Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
Breiðablik
3
0
Stjarnan
Guðjón Pétur Lýðsson '11 , víti 1-0
Arnþór Ari Atlason '15 2-0
Elfar Freyr Helgason '37 3-0
31.05.2015  -  20:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1685
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('45)
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('86)
8. Arnþór Ari Atlason ('80)
19. Kristinn Jónsson
22. Ellert Hreinsson
30. Andri Rafn Yeoman
45. Guðjón Pétur Lýðsson

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
Kári Ársælsson
10. Atli Sigurjónsson ('80)
15. Davíð Kristján Ólafsson ('86)
19. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
21. Guðmundur Friðriksson ('45)

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:
Guðjón Pétur Lýðsson ('42)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið. Fyrsta tap Stjörnunnar í 28 leikjum í efstu deild staðreynd.

ÞVÍLÍKUR LEIKUR HJÁ BREIÐABLIK! Þetta var alvöru frammistaða, 3-0 og engin spurning hvert stiginn færu í kvöld.

Viðtöl og skýrslan koma hér inn seinna í kvöld.
92. mín
Ellert Hreinsson með skot að marki sem Gunnar ver í horn.
90. mín
Uppbótartíminn er þrjár mínútur.
90. mín
Allir stuðningsmenn Blika eru staðnir upp í stúkunni. Og klappa fyrir strákunum sínum. Þvílík frammistaða hjá Breiðablik í kvöld gegn Íslandsmeisturunum!
86. mín
Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
84. mín
VÓ! Höskuldur fær frábæra sendingu innfyrir vörn Stjörnunnar frá Andra Rafni. Gunnar Nielsen kemur vel út á móti og Höskuldur reynir að stýra boltanum yfir Gunnar og í markið. Boltinn hinsvegar yfir markið.
83. mín
Veigar Páll með hornspyrnu sem Presturinn skallar rétt yfir markið. Besta tilraun Stjörnunnar í leiknum.
80. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Arnþór Ari hefur skilað góðum verkum í leiknum.

77. mín
Það er rosalega lítið að frétta héðan úr Kópavoginum. Leikurinn hefur róast töluvert.
73. mín

72. mín

69. mín
Kristinn Jónsson er gjörsamlega með sýningu inn á vellinum!
65. mín Gult spjald: Heiðar Ægisson (Stjarnan)
Brýtur fyrst á Höskuldi en leikurinn heldur áfram og brýtur síðan á Kristni 10 sekúndum seinna. Fær gult spjald að lokum. Hárrétt.
63. mín

62. mín
Fáránlegur dómur!

Blikar dæmdir brotlegir en Garðar Jó. var hinsvegar sloppinn einn í gegn. Þarna var Birkir of athyglissjúkur með flaggið og Þorvaldur flautaði brot eftir að Birkir flaggaði og flaggaði brot.
60. mín
Besti maður vallarins, Kristinn Jónsson prjónar sig í gegnum vörn Stjörnunnar, missir síðan boltann eftir tæklingu varnarmanns Stjörnunnar, boltinn dettur fyrir Andra Rafn sem á viðstöðulaust skot sem fer beint á Gunnar í markinu.
57. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) Út:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan)
Síðasta skipting Stjörnunnar í kvöld.

Sóknarmaður inn fyrir miðjumann.
57. mín
Ólafur Karl fellur innan teigs en það var nákvæmlega ekkert á þetta.
55. mín
Heimamenn hafa ákveðið að slaka ekkert á og eru allt eins líklegir til að bæta við.
50. mín
Höskuldur fer framhjá Heiðari Ægissyni og á síðan skot úr þröngu færi sem endar með því að Blikar fá hornspyrnu sem ekkert verður úr.
47. mín
Stjarnan spiluðu 4-3-3 í fyrri hálfleik en eru komnir í 4-4-2 með Óla Kalla á vinstri kantinum og Arnar Már á hægri. Garðar og Jeppe fremstir.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.
45. mín
Inn:Ólafur Karl Finsen (Stjarnan) Út:Pablo Punyed (Stjarnan)
Tvöföld skipting hjá Stjörnunni. Ekki veitir af.
45. mín
Inn:Garðar Jóhannsson (Stjarnan) Út:Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
45. mín
Inn:Guðmundur Friðriksson (Breiðablik) Út:Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
45. mín
Hálfleikur
Garðar Jó. er að gera sig kláran og kemur inná í hálfleik væntanlega.
45. mín
Hálfleikur
Það lítur út fyrir að Guðmundur Friðriksson komi inná í hálfleik fyrir Arnór Svein, sem fer af velli vegna höfuðmeiðsla.
45. mín
Hálfleikur
Flautað til hálfleiks.

"það er partý í stúkunni" syngja stuðningsmenn Breiðabliks.

Heimamenn eru 3-0 yfir og eru með öll tök á leiknum.

Væri gaman ef leikmenn Stjörnunnar myndu mæta til leiks í seinni hálfleik.
45. mín
Tveimur mínútum bætt við.
45. mín
Meðan gert er að meiðslum Arnórs Sveins, þá standa allir stuðningsmenn Blika upp og syngja og tralla. Hér er sko stemning!
44. mín
Arnór Sveinn liggur eftir að hafa höfuðhögg.

Lítur ekki vel út, hann er nýkominn aftur af stað eftir höfuðmeiðsli.
42. mín Gult spjald: Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Guðjón er brjálaður!

Er dæmdur rangstæður í þann mund sem hann er sloppinn einn í gegn! Guðjón Pétur lætur dómarana heyra það og fær gult spjald fyrir vikið.
41. mín
Og já, ef þið voruð að pæla eitthvað í því þá er Kristinn Jónsson kominn með þrjár stoðsendingar í þessum leik.

Fiskað víti, sendingu og svo mislukkað skot sem fylgt er eftir.
37. mín MARK!
Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Þetta mark skrifast að miklu leyti á Gunnar Nielsen í marki Stjörnunnar.

Kristinn Jónsson kemur með fyrirgjöf sem Gunnar grípur, missir boltann síðan frá sér og þar er Elfar Freyr mættur manna fyrstur og potar boltanum yfir marklínuna.

3-0!!!
37. mín
Blikar fá enn einu hornspyrnuna. Kristinn Jónsson með spyrnuna en hún er arfarslök .Hann fær þó aðra tilraun, eftir að varnarmaður Stjörnunnar hreinsar beint til hans.

Framhald í næstu færslu.
31. mín
Stjörnumenn eru varla mættir enn til leiks. Allt er þetta rosalega þægilegt fyrir leikmenn Breiðabliks og Gunnleifur í marki heimamanna hefur varla þurft að hreyfa sig í markinu.

Þetta er stórfurðulegt allt saman, með fullri virðingu fyrir Blikum, þá býst maður við meiru frá Stjörnunni.

Og talandi um það, hvar er Silfurskeiðin?
28. mín
Oliver Sigurjónsson með aukaspyrnu sem fer í hausinn á einum leikmanni Stjörnunnar í varnarveggnum og Blikar fá horn.

Kristinn tekur hornið sem Hörður skallar frá, Kristinn fær boltann aftur á aðra fyrirgjöf sem Gunnar grípur.
27. mín
Præst sleppur við spjald. Fór í harkalega tæklingu á miðjum vellinum en Þorvaldur dómari lætur það nægja að dæma aukaspyrnu.
26. mín

24. mín
Höskuldur Gunnlaugsson sækir að marki Stjörnunnar við vítateigslínuna, en Brynjar Gauti sýnir styrk sinn og stígur fyrir hann. Höskuldur fellur við en ekkert dæmt. Þarna fengu vöðvar Brynjars að njóta vafans.
24. mín
Þetta er leikur kattarins og fiskins hérna fyrstu 24 mínútur leiksins.
22. mín
Breiðablik heldur áfram að sækja. Oliver Sigurjóns. með sendingu upp hægri kantinn þar sem Guðjón Pétur er kominn framfyrir Hörð Árnason, en fyrirgjöf hans í varnarmann Stjörnunnar og endar hjá Gunnari.
18. mín
Jeppe Hansen fær högg á hnakkann og fer af velli í smástund en er kominn aftur inn.
16. mín
Heimamenn eru gjörsamlega að slátra Íslandsmeisturunum hérna á fyrsta korterinu. Það stendur varla steinn yfir steini hjá Stjörnunni.
15. mín MARK!
Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Gjörsamlega geggjuð sending innfyrir vörn Stjörnunnar frá Kristni Jónssyni, þar tók Arnþór Ari við boltanum og var skyndilega kominn einn gegn Gunnari og setti boltann framhjá honum í fjærhornið!

Alvöru mark!
11. mín Mark úr víti!
Guðjón Pétur Lýðsson (Breiðablik)
Gunnar Nielsen fór í rétt horn en boltinn virtist hafa farið í einhverja þúfu og yfir Gunnar.
11. mín
VÍTI! Brynjar Gauti brýtur á Kristni Jónssyni!

Kristinn gerði vel, fór upp vinstri vænginn og inn í teig, fór framhjá Brynjari sem braut síðan á honum.
8. mín
Guðjón Pétur Lýðsson klaufi!

Frábær sending frá Arnóri Sveini innfyrir vörn Stjörnunnar, þar var Guðjón Pétur kominn í dauðafæri en fyrsta snertingin sveik hann hressilega og boltinn endaði í höndum Gunnars í markinu.
3. mín
Blikar byrja af miklum krafti þessar fyrstu mínútur og Stjarnan hafa ekki enn komist fram yfir miðju.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn.
Fyrir leik
Það er boðið upp á alvöru dómaratríó hér í kvöld. Öll dómaralínan er með FIFA réttindi og varadómarinn einnig. Þetta ætti að vera allt í góðum höndum.
Fyrir leik
Leikmenn beggja liða eru komin inn í klefa. Stúkan er gott sem að fyllast og fólk er farið að mæta í litlu gömu krúttlegu stúkuna.
Fyrir leik
Guðjón Pétur krúnurakaði sig um helgina. Hann kallar greiðsluna "Zidane-greiðslan".
Fyrir leik
Guðjón Pétur Lýðsson og Ellert Hreinsson leikmenn Breiðabliks mæta sínu fyrrum félagi í kvöld.

Arnar Már leikmaður Stjörnunnar lék einnig með Breiðablik á tímabili.
Fyrir leik
Það má búast við hörku stemningu í stúkunni í kvöld. Stuðningsmannasveit Blika er fjölmenn og mætt í stúkuna, hálftíma fyrir leik. Svo bíðum við eftir Silfurskeiðinni.
Fyrir leik
Rúnar Páll þjálfari Stjörnunnar gerir þrjár athyglisverðar breytingar á sínu liði frá jafnteflinu gegn FH. Jeppe Hansen, Arnar Már og Pablo Punyed koma inn í byrjunarlið í stað Garðars Jó., Veigar Páls og Óla Kalla. Ólafur Karl hefur skorað tvö mörk fyrir Stjörnuna í sumar.
Fyrir leik
Arnar Grétarsson þjálfari Blika stillir upp sama byrjunarliði og í 1-0 sigri liðsins á ÍA í síðustu umferð.
Fyrir leik
Enginn Ismar Tandir í hóp hjá Blikum í kvöld. Hann hefur fengið fá tækifæri með Blikum í sumar.
Fyrir leik

Fyrir leik

Fyrir leik

Fyrir leik
Gunnleifur Gunnleifsson markvörður Breiðabliks, lék sinn 200. leik í efstu deild í síðustu umferð. Hann var í stuttu viðtali á Fótbolta.net á föstudaginn, varðandi leikinn í kvöld.

,,Þetta verður hörkuleikur. Íslandsmeistararnir eru að koma til okkar, taplausir í langan tíma og við verðum að eiga okkar besta leik til að vinna."
Fyrir leik
Árni Vilhjálmsson, leikmaður Lilleström í Noregi spáir fyrir um leikina í umferðinni.
Breiðablik 3 - 0 Stjarnan (á sunnudag 20:00)
Óli Kalli er víst búinn að gera þennan fotboltaleik að eitthverju meira en bara leik. Þetta verður stríð. Verst að hann tók skónna hjá Gulla Gull. Það er 100% að Gulli er ekki að fara að fá á sig mark í þessum leik, hann svarar þannig fyrir sig. Það verður eitthver svakaleg stemning í Kópavoginum á þessum leik. Blikarnir taka þennan leik liklega 2-0 jafnvel 3-0. Þetta verður samt stríðsleikur fram að 90 min plús. Verður vonbrígði ef það verða ekki nokkur spjöld í þessum leik!
Fyrir leik
Byrjunarliðin fara alveg að detta hér inn.
Fyrir leik
Það bendir margt til þess að leikurinn í kvöld endi með jafntefli.

Bæði liðin hafa gert þrjú jaftnefli í ár og þegar þau mættust í fyrra, gerðu þau jafntefli í báðum leikjunum. 1-1 og 2-2.
Fyrir leik
Liðin eru jöfn að stigum með níu stig í 3. og 4. sæti deildarinnar. Bæði lið hafa unnið tvo leiki og gert þrjú jafntefli.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli.

Hér í kvöld eigast við einu taplausu liðin í Pepsi-deildinni í ár, Breiðablik og Stjarnan.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
5. Michael Præst
6. Þorri Geir Rúnarsson ('57)
8. Halldór Orri Björnsson ('45)
8. Pablo Punyed ('45)
9. Daníel Laxdal
11. Arnar Már Björgvinsson
14. Hörður Árnason
19. Jeppe Hansen

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
3. Aron Rúnarsson Heiðdal
17. Ólafur Karl Finsen ('45)
18. Jón Arnar Barðdal
22. Þórhallur Kári Knútsson
27. Garðar Jóhannsson ('45)

Liðsstjórn:
Veigar Páll Gunnarsson

Gul spjöld:
Heiðar Ægisson ('65)

Rauð spjöld: