Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
Breiðablik
1
3
Stjarnan
0-1 Brynjar Gauti Guðjónsson '57
0-2 Guðjón Baldvinsson '62
Aron Bjarnason '72 1-2
1-3 Hilmar Árni Halldórsson '90
14.05.2017  -  20:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Það er smá úði og örlítill vindur.
Dómari: Þorvaldur Árnason
Áhorfendur: 1392
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Arnþór Ari Atlason
9. Hrvoje Tokic ('71)
10. Martin Lund Pedersen
11. Gísli Eyjólfsson ('81)
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Viktor Örn Margeirsson ('71)
26. Michee Efete
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Patrik Sigurður Gunnarsson (m)
11. Aron Bjarnason ('71)
13. Sólon Breki Leifsson ('71)
16. Ernir Bjarnason ('81)
18. Willum Þór Willumsson
20. Kolbeinn Þórðarson
22. Sindri Þór Ingimarsson

Liðsstjórn:
Sigurður Víðisson (Þ)
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Úlfar Hinriksson
Páll Einarsson

Gul spjöld:
Michee Efete ('61)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þorvaldur Árna flautar síðan leikinn af. Þriðja tap Blika í deildinni staðreynd en Stjarnan með 7 stig eftir þrjá leiki. Þetta var þvílík skemmtun hér á Kópavogsvelli en hvernig Blikar ná sér upp úr þessari byrjun verður fróðlegt að fylgjast með.
90. mín MARK!
Hilmar Árni Halldórsson (Stjarnan)
Stoðsending: Baldur Sigurðsson
HILMAR ÁRNI GULLTRYGGIR ÞETTA!!! Baldur Sigurðsson fleygði sér í boltann, tæklaði hann á Hilmar sem var einn gegn Gulla og hann kláraði þetta örugglega í hægra hornið.
90. mín
EYJÓLFUR HÉÐINS MEÐ HÖRKUSKOT!! Gunnleifur ver aftur. Hörkuvörslur frá honum.
90. mín
Guðjón með hörkuskot eftir skyndisókn en Gunnleifur ver þetta!!!
89. mín
Hilmar Árni með skot sem fer beint á Gunnleif. Hann handsamar þennan örugglega og kemur honum í leik.
86. mín
Blikar farnir að sækja af krafti. Varamennirnir búnir að eiga fína innkomu í þennan leik til þessa.
85. mín
EFETE Í DAUÐAFÆRI!! Blikar tóku stutt horn, þaðan kom fyrirgjöfin á fjærstöng en Efete stangaði boltann rétt framhjá. Gullið tækifæri til að jafna leikinn!
81. mín
Inn:Ernir Bjarnason (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Gísli farinn af velli.
79. mín
Gísli Eyjólfsson farinn að haltra. Blikar eiga eina skiptingu inni. Það er spurning hvort hann þurfi að fara af velli.
77. mín
Það eru 1392 áhorfendur á Kópavogsvelli í kvöld. Fínasta mæting!
76. mín
Fáum við dramatískar lokamínútur hér í Kópavogi? Það væri gaman að sjá fleiri mörk alla vega.
72. mín MARK!
Aron Bjarnason (Breiðablik)
Stoðsending: Martin Lund Pedersen
ÞETTA TÓK EKKI LANGAN TÍMA!!! Aron Bjarnason skorar af stuttu færi úr teignum eftir sendingu frá Martin Lund Pedersen. Það var Arnþór Ari sem sendi hann út hægra megin á Martin Lund og Aron gat svo ekki annað en skorað.
71. mín
Inn:Aron Bjarnason (Breiðablik) Út:Hrvoje Tokic (Breiðablik)
Tokic kominn af velli. Hann hefur ekki enn náð að stimpla sig inn.
71. mín
Inn:Sólon Breki Leifsson (Breiðablik) Út:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik)
70. mín
Inn:Heiðar Ægisson (Stjarnan) Út:Hólmbert Aron Friðjónsson (Stjarnan)
70. mín
GUÐJÓN Í DAUÐAFÆRI!!! Hann var kominn vinstra megin í teiginn en skot hans fór rétt framhjá markinu hægra megin.
68. mín
Guðjón var þarna í ágætu færi í teignum en hitti ekki markið. Hann haltrar aðeins, þá virðist Hólmbert vera örlítið tæpur. Rúnar gæti farið að íhuga skiptingar bráðlega.
67. mín
Davíð dælir fyrirgjöfum fyrir markið en þar er enginn til að nýta þetta.
67. mín
Gísli Eyjólfsson steig þarna á hælinn á Alex eftir að dómarinn dæmdi aukaspyrnu þarna á Eyjólf Héðinsson sýndist mér. Alex búinn að fá að finna svolítið fyrir því í dag. Dómarinn tók hins vegar ekki eftir þessu.
62. mín MARK!
Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Stoðsending: Hólmbert Aron Friðjónsson
HÓLMBERT ARON KLÚÐRAÐI VÍTINU EN GUÐJÓN FYLGIR Á EFTIR!!! Gunnleifur varði vítaspyrnuna en Guðjón var fljótur að átta sig og skaut boltanum í vinstra hornið.
61. mín Gult spjald: Michee Efete (Breiðablik)
Fékk spjald í kjölfar vítaspyrnudómsins.
61. mín
VÍTASPYRNA!!!! Guðjón nær skoti í höndina á Efete og það er dæmd vítaspyrna. Mér sýndist þetta vera hárréttur dómur.
60. mín Gult spjald: Guðjón Baldvinsson (Stjarnan)
Guðjón fær gult spjald fyrir brot á Efete. Þeir eru búnir að vera berjast allan leikinn.
58. mín
Blikar virðast ekki vera í vandræðum með að halda bolta oft á köflum en þeir vita þó almennilega ekki hvað þeir eiga að gera við hann. Mikið af feilsendingum á síðasta þriðjungnum.
57. mín MARK!
Brynjar Gauti Guðjónsson (Stjarnan)
Stoðsending: Jósef Kristinn Jósefsson
ÞAÐ ER KOMIÐ MARK!!! Jósef með frábæra fyrirgjöf inn í teig, þar er Brynjar Gauti mættur til að stanga í markið. Davíð Kristján virðist eiga manninn og þetta var alltof auðvelt fyrir Brynjar. Gunnleifur kom engum vörnum við í markinu.
51. mín
Hilmar Árni með aukaspyrnu sem fer yfir markið. Veit ekki hvort hann ætlaði að miða á einhvern í teignum eða hreinlega skjóta.
50. mín
Fínt spil hjá Blikum. Martin Lund fékk boltann fyrir framan teiginn, reyndi stungusendingu inn á Tokic en hann fellur við í teignum. Haraldur náði svo að handsama knöttinn. Ágætis hugsun þarna!
47. mín
Leikurinn stöðvaður. Martin Lund varð fyrir höfuðmeiðslum en stendur fljótlega á fætur eftir hnjaskið.
46. mín
Síðari hálfleikur er kominn af stað. Það eru engar breytingar í hálfleik.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur hér á Kópavogsvelli. Stjörnumenn hafa fengið fleiri færi og gert sig líklega á meðan Blikarnir eru kannski að ógna töluvert minna. Áhyggjur Blika er enn sóknarleikurinn þar sem fremstu þrír hafa verið heldur slappir.
45. mín
Arnþór Ari fór í hættulega tæklingu á Alex. Daníel Laxdal ósáttur með Arnþór þarna fyrir að segja Alex að koma sér á lappir. Það er þó búið að róa þetta niður núna og allir vinir.
44. mín
Jóhann Laxdal með fyrirgjöf sem fór af Martin Lund. Gunnleifur þurfti að blaka hann yfir.
38. mín
ÞETTA VAR MÖGULEIKI FYRIR BLIKA!!! Tokic flikkar bolta á hægri vænginn þar sem Höskuldur er að sleppa í gegn. Hann reynir sendingu fyrir markið en boltinn fer af varnarmanni og aftur fyrir í hornspyrnu.
37. mín
Arnþór Ari reynir skot af löngu færi en boltinn fer vel yfir markið. Fyrsta marktilraun þeirra í dag.
31. mín
Tokic búinn að vera arfaslakur í fyrri hálfleik. Klikka á einföldum sendingum og virðist ekki vera að staðsetja sig nógu vel.
28. mín
Efete virðist slá Guðjón þegar hann var kominn á ferðina. Hvort þetta var óviljaverk eða ekki er erfitt að segja til um. Hann er að reyna að henda honum frá sér en fer í andlitið á honum.
24. mín
Viktor Örn með fasta tæklingu á Alex Þór Hauksson. Engin aukaspyrna dæmd, innkast sem Breiðablik á.
21. mín
DAUÐAFÆRI!!! Baldur Sigurðsson með fyrirgjöf á Guðjón sem nær að komast í boltann en skotið rétt framhjá. Stjörnumenn grátlega nálægt marki þarna!
19. mín
Þegar Blikar fá hornspyrnu þá virðist markmiðið vera að hitta á kollinn á Efete. Hann er gríðarlega öflugur inn í teignum.
19. mín
HÓLMBERT ARON!!! Ágætis tilraun þarna með hægri fæti en boltinn fer rétt yfir markið! Hann komst hægra megin í teiginn eftir gott samspil.
18. mín
Það er líf í Blikum!! Tokic var kominn í ágæta stöðu eftir fyrirgjöf en rétt missti af færinu. Blikar eiga hornspyrnu núna.
17. mín
Andri Rafn Yeoman að skóla menn á hægri vængnum, klobbaði Eyjólf og keyrði í átt að teignum en missti boltann aftur fyrir endamörk.
16. mín
Hrvoje Tokic liggur eftir á vellinum. Lenti í samstuði vinstra megin á vængnum.
12. mín
Daníel Laxdal öflugur þarna aftast. Arnþór Ari var kominn á ferðina og reyndi að finna Martin Lund í teignum en Daníel var mættur til að koma boltanum í horn.
7. mín
ÖNNUR HÆTTULEG HORNSPYRNA!! Stjörnumenn nálægt því að komast yfir eftir vandræðagang í teignum. Gulli nær ekki að stýra þessu frá áður en Brynjar Gauti skallar svo yfir markið. Stjörnumenn hættulegir í föstu leikatriðunum.
7. mín
Var þetta ekki hendi?? Daníel Laxdal skallar boltann að marki en Höskuldur fær hann í höndina á sér og aftur fyrir endamörk.
3. mín
Gunnleifur sendir á Efete sem er við vítateiginn. Gulli er lengi að koma boltanum frá sér og sýndist Guðjón komast fyrir sendinguna. Þetta var full hættulegt.
1. mín
Uppstilling Blika 4-2-3-1:
Gunnleifur
Viktor - Efete - Damir - Davíð
Gísli - Andri
Höskuldur - Arnþór - Martin Lund
Tokic
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað á Kópavogsvelli!
Fyrir leik
Uppstilling Stjörnunnar 4-2-3-1:

Halli
Jóhann - Brynjar - Daníel - Jósef
Eyjólfur - Alex
Hólmbert - Baldur - Hilmar
Guðjón
Fyrir leik
Höskuldur Gunnlaugsson að spila sinn 100. leik fyrir Blika. Hann fær viðurkenningu fyrir það, blómvöndur og með því.
Fyrir leik
Liðin eru að ganga út á völlinn. Það er stutt í leik. Fögnum því að sjálfsögðu!
Fyrir leik
Fjölmiðlaspá:

Andri Yrkill, Morgunblaðinu: 2-2.
Kristinn Teitsson, Vísir.is: 3-1 fyrir Stjörnunni. Free flowing football segir maðurinn.

Ég spái þessu 2-0 Stjarnan. Hólmbert og G. Baldvins. Hilmar Árni leggur pottþétt eitthvað upp í dag.
Fyrir leik
Rögnvaldur Ágúst Ragnarsson, betur þekktur sem Röggarinn, er hluti af Silfurskeiðinni, stuðningsmannaliði Stjörnunnar. Hann spáir nokkuð þægilegum Stjörnusigri. Það er 3-1 fyrir gestina þar sem Hólmbert skorar. Hann býst þó við dýrvitlausum Blikum í kvöld!
Fyrir leik
Óvænt að Hólmbert Aron er í byrjunarliðinu hjá Stjörnunni. Búist var við að hann myndi alla vega missa af 1-2 leikjum en hann er mættur og klár í slaginn. Hann hefur byrjað gríðarlega vel og vill fylgja því eftir hér í dag.
Fyrir leik
Michee Efete, Viktor Örn Margeirsson og Damir Muminovic byrja allir. Viktor Örn verður í hægri bakverði fyrir Guðmund Friðriksson sem er veikur. Oliver er enn meiddur.
Fyrir leik
Jæja, þá er maður mættur á Kópavogsvöllinn. Hann er í frábæru standi og það kemur lítið á óvart kannski. Það er að dropa aðeins á höfuðborgarsvæðinu og það býður bara upp á tæklingar og skemmtilegri leik. Það er smá vindur en ekkert sem á að trufla gæði leiksins!
Fyrir leik
Það allra nýjasta úr þjálfaramálunum hjá Blikunum er það að Sigurður Víðisson, sem hefur gegnt hlutverki aðstoðarþjálfara, mun stýra liðinu gegn Stjörnunni. Hann furðaði sig á því hvers vegna öllu teyminu hafi ekki verið sagt upp störfum en það kom fram í viðtali hér á Fótbolta.net.
Fyrir leik
Það er mikill rígur milli þessara félaga síðustu ár en það muna kannski einhverjir eftir því er Ólafur Karl Finsen, leikmaður Stjörnunnar, stalst inn í klefann hjá Blikunum og tók þar skó sem Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, átti og tók það upp á myndband. Hægt er að lesa meira um það atvik með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Óli Kalli sektar Blika og stelur skónum hans Gulla
Fyrir leik
Liðin gerðu þá markalaust jafntefli núna á undirbúningstímabilinu í Lengjubikarnum en þar fékk Aron Kári Aðalsteinsson að líta rauða spjaldið hjá Blikum eftir aðeins ellefu mínútna leik.
Fyrir leik
Blikar unnu einnig fyrri leikinn á Samsung-vellinum og lauk honum 3-1 Blikum í vil. Mörkin komu öll á síðustu tuttugu mínútum leiksins en Daniel Bamberg skoraði á 72. mínútu, Atli Sigurjónsson á 80. mínútu áður en Arnar Már Björgvinsson minnkaði muninn tveimur mínútum síðar. Arnþór Ari lokaði svo dæminu undir lokin.
Fyrir leik
Það var líf og fjör síðast þegar Breiðablik og Stjarnan mættust en Blikar unnu 2-1 á Kópavogsvelli. Arnþór Ari Atlason kom Blikum yfir á 10. mínútu áður en Halldór Orri Björnsson skoraði nokkrum sekúndum síðar. Dramatíkin náði svo hámarki þegar Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmarkið undir lok leiks.
Fyrir leik
Stjarnan hefur ekki tapað mótsleik síðan 11. september er liðið tapaði fyrir Val 2-3. Blikar hafa aftur á móti ekki unnið mótsleik frá því liðið lagði Val að velli 3-0, fjórum dögum eftir að hafa unnið Stjörnuna.
Fyrir leik
Það er nánast ómögulegt að segja til um breytingar hjá Blikum en Oliver gæti komið inn í liðið að nýju. Michee Efete gæti spilað sinn fyrsta leik en miðvörðurinn ungi kom til félagins á láni á dögunum frá Norwich City.
Fyrir leik
Það er ljóst að Hólmbert verður ekki með Stjörnunni í dag og má búast við því að hann verði frá næstu 6 vikur vegna meiðsla. Það var hinn ungi og efnilegi Kristófer Konráðsson sem kom inn í hans stað og gæti hann leyst stöðu hans í dag. Rúnar Páll, þjálfari Stjörnunnar, gæti þó breytt taktíkinni, en það er mjög ósennilegt.
Fyrir leik
Breiðablik var að spila 4-3-3 eða 4-2-3-1 gegn Fjölni í 1-0 tapi. Oliver Sigurjónsson var ekki með liðinu vegna meiðsla. Það verður þó áhugavert að sjá hvernig liðið stillir upp í dag í ljósi þess að Arnar Grétarsson var látinn fara frá félaginu. Hér fyrir neðan er uppstilling Blika gegn Fjölni.

Uppstilling Breiðabliks gegn Fjölni:
Gunnleifur
Guðmundur - Viktor Örn - Damir - Davíð
Andri Rafn - Gísli E.
Höskuldur - Arnþór Ari - Martin Lund
Tokic
Fyrir leik
Stjarnan spilaði 4-2-3-1 í 5-0 sigrinum á ÍBV í síðasta leik en Hólmbert Aron Friðjónsson byrjaði á hægri vængnum. Hann verður ekki með í dag. Hér má sjá uppstillingu liðsins í síðasta leik.

Uppstilling Stjörnunnar gegn ÍBV:
Halli
Jóhann - Brynjar - Daníel - Jósef
Eyjólfur - Alex
Hólmbert - Baldur - Hilmar
Guðjón
Fyrir leik
Góða kvöldið og verið velkomin í beina textalýsingu frá leik Breiðabliks og Stjörnunnar í 3. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Hér verður fylgst með öllu því helsta sem gerist i leiknum.
Byrjunarlið:
Haraldur Björnsson
2. Brynjar Gauti Guðjónsson
3. Jósef Kristinn Jósefsson
4. Jóhann Laxdal
7. Guðjón Baldvinsson
8. Baldur Sigurðsson
9. Daníel Laxdal
10. Hilmar Árni Halldórsson
19. Hólmbert Aron Friðjónsson ('70)
20. Eyjólfur Héðinsson
29. Alex Þór Hauksson (f)

Varamenn:
25. Sveinn Sigurður Jóhannesson (m)
2. Heiðar Ægisson ('70)
5. Óttar Bjarni Guðmundsson
14. Hörður Árnason
18. Sölvi Snær
27. Máni Austmann Hilmarsson
77. Kristófer Konráðsson

Liðsstjórn:
Rúnar Páll Sigmundsson (Þ)
Fjalar Þorgeirsson
Brynjar Björn Gunnarsson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Davíð Sævarsson
Friðrik Ellert Jónsson

Gul spjöld:
Guðjón Baldvinsson ('60)

Rauð spjöld: