Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Stjarnan
2
2
Breiðablik
Ólafur Karl Finsen '44 , víti 1-0
1-1 Guðjón Pétur Lýðsson '49
1-2 Damir Muminovic '52
Veigar Páll Gunnarsson '83 2-2
Martin Rauschenberg '87
24.08.2014  -  19:15
Samsung völlurinn
Pepsi-deild karla 2014
Aðstæður: Haustlegt og smá vindur á annað markið
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Maður leiksins: .
Byrjunarlið:
4. Jóhann Laxdal ('11)
6. Þorri Geir Rúnarsson
7. Atli Jóhannsson ('46)
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Hörður Árnason
17. Ólafur Karl Finsen ('45)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson ('46)
20. Atli Freyr Ottesen Pálsson
21. Snorri Páll Blöndal
27. Garðar Jóhannsson

Liðsstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Martin Rauschenberg ('87)
Fyrir leik
Halló Garðabær! Framundan er leikur Stjörnunnar og Breiðabliks í Pepsi-deildinni. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og er seinni en aðrir leikir dagsins þar sem flóðljós eru við völlinn.
Fyrir leik
Baldvin Sturluson má ekki leika með Blikum í kvöld en hann er hjá félaginu á lánssamningi frá Stjörnunni.
Fyrir leik
Dómarar leiksins eru búnir að taka göngutúr um völlinn og skoða aðstæður. Rauði baróninn, Garðar Örn Hinriksson, er með flautuna og aðstoðardómarar eru þeir Andri Vigfússon og Áskell Þór Gíslason.
Fyrir leik
Blikar hafa verið að klifra upp töfluna eftir slæma byrjun og eru í sjötta sæti með aðeins þrjá sigurleiki! Stjarnan og FH eru jöfn að stigum á toppi deildarinnar en FH á leik á morgun svo Garðabæjarliðið getur verið eitt í toppsætinu í sólarhring ef vel fer hjá þeim í kvöld.
Fyrir leik
Það má búast við hörkuleik en jafntefli var niðurstaðan þegar þessi lið áttust við í fyrri umferðinni. Stjörnumenn taka þennan leik mitt á milli viðureigna sinna gegn ítalska stórliðinu Inter í Evrópudeildinni en hingað til hafa þeir náð að halda einbeitingu í deildinni þrátt fyrir Evrópuævintýrið.
Fyrir leik
Heyrst hefur að Haukur vallarþulur sé á Justin Timberlake tónleikunum og því spennandi að sjá hver verði með hljóðnemann í kvöld.
Fyrir leik
Veigar Páll Gunnarsson og Garðar Jóhannsson eru báðir á bekknum hjá Stjörnunni en liðin má sjá til hliðar.
Fyrir leik
Haukur vallarþulur er mættur! Hann fékk ekki að fara á Justin og neitar að spila tónlist hans í dag. En ánægjulegt að hafa Hauk með okkur í kvöld.
Fyrir leik
Páló, stuðningsmaður Stjörnunnar númer eitt, er löngu mættur. Vélbyssukjafturinn Guðmundur Marinó Ingvarsson á Vísi er mættur með sjeik. Guð hjálpi þeim leikmönnum sem eiga ekki góðan leik í kvöld. Þeir ættu að forðast það að lesa Vísi.
Fyrir leik
Jæja þá er komið að spánni góðu.

Haukur vallarþulur:
3-1. Rolf Toft setur tvö og Þorri Geir Rúnarsson eitt með þrumuskoti af löngu færi.

Guðmundur Marinó, Vísi:
Ég spái Inter-þynnku hjá Stjörnunni og öruggum 3-1 sigri Blika.

Ásgeir Erlendsson, Stöð 2:
Ég segi 2-2 jafntefli.
Fyrir leik
Liðin eru komin út á völlinn og eru að heilsast eins og gengur og gerist. Fyrirliðarnir Atli Jóhannsson og Finnur Orri Margeirsson virðast vel gíraðir.
1. mín
Leikurinn er hafinn - Stjörnumenn byrja með boltann og sækja í átt að Hafnarfirði.
4. mín
Ellert Hreinsson með fyrstu marktilraun leiksins, skallaði í slána og yfir. Stjörnumenn heppnir.
6. mín
Þorri Geir með skot af löngu færi en hátt yfir markið. Þokkalegt fjör í byrjun.
11. mín
Inn:Niclas Vemmelund (Stjarnan) Út:Jóhann Laxdal (Stjarnan)
Jóhann Laxdal fer meiddur af velli. Vonandi verður hann klár fyrir seinni leikinn gegn Inter.
14. mín
Pablo Punyed fellur innan teigs en fær ekki vítaspyrnu. Held að Garðar Örn Hinriksson hafi gert rétt þarna.
15. mín
Silfurskeiðin fremur fámenn í kvöld vegna tónleika Justin Timberlake.
17. mín
Langur bolti fram og Elfar Árni í baráttunni en á síðustu stundu náði Ingvar Jónsson að handsama knöttinn.
18. mín
Ólafur Karl Finsen við það að komast í dauðafæri en Blikar náðu á síðustu stundu að bjarga í horn. Ekkert kom út úr horninu.
27. mín
Rolf Toft dreginn niður í teignum og Garðar Örn bendir á punktinn og dæmir víti... aðstoðardómarinn hafði þó flaggað rangstöðu svo ekki var víti að þessu sinni.
31. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Elfar Árni Aðalsteinsson (Breiðablik)
39. mín
Vemmelund með skot eftir hornspyrnu sem bjargað var á línu. Guðjón Pétur Lýðsson var við stöngina og bjargaði.
41. mín
Stjörnumenn talsvert meira með boltann. Ekkert óvænt í því.
44. mín
VÍTI!!! Stjarnan fær víti! Atli Jóhannsson var að komast í hörkufæri en féll í teignum eftir viðskipti við Höskuld Gunnlaugsson.
44. mín Mark úr víti!
Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Stoðsending: Atli Jóhannsson
Gunnleifur var í boltanum en inn fór hann! Góð spyrna. Gunnleifur hefur fengið góða vítaæfingu þessa helgina en hann stóð milli stanganna í vítakeppni Fótbolta.net í gær.
45. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) Út:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan)
Ólafur Karl Finsen meiddur af velli. Þriðja skiptingin í fyrri hálfleik vegna meiðsla.
45. mín
Hálfleikur
46. mín
Inn:Heiðar Ægisson (Stjarnan) Út:Atli Jóhannsson (Stjarnan)
Þriðja skipting Stjörnunnar! Nú er bara bannað að meiðast.
48. mín Gult spjald: Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Leikaraskapur, Ellert féll með tilþrifum í teignum. Garðar lét ekki veiða sig í gildru þarna.
49. mín MARK!
Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
BLIKAR JAFNA!!! Beint úr aukaspyrnu. Þessi maður er rosalegur í föstum leikatriðum. Fallegt mark. Þessi steinlá.
51. mín
Garðar Örn Hinriksson dómari hefur átt frábæran dag. Verið afar góður. Vonandi heldur það áfram út leikinn.
52. mín MARK!
Damir Muminovic (Breiðablik)
Stoðsending: Arnór Sveinn Aðalsteinsson
ERU STJÖRNUMENN BÚNIR Á ÞVÍ!!!?? Damir skoraði í kjölfarið á aukaspyrnu af stutu færi! Arnór Sveinn Aðalsteinsson með sendinguna.
58. mín
Rolf Toft ógnandi þessar mínútur! Átti skot í hliðarnetið og svo stuttu seinna var hann nálægt því að ná til boltans eftir hættulega fyrirgjöf.
64. mín
Stjörnumenn í þungri sókn en öflugur varnarmúr hjá Breiðabliki.
70. mín
Stjörnumenn í leit að jöfnunarmarkinu en Blikarnir eru skipulagðir. Smá hiti í leiknum og Árni Vilhjálmsson og Daníel Laxdal voru að kýtast.
78. mín
Stjörnumenn reyna að skapa sér færi en það er ekki alveg að ganga upp.
82. mín
Heiðar Ægisson með hörkuskot rétt framhjá! Stjörnumönnum í stúkunni sýndist boltinn fara inn og fögnuðu... þegar þeir áttuðu sig á að þetta var ekki mark fögnuðu Blikar.
83. mín MARK!
Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan)
Stoðsending: Niclas Vemmelund
MAAAAARK!!! Fyrirgjöf frá hægri sem Veigar Páll Gunnarsson náði að skalla í netið! Þvílík spenna! Dekkningin klikkaði hjá Blikum.
86. mín Gult spjald: Andri Rafn Yeoman (Breiðablik)
87. mín Rautt spjald: Martin Rauschenberg (Stjarnan)
RAUÐI BARÓNINN LYFTIR UPP RAUÐA SPJALDINU! Árni Vilhjálmsson var að sleppa í gegn þegar Raschenberg braut á honum. Virtist hárréttur dómur.
90. mín
Við erum í uppbótartíma.
Leik lokið!
Jafntefli niðurstaðan. Seinni hálfleikurinn var gríðarlega fjörugur og skemmtilegur. Nóg í gangi.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('31)
10. Árni Vilhjálmsson
18. Finnur Orri Margeirsson
22. Ellert Hreinsson
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Arnór Bjarki Hafsteinsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson
7. Stefán Gíslason
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Elvar Páll Sigurðsson
19. Gunnlaugur Hlynur Birgisson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Andri Rafn Yeoman ('86)
Ellert Hreinsson ('48)

Rauð spjöld: