Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Þróttur R.
2
0
Breiðablik
Dion Acoff '13 1-0
Arnór Sveinn Aðalsteinsson '45
Vilhjálmur Pálmason '89 2-0
17.05.2016  -  19:15
Þróttarvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 905
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m)
3. Finnur Ólafsson
5. Aron Ýmir Pétursson
11. Dion Acoff
15. Davíð Þór Ásbjörnsson ('55)
19. Karl Brynjar Björnsson (f)
20. Viktor Unnar Illugason ('61)
21. Tonny Mawejje
25. Kabongo Tshimanga ('79)
27. Thiago Pinto Borges
29. Kristian Larsen

Varamenn:
4. Hreinn Ingi Örnólfsson
6. Vilhjálmur Pálmason ('61)
8. Aron Þórður Albertsson ('79)
18. Dean Lance Morgan Plues ('55)
23. Aron Lloyd Green

Liðsstjórn:
Hallur Hallsson
Arnar Darri Pétursson

Gul spjöld:
Dion Acoff ('15)
Viktor Unnar Illugason ('52)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Fyrsti sigur Þróttara staðreynd!!! Skýrsla og viðtöl koma innan skamms!
90. mín
Vilhjálmur Pálma með þvílíka innkomu! Vann boltann á vallarhelmingi Blika og hélt boltanum lengi og vann góðan tíma. Vel gert.
90. mín
90 komnar á klukkuna þegar Oliver þrumar framhjá!
89. mín MARK!
Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.)
Stoðsending: Thiago Pinto Borges
ÉG SKAL SEGJA YKKUR ÞAÐ!!! 2-0!!!!!! Vilhjálmur með glæsilegt mark sem innsiglar væntanlega fyrsta sigur heimamanna í Pepsi í ár!!!
88. mín
Aukaspyrna dæmd á Blika inn í teig Þróttara og gestirnir mjög ósáttir!
86. mín
Morgan með sprett upp kantinn en Elfar Freyr vann boltann vel.
84. mín
Vilhjálmur Pálma með slakt skot yfir.
84. mín
Blikar með þunga sókn en ná ekki góðu færi.
81. mín
Trausti í smá skógarhlaupi en kom ekki að sök.
80. mín
Blikavörnin GALOPNAÐIST en Vilhjálmur Pálma nýtti sénsinn illa.
79. mín
Inn:Aron Þórður Albertsson (Þróttur R.) Út:Kabongo Tshimanga (Þróttur R.)
78. mín
Inn:Ellert Hreinsson (Breiðablik) Út:Alfons Sampsted (Breiðablik)
Allt lagt undir!
74. mín
GLEEENNNN!!! Gott færi sem Höskuldur lagði upp fyrir Glenn en skotið ekki nógu fast og hélt Trausti boltanum.
71. mín
Thiago með ÞRUMUSKOT sem Gulli ver eiginlega upp í skeytunum! Þarna skall hurð nærri hælum! Fyrsta áhlaup Þróttar í smá tíma.
69. mín
Bamberg með aukaspyrnu sem sveif yfir kolla í teig Þróttar. Blikar að færa sig upp á skaftið.
67. mín
Blikar reyna að færa liðið framan og pressa.
62. mín
Jæja. Leikur hafinn að nýju.
61. mín
Inn:Vilhjálmur Pálmason (Þróttur R.) Út:Viktor Unnar Illugason (Þróttur R.)
60. mín
Höskuldur í klafsi fyrir utan teig og berst boltinn á Glenn sem tæklar í boltann en rétt fram hjá markinu! Glenn og Trausti rákust saman og liggur markmaðurinn eftir.
57. mín
Glenn í DAUÐAFÆRI eftir sendingu frá Höskuldi. Skotið slakt og yfir markið.
57. mín
Thiago með horn fyrir Þrótt og Davíð með skalla sem Gulli varði vel.
55. mín
Inn:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Út:Atli Sigurjónsson (Breiðablik)
55. mín
Inn:Dean Lance Morgan Plues (Þróttur R.) Út:Davíð Þór Ásbjörnsson (Þróttur R.)
55. mín
Glenn í góðu færi en Trausti varði vel.
54. mín
Atli ætlaði sér að senda fyrir en boltinn fór í hönd Þróttara og vildu Blikar fá víti. Ekkert dæmt.
52. mín Gult spjald: Viktor Unnar Illugason (Þróttur R.)
Glórulítil tækling við endalínu
49. mín
Thiago með RUDDA tæklingu en fær ekki spjald. Auka dæmd sem endar í fangi Trausta.
47. mín
Damir bjargar nánast á línu!!! Tonny með skotið.
46. mín
Þetta er farið aftur af stað!
45. mín
Hálfleikur
Þróttarar í DAUÐAFÆRI að klára þennan leik! Marki yfir og manni fleiri!
45. mín
Bamberg með skot beint á Trausta
45. mín
Inn:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Blikar skipta strax.
45. mín Rautt spjald: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
Búinn að brjóta margsinnis á GULU SPJALDI og þarna kom rauða!
42. mín
Thiago með aukaspyrnu sem rétt sveif yfir Kalla! Sóknin endaði á slakri sendingu Viktors.
41. mín
Brotið á Kabongo við vítateigshornið. Þróttarar með séns.
40. mín
Jahá. Langur bolti strax aftur að marki Þróttara og fara Glenn og Kalli í kapphlaup. Glenn fer með hendurnar ólöglega í Kalla og dæmt brot.
40. mín
Borges liggur aðeins og fer tími í hlutina hérna. Game ON Kalli.
37. mín
Oliver með ÞRUMUSKOT sem fór í varnarmann og breytti um stefnu. Er ekki viss um að þetta hafi verið á markið en Trausti varði í horn sem ekkert kom upp úr.
36. mín
Blikar reyna að spila boltanum hraðar en Þróttarar eru enn með forystu!
33. mín
HÆTTA HÆTTA!!!! Arnþór Ari með skot úr teignum eftir hornspyrnu en Þróttarar bjarga Á LÍNU!
32. mín
Sampsted með aukaspyrnu utan af velli en Trausti greip hana auðveldlega.
28. mín
Kabongo með snúninga inni í teig Blika en náði ekki að skapa sér færi.
25. mín
Yeoman með engan smá sprett! Lék á Þróttara en fyrirgjöf hans endaði með hornspyrnu. Atli tók hornið og Elfar Helga var nálægt því að skora með skalla.
22. mín Gult spjald: Arnór Sveinn Aðalsteinsson (Breiðablik)
Klaufalegt brot sem verðskuldaði spjald
20. mín
Finnur Ólafs með skot af nokkuð löngu færi sem Gulli greip.
17. mín
Atli með ÞRUMUSKOT sem Trausti sló út í teiginn. Glenn fylgir eftir en aftur ver Trausti! Stórhætta þarna!
15. mín Gult spjald: Dion Acoff (Þróttur R.)
Dion tæklar hér Arnor Svein og uppsker fyrsta gula spjaldið
13. mín MARK!
Dion Acoff (Þróttur R.)
Stoðsending: Finnur Ólafsson
Upp úr ENGU!!! Dion fær boltann vinstra megin og sólar Arnór upp úr skónum áður en hann ÞRUMAÐI Í ÞAKNETIÐ! 1-0 Þróttur!
12. mín
Aftur skallar Kalli frá og eftir barning kemur fyrirgjöf sem endar hjá Trausta í markinu. Blikar byrja betur.
11. mín
Blikar fá horn
9. mín
Kalli skallar frá og Oliver tekur skot sem fer fram hjá.
9. mín
Blikar hafa verið að minna á sig og fá fyrsta horn leiksins.
7. mín
Bamberg með skalla! Hættulegasta færið hingað til en beint í lúkurnar á Trausta.
6. mín
Oliver með fyrsta brot leiksins. Klafs brot inni á miðju.
4. mín
Atli Sigurjóns reynir skot af löngu færi en laust fram hjá
3. mín
Viktor með fyrirgjöf sem endar aftur fyrir
1. mín
Glenn setur boltann í markið eftir sendingu frá Atla en rangstaða dæmd.
1. mín
Leikur hafinn
Þorvaldur Árnason blæs til leiks og Þróttur byrjar með boltann!
Fyrir leik
Liðin ganga inn á völlin. Bæði í sínum þekktustu búningum.
Fyrir leik
Það stefnir í lakari mætingu í kvöld en á síðasta heimaleik Þróttar. En enn tími til stefnu!
Fyrir leik
Blikabekkurinn er í reit á meðan allir Þróttarar eru horfnir inn. GAtli er inn í.
Fyrir leik
Það ríkir spenna í blaðamannastúkunni. Þórir Hákonar, íþróttastjóri Þróttar, tók á móti mönnum skælbrosandi og lofaði bestu borgurum í bænum innan skamms.
Fyrir leik
Köttarar farnir að láta í sér heyra!


Fyrir leik
Dean Morgan er á bekknum hjá Þrótti en hann var keyptur á dögunum.
Fyrir leik
Viktor Unnar byrjar sinn fyrsta leik í sumar.
Fyrir leik
Blikar fara sælir og glaðir inn í leikinn með óbreytt lið. Þetta verður eitthvað.
Fyrir leik
Alls FIMM breytingar á liði Þróttar! Sebastian Svård, Hallur Halls, Vilhjálmur Pálmason, Emil Atla og Ragnar Pétursson koma út og inn koma Thiago Borges, Kabongo Tshimanga, Viktor Unnar Illugason, Karl Brynjar Björnsson og Finnur Ólafsson.
Fyrir leik
Endiega takið þátt í textalýsingunni á Twitter. Myllumerkið #fotboltinet - Ekki er verra ef ég get kryddað þetta aðeins með skemmtilegum myndum úr stúkunni.
Fyrir leik
Styttist í að liðin verði tilkynnt. Gætum séð margar breytingar hjá Þrótti eftir 6-0 tap í síðasta leik. Blikar breyta eflaust fáu hjá sér.

Fyrir leik
Miklar vonir eru bundnar til Jonathan Glenn í liði Blika. Hann hefur aðeins leikið einn af þeim þremur leikjum sem búnir eru þar sem hann byrjaði tímabilið í leikbanni. Kemst Glenn á blað í Íslandsmótinu í dag?
Fyrir leik
Emil Atlason verður fjarri góðu gamni í dag eftir að hafa brotnað gegn Sjörnunni í síðasta leik. Leikmönnum beggja liða var brugðið á Samsung vellinum en vonandi nær Emil sér sem allra fyrst.
Fyrir leik
Nú er spurning hvað eigi að kalla Höskuld Gunnlaugsson eftir að krullurnar fengu að fjúka. Skartaði hann kiwi-inu góða í síðasta leik og kannast nú eflaust margir íslenskir strákar við að kiwi-inu hafi verið hent á þá þegar fór að vora í æsku.
Fyrir leik
Sebastian Svård var skipt út af á 32. mínútu í síðasta leik spurning hvort hann verði á sínum stað í byrjunarliðinu í dag?
Fyrir leik
Breiðablik tapaði óvænt fyrir Víkingi Ó í fyrstu umferð en hafa unnið síðustu tvo leiki. Þróttur hefur byrjað illa og er með 1 stig eftir þrjá leiki og markatöluna 2-11.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag! Það styttist í leik Þróttar og Breiðabliks og er veðrið búið að vera skínandi gott í Laugardalnum í dag.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Arnþór Ari Atlason ('45)
10. Atli Sigurjónsson ('55)
17. Jonathan Glenn
23. Daniel Bamberg
26. Alfons Sampsted ('78)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
24. Aron Snær Friðriksson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('55)
15. Davíð Kristján Ólafsson ('45)
18. Guðmundur Atli Steinþórsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ellert Hreinsson ('78)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('22)

Rauð spjöld:
Arnór Sveinn Aðalsteinsson ('45)