Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Breiðablik
1
1
Fylkir
Damir Muminovic '54 1-0
1-1 Emil Ásmundsson '57
03.08.2016  -  19:15
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Geggjaðar. Blíðskaparveður og völlurinn óaðfinnanlegur.
Dómari: Erlendur Eiríksson
Áhorfendur: 1.065
Maður leiksins: Sonni Ragnar
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson ('85)
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Arnþór Ari Atlason
10. Árni Vilhjálmsson
11. Gísli Eyjólfsson ('67)
15. Davíð Kristján Ólafsson
23. Daniel Bamberg ('73)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('73)
10. Atli Sigurjónsson ('67)
17. Jonathan Glenn ('85)
18. Willum Þór Willumsson
21. Viktor Örn Margeirsson
26. Alfons Sampsted

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Oliver Sigurjónsson ('30)
Damir Muminovic ('53)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Liðin skipta stigunum milli sín. Fylkir er með 9 stig í fallsæti, fimm stigum á eftir ÍBV sem tapaði í dag. Breiðablik í fjórða sæti, nú fimm stigum frá toppliði FH.
94. mín
Atli Sigurjóns með skot yfir. Þetta var það síðasta í leiknum tel ég.
93. mín
ÓVÆNT DAUÐAFÆRI! Sito við vítateigsendann og enginn í honum. Skot Spánverjans beint á Gunnleif. Fylkir hefði getað stolið öllum stigunum.
92. mín
Sóknarbrot í teignum. Fylkir á aukaspyrnu.
91. mín
Blikar fá horn. Atli Sigurjóns með hornið og Sonni skallar afturfyrir. Annað horn.
90. mín
Uppbótartíminn er 3 mínútur hið minnsta.
89. mín
Fáum við flautusigurmark?...
88. mín
Ragnar Bragi dansar framhjá varnarmönnum og kemur sér í hörkufæri! Skot hans hinsvegar arfaslappt og siglir framhjá.
85. mín
Inn:Jonathan Glenn (Breiðablik) Út:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Arnar Grétars sættir sig ekki við annað en öll þrjú stigin.
85. mín
Oliver Sigurjóns með fínt skot. Rétt framhjá.
84. mín
Elfar Freyr Helgason með gríðarlega góða vörn! Stelur boltanum af tám Sito sem var að koma sér í dauðafæri.
82. mín
Albert Brynjar með skot. Auðvelt fyrir Gulla.
80. mín
Höskuldur Gunnlaugsson með skot af löngu færi. Kraftlítið. Ólafur Íshólm ver auðveldlega. Blikar halda áfram að einoka boltann en gestirnir ætla að treysta á skyndisóknir.
78. mín
Árni Vilhjálms með fyrirgjöf sem varð að lúmsku skoti. Hornspyrna sem Blkar fá.
75. mín
Oliver með gott skot af löngu færi. Kraftur í þessu en boltinn ekki hátt yfir.
74. mín
Áhorfendur á Kópavogsvelli í kvöld: 1.065.
73. mín
Inn:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Út:Daniel Bamberg (Breiðablik)
Höskuldur ekki náð að sýna sínar bestu hliðar í sumar, því miður. Stórskemmtilegur leikmaður.
73. mín
STÓRHÆTTA VIÐ MARK FYLKIS! Arnór Sveinn í fínu færi og náði föstu skoti sem Ólafur Íshólm varði. Boltinn datt svo á Arnþór Ara en varnarmaður fleygði sér fyrir skot hans.
72. mín
Inn:Víðir Þorvarðarson (Fylkir) Út:Andrés Már Jóhannesson (Fylkir)
Hemmi Hreiðars hendir í tvöfalda skiptingu.
72. mín
Inn:Sito (Fylkir) Út:Garðar Jóhannsson (Fylkir)
Sito mættur til leiks.
72. mín Gult spjald: Emil Ásmundsson (Fylkir)
71. mín
Arnþór Ari að koma sér í dauðafæri en þá mætir Sonni Ragnar með frábæra tæklingu. Sonni átt góðan fyrsta leik fyrir Fylki.
69. mín
Arnór Sveinn rennir boltanum á Atla sem á skot í varnarmann og hornspyrnu. Enn eitt horn Blika. Atli með hornspyrnuna en Ólafur Íshólm sló knöttinn frá.
67. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Steggurinn tekinn af velli. Akureyringurinn Atli Sigurjóns mættur og Blikar vonast til að hann búi til mark.
66. mín
Breiðablik fékk horn. Daniel Bamberg enn og aftur á vettvang til að taka spyrnuna. Damir náði að skalla boltann en það var þrengt að honum og lítil hætta.
65. mín
Garðar Jó með lúxus tilþrif, tók á móti boltanum á lofti og tók snúninginn fyrir skotið. Flott tilþrif en skotið framhjá.
63. mín
Fylkismenn liggja vel til baka. Blikar með knöttinn og leita að opnunum. Stuðningsmenn Kópavogsliðsins farnir að láta vel í sér heyra.
57. mín MARK!
Emil Ásmundsson (Fylkir)
Stoðsending: Ragnar Bragi Sveinsson
FYLKISMENN EKKI LENGI AÐ JAFNA!

Skyndilega var Ragnar Bragi í hættulegri stöðu í teignum og átti skot sem Gunnleifur varði en boltinn beint á Emil Ásmundsson sem skoraði í fyrsta. Eins og gammur Emil!
57. mín
Annað skallafæri Blika. Að þessu sinni Árni Vihjálmsson en skalli hans framhjá eftir fyrirgjöf Davíðs Kristjáns.
54. mín MARK!
Damir Muminovic (Breiðablik)
Stoðsending: Arnór Sveinn Aðalsteinsson
BLIKAR HAFA TEKIÐ FORYSTUNA!!!

Damir Muminovic sleit sig lausan í teignum og skallaði boltann í netið! Arnór Sveinn með fyrirgjöfina!

Við erum komin með fótboltamark!
53. mín
Árni Vilhjálms með sendingu á stegginn Gísla Eyjólfsson sem átti fínt skot á markið en Ólafur Íshól, varði vel.
53. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Fyrir tuð.
50. mín Gult spjald: Tómas Þorsteinsson (Fylkir)
47. mín
HÖRKUFÆRI! Þetta skráist bara sem dauðafæri! Gott samspil Alberts Brynjars og Garðars Jó strax í upphafi seinni hálfleiks og Garðar fékk þetta líka færið! Hitti boltann illa, skotið laust og Gunnleifur varði. Besta færi Fylkis í leiknum.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Stefán Árni á 365 keyrði í Kópavogsdjúsinn og gefur góða dóma á Fotboltinet snappinu.
45. mín
Vonandi mun skemmtanagildið rífast eitthvað upp í seinni hálfleiknum. Blikar verið mun meira með boltann en þeir hefðu viljað fleiri opin færi.
45. mín
Það er kominn hálfleikur í Kópavogi. Allt í núllinu hér.

Tölfræði:
Marktilraunir 5-3
Á rammann: 1-1
Horn: 5-1
45. mín
Danel BAMberg lætur vaða af löngu færi. Boltinn af Tonci, varnarmanni Fylkis. Uppbótartíminn er að minnsta kosti 2 mínútur.
41. mín
EINS OG ÞRUMA ÚR HEIÐSKÍRU! Emil Ásmundsson með skot af löngu færi, þéttinsgfast og naumlega framhjá! Held reyndar að Gulli hefði verið með þetta ef knötturinn hefði farið á rammann. Tilraun Emils engu að síður stórgóð.
39. mín
HÆTTA upp við mark Fylkis! Árni Vilhjálms náði að snúa varnarmann af sér og komst í hörkufínt skotfæri. Skotið ekki nægilega nákvæmt og hitti ekki á rammann.
38. mín
Elís Rafn Björnsson sparkaði Andra Rafn Yeoman niður. Hefði átt að fá spjald þarna Elís. Arnar Grétars lætur Örvar Sær fjórða dómara heyra það.
37. mín
Oliver Sigurjónsson með skot úr aukaspyrnu en hittir boltann hrikalega, skóflar undir hann. Svekktur á svip eftir þetta.
35. mín
Arnar Grétarsson sendir alla sína varamenn að hita.
34. mín
Tómas Joð Þorsteinsson þarf aðhlynningu. Tekur dágóðan tíma. Verið að safna í uppbótartímann. Tómas stendur svo upp.
30. mín Gult spjald: Oliver Sigurjónsson (Breiðablik)
Oliver of seinn í tæklingu. Hárrétt spjald.

28. mín
Jæja þarna kom fín sókn hjá gestunum. Andrés Már með sendingu á Albert Brynjar sem átti laglegan snúning við vítateigsendann áður en hann skaut yfir markið.
26. mín
Hver darraðadansinn á fætur öðrum við mark Fylkis! Þetta getur bara endað á einn veg! Eða hvað?
24. mín
Það er eins og það styttist í mark Blika! Eru miklu betri. Oliver með hættulega sendingu inn á teiginn en Fylkir bjargar í horn.
22. mín
VÁÁÁÁ!!! Þetta hefði verið rosalegt mark! Eftir hornspyrnuna barst boltinn á Oliver fyrir utan teig og hann lét vaða af löngu færi. Boltinn hafnaði í stönginni! Stálheppnir Fylkismenn.
21. mín
Blikar miklu meira með boltann og eru að leita að opnu færi. Arnór Sveinn með hættulega fyrirgjöf sem gestirnir bjarga í horn.
15. mín
Fín sókn Fylki sem endar með því að þeir vinna hornspyrnu. Andri Þór Jónsson með fyrirgjöf sem fer af Blika. Fyrsta horn Fylkis. Boltanum er rúllað á Elís Rafn sem er rétt fyrir utan teiginn og á skot ROOOOOOSALEGA hátt yfir markið. Erfitt að lýsa hversu hátt.
13. mín
Fyrsta skotið á markið og það eiga Fylkismenn í sinni fyrstu sókn í leiknum. Andrés Már með góða sendingu á Ragnar Braga sem var í hlaupinu. Ragnar Bragi með skot en beint í fangið á Gunnleifi.
12. mín
Stjörnublaðamaðurinn Stefán Árni Pálsson fulltrúi 365 miðla. Oft hefur risið á SÁP verið hærra. Enn að ná úr sér Þjóðhátíðinni. Duglegur í kaffinu og mætti með sólgleraugu.
10. mín
Inn:Elís Rafn Björnsson (Fylkir) Út:Oddur Ingi Guðmundsson (Fylkir)
9. mín
Oddur Ingi Guðmundsson haltrar og þarf aðhlynningu. Elís Rafn Björnsson að gera sig kláran í að koma inná.
8. mín
Athygli vekur áhugaleysi í fréttamannastúkunni á Kópavogsdjúsnum sem hér er í boði. Undirritaður sá eini sem er að gæða sér á honum.
7. mín
Blikar stjórna ferðinni hér í upphafi. Ekkert sem kemur á óvart þar. Veðmálafenið býst við heimasigri í kvöld. Oliver með góðan bolta á Arnór Svein sem skeiðar upp hægri vænginn og á fyrirgjöf... Ólafur Íshólm handsamar fyrirgjöfina.

3. mín
Sonni Ragnar í hjarta varnarinnar með Tonci. Spennandi að sjá hvernig þetta nýja miðvarðapar Fylkis kemur út. Á hinum enda vallarins er Albert Brynjar fremstur en Garðar Jó heldur sig rétt fyrir aftan.
2. mín
Davíð Kristján með skemmtilegan sprett í upphafi leiks og vann horn. Daniel Bamberg með hættulega hornspyrnu sem Fylkismenn bjarga í aðra hornspyrnu. Önnur spyrnan ekki eins góð og Elfar Freyr skallar framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Blikar byrjuðu með boltann en þeir sækja í átt að Garðabæ. Það verður fjör hjá okkur í kvöld. Góða skemmtun!
Fyrir leik
Þá ganga liðin út á völlinn. Maggi Bö vallarstjóri sagði í einlægu einkaviðtali við Facebook-síðu Fótbolta.net að Kópavogsvöllur hefur aldrei verið í eins góðu standi. Ekki lýgur Bö-vélin.
Fyrir leik
Heimavöllurinn hefur ekki reynst Blikum eins vel og þeir höfðu vonast. 7 stig heima og 15 úti. Þeir vonast til að geta farið að hlaða inn fleiri heimavallarstigum í seinni umferðinni.
Fyrir leik
Strákur fæddur 1998 meðal varamanna Breiðabliks, Willum Þór Willumsson. Þarf ekki að segja ykkur hver er pabbi hans. Pabbi ekki á vellinum í kvöld enda að stýra KR gegn Þrótti á sama tíma.
Fyrir leik
Fyrsti leikur umferðarinnar er farinn af stað í Vestmannaeyjum og þar er komið mark. Smelltu hér til að fara í textalýsingu frá leiknum.
Fyrir leik
Zoran Ljubicic sá um að raða upp keilunum fyrir upphitun. Er kominn inn í þjálfarateymi Fylkis til að aðstoða Hermann Hreiðarsson og Garðar Jóhannsson.
Fyrir leik
Byrjunarliðin komin. Breiðablik teflir fram sama byrjunarliði og vann Víking Ólafsvík í síðustu umferð. Fylkismenn gera breytingar en færeyski varnarmaðurinn Sonni Ragnar Nattestad, sem kom á láni frá FH, er í byrjunarliðinu en Ásgeir Eyþórsson missir sæti sitt.

Marko Pridigar markvörður sem kom í glugganum byrjar á bekknum. Ólafur Íshólm Ólafsson heldur stöðu sinni í markinu. Albert Brynjar Ingason og Garðar Jóhannsson byrja báðir.
Fyrir leik
Þegar þessi lið áttust við í Árbænum í 2. umferð vann Breiðablik 2-1 útisigur. Arnþór Ari Atlason og Damir Muminovic skoruðu mörk Blika. Albert Brynjar Ingason gerði mark Fylkismanna.
Fyrir leik
Ekki hægt að kvarta yfir neinu í Kópavogi. Sit hér í fréttamannastúkunni og bíð eftir að byrjunarliðin verði opinberuð. Jonathan Glenn er mættur út á völl að skoða grasið og njóta blíðunnar.

Fyrir leik
Björn Daníel Sverrisson spáir 1-0 sigri Breiðabliks:
Blikarnir eru búnir að vera í basli á heimavelli en þeir vinna 100% þennan leik. Gulli Gull reddar þeim samt með því að verja víti og fær sér eina kók í gleri og Nóa Kropp eftir leikinn.
Verið með okkur í kvöld á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet
Fyrir leik
Hvað gerðu þessi félög í glugganum?

Breiðablik: Markaskorun var hausverkur Blika sem styrktu sig heldur betur og fengu Árna Vilhjálmsson lánaðan frá Lilleström út sumarið. Árni hefur verið drjúgur í fyrstu leikjunum síðan hann kom. Jonathan Glenn var áberandi í kjaftasögunum í glugganum en hann er áfram í herbúðum Blika.

Fylkir: Árbæingar vonast til að ná að snúa lélegu gengi við og bættu þremur leikmönnum við í glugganum. Færeyski varnarmaðurinn Sonni Ragnar Nattestad kom á láni frá FH. Þá fékk liðið slóvenska markvörðinn Marko Pridigar og miðjumanninn Arnar Braga Bergsson sem spilaði undir stjórn Hermanns Hreiðarssonar hjá ÍBV fyrir nokkrum árum.
Fyrir leik
Blikar með þriðja sigurinn í röð?
Halló halló! Í Kópavogi eigast við Breiðablik og Fylkir í Pepsi-deildinni klukkan 19:15. Þessi lið eru gjörólíkum málum á töflunni, Blikarnir í þriðja sæti og þremur stigum frá toppnum en Árbæingar í fallsæti, fimm stigum frá öruggu sæti.

Málarameistarinn Erlendur Eiríksson dæmir leikinn í kvöld. Jóhann Gunnar Guðmundsson og Daníel Ingi Þórisson eru aðstoðardómarar.
Byrjunarlið:
1. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
Oddur Ingi Guðmundsson ('10)
4. Andri Þór Jónsson
4. Tonci Radovnikovic
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
10. Andrés Már Jóhannesson ('72)
14. Albert Brynjar Ingason (f)
15. Garðar Jóhannsson ('72)
16. Emil Ásmundsson
16. Tómas Þorsteinsson
28. Sonni Ragnar Nattestad

Varamenn:
12. Marko Pridigar (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
8. Sito ('72)
11. Víðir Þorvarðarson ('72)
11. Valdimar Þór Ingimundarson
24. Elís Rafn Björnsson ('10)
49. Ásgeir Örn Arnþórsson

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Tómas Þorsteinsson ('50)
Emil Ásmundsson ('72)

Rauð spjöld: