Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Breiðablik
2
0
Fjölnir
Oliver Sigurjónsson '38 1-0
Arnór Sveinn Aðalsteinsson '70 2-0
13.07.2015  -  20:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2015
Aðstæður: Frábært fótboltaveður, logn og rigning.
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 1235
Maður leiksins: Damir Muminovic
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f) ('85)
8. Arnþór Ari Atlason
10. Atli Sigurjónsson ('93)
15. Davíð Kristján Ólafsson ('73)
19. Kristinn Jónsson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
11. Gísli Eyjólfsson ('85)
13. Sólon Breki Leifsson ('93)
19. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
21. Guðmundur Friðriksson
21. Viktor Örn Margeirsson

Liðsstjórn:
Olgeir Sigurgeirsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sterkur sigur hjá Breiðablik!!
93. mín
Inn:Sólon Breki Leifsson (Breiðablik) Út:Atli Sigurjónsson (Breiðablik)
92. mín
Hér klúðra Fjölnismenn skalla fyrir opnu marki. Þetta ætlar ekki að ganga hjá þeim í dag.
85. mín
Inn:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) Út:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
81. mín
Úff, flott sending frá Aroni Sig sem endar með því að Damir skallar boltann tilbaka og Gulli þarf að hafa sig allan við að koma í veg fyrir sjálfsmark þarna.
77. mín
Inn:Illugi Þór Gunnarsson (Fjölnir) Út:Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir)
Fyrsti leikur Illuga í Pepsi deildinni í sumar.
74. mín
Olgeir með frááábæra sendingu á Arnþór Ara sem kemst nánast einn í gegn með pressu frá Atla í bakið. En nýtingin á færinu ekki nægilega góð, setur boltann framhjá.
73. mín
Inn:Olgeir Sigurgeirsson (Breiðablik) Út:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
71. mín
Frábært að sjá hversu virkan þátt bakverðir Blika taka í sóknum liðsins. Nútíma fótbolti af bestu gerð.
70. mín MARK!
Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
Bakvarðamark af bestu gerð!

Kristinn Jóns kemst upp að endamörkum og setur háa fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem enginn annar en Arnór Sveinn er mættur og skallar boltann í netið.
68. mín
Inn:Birnir Snær Ingason (Fjölnir) Út:Ragnar Leósson (Fjölnir)
Önnur skipting Fjölnismanna.
66. mín
Hér er allt gjörsamlega steindautt þessa stundina.
61. mín
Inn:Mark Charles Magee (Fjölnir) Út:Guðmundur Karl Guðmundsson (Fjölnir)
Hélt að þessi skipting myndi koma fyrr þar sem Gummi byrjaði að kveinka sér strax á upphafs mínútum leiksins.
58. mín
Áhorfendatölur: 1235
52. mín
Gaman að segja frá því að hér situr Óli Palli efst í stúkunni ásamt útlending í Fjölnis úlpu. Ekki fylgir sögunni hver þetta er.
51. mín
Damir í smá vandræðum inn í sínum eigin teig, fær pressu frá tveimur Fjölnismönnum og neyðist til að negla honum í innkast.
51. mín
Guðmundur Böðvar keyrir á Blikavörnina en Damir sér við honum og setur boltann útaf og stoppar sóknina.
50. mín
Flott fyrirgjöf frá Aroni Sig úr aukaspyrnu, beint á kollinn á Gunnar Má sem á skalla utarlega úr teignum sem fer beint á Gulla sem neyðist þó til að slá hann yfir.

46. mín
Seinni hálfleikur kominn í gang.
45. mín
Ívar Orri bíður með það að flauta seinni hálfleikinn í gang vegna þess að Maggi Bö er ennþá að mála. Þetta er saga til næsta bæjar.

45. mín
Magnús Valur Böðvarsson málar völlinn í hálfleik. Athyglisvert. Línurnar að vísu frekar daufar svona héðan úr blaðamannastúkunni allavega.
45. mín
Hálfleikur
Blikar 1-0 yfir í hálfleik.
45. mín
ÞARNA MUNAÐI LITLU!!

Fullkomin sending innfyrir frá Þóri inn á Aron Sig sem kemst einn í gegn á móti Gunnleifi en Gulla tekst að verja frá honum, hendir í eitt þýskt X.
44. mín
Oliver þarf hér aðhlynningu frá sjúkraþjálfara Blika eftir að hafa lent í samstuði við steypuvegginn Gunnar Má.
40. mín
Frááábært skot frá Aroni Sig réééétt framhjá. Þarna mátti ekki miklu muna!
38. mín MARK!
Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
HEYRÐU HVAÐA VITLEYSA VAR ÞETTA!!!

Oliver með fáránlega flotta aukaspyrnu rétt fyrir utan teiginn hægra megin, setur hann yfir veginn og í nærhornið. Boltinn hefði ekki getað farið meira út í hornið.

Heimamenn komnir í 1-0!
36. mín
Aron Sig með skot tilraun, en skotið hátt yfir í þetta skiptið.
36. mín
Fínasta fyrirgjöf frá Atla Sigurjónss sem hefur verið flottur í dag, Beggi skallar fyrirgjöfina aftur fyrir í hornspyrnu.

Doddi Inga kýlir hana í burtu.

34. mín
Hætta sem skapast hérna hjá Fjölni, Aron Sig fær að hlaupa nokkuð lengi óáreittur sem endar með því að hann gefur fínustu fyrirgjöf sem Elfar þarf að skalla í horn.

Skalli úr hornspyrnunni frá Atla Má, beint á Gulla.
28. mín
HÆTTULEGASTA FÆRI LEIKSINS HINGAÐ TIL!

Damir með gjörsamlega sturlaða sendingu úr miðjuhringnum inn í teig beint í hlaupaleið hjá Kidda Jóns sem setur hann fastan fyrir á Arnþór sem skóflar boltanum yfir markið úr markteig. Þarna hefðum við auðveldlega getað séð fyrsta mark leiksins.
25. mín
Guðmundur Böðvar með lélegustu sendingu leiksins hingað til. Kemur á fleygiferð á miðjunni og ætlaði að senda Þóri í gegn en það var enginn á vellinum á sömu blaðsíðu og hann og þessi sending því án heimilisfangs.
20. mín
Aukaspyrnan fer beint í vegginn. Boltinn berst svo út á vinstri vænginn og þaðan kemur fyrirgjöf á fjær á Aron Sig sem á fast skot úr þröngu færi en Gulli gerir vel og lokar.
19. mín
Fjölnismenn fá aukasyrnu 5-6 metrum fyrir utan teig miðsvæðis. Þórir Guðjónss ætlar að taka þessa.
18. mín
Bæði lið að ná að spila boltanum ágætlega á milli sín en allar úrslitasendingar eru ekki að hitta á samherja.
17. mín
Lítið í gangi þessa stundina...
14. mín Gult spjald: Guðmundur Böðvar Guðjónsson (Fjölnir)
Tækling. Ágúst Gylfason sparkar boltanum í kjölfarið mjög fast inn á völlinn eftir að hann rúllaði til hans, langt frá því að vera sáttur við dómgæsluna hérna á upphafs mínútunum.
11. mín
11 mínútur liðnar af leiknum og Mark Magee er farinn að hita, mér sýnist Guðmundur Karl vera eitthvað meiddur. Skellur fyrir Fjölni að þurfa að gera skiptingu svona snemma.
10. mín
Flott spil hjá Blikum sem endar með því að Atli Sigurjónss fær boltann á miðsvæðinu milli teigs og miðlínu og reynir að þræða boltann í gegn á Arnþór Ara, það tekst, en Arnþór flaggaður rangstæður þegar hann er í þann mund að sleppa í gegn. Þetta hefur verið tæpt.
8. mín
Ívar Orri dæmir hér ansi soft brot á Fjölni og Ágúst Gylfason gjörsamlega trompast. Langt frá því að vera sáttur við þennan dóm.
4. mín
Úff Aron Sig með frááááábæra sendingu inn í teig af hægri kantinum nálægt miðlínu. Sendingin örlítið of löng fyrir Þóri þar sem Elfar Freyr nær að snerta hana, og sóknin rennur út í sandinn.
2. mín
Breiðablik byrja að sækja í átt að Sporthúsinu. Fjölnismenn gera sér það að góðu að sækja í átt að Fífunni.
1. mín
Leikur hafinn
Byrjum þetta partý!
Fyrir leik
Kristinn Jónsson fær blómvönd fyrir að hafa leikið 200 leiki fyrir lið Breiðabliks.

Fyrir leik
Gaman er frá því að segja að bæði þessi lið eiga það sameiginlegt að hafa dottið út fyrir Bjarna Jóhannssyni og hans mönnum í KA í Borgunarbikarnum á þessu tímabili.
Fyrir leik
Hér mætir Árni Vill í stúkuna að horfa á sína gömlu liðsfélaga í Breiðablik.

Fer að styttast í leikinn, rúmlega korter í að Ívar Orri flauti leikinn á.
Fyrir leik
Ansi fyndið atvik sem var að eiga sér stað hér í upphitun liðanna.

Maggi Bö hafði sett upp ,,Bannað að hita upp í vítateignum!" skilti. Gunni Sig markamannsþjálfari Fjölnis var hins vegar ekki á sama máli og henti skiltinu aftur fyrir markið og byrjaði að hita Dodda Inga upp í teignum.

Bíð bara eftir að sjá Magga koma askvaðandi út á völl og lesa Gunna pistilinn.
Fyrir leik
Óli Palli er mættur í stúkuna, ekki nema 45 mínútum fyrir leik. Skartar leðurjakka. Hann var valinn einn af topp 10 myndarlegustu karlmönnum Pepsi deildarinnar nú fyrir stuttu hér á Fótbolta.net
Fyrir leik
Ljóst er að leikurinn í kvöld er gífurlega mikilvægur fyrir bæði lið ætli þau sér að taka þátt í einhvers konar toppbaráttu í ár. Fjölnir í 5 sæti með 17 stig á meðan Breiðablik eru í því fjórða með 19 stig.
Fyrir leik
Endilega takið þátt í umræðunni með því að nota #fotboltinet á Twitter!
Fyrir leik
Athygli vekur að enginn Ellert Hreins og enginn Guðjón Pétur eru sjáanlegir hjá Breiðablik.

Guðjón Pétur er í banni, Ellert sennilega meiddur.
Fyrir leik
Þær fregnir voru að berast að enginn Ólafur Páll Snorrason er með Fjölni í kvöld, hann er í banni.
Fyrir leik
Daði Guðmundsson, herra Fram:

Breiðablik 3 - 1 Fjölnir

Blikar vilja vera með í toppbaráttunni áfram og þurfa því sigur í þessum leik. Fjölnismenn eru eilítið vængbrotnir en þeir ná sér á flug fljótlega aftur. Blikarnir verða þó of sterkir fyrir þá í þessum leik. Arnþór Ari skorar tvö og Guðjón Pétur eitt í 3-1 sigri Blika.
Fyrir leik
Æsispennandi leikur hérna framundan milli tveggja stórskemmtilegra liða sem þannig séð hafa bæði komið á óvart.
Fyrir leik
Komiði sæl og blessuð og veriði hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Fjölnis í Pepsi deild karla.
Byrjunarlið:
12. Þórður Ingason (m)
Gunnar Már Guðmundsson
3. Bergsveinn Ólafsson (f)
6. Atli Már Þorbergsson
7. Viðar Ari Jónsson
9. Þórir Guðjónsson
10. Aron Sigurðarson
16. Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('77)
19. Arnór Eyvar Ólafsson
22. Ragnar Leósson ('68)
29. Guðmundur Karl Guðmundsson (f) ('61)

Varamenn:
3. Illugi Þór Gunnarsson ('77)
5. Torfi Tímoteus Gunnarsson
7. Birnir Snær Ingason ('68)
10. Ægir Jarl Jónasson
13. Anton Freyr Ársælsson
18. Mark Charles Magee ('61)

Liðsstjórn:
Steinar Örn Gunnarsson

Gul spjöld:
Guðmundur Böðvar Guðjónsson ('14)

Rauð spjöld: