Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
Breiðablik
1
1
ÍBV
0-1 Hafsteinn Briem '38
Höskuldur Gunnlaugsson '49 1-1
19.09.2016  -  16:45
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2016
Aðstæður: Blautur völlur og logn
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Áhorfendur: 708
Maður leiksins: Hafsteinn Briem
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
3. Oliver Sigurjónsson
5. Elfar Freyr Helgason
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
8. Arnþór Ari Atlason ('46)
10. Árni Vilhjálmsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Viktor Örn Margeirsson
22. Ellert Hreinsson ('46)
23. Daniel Bamberg ('72)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
33. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
Kári Ársælsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson ('46)
10. Atli Sigurjónsson ('72)
11. Gísli Eyjólfsson ('46)
17. Jonathan Glenn
26. Alfons Sampsted

Liðsstjórn:
Arnar Grétarsson (Þ)
Kristófer Sigurgeirsson (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Hildur Kristín Sveinsdóttir
Marinó Önundarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
FH-INGAR ERU ORÐNIR ÍSLANDSMEISTARAR! ÓSKUM ÞEIM INNILEGA TIL HAMINGJU!

ÍBV er stigi fyrir ofan Fylki sem er í fallsæti þegar aðeins tvær umferðir eru eftir.

Breiðablik er í öðru sæti með 35 stig, stigi á undan Fjölni.
Elvar Geir Magnússon
93. mín
Felix Örn Friðriksson með skot af löngu færi. Hitti boltann illa. Hátt yfir.
Elvar Geir Magnússon
90. mín
Inn:Simon Smidt (ÍBV) Út:Aron Bjarnason (ÍBV)
Aron verið sprækur í dag.
89. mín
Hafsteinn Briem með skalla eftir aukaspyrnu en boltinn rétt framhjá.
84. mín
Eyjamenn hafa verið ósáttir við dómgæsluna í leiknum og hafa látið mikið í sér heyra á bekknum. Vilhjálmur Alvar mætir og róar menn niður. Segir Inga Sigurðssyni meðal annars að slaka á.
82. mín
Eyjamenn eru nær því að skora sigurmarkið...og þá úr skyndisókn. Felix á núna skot sem Gunnleifur ver örugglega. Eyjamenn eru að ná að koma 2 á 2, 3 á 3, 4 á 4...trekk í trekk.
79. mín
Eyjamenn eru stórhættulegir í skyndisóknunum. Aron Bjarnason með frábæran sprett sem endar á því að hann leggur boltann til hægi á Mikkel Maigaard Jakobsen. Mikkel á skot framhjá úr góðu færi!

77. mín
Árni Vilhjálmsson skallar aukaspyrnu frá Oliver í netið.....en er dæmdur rangstæður.
76. mín
Skammt stórra högga á milli. Aron Bjarnason fellur í teignum og Eyjamenn vilja fá víti. Hefði verið mjög ódýrt.

Blikar bruna upp í skyndisókn, 4 á 4. Atli fær boltann hægra megin í teignum en skýtur framhjá.
74. mín
708 áhorfendur á vellinum í dag.
72. mín
Inn:Atli Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Daniel Bamberg (Breiðablik)
Síðasta skipting Blika.
71. mín
Uxinn með skot í stöng! Er stekari í baráttunni við Elfar Frey og á skot sem fer í stöngina og rúllar þaðan eftir marklínunni. Munaði engu að Uxinn stimplaði sig strax inn með marki.
71. mín
Inn:Elvar Ingi Vignisson (ÍBV) Út:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Uxinn mætir til leiks!
70. mín
Aron Bjarnason skorar fyrir ÍBV......en hann er rangstæður. Réttur dómur.
60. mín Gult spjald: Mees Junior Siers (ÍBV)
Ljót tækling á Gísla. Gísli fékk boltann eftir að Elfar Freyr átti skemmtilega hælspyrnu í vörninni. Ískaldur.
58. mín
Fínt spil hjá Blikum og lúmskt skot hjá Bamberg í utanverða stöngina! Virkaði hættulítið fyrst en boltinn spýttist áfram á blautu grasinu og endaði í stönginni.
57. mín
Inn:Mikkel Maigaard (ÍBV) Út:Andri Ólafsson (ÍBV)
Mikkel kemur fremstur á miðjuna. Pablo og Seers fyrir aftan hann.
55. mín
Blikar meira með boltann en Eyjamenn eru hættulegir í skyndisóknunum.
50. mín
Eyjamenn vilja fá vítaspyrnu! Aron Bjarnason er kominn inn í teiginn og Elfar Freyr Helgason tæklar hann niður. Elfar virðist fara í boltann fyrst og Vilhjálmur dæmir ekkert. Allir á bekknum hjá ÍBV tryllast en Vilhjálmi er ekki haggað. Frá mér séð var þetta réttur dómur. Verður spennandi að sjá sjónvarpsupptökurnar í kvöld.
49. mín MARK!
Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik)
Eftir aukaspyrnu er alls konar klaufagangur hjá Eyjamönnum sem ná ekki að hreinsa boltann í burtu. Höskuldur fær boltann á endanum og skorar af öryggi. Dapur varnarleikur hjá Eyjamönnum.
46. mín
,,Ekkert hangs, ekkert hik, skorið mörkin Breiðablik," segir í laginu sem er spilað þegar liðin ganga inn á völinn. Ná Blikar að skora í seinni, eða verður FH Íslandsmeistari í kvöld?
46. mín
Inn:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Tvöföld skipting hjá Blikum. Tveir úr 94 árganginum koma inn á.
46. mín
Inn:Höskuldur Gunnlaugsson (Breiðablik) Út:Ellert Hreinsson (Breiðablik)
46. mín
Krulli Gull og Gísli Eyjólfs að hita upp af krafti. Líklega á leið inn á.

45. mín
Hálfleikur
Eyjamenn eru með forystu í hálfleik og segja má að það sé verðskuldað. Blikar hafa verið meira með boltann í leiknum en fimm manna vörn ÍBV hefur gefið engin færi á sér. FH er að landa Íslandsmeistaratitlinum eins og staðan er núna.
45. mín Gult spjald: Avni Pepa (ÍBV)
Alltof seinn í tæklingu á Árna Vilhjálms á hægri kantinum.
45. mín
,,Markið er í hina áttina," öskrar stuðningsmaður Blika þegar þeir senda boltann til baka á Gunnleif í markinu.

38. mín MARK!
Hafsteinn Briem (ÍBV)
Stoðsending: Jón Ingason
RISA mark fyrir ÍBV í fallbaráttunni. Gamli HK-ingurinn Hafsteinn Briem skorar með hörkuskalla eftir hornspyrnu frá Jóni Ingasyni. Hafsteinn náði boltanum rétt áður en Gunnleifur ætlaði að grípa hann. Gunnleifur liggur eftir en markið stendur.
36. mín
Vitlaust innkast dæmt á Davíð Kristján. Klaufalegt.
36. mín
Flott spil hjá ÍBV og gott færi! Felix Örn kemst upp að endamörkum og rennir boltanum út í teiginn. Aron Bjarnason þarf að teygja sig í skotinu og boltinn fer yfir markið.
35. mín
Það er heldur betur að lifna yfir þessu. Andri Rafn Yeoman með skot fyrir utan teig en boltinn beint á Halldór í markinu.
35. mín
Nokkrir ungir Blikar taka Víkingaklappið í stúkunni. Kveikja í stemningunni.
33. mín
Davíð Kristján fær boltann fyrir utan vítateig eftir hornspyrnu. Skotið mjög langt framhjá.
31. mín
Aron Bjarna með hættulega hornspyrnu og Gunnar Heiðar í fínu færi í markteignum. Blikar ná að koma hættunni frá. Besta færið hingað til!
30. mín
Ágætis sókn Eyjamanna. Gunnar Heiðar með skot í varnarmann og framhjá.

28. mín
Áhorfendur klappa, við fengum markskot! Daniel Bamberg á skot fyrir utan teig en það fer talsvert framhjá. Vonandi fáum við meira líf í þetta núna!
24. mín
Það segir sitt um leikinn að þjálfarar beggja liða hafa sent alla sína varamenn að hita upp.
23. mín
Gulli Gull missir boltann í teignum en Blikar ná að hreinsa. Engin sérstök hætta á ferðum.
19. mín
Hrikalega rólegt yfir þessu ennþá. Ekki komið almennilegt markskot. Elvar gefur Kópavogsdjúsnum 8 í einkunn. Búinn að smakka vel á honum.
13. mín
Nú fá Blikar hornspyrnu. Við bíðum ennþá eftir fyrsta færinu.
10. mín
Eyjamenn fá fyrstu hornspyrnu leiksins.
8. mín
Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari, mætir í stúkuna að fylgjast með. Inni á vellinum er lítið í gangi.
6. mín
Blikar í hefðbundnu 4-3-3 kerfi sínu.

Gulli
Arnór - Elfar - Viktor - Davíð
Arnór - Oliver - Andri
Ellert - Árni - Bamberg
4. mín
Eyjamenn að prófa nýja liðsuppstillingu í dag. Spila 5-3-2.

Halldór
Barden - Hafsteinn - Pepa - Jón - Felix
Andri - Pablo - Seers
Gunnar H. - Aron
1. mín
Leikurinn er hafinn! Blikar sækja í átt að Sporthúsinu en Eyjamenn í átt að Fífunni.
Fyrir leik
433.is segir á Twitter að sögusagnir séu um að Damir, Gísli og Alfons séu í agabanni. Afar óvænt að þeir séu ekki í liðinu eftir 3-0 sigurinn á Val. Við spyrjum Arnar Grétars út í málið eftir leik.
Fyrir leik
Minnum á að nota #fotboltinet í tengslum við umræðu um leikinn!
Fyrir leik
Maggi Bö, vallarstjóri, var í yfirvinnu á Kópavogsvelli um helgina. Sá um völlinn í gær þegar Víkingur R. sigraði Breiðablik 1-0 í úrsiltaleik Íslandsmótsins í 3. flokki A-liða og FH lagði Blika eftir vítaspyrnukeppni í úrslitum C-liða. Bö vélin gerði völlinn kláran í dag en missir af leiknum sjálfum.

,,Þarf að sætta mig við textalýsingu frá kópvelli i Dag, gerði samt allt klárt #feðrahlutverkið #enginpössun #fotboltinet" segir Bö vélin á Twitter.
Fyrir leik
Fáir áhorfendur eru mættir í stúkuna þegar korter í leik. Leiktíminn ekkert frábær í dag.
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp á Kópavogsvelli. Búið að rigna í dag svo völlurinn er blautur. Núna skín sólin og leikmenn hita upp með regnboga í bakgrunni.
Fyrir leik
Tvær breytingar eru á varnarlínu Breiðabliks síðan í 3-0 sigrinum á Val. Damir Muminovic og Alfons Sampsted eru á bekknum í dag en þeir Viktor Örn Margeirsson og Arnór Sveinn Aðalsteinsson koma inn í liðið.

Gísli Eyjólfsson, sem skoraði gegn Val, er einnig á bekknum en Ellert Hreinsson kemur inn í liðið fyrir hann.

Hjá ÍBV kemur Jonathan Barden aftur inn í hægri bakvörðinn fyrir Devon Má Griffin og Felix Örn Friðriksson kemur inn í liðið fyrir Simon Smidt.
Fyrir leik
Þessi lið mættust 15. júní síðastliðinn, degi eftir að Ísland og Portúgal gerðu jafntefli á EM í Frakklandi. Blikar höfðu betur 2-0 í leiknum í Eyjum.
Fyrir leik
Leikurinn fer fram í dag þrátt fyrir að siglingar Herjólfs hafi fallið niður. Eyjamenn fóru með Lóðsbátnum frá Eyjum í hádeginu og komust þannig í land. Harka.
Fyrir leik
Þessi leikur átti upphaflega að fara fram í gær. Frestun á leik ÍBV og Stjörnunnar fyrir helgi varð til þess að leikurinn í Kópavogi fer fram í dag.
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan!

Hér verður fylgst með leik Breiðabliks og ÍBV í 20. umferðinni í Pepsi-deildinni.

FH-ingar tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn ef Breiðablik nær ekki að vinna leikinn í dag! Blikar eru í mikilli Evrópubaráttu og þurfa sigur.

ÍBV er í 10. sætinu, með betri markatölu en Fylkir í 11. sæti. Eyjamenn þurfa því nauðsynlega á stigum að halda í botnbaráttunni.

Það er því mikið undir í Kópavogi í dag.
Byrjunarlið:
21. Halldór Páll Geirsson (m)
Andri Ólafsson ('57)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('71)
3. Felix Örn Friðriksson
4. Hafsteinn Briem
5. Jón Ingason
5. Avni Pepa
6. Pablo Punyed
7. Aron Bjarnason ('90)
14. Jonathan Patrick Barden
20. Mees Junior Siers

Varamenn:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
2. Sigurður Arnar Magnússon
9. Mikkel Maigaard ('57)
15. Devon Már Griffin
18. Sören Andreasen
19. Simon Smidt ('90)
27. Elvar Ingi Vignisson ('71)

Liðsstjórn:
Ian David Jeffs
Alfreð Elías Jóhannsson
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Björgvin Eyjólfsson
Óðinn Sæbjörnsson
Ingi Sigurðsson

Gul spjöld:
Avni Pepa ('45)
Mees Junior Siers ('60)

Rauð spjöld: