Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Breiðablik
1
0
KA
Ellert Hreinsson '6 1-0
23.04.2015  -  17:00
Kórinn
Lengjubikar karla - A deild Úrslit
Dómari: Garðar Örn Hinriksson
Maður leiksins: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('90)
8. Arnþór Ari Atlason ('65)
15. Davíð Kristján Ólafsson
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson ('85)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
24. Arnaldur Karl Einarsson (m)
Kári Ársælsson
9. Ismar Tandir ('85)
19. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
21. Guðmundur Friðriksson
45. Guðjón Pétur Lýðsson ('65)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('23)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
BREIÐABLIK DEILDABIKARMEISTARI Í ANNAÐ SINN Í SÖGU FÉLAGSINS! Viðtöl koma inn á síðuna á eftir. Þakka þeim sem fylgdust með, sjáumst í næsta stríði.
92. mín
Blikar sækja í uppbótartímanum.
90. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
89. mín
Dómnefnd Fótbolta.net hefur valið Kristinn Jónsson mann leiksins. Er að detta í uppótartíma.
88. mín
Blikar virðast vera að landa sínum öðrum titli á undirbúningstímabilinu... unnu Fótbolta.net mótið í vetur.
86. mín
Jóhann Helgason með fína skottilraun en framhjá.
85. mín
Inn:Ismar Tandir (Breiðablik) Út:Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Ellert skoraði eina markið til þessa. Annars ekkert rosalega áberandi.
83. mín
Inn:Ýmir Már Geirsson (KA) Út:Juraj Grizelj (KA)

77. mín
Hörð sókn Blika núna! Kristinn Jónsson nálægt því að skora en Rajko varði. Blikar fá horn...
75. mín
Inn:Benjamin James Everson (KA) Út:Archie Nkumu (KA)
69. mín
KA með skot framhjá. Davíð Rúnar Bjarnason.
66. mín
STÖNGIN! Kristinn Jónsson enn og aftur með frábæra fyrirgjöf. Höskuldur skallaði í stöngina.
65. mín
Inn:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Hefur dregið af Arnþóri sem var mjög áberandi í fyrri hálfleik.
59. mín
Góður kafli hjá KA. Akureyringar farnir að ógna marki Kópavogsliðsins.

56. mín
KA var að fá sitt langbesta færi! Elfar Árni með flottan undirbúning og góða takta, ætlaði að renna boltanum á Ævar Inga sem var aðeins of seinn og hitti ekki boltann! Þarna munaði litlu. Meðan munurinn er bara eitt mark getur allt gerst!
53. mín
Sláin bjargar KA! Breiðablik með sláarskot. Kristinn Jónsson tók frákastið og skallaði á markið en Rajko varði. Ótrúlegt að staðan sé bara 1-0!
50. mín
Oliver Sigurjónsson lét vaða fyrir utan teig en beint á Rajko í markinu. Svo fékk Höskuldur Gunnlaugsson fínt færi en hitti ekki markið.
47. mín
Elfar Árni með skot af löngu færi. Auðvelt viðureignar fyrir Gunnleif. KA-menn ekki látið Gulla hafa mikið fyrir hlutunum í dag.
46. mín
Inn:Baldvin Ólafsson (KA) Út:Ívar Örn Árnason (KA)
Seinni hálfleikur hafinn
45. mín
Hálfleiksspjallið fór í að lofsyngja Blikana og þeirra spilamennsku. Flottar sóknir og nánast allar sendingar hárnákvæmar.
45. mín
Palli vallarþulur splæsti í óskalag fyrir mig. Einar áttavillti og Þú vilt ganga þinn veg. Eðallag!
45. mín
Hálfleikur - Tíðindalitlar síðustu mínútur hálfleiksins. En ef við súmmerum þennan fyrri hálfleik upp: Blikar miklu betri og eiga að vera búnir að skora fleiri mörk!
38. mín
Atli Sveinn Þórarinsson stálheppinn að fá ekki gult spjald. Alltof seinn í tæklingu. Rauði baróninn lætur "svaninn" nægja að þessu sinni.
33. mín
Jörundur Áki Sveinsson, sérfræðingur Fótbolta.net um Pepsi-deildina og þjálfari kvennaliðs Fylkis, er að sjálfsögðu á staðnum og fylgist grannt með hverri hreyfingu.
27. mín
Virðist vera að færast aðeins meira líf í sóknarleik KA. Eru farnir að vera örggari í aðgerðum sínum.
25. mín
Kristinn Jónsson er búinn að vera frábær í þessum leik og er stórhættulegur þegar hann sækir upp. Var að leggja upp hörkufæri fyrir Höskuld Gunnlaugsson sem skaut föstu skoti yfir markið.
23. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Braut á Ævari Inga.
22. mín
Arnþór Ari í hörkufæri en góð markvarsla hjá Rajko! Blikar hljóta að fara að bæta við. Það er bara spilað á eitt mark!
21. mín
Damir Muminovic með skalla eftir hor en KA náði að bjarga í annað horn! Mikil hætta upp við mark Akureyringa.
20. mín
Blikar miklu betri. Með öll tök á þessum leik. Annað mark frá þeim liggur í loftinu.
19. mín
Eyjólfur Sverrisson, þjálfari U21 landsliðsins, er mættur á völlinn. Tækifæri fyrir ungu strákana að láta ljós sitt skína og spila sig inn í landsliðið.
17. mín
Srdjan Rajkovic að leika sér að eldinum, var að dóla með boltann og ætlaði að sóla í eigin vítateig. Hætta skapaðist og algjör heppni fyrir hann að ekki var refsað.
13. mín
Aftur fékk Arnþór færi en hitti ekki markið. Þarf að stilla miðið betur. Blikar miklu betri.
10. mín
DAUÐAFÆRI! Arnþór Ari fékk frábæra fyrirgjöf en náði ekki að stýra boltanum á markið! Þarna átti hann að gera betur og það veit hann sjálfur. KA heppið að fá ekki annað mark á sig.

6. mín MARK!
Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Oliver Sigurjónsson
Sending frá hægri sem fann Ellert Hreinsson. Hann sýndi styrk sinn og kraft í teignum, varnarmenn KA réðu ekki við hann, og vel kláraði. Oliver Sigurjónsson með sendinguna. Utanfótar. Vel gert.
5. mín
KA að ógna marki Breiðabliks en náðu ekki að koma sér í skotfæri. Damir Muminovic sem hefur verið frábær í vetur hreinsaði frá.

1. mín
LEIKUR ER HAFINN
Fyrir leik
Liðin eru mætt út á völl og Röddin kynnir af sinni einstöku snilld. Þvílíkur maður.
Fyrir leik
Var bara að ljúga því að Tom væri með fyndinn hatt. Bö-vélin féll samt í gildruna, Magnús Valur Böðvarsson vallarstjóri mætti í fréttamannastúkuna til að skoða hattinn.
Fyrir leik
KA-menn eru komnir í diadora búninga. Verið að frumsýna nýja búninga í dag. Stór stund.
Fyrir leik
Atli Sveinn Þórarinsson, fyrirliði KA í viðtali við Morgunblaðið:
"Við erum betri en í fyrra og stemningin er betri, þetta tvennt helst oft í hendur."
Fyrir leik
Arnar Grétarsson, þjálfari Blika:
"Í þessum Lengjubikar höfum við ekki fengið mörg mörk á okkur og yfirleitt ekki mikið af færum. Fyrir utan kannski Víkingsleikinn þar sem við vorum ekki að spila vel og Víkingarnir voru betri í seinni hálfleik. Heilt yfir höfum við verið sannfærandi og alltaf verið að skapa okkur færi. Ég sé enga ástæðu fyrir því að það ætti að breytast þegar við komum út í sumarið. Það kemur aðeins meiri pressa en í raun og veru ætti það ekki að skipta neinu máli."
Fyrir leik
Arnar Grétarsson, þjálfari Blika:
Fyrir leik
Elfar Árni Aðalsteinsson er að sjálfsögðu í byrjunarliði KA og er að fara að mæta sínum fyrrum félögum í dag. Elfar gekk í raðir KA í vetur og ætlar að hjálpa liðinu að komast upp í Pepsi-deildina. KA er komið með hörkuhóp og skipstjórinn er með næga reynslu, sjálfur Bjarni Jó.

Hvetjum fólk á vellinum og sem horfir á SportTv til að nota kassamerkið #fotboltinet yfir leiknum. Valdar færslur birtast hér.
Fyrir leik
Blikar hafa verið þrusuflottir í Lengjubikarnum. Virka massífir og geta bæði unni lúxus sigra og iðnaðarsigra. KA-menn hafa svo sannarlega komið bakdyramegin í þennan úrslitaleik. Þeir höfnuðu í fimmta sæti riðils síns en fengu þátttökurétt í úrslitakeppninni því lið drógu sig úr keppninni eins og frægt er.
Fyrir leik
Engu til sparað í umgjörðinni! Landsliðsröddin, Páll Sævar, er DJ og vallarþulur. Ómar hjá KSÍ er mættur með svaladrykki og stuð. Tom er frá 365 og er með fyndinn hatt. Leikurinn er í beinni á SportTv.
Fyrir leik
Breiðablik hefur einu sinni fagnað sigri í Lengjubikarnum, árið 2013, en þetta er þriðja árið í röð sem Blikar leika til úrslita í þessu móti. KA er hins vegar í úrslitaleiknum í fyrsta sinn.
Fyrir leik
Á leið sinni í úrslitaleikinn unnu KA-menn sigur 5-1 á Fylki í 8-liða úrslitum og höfðu síðan betur í vítakeppni gegn ÍA í undanúrslitum. Breiðablik vann einnig sinn leik í 8-liða úrslitum 5-1, gegn Val, og vann eins marks sigur á Víkingi R. í undanúrslitum.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin. Oliver Sigurjónsson og Ellert Hreinsson snúa úr banni og koma inn í byrjunarlið Blika á ný. Út fara Guðjón Pétur Lýðsson og Ismar Tandir.
Fyrir leik
Gleðilegt sumar! Úrslitaleikur A-deildar Lengjubikars karla fer fram í Kórnum í Kópavogi í dag, sumardaginn fyrsta. Þar mætast Breiðablik annars vegar og KA hins vegar og hefst leikurinn kl. 17:00. Fylgst er með leiknum í beinni textalýsingu.
Byrjunarlið:
Davíð Rúnar Bjarnason
Srdjan Rajkovic
Halldór Hermann Jónsson
5. Ívar Örn Árnason ('46)
6. Atli Sveinn Þórarinsson
7. Ævar Ingi Jóhannesson
9. Elfar Árni Aðalsteinsson
10. Juraj Grizelj ('83)
11. Jóhann Helgason
22. Hrannar Björn Steingrímsson
25. Archie Nkumu ('75)

Varamenn:
18. Aron Ingi Rúnarsson (m)
4. Ólafur Aron Pétursson
5. Gauti Gautason
17. Ýmir Már Geirsson ('83)
19. Benjamin James Everson ('75)
26. Ívar Sigurbjörnsson

Liðsstjórn:
Baldvin Ólafsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: