær það yfir.
1. mín
Varsla! Boltinn fellur fyrir fætur Magnúsar Þórðarsonar í teig Aftureldingar og hann á bara eftir að koma boltanum framhjá Jökli í markinu en það er hægara sagt en gert!

Þvílík varsla strax á upphafsmínútu leiksins!
1. mín
Leikur hafinn
Magnús Þórðarson sparkar þessu af stað fyrir Fram.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár Byrjunarliðin eru klár og má sjá hér til hliðana.

Rúnar Kristinsson gerir tvær breytingar á sínu liði frá tapinu gegn ÍBV í síðustu umferð. Inn koma Fred og Magnús Þórðarson fyrir þá Þorra Stefán Þorbjörnsson og Guðmund Magnússon.
Magnús Már Einarsson gerir þá engar breytingar á sínu liði frá sögulegum sigri gegn Víkingum í síðustu umferð.

Fyrir leik
Spámaður umferðarinnar Magnús Þórir Matthíasson, lýsandi og fyrrum fótboltamaður, spáir í 4. umferð Bestu deildarinnar. Hann er ekki maður sem spáir jafnteflum.

Fram 2-0 Afturelding
Leikurinn þar sem tveir pólar mætast en gamli skólinn vs nútíminn. Mosóbrósarnir eiga það til að fljúga hátt og liggja svo kylliflatir stuttu seinna t.d. Guðmundur og Guðbjörn Pálssynir hafa gert það oft í gegnum tíðina og það mun verða raunin í dal draumanna á köldu mánudagskvöldi. Magnús Már og hans menn munu ekki ráða við reiða Framara sem fengu skell á móti ÍBV 3-1 tap niðurstaðan og innanbúðar vesen á Ólafi Íshólm sem var hluti af 5-6 manna fyrirliðateymi Rúnars. Fram munu þjappa sér vel saman og lemja á reynslulitlu liði Aftureldingar sem verða undir í baráttunni og lokatölur öruggur 2-0 sigur Framara en Fred mun skora úr vítaspyrnu og Grindvíkingurinn geðveiki Sigurjón Rúnarsson mun gera hitt markið af harðfylgi eftir hornspyrnu.

Mynd: Njarðvík
Fyrir leik
Dómarateymið Helgi Mikael Jónasson heldur utan um flautuna hér í kvöld og honum til aðstoðar verða Egill Guðvarður Guðlaugsson og Kristján Már Ólafs.
Fjórði dómari er Þórður Þorsteinn Þórðarson og eftirlitsmaður KSÍ er Hjalti Þór Halldórsson.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Fram Fram eru með þrjú stig eftir þrjá leiki. Eftur tap gegn ÍA í fyrstu umferð fylgdi frábær sigur gegn Breiðablik í annari umferð. Fram náði þó ekki að fylgja þeim sigri eftir gegn ÍBV í Vestmannaeyjum í síðustu umferð þar sem þeir lutu í lægra hald 3-1.

Kennie Chopart og Guðmundur Magnússon hafa báðir skorað tvö mörk hvor í upphafi móts og verður áhugavert að sjá hvort þeir nái að bæta við það í kvöld.

Fyrir leik
Afturelding Afturelding eru með fjögur stig eftir þrjár umferðir. Sögulegur sigur hjá þeim í síðustu umferð gegn Víkingum en það var fyrsti sigur þeirra í efstu deild. Hrannar Snær Magnússon skoraði eina mark leiksins og varð hann um leið fyrsti markaskorari Aftureldingar í efstu deild.

Afturelding vonast til þess að hamra járnið meðan það er heitt og mæta fullir sjálfstrausts til leiks.

Fyrir leik
Heil og sæl! Verið hjartanlega velkomin í þessa þráðbeinu textalýsingu frá Lambhagavellinum þar sem heimamenn í Fram taka á móti Afturelding í 4. umferð Bestu deild karla.

Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Byrjunarlið:
1. Jökull Andrésson (m) ('46)
3. Axel Óskar Andrésson
6. Aron Elí Sævarsson (f)
7. Aron Jóhannsson ('80)
10. Elmar Kári Enesson Cogic
11. Arnór Gauti Ragnarsson ('80)
16. Bjartur Bjarmi Barkarson
23. Sigurpáll Melberg Pálsson ('67)
25. Georg Bjarnason
30. Oliver Sigurjónsson ('80)
77. Hrannar Snær Magnússon
- Meðalaldur 27 ár

Varamenn:
12. Arnar Daði Jóhannesson (m) ('46)
2. Gunnar Bergmann Sigmarsson
4. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
8. Aron Jónsson ('67)
9. Andri Freyr Jónasson ('80)
19. Sævar Atli Hugason ('80)
21. Þórður Gunnar Hafþórsson ('80)
22. Rikharður Smári Gröndal
27. Enes Þór Enesson Cogic
- Meðalaldur 23 ár

Liðsstjórn:
Magnús Már Einarsson (Þ)
Baldvin Jón Hallgrímsson
Þorgeir Leó Gunnarsson
Heiðar Númi Hrafnsson
Enes Cogic
Gunnar Ingi Garðarsson
Garðar Guðnason
Þórður Ingason

Gul spjöld:
Sigurpáll Melberg Pálsson ('47)
Axel Óskar Andrésson ('53)

Rauð spjöld: