Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
HK
1
2
Breiðablik
0-1 Árni Vilhjálmsson '65
Hörður Magnússon '74 1-1
1-2 Jordan Leonard Halsman '80
26.05.2014  -  19:15
Kórinn
Borgunarbikar karla
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
4. Leifur Andri Leifsson (f) ('72)
9. Davíð Magnússon
11. Axel Kári Vignisson
13. Jón Gunnar Eysteinsson
14. Viktor Örn Margeirsson
18. Guðmundur Atli Steinþórsson
19. Viktor Unnar Illugason ('86)
20. Hörður Magnússon
20. Árni Arnarson
21. Andri Geir Alexandersson

Varamenn:
12. Stefán Ari Björnsson (m)
3. Axel Lárusson ('86)
3. Ólafur Valdimar Júlíusson
5. Alexander Lúðvíksson
6. Birgir Magnússon ('72)
16. Steindór Snær Ólason
23. Elmar Bragi Einarsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Davíð Magnússon ('89)
Andri Geir Alexandersson ('66)
Beitir Ólafsson ('52)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Komið sæl öllsömul. 32-liða úrslitin í Borgunarbikar karla hefjast í kvöld með Kópavogsslag, HK og Breiðabliks.

Leikurinn fer fram á heimavelli HK, innandyra í Kórnum. Því ætti aðstæður að vera eins og best er á kosið. Fínn hiti, logn og gervigrasið þurrt.
Fyrir leik
Þetta er annað árið í röð sem HK og Breiðablik mætast í bikarnum. Í fyrra unnu Blikar 4-0 sigur á Kópavogsvelli, með mörkum frá Sverri Inga Ingasyni, Nichlas Rohde, Árna Vilhjálmssyni og Ellerti Hreinssyni.
Fyrir leik
Byrjunarlið HK er klárt en við bíðum enn eftir skýrslu frá Blikum.
Fyrir leik
Það er ljóst að tveir fyrrum Blikar eru í byrjunarliði HK, þeir Viktor Unnar Illugason og Viktor Örn Margeirsson.
Fyrir leik
Skýrsla Blika hefur skilað sér. Hinn tvítugi Höskuldur Gunnlaugsson fær tækifæri í Blikaliðinu en hann hefur ekkert komið við sögu í Pepsi-deildinni. Arnór Sveinn Aðalsteinsson er á bekknum en hann er að stíga upp úr meiðslum. Finnur Orri Margeirsson er að fara að keppa gegn bróður sínum, Viktori Erni Margeirssyni, sem er á láni hjá HK frá Blikum.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Eiga HK-ingar möguleika gegn Blikum í kvöld?

Beitir Ólafsson, markvörður HK:
Að sjálfsögðu, það er alltaf möguleiki. Við förum afslappaðir inn í þennan leik og óttumst ekkert. Það er líklegt að við munum leggja áherslu á að vera þéttir varnarlega.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Blika:
HK-ingar hafa verið mjög öflugir í upphafi tímabils. Ég fór á leik með þeim um daginn og þeir eru skipulagðir og gera vel það sem þeir gera. Þeir eru búnir að liggja til baka og verja sín svæði og hafa gert það vel. Manni finnst ekki ólíklegt að þeir muni pakka í vörn í leiknum í kvöld. Varnarleikurinn hefur skilað þeim stigum í upphafi móts og ég sé ekki af hverju þeir ættu að breyta út af því.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Bæði lið hita vel upp fyrir átökin sem framundan eru. Ennþá 20 mínútur í leik og fólk er að týnast inn hvað úr hverju. Nóg af krökkum að minnsta kosti.
Fyrir leik
Guðjón Pétur Lýðsson miðjumaður Blika er í byrjunarliðinu í dag. Hann hefur verið gagnrýndur fyrir spilamennskuna í sumar og fengið fá tækifæri. Hann tryggði Blikum þó jafntefli í síðustu umferð, með marki úr víti á 90.mínútu gegn Fram.
Fyrir leik
Hinn tvítugi Höskuldur Gunnlaugsson fær tækifæri í Blikaliðinu en hann hefur ekkert komið við sögu í Pepsi-deildinni. Arnór Sveinn Aðalsteinsson er á bekknum en hann er að stíga upp úr meiðslum. Finnur Orri Margeirsson er að fara að keppa gegn bróður sínum, Viktori Erni Margeirssyni, sem er á láni hjá HK frá Blikum.
Styrmir Sigurðsson, starfsmaður RunningBall
Kórinn grænn sem aldrei fyrr en samt líður mér eins og ég sé á leik í fótbolta.net mótinu. Þetta innanhúss dæmi venst illa
Fyrir leik
10 mínútur í leik. Endilega verið virk á Twitter og ég reyni að lauma inn ykkar færslum sem eru tengdar leiknum. @arnardadi eða #fotbolti.

Það má nú alveg hafa gaman...
Fyrir leik
Meðalaldur áhorfenda hér í Kórnum er ekki mikið hærri en 10 ára.

* Ég er ekki þekktur fyrir að vera sterkur í stærðfræði svo ekki taka þessu bókstaflega.
Fyrir leik
Völlurinn lítur vel út, sýnist eins og eitthvað hefur verið unnið í honum dag, jafnað út gúmmí-ið svo völlurinn er sléttur eins og ný soðið súkkulaði í pottinum.
Fyrir leik
Leikmenn liðanna ganga inn á völlinn, og áhorfhendur taka vel á móti þeim. Það mættu alveg vera fleiri áhorfendur hér í Kórnum.
Fyrir leik
HK minnist Ómars Jónassonar sem lést fyrr í þessum mánuði, 61 árs að aldri, en hann starfaði mikið fyrir félagið á fyrstu árunum eftir að knattspyrnudeild HK var stofnuð árið 1992.
1. mín
Leikurinn er hafinn...
4. mín
Guðjón Pétur með aukaspyrnu við hornfánann en Davíð Magnússon skallar frá.
6. mín
Beitir Ólafsson ver af stuttu færi frá Olgeiri Sigurgeirssyni eftir fyrirgjöf á nærstöngina frá Höskuldi Gunnlaugssyni.
7. mín
Höskuldur aftur með fyrirgjöf frá hægri sem Elfar Árni skallar yfir. Höskuldur gerði vel og plataði þrjá HK-inga með einu bragði. Vel gert.
10. mín
Frábær sending innfyrir vörn Blika frá Leif Andra og Guðmundur Atli var við það að sleppa einn í gegn en á síðustu stundu hreinsaði Elfar Freyr Helgason í horn. Þarna voru HK-ingar líklegir!
11. mín
HK-ingar fá aðra hornspyrnu, Finnur Orri var á nærstönginni og hreinsaði aftur í horn. Ekkert kom úr seinna horninu hjá HK.
12. mín
Bræðurnir, Viktor Örn og Finnur Orri lentu í samstuði en leikurinn hélt áfram.
14. mín
HK með flotta sókn eftir gott uppspil þeirra Axel Kára og Guðmundar Atla sem endar með skoti frá Viktori Unnari fyrir utan teig sem Gunnleifur varði.
16. mín
Til hliðar eru byrjunarlið liðanna, hinsvegar eru 12 Blikar skráðir en vissulega eru þeir bara 11. Páll Olgeir er ekki í byrjunarliðinu.
18. mín
Daaaaauðafæri! Já, heimamenn eru sterkari aðilinn þessar mínútur og Hörður Magnússon var rétt í þessu að klúðra dauðafæri, einn gegn Gunnleifi eftir frábært samspil HK-inga. Gunnleifur gerði vel og varði með fótunum og boltinn í horn.
19. mín
Það er greinilega mikið sjálfstraust í herbúðum HK-inga eftir flotta byrjun í 1.deildinni. Þeir eru að sýna flotta spilamennsku hingað til.

Blikarnir hafa þó einnig sýnt fína spilkafla.
22. mín
Árni Vilhjálmsson skorar með skalla eftir fyrirgjöf frá Höskuldi. Árni hinsvegar dæmdur brotlegur, bakhrinding segir Vilhjálmur Alvar dómari og enginn mótmælir því.
24. mín
Breiðablik sækja mikið upp hægra megin, með hinn unga Höskuld í bakverðinum.
24. mín
Athyglisvert að Breiðablik sækja á ansi mörgum mönnum þegar þeir eru með boltann. Það getur boðið hættunni heim með skyndisóknum frá HK.
25. mín
Váááá!!!!! Sláarskot frá markteigslínunni. Elfar Freyr ætlaði gjörsamlega að gera gat á marknetið með skoti sínu, en boltinn small í þverslánni. Þarna áttu Breiðablik nokkrar tilraunir en inn vildi boltinn ekki. Allt kom þetta uppúr hornspyrnu sem var tekinn stutt og sent á Guðjón Pétur sem var fyrir framan vítateigslínuna.
28. mín
Gestirnir hættulegri þessar mínúturnar, Finnur Orri átti skot í varnarmann og Tómas Óli fékk boltann á svipuðum stað, fyrir utan vítateigslínuna. Hann lét vaða á markið en Beitir í marki HK varði nokkuð auðveldlega.
30. mín
Það er flott mæting í Kórinn í kvöld. Enn nokkur sæti laus fyrir áhugasama.
31. mín
"Vanda sendingarnar" heyrðist frá einni rétt húsmóður um fimmtugt líklega fædd og uppalinn í Digranesinu. - Sammála henni, um að gera að vanda allar sendingar.
36. mín
Rólegt yfir þessu svosem.
39. mín
Nóg að gera á báðum endum vallarins, á meðan Blikar sækja þá er Gunnleifur í markinu að kasta bolta upp í stúku sem einhver krakki hafi "misst" inn á völlinn.
42. mín
Inn:Stefán Gíslason (Breiðablik) Út:Damir Muminovic (Breiðablik)
45. mín
Davíð Magnússon með skalla eftir hornspyrnu en beint á Gunnleif í markinu.
45. mín
Nauðvörn hjá Blikum. Hörður Magnússon með tvær skottilraunir en Elfar Freyr stendur fyrir í bæði skiptin og að lokum fer boltinn aftur fyrir endalínuna og HK fá horn.
45. mín
Hálfleikur. Vilhjálmur Alvar flautar til hálfleiks, markalaust í afar fjörugum fyrri hálfleik. Bæði lið hafa skapað sér fín marktækifæri og það er ekki að sjá á Blikum að þeir séu í deild fyrir neðan Breiðablik.
45. mín
Damir fór af velli í liði Breiðabliks á 42.mínútu. Ég er svona 98% viss að um meiðsli hafi verið að ræða, en það var þó ekkert sjáanlegt.
45. mín
Leikmenn liðanna eru komnir á gervigrasið og tilbúnir í næstu 45 mínútur, verða mínúturnar meira en það? Það kemur í ljós, en ljóst er að annað hvort liðið þarf að skora meira en hitt, til að leikurinn klárist og úrslit ráðist. Þetta er jú, bikarkeppni.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn!
48. mín
Elfar Árni fellur inn í vítateig HK eftir baráttu við Andra Geir Alexandersson en ekkert dæmt. Hefði verið strangur dómur en Andri Geir rétt "touch-aði" hann.
50. mín
Beitir greip pot frá Elfari Árna eftir fyrirgjöf frá Jordan Halsman. Eftir laglegt þríhyrningaspil Jordans og Árna inn í teig.
52. mín Gult spjald: Beitir Ólafsson (HK)
Fyrir kjaftbrúk.
55. mín
Breiðablik að taka völdin í leiknum, og hafa verið með boltann á vallarhelmingi HK nær allan seinni hálfleikinn.

Árni Vilhjálmsson var rétt í þessu með skot yfir mark HK, engin hætta.
58. mín
HK á aukaspyrna á stórhættulegum stað! Beitir Ólafsson með langt útspark og Elfar Freyr brýtur á Guðmundi Atla við vítateigslínuna!
59. mín
Úff.. þarna hefði Leifur Andri átt að gera betur, að minnsta kosti láta reyna á Gunnleif í markinu. Skot Leifs Andra yfir markið.
61. mín
HK-ingar eru mættir til leiks í seinni hálfleik! Hörður Magnússon með skot rétt yfir markið, rétt fyrir utan vítateiginn. Það var enginn sem mætti Herði og því um frítt skot að ræða.
65. mín MARK!
Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Stoðsending: Olgeir Sigurgeirsson
Þarna kom það, fyrsta mark leiksins, Olgeir gaf á Árna sem sneri af sér varnarmann HK inn í teig og lét vaða.
66. mín Gult spjald: Andri Geir Alexandersson (HK)
68. mín
Guðmundur Atli í dauðafæri! Já, dauðafærin hafa verið HK-inga en Gunnleifur gerði vel og kom út á móti og varði skot Guðmundar. Þarna sá maður jöfnunarmarkið fyrir sér.
69. mín
Hörður Magnússon með hörkuskot sem Gunnleifur ver en missir boltann frá sér, HK-ingar halda áfram að ógna að marki Blika, Viktor Unnar virðist vera að sleppa í gegn en fellur við, ekkert dæmt. HK-ingar ekki sáttir!
70. mín
Tómas Óli við það að sleppa í gegn, skýtur í skrefinu, beint á Beitir. Þarna hefði Tómas Óli getað gert útum leikinn. Opinn og fjörugur leikur!
72. mín
Inn:Birgir Magnússon (HK) Út:Leifur Andri Leifsson (HK)
Þorvaldur fjölgar í framlínunni.
74. mín MARK!
Hörður Magnússon (HK)
Stoðsending: Guðmundur Atli Steinþórsson
Já.. þetta gátu HK-ingar! Þeir jafna hér metin og það tryllist allt hér í Kórnum!

Frábær sókn HK-inga sem mætti henda í einn DVD-disk og sýna þetta hægt. Þetta byrjaði allt með því að Viktor Unnar sem er kominn á vinstri kantinn, lék sér með boltann, tók léttan sprett inn miðjuna, gaf á Guðmund Atla sem framlengdi boltanum á Birgi Magnússon, Guðmundur fékk boltann aftur fór upp að endurlínunni, gaf frábæran bolta fyrir markið og þar kom Hörður Magnússon á ferðinni og skoraði í markið!
77. mín
HK-ingar nærri því að komast yfir! Guðmundur Atli kominn einn í gegn, en Gunnleifur sá við honum og varði frábærlega! Fín tilraun frá Guðmundi engu að síður.
80. mín MARK!
Jordan Leonard Halsman (Breiðablik)
Stoðsending: Árni Vilhjálmsson
Gegn gangi leiksins komast Blikar yfir. Árni Vilhjálmsson lagði boltann út í teiginn á Jordan sem skaut hnitmiðuðu skoti í fyrsta í fjærhornið og Beitir náði ekki til boltans.
82. mín Gult spjald: Jordan Leonard Halsman (Breiðablik)
83. mín
Inn:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
86. mín
Inn:Axel Lárusson (HK) Út:Viktor Unnar Illugason (HK)
87. mín
Inn:Guðmundur Friðriksson (Breiðablik) Út:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
89. mín Gult spjald: Davíð Magnússon (HK)
90. mín
Blikar bjarga á línu eftir skalla frá Andra Geir!
91. mín
HK reyna hvað þeir geta, nú rétt í þessu áttu þeir skot í hliðarnetið.
93. mín
Breiðablik er að sigla þessu heim, eiga núna hornspyrnu.
Leik lokið!
Breiðablik eru komnir áfram í 16-liða úrslitin eftir 2-1 sigur á HK. Fjörugur og skemmtilegur leikur hér í Kórnum. Blikarnir geta þakkað Gunnleifi Gunnleifssyni fyrir það að ekki fór verr, því hann varði nokkrum sinnum einn á móti sóknarmönnum HK.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
Olgeir Sigurgeirsson
4. Damir Muminovic ('42)
5. Elfar Freyr Helgason
6. Jordan Leonard Halsman
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('83)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Árni Vilhjálmsson ('87)
18. Finnur Orri Margeirsson
26. Páll Olgeir Þorsteinsson
27. Tómas Óli Garðarsson
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
2. Gísli Páll Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('83)
7. Stefán Gíslason ('42)
17. Elvar Páll Sigurðsson
21. Guðmundur Friðriksson ('87)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Jordan Leonard Halsman ('82)

Rauð spjöld: