
Það er við hæfi að óska stuðningsmönnum Liverpool innilega til hamingju með Englandsmeistaratitilinn. Hér er slúðurpakki dagsins, í boði Powerade.
Newcastle United, Manchester United, Tottenham, West Ham, Chelsea og Liverpool hafa öll áhuga á að fá kanadíska framherjann Jonathan David (25) þegar samningur hans við Lille rennur út í sumar. Marseille vonast til að sannfæra leikmanninn um að vera áfram í Frakklandi. (RMC Sport)
Manchester City mun væntanlega reyna að fá Andrea Cambiaso (25), bakvörð Ítalíu og Juventus. Ítalska félagið beinir sjónum sínum að portúgalska varnarmanninum Nuno Tavares (25) hjá Arsenal. Hann er hjá Lazio á láni. (Sun)
Atletico Madrid hefur gert argentínska varnarmanninn Cristian Romero (27) hjá Tottenham að einu af helstu skotmörkum sínum í sumar. (Marca)
Manchester United hefur boðið framherjanum Matheus Cunha (25) hjá Wolves fimm ára samning og vonast til að Brasilíumaðurinn velji að fara til Old Trafford. (Teamtalk)
Chelsea er að reyna að tryggja sér Kenan Yildiz (19), framherja Juventus, en gæti fengið samkeppni frá Arsenal, Liverpool, Manchester United og Manchester City um tyrkneska landsliðsmanninn. (Caught Offside)
Manchester United hefur enn áhuga á að fá franska framherjann Jean-Philippe Mateta (27) frá Crystal Palace ef félagið tekst ekki að vinna baráttuna um enska framherjann Liam Delap (22) hjá Ipswich Town. (GiveMesport)
Newcastle United er að vinna að því að reyna að fá Suður-kóreska varnarmanninn Kim Min-jae (28) frá Bayern München í sumar. (Football Insider)
Newcastle hyggst styrkja varnarlínu sína og er einnig með Ousmane Diomande (21) hjá Sporting, Malick Thiaw (23) hjá AC Milan og Jan Paul van Hecke (24) hjá Brighton á blaði. (GiveMeSport)
Athugasemdir