Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Breiðablik
3
0
Fylkir
Aldís Kara Lúðvíksdóttir '30 1-0
Rakel Hönnudóttir '59 2-0
Telma Hjaltalín Þrastardóttir '78 3-0
11.08.2015  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2015
Dómari: Bryngeir Valdimarsson
Áhorfendur: 273
Byrjunarlið:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir
Fjolla Shala ('79)
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir
6. Aldís Kara Lúðvíksdóttir ('74)
8. Málfríður Erna Sigurðardóttir
10. Jóna Kristín Hauksdóttir ('79)
14. Hallbera Guðný Gísladóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
28. Guðrún Arnardóttir

Varamenn:
26. Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (m)
Telma Hjaltalín Þrastardóttir ('74)
7. Hildur Sif Hauksdóttir ('79)
15. Steinunn Sigurjónsdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir ('79)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið. Öruggur 3-0 sigur Breiðabliks staðreynd! Þetta var aldrei í hættu og Breiðablik heldur fjögurra stiga forskoti á toppnum.
94. mín
Fanndís með góða aukaspyrnu af löngu færi en Eva Ýr, betri en engin í markinu og blakar boltanum yfir. Vel gert hjá báðum aðilum!
91. mín
Telma Hjaltalín skorar en hún er dæmd rangstæð.
90. mín
Loksins skorar Fanndís... en þá er hún dæmd rangstæð.
89. mín
Dauðafæri! Tvö dauðafæri!

Telma Hjaltalín kemst ein í gegn en Eva Ýr ver frábærlega. Boltinn berst út í teiginn til Fanndísar sem virðist ekki geta keypt sér mark í kvöld. Hún fer með boltann inn í teig en á síðan skot sem endar yfir markinu.
80. mín
Úff! Svava Rós ekki langt frá því að bæta við fjórða markinu fyrir Breiðablik. Á skot í varnarmann Fylkis og boltinn snýst rétt framhjá fjærstönginni.
79. mín
Inn:Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik) Út:Fjolla Shala (Breiðablik)
79. mín
Inn:Hildur Sif Hauksdóttir (Breiðablik) Út:Jóna Kristín Hauksdóttir (Breiðablik)
Systir fyrir systir.
79. mín
Inn:Rakel Jónsdóttir (Fylkir) Út:Ruth Þórðar Þórðardóttir (Fylkir)
78. mín MARK!
Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
Hornspyrna frá Fanndísi yfir á fjærstöngina, þar sem Telma Hjaltalín var mætt og stangaði boltann í nærhornið. Góður skalli - en hvar voru varnarmenn Fylkis þarna?

Vel gert Telma - nýkomin inn á og stimplar sig vel inn!
77. mín
Svava Rós reynir fyrirgjöf en varnarmaður Fylkis rennir sér fyrir boltann, sem endar með því að Svava Rós fær boltann beint í andlitið og aftur fyrir. Þetta var skondið.
76. mín
Andreea Laiu er komin á vinstri kantinn. Hún gerir ágætlega við vítateigslínuna en er síðan stöðvuð. Löglega að mati Bryngeirs, ég er ekki viss um það hinsvegar.
74. mín
Inn:Telma Hjaltalín Þrastardóttir (Breiðablik) Út:Aldís Kara Lúðvíksdóttir (Breiðablik)
Markaskorarinn, Aldís Kara er tekin af velli fyrir Telmu Hjaltalín sem skartar nýrri hárgreiðslu.
66. mín
Lucy Gildein missir boltann aftarlega á vellinum, Aldís Kara gerir vel, heldur boltanum í baráttunni við varnarmenn Fylkis en ákveður síðan að skjóta úr þröngu færi í stað þess að senda boltann út í teiginn á Fjollu Shala sem var ein og óvölduð inn í teignum.
65. mín
Fanndís með örvæntingar-skot langt fyrir utan teig, og langt framhjá.
64. mín
Andreea Laiu á skot fyrir utan teig fyrir Fylki, en framhjá markinu fer boltinn. Allt í lagi að reyna, en þetta var aldrei líklegt til árangurs.
62. mín
Breiðablik fengu hornspyrnu þar sem Rut Kristjáns. ver á línu eftir skot frá Andreu Rán.
61. mín
Eftir hornið, kemst Breiðablik í skyndisókn. Fanndís kemst ein innfyrir á móti Evu Ýr. Hefur nægan tíma en lætur verja frá sér.

Fanndísi til varnaðar var markavarsla Evu frábær! - En halló, Fanndís... Ég hefði skorað úr þessu færi.
61. mín
Loksins komust gestirnir fram yfir miðju. Fengu horn en spyrna Söndru beint í hendurnar á Sonný.
59. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Aldís Kara Lúðvíksdóttir
Það hlaut að koma að þessu!

Enn og aftur ver Eva Ýr, nú skot frá Aldísi Köru en hún nær þó ekki að halda boltanum og Rakel Hönnudóttir er fyrst til og tæklar boltann í netið af miklu harðfylgni!

Þvílíkir yfirburðir hér í Kópavoginum.
58. mín
Maður er farinn að hálf vorkenna Fanndísi hérna á vellinum.

Andrea Rán með frábæra stungusendingu milli Aivi og Evu Núru á Fanndísi, sem hafði nægan tíma innan teigs, stillir boltanum fyrir sig en skotið hennar framhjá fjærstönginni.
56. mín
Aldís Kara líkleg til að bæta við öðru marki, fær boltann innan teigs en skotið hennar gott sem beint á Evu Ýr sem gerir vel. Fylkir hreinsar síðan boltann frá.
55. mín
Hvað er að gerast. Andreea Laiu tekur utan um hálsinn á Fanndísi og lætur finna fyrir sér, á sama tíma og Hallbera var að fara taka innkast.

Fanndís hlær bara af þessu öllu saman, þá aðallega að Bryngeir dómari leiksins né Rúna Kristín aðstoðardómari hafi ekki séð þetta atvik. Þarna átti Andreea að fjúka útaf!
54. mín
Fylkir hefur varla farið fram yfir miðju í seinni hálfleiknum. Þetta verður erfitt fyrir þær.
53. mín
Svava Rós reynir fyrirgjöf sem Eva Ýr grípur. Föst fyrirgjöf og vel gert hjá Evu að halda boltanum.
53. mín
Hallbera með hornspyrnu sem Eva Ýr grípur. Örugg að vanda.
51. mín
Fanndís skýtur framhjá!!! - Skelfilegt víti.
51. mín
VÍTI!!!

Fanndís fer illa með Evu Núru, fer framhjá henni og Eva Núra rennir sér eftir Fanndísi innan teigs.

Brotið átti sér stað alveg við endalínuna, frekar klaufalegt, þar sem Fanndís var í erfiðri stöðu og það var margt eftir að gerast áður en Breiðablik myndi ná skoti á markið.
50. mín
Bjargað á línu!

Jasmín Erla bjargar á línu, eftir skalla frá Andreu Rán eftir hornspyrnu frá Hallberu.
49. mín
Fanndís fer upp vinstri kantinn, rennir boltanum á Aldísi sem er klaufi og missir boltann aftur fyrir sig. Sóknin heldur þó áfram og Blikastelpur fá horn.
48. mín
Það má ekki gleyma því að Blikaliðið hefur ekki fengið á sig nema tvö mörk í allt sumar í Pepsi-deildinni. Sem er ótrúleg tölfræði!
46. mín
Seinni hálfleikurinn er byrjaður.

Ég kalla eftir að sjá meira frá erlendu leikmönnum Fylkis í seinni hálfleiknum. Þær hafa gott sem ekki sést í fyrri hálfleiknum.
45. mín
Hálfleikur
Leikmenn Fylkis eru mættar út á völlinn. Nú bíðum við eftir Blikastelpunum.
45. mín
Hálfleikur
Vallarstarfsmennirnir, Magnús Valur Böðvarsson og Guðmundur Magnússon (þó ekki sonur Magga Bö) eru þessa stundina á fullu að fara yfir völlinn og laga svokölluð sár á vellinum. Það hefur lítið verið um tæklingar í leiknum í kvöld og #Bövaktin því nokkuð hamingjusamur með lífið (eins og svo oft áður).
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur. Sanngjörn staða í hálfleik.
45. mín
Sonný Lára fljót að koma boltanum í leik, sendir boltann á Svövu Rós sem hleypur alveg upp völlinn - Enginn Bliki er með henni en hún gerir vel og vinnur horn.
45. mín
Spyrna Söndru Sifjar beint í hendurnar á Sonný Láru.
45. mín
Jæja, Fylkisstelpur fá horn. Rut Kristjáns reynir fyrirgjöf sem Jóna Kristín hendir sér fyrir og boltinn aftur fyrir.
43. mín
Það hefur verið nóg að gera hjá Evu Ýr í marki Fylkis í kvöld. Hún hefur staðist prófið enn sem komið er.
42. mín
Fanndís geysist upp völlinn, fer framhjá Evu Núru, sendir boltann síðan á Aldísi sem reynir skot úr þröngu færi. Beint á Evu Ýr sem nær ekki að halda boltanum. Aldís nær öðru skot en beint í búkinn á Evu sem nær síðan að handsama boltann.
40. mín Gult spjald: Ruth Þórðar Þórðardóttir (Fylkir)
Fyrsta spjald leiksins. Sparkar Svövu Rós niður á miðjum vellinum. Réttur dómur hjá Bryngeiri.
39. mín

38. mín
Andreea Laiu er með í leiknum. Hún var nefnilega að taka skot langt fyrir utan teig beint á Sonný Láru. Hún hefur látið lítið til sín taka hingað til.
36. mín
Sókn Blika heldur áfram.

Svava Rós gerir vel á hægri kantinum, kemur boltanum fyrir á fjærstöngina þar sem Fanndís er mætt, en hún hittir boltann illa og boltinn endar í hliðarnetinu. Þarna þarftu að gera betur Fanndís!
36. mín
Aldís Kara gerir vel, leikur á Evu Núru, rennir boltanum fyrir markið en Eva Ýr var fyrst í boltann.
34. mín
Jasmín Erla lætur til sín taka! Fer framhjá einum varnarmanni og næstum tveimur og er við það að sleppa í gegn en á síðustu stundu ná Blikar að hreinsa í horn.
30. mín MARK!
Aldís Kara Lúðvíksdóttir (Breiðablik)
Hver önnur en Aldís Kara Lúðvíksdóttir!?!?!

Ólína í basli aftast í vörninni, ætlaði að taka boltann niður og snúa sér við með boltann, en á sama tíma tók Aldís Kara boltann af henni. Ólína reyndi að toga eitthvað í hana, en Aldís lét það ekki trufla sig, fór framhjá Evu í markinu og stýrði boltanum í tómt markið.

Sanngjörn staða eftir hálftíma leik.
25. mín
Eva Ýr! Þvílíkar vörslur í tvígang!

Fyrst af meters færi frá Aldísi Köru sem síðan fékk boltann aftur, lagði boltann út í teiginn þar sem Svava Rós lét vaða af þriggja metra færi en Eva Ýr fljót niður og varði.

Bæði skotin nánast beint á hana, en af stuttu færi - laglega gert Eva! - En Aldís og Svava, þið eigið að skora úr svona færum!
23. mín
Fanndís með skot utan teigs sem fer rétt framhjá fjærstönginni. Fín tilraun.
21. mín
Andrea Rán í bölvuðu basli með skóna sína. Fór í skalla einvígi eftir markspyrnu Evu Ýr og þurfti að fara reima skóna sína eftir einvígið.
20. mín
Fanndís með fína spyrnu inn í teiginn, þar sem Jóna Kristín hoppaði manna hæst og skallaði, en yfir markið fór boltinn.
20. mín
Brotið á Andreu Rán rétt fyrir utan vítateig Fylkis, vinstra megin.
19. mín
Fanndís með skot fyrir utan teig, en rétt yfir markið.
17. mín
Í annað sinn sem Bryngeir dómari leiksins, sér ekki að aðstoðardómarar leiksins eru löngu löngu búnir að flagga rangstöðu. Þetta er orðið hálf vandræðalegt. Nú var Aivi Luik flögguð rangstæð en leikurinn hélt áfram í 5-8 sekúndur áður en Bryngeir áttaði sig á rangstæðunni.
16. mín
Sandra Sif með aukaspyrnu inn í miðjan vítateiginn sem Sonný Lára kemur út í og grípur auðveldlega.
15. mín
Jæja, það hefur aðeins lifnað við gestunum síðan ég kom með síðustu færslu. Þær eiga núna aukspyrnu á miðjum vallarhelmingi Blika.
12. mín
Þetta er algjör einstefna hérna fyrstu 12 mínúturnar.

Blikar sækja, missa boltann, Fylkisstelpur hreinsa frá og heimastúlkur byrja að byggja upp nýja sókn.
11. mín
Rakel Jónsdóttir reynir skot fyrir utan teig sem Sonný Lára ver auðveldlega.
11. mín
Bryngeir Valdimarsson, hvar var flautan þarna?

Andrea Rán og Aldís Kara taka auðveldan þríhyrning framhjá Ólínu. Andrea var við það að sleppa í gegn ein á móti Evu Ýr, þegar Ólína gjörsamlega axlar hana niður og hún lendir á Evu.

Þetta gerðist rétt fyrir utan vítateiginn og hefði á venjulegum degi alltaf verið aukaspyrna og jafnvel rautt. Að minnsta kosti gult spjald.

Bryngeir, ákvað að dæma ekki neitt. Sem er stórfurðulegt.
9. mín
Hallbera fer upp vinstri kantinn, framhjá Evu Núru. Kemur síðan með fína fyrirgjöf með fram grasinu en Ólína gerir vel og rennir sér fyrir boltann.

Boltinn berst síðan út í teiginn þar sem Svava Rós reynir skot sem fer framhjá fjærstönginni.
7. mín
Andrea Rán og Rut Kristjáns. lentu saman sem endaði með því að Andrea Rán datt úr skónum. Skondið atvik.
4. mín
Breiðablik fær aukaspyrnu á vallarhelming Fylkis. Fanndís tekur spyrnuna sem er afleit og skoppar boltinn langt framhjá markinu.
1. mín
Blikarnir sækja í átt að Fífunni, á meðan Fylkir sækir í átt að Sporthúsinu.
1. mín
Leikurinn er byrjaður!
Fyrir leik
Styttist í að leikar hefjist.
Fyrir leik
Bæði lið eru að hita upp, það er rúmlega korter í leik.
Fyrir leik
Það er frábært knattspyrnuveður hér á Kópavogsvelli og völlurinn lítur frábærlega út. S/O á #Bövaktin sem er greinilega að vinna vinnuna sína hér á Kópavogsvellinum.
Fyrir leik
Breiðablik er á toppi deildarinnar með 34 stig á meðan Fylkir eru í 7. sæti með 19 stig. Bæði lið hafa verið á fínu róli í deildinni að undanförnu.
Fyrir leik
Það verður fróðlegt að sjá hvernig Fylkisstelpur spjara sig í leiknum í kvöld án Berglindar Bjargar. Hún hefur skorað 12 mörk fyrir Fylki í sumar, sem alls hefur skorað 22 mörk í deildinni.

Eins hefur Shu-o Tseng skorað eitt mark fyrir liðið í sumar.
Fyrir leik
Það eru aðeins fleiri breytingar á liði Fylkis frá síðustu umferð, þegar liðið sigraði Val 5-1 þar sem Berglind Björg skoraði þrennu.

Berglind er farin til Bandaríkjana í nám og spilar ekki meira með liðinu í sumar. Shu-o Tseng sem byrjaði síðasta leik er ekki í byrjunarliði Fylkis í kvöld. Sömu sögu er að segja um Selmu Sól en systir hennar, Sandra Sif kemur inn í byrjunarliðið.

Einnig koma Inn í liðið þær Rut Kristjánsdóttir og Lucy Gildein.
Fyrir leik
Þorsteinn Halldórsson þjálfari Blika stillir upp sama byrjunarliði og vann KR 3-0 á útivelli í síðustu umferð.

Telma Hjaltalín kemur hinsvegar inn í hópinn og fær sér sæti á bekknum. Arna Dís og Ásta Eir eru hinsvegar ekki í hópnum. Kæmi mér ekki á óvart ef Ásta Eir væri farin til Bandaríkjana í skóla.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin í hús.
Fyrir leik
Verið velkomin í beina textalýsingu frá Kópavogsvellinum.

Hér í kvöld tekur efsta lið Pepsi-deildar kvenna, Breiðablik á móti Fylki.
Byrjunarlið:
1. Eva Ýr Helgadóttir (m)
4. Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir
6. Andreea Laiu
7. Rut Kristjánsdóttir
7. Aivi Luik
8. Hulda Hrund Arnarsdóttir
10. Ruth Þórðar Þórðardóttir ('79)
18. Jasmín Erla Ingadóttir
22. Lucy Gildein
24. Eva Núra Abrahamsdóttir
27. Sandra Sif Magnúsdóttir

Varamenn:
25. Þóra Björg Helgadóttir (m)
15. Andrea Katrín Ólafsdóttir
17. Margrét Björg Ástvaldsdóttir

Liðsstjórn:
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
Rakel Jónsdóttir

Gul spjöld:
Ruth Þórðar Þórðardóttir ('40)

Rauð spjöld: