Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Valur
1
2
Breiðablik
0-1 Elfar Árni Aðalsteinsson '17
0-2 Elfar Árni Aðalsteinsson '21
Kolbeinn Kárason '30 1-2
14.07.2014  -  19:15
Vodafonevöllurinn
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Fínar
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1056
Maður leiksins: Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
3. Iain James Williamson ('69)
8. Kristinn Ingi Halldórsson
13. Arnar Sveinn Geirsson ('81)
21. Bjarni Ólafur Eiríksson

Varamenn:
Ásgeir Þór Magnússon (m)
9. Patrick Pedersen
10. Kristinn Freyr Sigurðsson ('58)
11. Sigurður Egill Lárusson ('69)
14. Gunnar Gunnarsson
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Kristinn Freyr Sigurðsson ('90)
Halldór Hermann Jónsson ('23)

Rauð spjöld:
Fyrir leik
Hér verður bein textalýsing frá leik Vals og Breiðabliks í 11. umferð Pepsi-deildarinnar.

Valur er fyrir leikinn í 6. sæti deildarinnar með 15 stig en Breiðablik er með níu stig í 9. sætinu.
Fyrir leik
Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Breiðabliks, fagnar 39 ára afmæli sínu í dag.
Endilega verið með okkur í gegnum Twitter með því að nota kassamerkið #fotboltinet
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Valur hefur ekki spilað deildarleik síðan þeir töpuðu gegn FH 27. júní síðastliðinn. Magnús Gylfason þjálfari þeirra gerir fjórar breytingar á liði sínu frá þeim leik. Fyrirliðinn Haukur Páll Sigurðsson er í leikbanni og þeir Sigurður Egill Lárusson, Kristinn Freyr Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson setjast á bekkinn.

Í þeirra stað koma inn í liðið Indriði Áki Þorláksson, Matarr Jobe, Kolbeinn Kárason, Arnar Sveinn Geirsson.

Breiðablik spilaði síðasta á heimavelli gegn Þór og náði þar í sinn fyrsta sigur í sumar, 3-2. Guðmundur Benediktsson þjálfari liðsins gerir eina breytingu hja sér, Höskuldur Gunnlaugsson kemur inn fyrir Olgeir Sigurgeirsson
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þar sem félagaskiptaglugginn opnar ekki fyrr en á miðnætti getur Valur ekki teflt fram þeim Daða Bergssyni og Billy Berntsson sem gengu til liðs við félagi á dögunum. Þá greindi Vísir frá því í dag að Úgandamaðurinn Tonny Mawejje sé á leið í raðir félagsins.
Hafliði Breiðfjörð
Fyrir leik
Þóroddur Hjaltalín er dómari leiksins í kvöld og þeir Frosti Viðar Gunnarsson og Oddur Helgi Guðmundsson. Hinn gamlareyndi Eyjólfur Ólafsson er eftirlitsmaður KSÍ á leiknum og fylgist með að allt fari fram eftir settum reglum.
Hafliði Breiðfjörð
1. mín
Leikurinn er hafinn. Breiðablik byrjar með boltann og spilar í átt að Öskjuhlíðinni.
Hafliði Breiðfjörð
4. mín
Árni Vilhjálms skaut yfir markið með bakfallsspyrnu en Elfar Árni hafði flikkað innkast Höskulds aftur fyrir sig og fyrir Árna.
Hafliði Breiðfjörð
7. mín
Matarr Jobe skallar yfir mark Blika eftir hornspyrnu Magga Lú.
Hafliði Breiðfjörð
8. mín
Valsmenn töpuðu boltanum af kæruleysi og Höskuldur hirti hann og þrumaði á markið fyrir utan teig en framhjá.
Hafliði Breiðfjörð
9. mín
Það er hörkufjör í þessum leik, Elvar Páll með gott skot núna sem Fjalar rétt náði að blaka í horn.
Hafliði Breiðfjörð
11. mín
Svona er liðunum stillt upp á vellinum í dag.

Valur
Fjalar
Maggi Lú - Matarr - Mads - Bjarni Ólafur
Halldór Hermann - Iain Williamson
Indriði Áki
Arnar Sveinn - Kolbeinn - Kristinn Ingi

Breiðablik
Gunnleifur
Gísli Páll - Elfar - Finnur Orri - Arnór Sveinn
Andri Rafn - Guðjón Lýðs
Elfar Árni
Höskuldur - Árni Vilhjálms - Elvar Páll
Hafliði Breiðfjörð
15. mín
Halldór Hermann sendi boltann inn í teiginn á kollinn á Kolbeini sem skallaði vel framhjá.
Hafliði Breiðfjörð
17. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Árni Vilhjálmsson
Frábært mark hjá Blikum. Árni var vinstra megin í teignum þegar hann hirti frákast eftir skot Guðjóns, sendi inn í teiginn á Elfar Árna sem skoraði með glæsilegri hælspyrnu framhjá Fjalari í markinu.
Hafliði Breiðfjörð
21. mín MARK!
Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Árni Vilhjálmsson
Þvílíkur klaufagangur. Mads Nielsen sparkaði boltanum í fætur Árna Vilhjálms sem þakkaði fyrir sig, fór frambjá honum og lék inn í teiginn þar sem hann sendi á Elfar Árna sem var einn á auðum sjá og renndi boltanum í markið.
Hafliði Breiðfjörð
23. mín Gult spjald: Halldór Hermann Jónsson (Valur)
25. mín
Gunnleifur með langt útspark á Árna Vilhjálmsson sem nær skoti að marki en Fjalar ver auðveldlega.
30. mín MARK!
Kolbeinn Kárason (Valur)
Stoðsending: Arnar Sveinn Geirsson
Valsarar minnka muninn upp úr engu. Arnar Sveinn Geirsson á fyrirgjöf sem skoppar rétt fyrir framan Gunnleif. Gunnleifur slær boltann út í teiginn þar sem Kolbeinn skorar. Við erum með leik!

42. mín
Gunnleifur missir boltann utarlega í teignum eftir háa fyrirgjöf. Valsmenn reyina að koma skoti á marki og Kolbeinn Kárason á til að mynda tvær tilraunir sem varnarmenn Blika komast fyrir. Þarna munaði litlu.
43. mín
Miklu meira líf yfir Valsmönnum núna. Iain Williamson með skot úr vítateigsboganum sem fer beint á Gunnleif.
45. mín
Elfar Árni fær höfuðhögg og það blæðir í kjölfarið. Hann fer út af til að fá aðhlynningu. Spurning hvort hann haldi áfram í síðari hálfleik.
45. mín
Hálfleikur - Tvö mörk Elfars Árna skilja liðin að í leikhléi. Valsmenn stjórnuðu ferðinni síðari hlutann af fyrri hálfleik og uppskáru eitt mark. Ná þeir að jafna í þeim síðari?
46. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
Blikar taka enga sénsa með Elfar Árna eftir höfuðhöggið í lok fyrri hálfleiks, minnugir höfuðhöggsins sem hann fékk gegn KR í fyrra.

Fínt dagsverk hjá Húsvíkingnum samt sem áður. Tvö mörk.
50. mín
Skemmtileg aukaspyrnuflétta Blika endar á skoti frá Árna Vill en það fer í samherja.
51. mín
Fyrirgjöf frá Arnóri Sveini og Olgeir rétt missir af boltanum. Blikar betri í upphafi síðari hálfleiks.
54. mín
Fjalar Þorgeirsson með slaka spyrnu frá marki Vals sem fer beint á Höskul Gunnlaugsson. Höskuldur keyrir inn í teiginn og kemst í ágætis færi en Fjalar bætir upp fyrir sparkið með því að verja.
58. mín
Inn:Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) Út:Indriði Áki Þorláksson (Valur)
68. mín
Inn:Ellert Hreinsson (Breiðablik) Út:Elvar Páll Sigurðsson (Breiðablik)
69. mín
Gummi Ben sýnir takta á hliðarlínunni þegar boltinn fer úr leik. Gummi skallar boltann á Gísla Pál Helgason svo hann geti tekið innkastið og uppsker lófaklapp í kjölfarið.
69. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Iain James Williamson (Valur)
74. mín
Ekkert að gerast innan vallar. Eins og í gamla daga leitar boltann hins vegar til Gumma Ben sem á ekki alveg jafn góð tilþrif núna og áðan.
75. mín
Má kannski segja frá því að Maggi Lú og Matarr ,,Nesta" Jobe hafa skipt um stöðu. Maggi er farinn í hjarta varnarinnar og Nesta er í bakverðinum.
78. mín
Guðjón Pétur Lýðsson fær fínt skotfæri á vítateigslínu. Guðjón Pétur ætlar að setja alltof mikinn kraft í skotið og gleymir að stilla miðið. Niðurstaðan er sú að boltinn fer langt framhjá markinu.
81. mín
Inn:Ragnar Þór Gunnarsson (Valur) Út:Arnar Sveinn Geirsson (Valur)
84. mín
Valsmenn að sækja í sig veðrið. Ná þeir jöfnunarmarki?
84. mín
Bjarni Ólafur Eiríksson með skot úr vítateigsboganum sem Gunnleifur ver í horn.
86. mín
Inn:Jordan Leonard Halsman (Breiðablik) Út:Árni Vilhjálmsson (Breiðablik)
Bakvörður inn fyrir framherja. Jordan Halsman fer reyndar á vinstri kantinn og Ellert fram.
86. mín
Ragnar Þór Gunnarsson með skot í hliðarnetið úr þröngu færi.
88. mín
Guðjón Pétur Lýðsson með aukaspyrnu í hliðarnetið.
89. mín
Dauðafæri hjá Valsmönnum! Eftir aukaspyrnu Magga Lú er Kolbeinn einn og óvaldaður á fjærstönginni en afmælisbarnið Gunnleifur ver skot hans vel. Boltinn fer út í teiginn þar sem Bjarni Ólafur er í dauðafæri en skot hans fer yfir markið.
90. mín Gult spjald: Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur)
Leik lokið!
Annar sigur Blika í röð eftir engan sigur í fyrstu níu leikjunum. Nánari umfjöllun og viðtöl innan tíðar.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
2. Gísli Páll Helgason
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('46)
10. Árni Vilhjálmsson ('86)
17. Elvar Páll Sigurðsson ('68)
18. Finnur Orri Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
6. Jordan Leonard Halsman ('86)
16. Ernir Bjarnason
21. Guðmundur Friðriksson
22. Ellert Hreinsson ('68)
26. Páll Olgeir Þorsteinsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: