Grindavík
3
2
Haukar
0-1
Aron Jóhannsson
'13
Alexander Veigar Þórarinsson
'34
1-1
Hákon Ívar Ólafsson
'52
2-1
Gunnar Þorsteinsson
'57
3-1
3-2
Þórður Jón Jóhannesson
'84
06.05.2016 - 19:15
Grindavíkurvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Gunnar Sverrir Gunnarsson
Áhorfendur: 571
Grindavíkurvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2016
Dómari: Gunnar Sverrir Gunnarsson
Áhorfendur: 571
Byrjunarlið:
1. Anton Ari Einarsson (m)
Óli Baldur Bjarnason
('82)
Jósef Kristinn Jósefsson
2. Hákon Ívar Ólafsson
('77)
3. Edu Cruz
4. Rodrigo Gomes Mateo
8. Gunnar Þorsteinsson (f)
9. Matthías Örn Friðriksson
('69)
17. Magnús Björgvinsson
24. Björn Berg Bryde
80. Alexander Veigar Þórarinsson
Varamenn:
Úlfar Hrafn Pálsson
('69)
3. Gylfi Örn Á Öfjörð
7. Will Daniels
('77)
21. Marinó Axel Helgason
29. Anton Helgi Jóhannsson
Liðsstjórn:
Anton Ingi Rúnarsson (Þ)
Marko Valdimar Stefánsson
Gul spjöld:
Alexander Veigar Þórarinsson ('86)
Úlfar Hrafn Pálsson ('90)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið.
Eins marks sigur Grindavíkur staðreynd í markaleik! Góð byrjun seinni hálfleiks skóp þennan sigur heimamanna sem var lítið í hættu eftir að þeir komust 3-1 yfir.
Viðtöl og skýrslan kemur inn þegar ég hef komið mér heim í hitann seinna í kvöld.
Eins marks sigur Grindavíkur staðreynd í markaleik! Góð byrjun seinni hálfleiks skóp þennan sigur heimamanna sem var lítið í hættu eftir að þeir komust 3-1 yfir.
Viðtöl og skýrslan kemur inn þegar ég hef komið mér heim í hitann seinna í kvöld.
90. mín
Gult spjald: Úlfar Hrafn Pálsson (Grindavík)
Fyrir brot á eigin vallarhelmingi.
Venjulegum leiktíma er lokið.
Venjulegum leiktíma er lokið.
88. mín
Alexander Freyr með langa spyrnu í átt að vítateig Grindavíkur, Barros tekur við boltanum rennur honum út á Aron Jóhannsson sem á heldur betur misheppnað skot með vinstri.
86. mín
Gult spjald: Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Fær gult spjald fyrir dýfu innan teigs!
Hárrétt hjá Gunnari Sverri.
Hárrétt hjá Gunnari Sverri.
84. mín
Inn:Daði Snær Ingason (Haukar)
Út:Gunnar Jökull Johns (Haukar)
Síðasta skipting Hauka í leiknum.
84. mín
MARK!
Þórður Jón Jóhannesson (Haukar)
Stoðsending: Alexander Freyr Sindrason
Stoðsending: Alexander Freyr Sindrason
HAUKAR MINNKA MUNINN!
Eftir hornspyrnu kemur Alexander Freyr með fyrirgjöf innan teigs sem Þórður Jón stýrir í netið af stuttu færi.
Líklega fyrsta snerting hans í leiknum eða amk. nálægt því.
Eftir hornspyrnu kemur Alexander Freyr með fyrirgjöf innan teigs sem Þórður Jón stýrir í netið af stuttu færi.
Líklega fyrsta snerting hans í leiknum eða amk. nálægt því.
82. mín
Inn:Marko Valdimar Stefánsson (Grindavík)
Út:Óli Baldur Bjarnason (Grindavík)
Marko Valdimar kemur inn fyrir sóknarmanninn, Óla Baldur.
William fer þá fremst og Marko djúpur á miðju.
William fer þá fremst og Marko djúpur á miðju.
80. mín
Inn:Þórður Jón Jóhannesson (Haukar)
Út:Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Önnur skipting Hauka í leiknum. Daníel Snorri átt fína spretti en lítið komið útúr hans leik eins og hjá flestum í sóknarleik Hauka.
78. mín
Daníel Snorri fellur innan teigs og Haukamenn vilja fá víti. Sveppurinn ekki á sama máli og ekkert dæmt.
77. mín
Inn:Will Daniels (Grindavík)
Út:Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík)
Beint úr Þorlákshöfninni, William Daniels kominn inná.
75. mín
Það hefur lítið sem ekkert reynt á Anton Ara í marki heimamanna í seinni hálfleik. Aron Jóhannsson átti rétt í þessu fyrirgjöf sem Anton Ari greip auðveldlega.
71. mín
Eftir þriðja mark Grindvíkinga hefur heldur betur fjarað úr leik Hauka og þeir virðast ráðalausir.
69. mín
Inn:Úlfar Hrafn Pálsson (Grindavík)
Út:Matthías Örn Friðriksson (Grindavík)
Uppalinn í Haukum, Úlfar Hrafn Pálsson er kominn inná fyrir lemstraðan Matthías Örn. Úlfar fer beint í hægri bakvörðinn.
68. mín
Það er allt annað að sjá til Magnúsar Björgvinssonar í seinni hálfleik. Frískur á hægri kantinum og búinn að leggja upp tvö mörk. Stórhættulegur.
65. mín
Jósef með aukaspyrnuna sem Gunnlaugur Fannar hreinsar frá.
Grindvíkingar halda pressunni áfram en kemur ekkert úr því.
Grindvíkingar halda pressunni áfram en kemur ekkert úr því.
65. mín
Aran Nganpanya brotlegur og Grindavík fær aukaspyrnu rétt fyrir utan vítateig Hauka.
63. mín
Jósef Kristinn með góða aukaspyrnu sem Terrance misreiknar allt svakalega. Boltinn á fjærstöngina en Björn Berg skallar boltann yfir markið. Enginn í marki.
57. mín
MARK!
Gunnar Þorsteinsson (Grindavík)
Stoðsending: Magnús Björgvinsson
Stoðsending: Magnús Björgvinsson
GRINDAVÍK ER AÐ GERA ÚTUM ÞETTA HÉRNA Á FYRSTU MÍNÚTUM SEINNI HÁLFLEIKS!
Magnús Björgvinsson með fyrirgjöf á nærstöngina sem Gunnar Þorsteinsson skallar í netið af stuttu færi.
Magnús Björgvinsson með fyrirgjöf á nærstöngina sem Gunnar Þorsteinsson skallar í netið af stuttu færi.
56. mín
Inn:Gunnar Gunnarsson (Haukar)
Út:Haukur Ásberg Hilmarsson (Haukar)
Lánsmaður frá Val út og lánsmaður frá Val inn.
Haukur Ásberg fann sig enganvegin í þessum leik. Gunnar kemur í hægri bakvörðinn og Gunnar Jökull fer úr hægri bakverðinum fremst á völlinn.
Haukur Ásberg fann sig enganvegin í þessum leik. Gunnar kemur í hægri bakvörðinn og Gunnar Jökull fer úr hægri bakverðinum fremst á völlinn.
52. mín
MARK!
Hákon Ívar Ólafsson (Grindavík)
Stoðsending: Magnús Björgvinsson
Stoðsending: Magnús Björgvinsson
GRINDVÍKINGAR ERU KOMNIR YFIR!
Magnús Björgvinsson á skot að marki innan teigs. Hákon Ívar kom síðan á fleygiferð innan markteigs og stýrði boltanum í netið. Kom sér á undan Alexander Frey í boltann.
Magnús Björgvinsson á skot að marki innan teigs. Hákon Ívar kom síðan á fleygiferð innan markteigs og stýrði boltanum í netið. Kom sér á undan Alexander Frey í boltann.
48. mín
Grindvíkingar fá þrjár hornspyrnur núna í röð. Sem ekkert verður úr.
Athyglisvert hinsvegar að Haukar stilla upp tveggja manna varnarvegg í hornspyrnum Grindvíkinga.
Athyglisvert hinsvegar að Haukar stilla upp tveggja manna varnarvegg í hornspyrnum Grindvíkinga.
47. mín
Haukur Ásberg lánsmaður Hauka frá Val hefur alls ekki verið sannfærandi í þessum leik. Átti rétt í þessu slaka sendingu fram á við ætla Renato Barros sem hefði verið kominn í fína stöðu einn á móti varnarmanni Grindvíkinga.
46. mín
Ásgeir Þór Ingólfsson fyrrum leikmaður Hauka og núverandi leikmaður Grindavíkur er að glíma við meiðsli á læri. Hann er í hlutverki vallarstarfsmanns hér í dag.
45. mín
Hálfleikur
Staðan jöfn í hálfleik 1-1.
Hvorugt liðið hefur skapað sér opin marktækifæri, fyrir utan jöfnunarmark heimamanna.
Hvorugt liðið hefur skapað sér opin marktækifæri, fyrir utan jöfnunarmark heimamanna.
45. mín
Aron Jóhannsson með aukaspyrnuna sem Anton Ari grípur.
Nokkrum sekúndum síðar er flautað til hálfleiks.
Nokkrum sekúndum síðar er flautað til hálfleiks.
45. mín
Brotið á Hauki Ásbergi á miðjum vallarhelming Grindvíkinga. Líklega síðasta tækifærið í fyrri hálfleiknum.
43. mín
Eftir jöfnunarmark Grindvíkinga er leikurinn í miklu jafnvægi eins og hægt er að segja kannski um allan fyrri hálfleikinn.
Bæði lið reyna sækja hratt en hafa lítið sem ekkert skapað.
Bæði lið reyna sækja hratt en hafa lítið sem ekkert skapað.
40. mín
Grindavík fékk fyrir skömmu gefins hornspyrnu að svo virðist. Gunnar Sverrir horfði á aðstoðardómarann og hvorugur vissi hver ætti boltann. Gunnar ákvað að gefa Grindavík horn. Sem ekkert varð úr.
Eftir það hleypur Sveppurinn síðan í átt að varamannabekk Hauka og aðvarar Þórhall Dan aðstoðarþjálfara Hauka.
Eftir það hleypur Sveppurinn síðan í átt að varamannabekk Hauka og aðvarar Þórhall Dan aðstoðarþjálfara Hauka.
34. mín
MARK!
Alexander Veigar Þórarinsson (Grindavík)
Stoðsending: Jósef Kristinn Jósefsson
Stoðsending: Jósef Kristinn Jósefsson
GRINDVÍKINGAR HAFA JAFNAÐ!
Enn ein sókn Grindvíkinga upp vinstri kantinn, Jósef Kristinn komst inn í teig upp að endamörkum lagði boltann síðan út í teiginn þar sem Alexander Veigar var einn og óvaldaður og þrumaði boltanum á mitt markið!
Staðan orðin jöfn.
Enn ein sókn Grindvíkinga upp vinstri kantinn, Jósef Kristinn komst inn í teig upp að endamörkum lagði boltann síðan út í teiginn þar sem Alexander Veigar var einn og óvaldaður og þrumaði boltanum á mitt markið!
Staðan orðin jöfn.
33. mín
Aron Jóhannsson með aukaspyrnu sem Barros skallar að marki en beint á Anton Ara í markinu.
32. mín
Magnús Björgvinsson lítið sést í fyrri hálfleik. Á rétt í þessu slaka fyrirgjöf beint í hliðarnetið.
29. mín
Alexander Freyr misreiknar sig eitthvað aftast í vörn Hauka en bjargar sér og hreinsar í horn.
Grindvíkingar fá horn sem endar með því að Magnús Björgvinsson á skot innan teigs beint á Terrance.
Grindvíkingar fá horn sem endar með því að Magnús Björgvinsson á skot innan teigs beint á Terrance.
21. mín
Spyrnan slök frá Jósef Kristni og Renato Barros skallar frá. Grindvíkingar fá hinsvegar innkast.
20. mín
Aran Nganpanya brýtur á Magnúsi Björgvinssyni og Grindavík fær aukaspyrnu. Nú hægra megin.
Jósef Kristinn undirbýr spyrnuna.
Jósef Kristinn undirbýr spyrnuna.
18. mín
Áfram sækja Grindvíkingar upp vinstri kantinn. Nú var Jósef Kristinn kominn upp að endalínunni en Aron Jóhannsson náði að taka boltann af honum, áður en fyrirgjöfin kom.
13. mín
MARK!
Aron Jóhannsson (Haukar)
FYRSTA MARK INKASSO-DEILDARINNAR ER KOMIÐ!
Aron Jóhannsson með viðstöðulaust skot utan teigs óverjandi fyrir Anton Ara í markinu.
Anton Ari kýldi hornspyrnu Alexanders út fyrir teiginn beint fyrir fætur Arons sem lét vaða. Gestirnir komnir yfir!
Aron Jóhannsson með viðstöðulaust skot utan teigs óverjandi fyrir Anton Ara í markinu.
Anton Ari kýldi hornspyrnu Alexanders út fyrir teiginn beint fyrir fætur Arons sem lét vaða. Gestirnir komnir yfir!
12. mín
Úff!
Þarna skapaðist hætta uppúr engu.
Terrance á langa útspark sem Grindvíkingar misreikna og Renato Barros er kominn með boltann inn í teig Grindvíkinga en á skot beint í höfuðið á Eduardo Cruz og aftur fyrir.
Haukar fá horn sem Alexander Helgason tekur.
Þarna skapaðist hætta uppúr engu.
Terrance á langa útspark sem Grindvíkingar misreikna og Renato Barros er kominn með boltann inn í teig Grindvíkinga en á skot beint í höfuðið á Eduardo Cruz og aftur fyrir.
Haukar fá horn sem Alexander Helgason tekur.
11. mín
Grindavík sækir töluvert upp vinstri kantinn. Voru rétt í þessu að eiga fyrirgjöf frá vinstri sem Haukar sparka í horn.
9. mín
Arnar Aðalgeirsson fær spark í bakið en ekkert dæmt. Gunnar Sverrir dómari leiksins stoppar síðan leikinn stuttu síðar. Arnar virðist jafna sig fljótt á þessu.
6. mín
Hákon Ívar kominn í ágætis færi en á síðustu stundu náðu varnarmenn Hauka að komast fyrir skotið. Jósef Kristinn með góða sendingu innfyrir, bakvið miðvörð og bakvarðar.
Boltinn endaði afturfyrir en Grindvíkingar náðu ekki að skapa sér neitt úr horninu.
Boltinn endaði afturfyrir en Grindvíkingar náðu ekki að skapa sér neitt úr horninu.
4. mín
Fyrsta skot leiksins átti Aron Jóhannsson fyrir utan teig en rétt framhjá stönginni.
Haukar leika með vindi og hafa verið meira með boltann fyrstu mínúturnar.
Haukar leika með vindi og hafa verið meira með boltann fyrstu mínúturnar.
3. mín
Hjá Haukum er Terrance William í markinu. Alexander Freyr og Gunnlaugur Fannar í miðvörðunum. Aran Nganpanya í vinstri bakverði og Gunnar Jökull í hægri bakverði.
Aron Jóhannsson er djúpur á miðjunni, Arnar Aðalgeirsson og Daníel Snorri fyrir framan hann ásamt Alexander Helgasyni.
Fremstir eru síðan Elton Renato Barros og Haukur Ásberg.
Aron Jóhannsson er djúpur á miðjunni, Arnar Aðalgeirsson og Daníel Snorri fyrir framan hann ásamt Alexander Helgasyni.
Fremstir eru síðan Elton Renato Barros og Haukur Ásberg.
2. mín
Matthías Örn er í hægri bakverði heimamanna, Björn Berg og Eduardo Cruz í miðvörðunum og Jósef Kristinn í vinstri bakverði.
Gunnar Þorsteinsson og Rodrigo Gomes á miðjunni.
Magnús Björgvinsson á hægri kanti og Hákon Ívar hægri kanti. Framarlega eru síðan þeir Alexander Veigar og Óli Baldur.
Gunnar Þorsteinsson og Rodrigo Gomes á miðjunni.
Magnús Björgvinsson á hægri kanti og Hákon Ívar hægri kanti. Framarlega eru síðan þeir Alexander Veigar og Óli Baldur.
Fyrir leik
Í marki Grindavíkur stendur Anotn Ari Einarsson sem hann er á láni hjá Grindvíkingum frá Val.
Maciej Majewski sem stóð í marki Grindavíkur í fyrra meiddist illa í vetur og verður því ekki með liðinu í sumar.
Maciej Majewski sem stóð í marki Grindavíkur í fyrra meiddist illa í vetur og verður því ekki með liðinu í sumar.
Fyrir leik
Bæði lið stefna á að fara upp um deild í sumar.
Amk. lét Óli Stefán þjálfari Grindavíkur þau orð falla eftir leik í Lengjubikarnum í vetur að þeir stefndu upp.
Sama má segja um þjálfarateymi Hauka sem setti sér tveggja ára markmið að fara upp. Nú er komið að seinna árinu í því markmiði.
Amk. lét Óli Stefán þjálfari Grindavíkur þau orð falla eftir leik í Lengjubikarnum í vetur að þeir stefndu upp.
Sama má segja um þjálfarateymi Hauka sem setti sér tveggja ára markmið að fara upp. Nú er komið að seinna árinu í því markmiði.
Fyrir leik
Það verður gaman að sjá Gunnar Þorsteinsson á miðjunni hjá Grindavík en hann er að koma heim eftir dvöl bæði í Englandi og síðustu ár hjá ÍBV í Pepsi-deildinni.
Fyrir leik
Bæði lið eru farin inn í klefa að ylja sér áður en baráttan hefst.
Það er ágætis kuldi hér í Grindavík og það blæs ágætlega. Sýnist blása á annað markið. Sjáum til.
Það er ágætis kuldi hér í Grindavík og það blæs ágætlega. Sýnist blása á annað markið. Sjáum til.
Fyrir leik
Brynjar Ásgeir Guðmundsson leikmaður FH og þjálfari ÍH var fenginn til að spá fyrir um 1. umferðina í Inkasso-deildina.
Hér er hans spá fyrir leikinn í kvöld.
Grindavík 2-0 Haukar (19:15 í kvöld)
Grindavík eiga eftir að spila vel í rokinu suður með sjó. Björn Berg Bryde kann á vindinn og skorar fyrsta mark sumarsins eftir fimm mínútna leik. Alexander Freyr, fyrirliði Hauka, heldur að hann hafi jafnað metin á 89. mínútu en annars góður dómari leiksins flautar ranglega bakhrindingu. Svo innsiglar Grétar Ólafur Hjartarson sigurinn í uppbótartíma.
Hér er hans spá fyrir leikinn í kvöld.
Grindavík 2-0 Haukar (19:15 í kvöld)
Grindavík eiga eftir að spila vel í rokinu suður með sjó. Björn Berg Bryde kann á vindinn og skorar fyrsta mark sumarsins eftir fimm mínútna leik. Alexander Freyr, fyrirliði Hauka, heldur að hann hafi jafnað metin á 89. mínútu en annars góður dómari leiksins flautar ranglega bakhrindingu. Svo innsiglar Grétar Ólafur Hjartarson sigurinn í uppbótartíma.
Fyrir leik
Hér er listi yfir komnir/farnir hjá Haukum fyrir tímabilið.
Komnir:
Elton Renato Livramento Barros frá Selfossi
Haukur Ásberg Hilmarsson frá Val á láni
Gunnar Gunnarsson frá Val á láni
Farnir:
Andri Fannar Freysson í Njarðvík
Björgvin Stefánsson í Val á láni
Darri Tryggvason hættur
Magnús Þór Gunnarsson (ÍH)
Marteinn Gauti Andrason
Magnús Þór Gunnarsson (ÍH á láni)
Þórarinn Jónas Ásgeirsson (ÍH á láni)
Gylfi Steinn Guðmundsson (ÍH á láni)
Komnir:
Elton Renato Livramento Barros frá Selfossi
Haukur Ásberg Hilmarsson frá Val á láni
Gunnar Gunnarsson frá Val á láni
Farnir:
Andri Fannar Freysson í Njarðvík
Björgvin Stefánsson í Val á láni
Darri Tryggvason hættur
Magnús Þór Gunnarsson (ÍH)
Marteinn Gauti Andrason
Magnús Þór Gunnarsson (ÍH á láni)
Þórarinn Jónas Ásgeirsson (ÍH á láni)
Gylfi Steinn Guðmundsson (ÍH á láni)
Fyrir leik
Hér er listi yfir komnir/farnir hjá Grindavík fyrir tímabilið.
Komnir:
Alexander Veigar Þórarinsson frá Þrótti
Anton Ari Einarsson frá Val á láni
Gunnar Þorsteinsson frá ÍBV
Jo Oliveira frá Króatíu
Will Daniels frá Ægi
Edu Cruz frá Spáni
Farnir:
Alejandro Jesus Blazquez Hernandez til Spánar
Alex Freyr Hilmarsson í Víking R.
Angel Guirado Aldeguer til Spánar
Benóný Þórhallsson í Reyni Sandgerði á láni
Scott Ramsay í GG
Tomislav Misura í Reyni Sandgerði á láni
Komnir:
Alexander Veigar Þórarinsson frá Þrótti
Anton Ari Einarsson frá Val á láni
Gunnar Þorsteinsson frá ÍBV
Jo Oliveira frá Króatíu
Will Daniels frá Ægi
Edu Cruz frá Spáni
Farnir:
Alejandro Jesus Blazquez Hernandez til Spánar
Alex Freyr Hilmarsson í Víking R.
Angel Guirado Aldeguer til Spánar
Benóný Þórhallsson í Reyni Sandgerði á láni
Scott Ramsay í GG
Tomislav Misura í Reyni Sandgerði á láni
Fyrir leik
,,Grindvíkingar féllu úr Pepsi-deildinni árið 2012 og eru nú að fara inn í sitt fjórða tímabil í röð í 1. deildinni. Eftir að hafa verið markatölu frá því að fara upp árið 2013 þá hefur liðið ekki náð að gera alvöru atlögu að sæti í Pepsi-deildinni undanfarin tvö ár."
Þetta er meðal þess sem skrifað var um Grindavík í spánni á Fótbolti.net.
Þetta er meðal þess sem skrifað var um Grindavík í spánni á Fótbolti.net.
Fyrir leik
,,Haukar komu á óvart í 1. deildinni í fyrra. Hópurinn var nánast einungis skipaður uppöldum Hauka strákum í kringum tvítugt. Undir stjórn Luka Kostic gerði liðið fína hluti og endaði í 6. sæti eftir að hafa verið ekki langt frá toppbárattunni undir lokin. Björgvin Stefánsson fór frá Haukum til Vals í vikunni og það er mikil blóðtaka fyrir liðið."
Þetta er meðal þess sem skrifað var um í spánni um Hauka.
Þetta er meðal þess sem skrifað var um í spánni um Hauka.
Fyrir leik
Það er ekki hægt að búast við öðru en jöfnum leik hér í kvöld.
Grindavík var spáð 6. sæti í deildinni í árlegri spá þjálfara og fyrirliði deildarinnar sem Fótbolti.net stendur fyrir. Haukum var hinsvegar spáð 8. sæti.
Grindavík var spáð 6. sæti í deildinni í árlegri spá þjálfara og fyrirliði deildarinnar sem Fótbolti.net stendur fyrir. Haukum var hinsvegar spáð 8. sæti.
Byrjunarlið:
1. Terrance William Dieterich (m)
4. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson
7. Haukur Ásberg Hilmarsson
('56)
9. Elton Renato Livramento Barros
11. Arnar Aðalgeirsson
12. Gunnar Jökull Johns
('84)
13. Aran Nganpanya
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
('80)
21. Alexander Helgason
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)
Varamenn:
30. Magnús Kristófer Anderson (m)
2. Sindri Hrafn Jónsson
6. Þórður Jón Jóhannesson
('80)
6. Gunnar Gunnarsson
('56)
10. Daði Snær Ingason
('84)
19. Sigurgeir Jónasson
24. Arnar Þór Tómasson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Arnar Aðalgeirsson ('63)
Rauð spjöld: