Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Breiðablik
2
1
Stjarnan
Arnþór Ari Atlason '10 1-0
1-1 Halldór Orri Björnsson '11
Höskuldur Gunnlaugsson '90 2-1
27.08.2016  -  17:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 863
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason ('30)
8. Arnþór Ari Atlason
10. Árni Vilhjálmsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
22. Ellert Hreinsson ('67)
23. Daniel Bamberg ('82)
26. Alfons Sampsted
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
Kári Ársælsson
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('67)
17. Jonathan Glenn
18. Willum Þór Willumsson
21. Viktor Örn Margeirsson ('30)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson ('82)

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Jón Magnússon
Pétur Ómar Ágústsson
Hildur Kristín Sveinsdóttir

Gul spjöld:
Ellert Hreinsson ('37)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Blikar halda titilvonum sínum á lífi. Stjarnan úr leik í þeirri baráttu!

Viðtöl og skýrsla á leiðinni, takk fyrir mig.
90. mín
Daníel Lax á skot sem Gulli ver en markmaðurinn missir boltann, sem betur fer fyrir hann voru varnarmenn Blika vakandi.
90. mín
Hólmbert á skalla ofan á markið.
90. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Stoðsending: Oliver Sigurjónsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!!

BLIKAR ERU AÐ KLÁRA ÞETTA!!

Það er varamaðurinn, Höskuldur Gunnlaugsson sem er að tryggja Blikum sigur og í leiðinni skemma allar vonir Stjörnunnar um að ná Íslandsmeistaratitlinum.

Oliver tekur aukaspyrnu utan af velli, beint á kollinn á Höskuldi sem klárði með góðum skalla.
88. mín Gult spjald: Eyjólfur Héðinsson (Stjarnan)
Hendir Viktori Erni niður og fær rétt gult spjald.

Stjarnan verið betra liðið síðustu mínútur en það vantar að skapa betri færi.
83. mín
Oliver reynir skot utan teigs sem fer yfir markið. Ágætis tilraun hjá stráknum.
82. mín
Inn:Ágúst Eðvald Hlynsson (Breiðablik) Út:Daniel Bamberg (Breiðablik)
Ágúst er ungur strákur, sjáum hvað hann gerir.
80. mín
Þessi afskaplega rólegi seinni hálfleikur heldur áfram. Hann hefur aldrei náð þeim hæðum sem sá fyrri gerði.
75. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (Stjarnan) Út:Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Hilmar ekki eins sterkur og í síðustu leikjum.
71. mín
FÆRI!

Hilmar Árni fær frían skalla innan teigs eftir sendingu frá Heiðari en boltinn hafnar í fanginu á Gunnleifi. Besta færi leiksins í langan tíma.
68. mín
Blikar ná skyndisókn og er Árni Vill kominn í góða stöðu en fyrirgjöfin hans fer framhjá bæði Bamberg og Arnþóri Ara. Þarna var svo sannarlega tækifæri fyrir heimamenn.
67. mín
Inn:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Út:Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Er loksins komið að Höskuldi í sumar?
65. mín Gult spjald: Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
Eftir einvígi við Viktor Örn. Hoppaði harkalega utan í hann.
63. mín
Inn:Þorri Geir Rúnarsson (Stjarnan) Út:Arnar Már Björgvinsson (Stjarnan)
Óhætt að segja að Arnar hafi haft nokkuð hægt um sig í dag.
58. mín
Leikurinn er búinn að vera töluvert rólegri í seinni hálfleiknum en hann var í þeim fyrri.
52. mín
Blikar nálægt því að skora. Eller Hreinsson átti fyrirgjöf á Arnþór Ara sem var í frábæru færi en skotið hans var mjög vel varið á Kerr. Spurning hvort Arnþór hefði ekki getað gert betur þarna.
49. mín
Bamberg á fyrstu tilraun seinni hálfleiks en skalli hans fer naumlega framhjá.
46. mín
Seinni hálfleikur er kominn af stað

Ég var að fá þær fréttir að Elfar fór með sjúkrabíl af vellinum og með skurð á andliti.
45. mín
Hálfleikur
1-1 í hálfleik. Jafntefli gagnast hvorugu liðinu sérstaklega mikið. Fáum okkur smá kaffi og höldum áfram eftir korter eða svo.
45. mín
SLÁIN!!

Andri Rafn á hornspyrnuna beint á kollinn á Damir sem á skalla í slánna. Kerr starði á eftir þessum bolta og átti aldrei möguleika.
45. mín
Mjög góð sókn Blika þar sem Arnþór Ari er í aðalhlutverki endar með fastri fyrirgjöf frá Arnþóri en Stjörnumenn ná að bjarga í horn.
45. mín
Eyjólfur er inn í teig með boltann en í litlu jafnvægi og rúllar laust skot hans beint í fangið á Gulla.
45. mín
Leikurinn er búinn að detta mikið niður síðustu mínútur. Fjórar mínútur í uppbótartíma.
41. mín
Alfons á skot af löngu færi sem fer í fangið á Kerr. Engin dauðafæri komið síðan mörkin litu dagsins ljós.
40. mín
Hættuleg sókn Blika endar með að Davíð á fyrirgjöf sem hafnar í fanginu á Kerr. Þar á undan komst Arnór Ari í fína stöðu en tókst ekki að nýta sér hana nógu vel.
37. mín Gult spjald: Ellert Hreinsson (Breiðablik)
Allt, allt, allt of seinn í Brynjar Gauta. Alltaf gult spjald þar sem þetta var ljót tækling að auki.
34. mín
Flott sókn hjá Blikum. Alfons er með fullt af plássi vinstra megin og hann á fyrirgjöf sem fer á Árna Vilhjálmsson sem leggur boltann rétt framhjá markinu úr góðri stöðu.
34. mín
Eyjólfur Héðinsson er næstu til að reyna á Gulla, hann fær bolta frá Halldóri Orra og á fast skot sem fer beint í fangið á Gunnleifi.
33. mín
Davíð Kristján fer enn og aftur upp vinstri vænginn og nú á hann fyrirgjöf á Ellert sem skallar lausum skalla framhjá markinu.
32. mín
Hilmar Árni á skot rétt utan teigs sem Gunnleifur gerir vel í að verja og gamli markmaðurinn heldur boltanum að auki.
30. mín
Inn:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) Út:Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Elfar fer meiddur útaf. Vonum að hann verði í lagi.
28. mín
Elfar leggst niður þegar boltinn er ekki nær. Þetta tengist væntanlega höfuðhögginu sem hann fékk fyrr í leiknum.
23. mín
Davíð Kristján á lúmska fyrirgjöf sem Kerr rétt nær til áður en sóknarmenn Blika koma á ferðinni.
19. mín
Arnar Már á fyrirgjöf á Halldór Orra sem er í góðu skallafæri en skallinn er ekki merkilegur, beint á Gunnleif.
17. mín
Daniel Bamberg er með fína tilraun utan teigs sem Kerr ver vel.
14. mín
Ég sá ekki betur en að Alfons Sampsted hafi klikkað svakalega í jöfnunarmarkinu og látið boltann fara á Halldór því hann sá hann ekki fyrir aftan sig.
11. mín MARK!
Halldór Orri Björnsson (Stjarnan)
Stoðsending: Brynjar Gauti Guðjónsson
MAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

ÞVÍLÍKA VEISLAN HÉRNA!

Stjarnan er búin að jafna um leið. Jói Lax á langt innkast sem Brynjar Gauti flikkar áfram og Halldór Orri mætir og skorar af öryggi. Lúxus byrjun á þessum leik.
10. mín MARK!
Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Stoðsending: Davíð Kristján Ólafsson
MAAAAAAAAAAAAAAAAARK!!!

Davíð Kristján á fyrirgjöf á Arnþór Ara sem skallar að marki, Kerr ver en Arnþór tekur sjálfur frákastið og skorar örugglega og Blikar eru komnir yfir. Arnþór sagði í viðtali eftir síðasta leik að hann væri orðinn pirraður á sjálfum sér á að nýta færin sín ekki nógu vel.
7. mín
Hólmbet gerði vel í að skalla boltanum í burtu en Elfar Freyr liggur eftir meiddur og er leikurinn stöðvaður.
6. mín
Stjörnumönnum gengur illa að koma boltanum í burtu og Brynjar Gauti endar á að gefa hornspynu.
3. mín
Fyrsta tilraun leiksins er komin. Hilmar Árni á aukaspyrnu af um 30 metrum sem Gunnleifur grípur örugglega.
1. mín
Leikur hafinn
Breiðablik byrjar með boltann en þeir sækja í áttina frá félagsheimilinu.
Fyrir leik
Liðin eru komin á völlinn og er verið að kynna þau til leiks. Stjarnan er í hvítu varatreyjum sínum.
Fyrir leik
Ævar Ingi Jóhannesson er ekki með í dag vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum gegn FH.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár.

Breiðablik gerir eina breytingu frá liðinu sem gerði 1-1 jafntefli við KR í síðustu umferð. Ellert Hreinsson fer inn í liðið fyrir Gísla Eyjólfsson sem er í banni.

Stjarnan gerir þrjár breytingar frá tapinu gegn FH-ingum í síðustu umferð. Jóhann Laxdal, Arnar Már Björgvinsson og Halldór Orri Björnsson koma inn í liðið. Guðjón Baldvinsson er ekki með í dag en hann er að öllum líkindum eitthvað meiddur. Grétar Sigfinnur Sigurðsson fer svo á bekkinn.
Verið endilega með í umræðunni á Twitter. #fotbolti.net
Fyrir leik
Breiðablik fór illa með Stjörnuna í fyrri leik liðanna og unnu 3-1 í Garðabænum. Daniel Bambert, Atli Sigurjónsson og Arnþór Ari Atlason skoruðu mörk Breiðabliks.

Arnar Már Björgvinsson skoraði mark Stjörnunnar í þeim leik.
Fyrir leik
Stjörnunni hefur gengið illa undanfarið og aðeins fengið eitt stig úr síðustu þrem leikjum.

Stöðuleika hefur vantað í lið Blika en þeir hafa unnið, gert jafntefli og tapað í síðustu þrem leikjum sínum.
Fyrir leik
Bæði lið eru sem stendur með 27 stig og eru sjö stigum á eftir toppliði FH. Tapliðið getur því verið tíu stigum á eftir FH, eftir þessa umferð og þá eru aðeins fimm leikir eftir. Þeir sem þekkja FH ágætlega vita að FH missir ekki tíu stiga forskot af toppnum.
Fyrir leik
Tapi annað liðið hér í kvöld, getur það lið sagt bæ við toppbaráttuna við FH.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan laugardaginn, hér fer fram bein textalýsing frá leik Breiðabliks og Stjörnunnar sem fram fer í Kópavogi.
Byrjunarlið:
1. Duwayne Kerr (m)
2. Heiðar Ægisson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
4. Jóhann Laxdal
8. Halldór Orri Björnsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson ('75)
11. Arnar Már Björgvinsson ('63)
14. Hörður Árnason
19. Hólmbert Aron Friðjónsson
20. Eyjólfur Héðinsson

Varamenn:
23. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
5. Grétar Sigfinnur Sigurðarson
6. Þorri Geir Rúnarsson ('63)
15. Páll Hróar Helgason
29. Alex Þór Hauksson
77. Kristófer Konráðsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Veigar Páll Gunnarsson
Fjalar Þorgeirsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Davíð Snorri Jónasson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:
Hólmbert Aron Friðjónsson ('65)
Eyjólfur Héðinsson ('88)

Rauð spjöld: