Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
KR
1
1
Breiðablik
Beitir Ólafsson '30 , sjálfsmark 0-1
Óskar Örn Hauksson '93 , víti 1-1
19.06.2017  -  20:00
Alvogenvöllurinn
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Sól og blíða
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 1.287
Maður leiksins: Davíð Kristján Ólafsson - Breiðablik
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason
2. Morten Beck
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
6. Gunnar Þór Gunnarsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson ('78)
11. Kennie Chopart (f) ('74)
11. Tobias Thomsen ('88)
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)

Varamenn:
12. Jakob Eggertsson (m)
2. Ástbjörn Þórðarson
9. Garðar Jóhannsson ('78)
16. Indriði Sigurðsson
20. Robert Sandnes ('74)
23. Guðmundur Andri Tryggvason ('88)
24. Valtýr Már Michaelsson

Liðsstjórn:
Willum Þór Þórsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Henrik Bödker
Óðinn Svansson

Gul spjöld:
Skúli Jón Friðgeirsson ('45)
Kennie Chopart ('52)
Óskar Örn Hauksson ('66)
Guðmundur Andri Tryggvason ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
KR fór upp úr fallsæti í lokin! Níunda sætið á þá. Blikar í sjöunda.
93. mín Mark úr víti!
Óskar Örn Hauksson (KR)
SKORAR AF ÖRYGGI!

Gunnleifur Gunnleifsson fer í rangt horn og Óskar smyr honum!
92. mín
GUÐMUNDUR ANDRI NIÐUR!!! VÍTI! KR fær vítaspyrnu. Gunnleifur Gunnleifsson dæmdur brotlegur. Var þetta víti??? Ég er ekki viss. Held að þetta hafi ekki verið réttur dómur, en hef ekki endursýningar.
91. mín
Fjórar mínútur í uppbótartíma.
90. mín Gult spjald: Guðmundur Andri Tryggvason (KR)
90. mín
Aron Bjarki með skalla en boltinn í öruggar hendur Gulla Gull.
88. mín
Inn:Guðmundur Andri Tryggvason (KR) Út:Tobias Thomsen (KR)
86. mín
Tíminn að hlaupa frá KR-ingum...
82. mín
Ef þessi leikur endar svona þá er KR búið að spila fimm umferðir í röð án sigurs, fjögur töp og eitt jafntefli.
80. mín
Inn:Aron Bjarnason (Breiðablik) Út:Martin Lund Pedersen (Breiðablik)
80. mín
Tobias Thomsen klúðrar tveimur færum með stuttu millibili! Fyrst bjargaði Efete á línu úr dauðafæri. Svo skalli beint á Gulla.
78. mín
Inn:Garðar Jóhannsson (KR) Út:Finnur Orri Margeirsson (KR)
Nú á að athuga hvort háu boltarnir geti fært KR stig.
77. mín
Davíð Kristján bjargar í horn. Verið flottur í kvöld Davíð.

Gunnar Þór átti skalla talsvert yfir eftir hornið.
74. mín
Inn:Robert Sandnes (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
Chopart hefur átt mjög erfitt sumar.
73. mín
VÁÁÁÁÁ!!! Óskar Örn í færi og rennir sér í boltann, hann fer naumlega framhjá. Þá lætur Græna Pandan, stuðningsmannasveit Blika, vel í sér heyra. Reynir að gíra menn í gang.
71. mín
Óskar Örn með skot en rann þegar hann lét vaða og skotið kraftlaust. Auðvelt fyrir Gulla.
70. mín
PÁLMI RAFN BJARGAR Á LÍNU! Skalli frá Damir eftir horn.
68. mín
Óskar Örn með stórhættulega aukaspyrnu! Boltinn skoppar í teignum en enginn nær að reka tá í hann.
66. mín Gult spjald: Óskar Örn Hauksson (KR)
Óskar vann bara boltann en fer í bókina.
65. mín
Morten Beck með svakalega fyrirgjöf en Tobias Thomsen fer illa með hana og skallar yfir! Thomsen átt mjög dapurt kvöld.
62. mín
Áhorfendatölur voru að berast. 1.287 á KR-vellinum í kvöld.
60. mín
Tokic í dauðafæri en hitti ekki boltann!!! Krulli Gull með sendinguna.
58. mín
Tokic með skot úr aukaspyrnu af svipuðum stað og markið kom áðan, boltinn að þessu sinni beint á Beiti í markinu.
57. mín
Martin Lund sólaði Aron Bjarka illilega í teignum en á síðustu stundu náðu KR-ingar að bjarga.
53. mín
Arnþór Ari með skot í varnarmann eftir góða sókn Blika.
52. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
Braut á Gísla Eyjólfs sem var á siglingu.
50. mín
Eins og staðan er núna er KR í fallsæti! Ja hérna segi ég nú bara! ÍA og Víkingur Ólafsvík að vinna sína leiki.
47. mín
Davíð Kristján með lipur tilþrif en sendingin frá honum ónákvæm.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn - Áhugavert andrúmsloft í Vesturbænum. "Hvað gerist ef við töpum þessum leik?" spurði einn grjótharður KR-ingur.
45. mín
Hálfleikur
Mörkin í þessum hálfleik hefðu getað orðið svo miklu fleiri!

Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks átti Gísli Eyjólfsson svakalega skottilraun, hitti boltann vel en hann fór hárfínt yfir. Svo fékk Breiðablik stórhættulegt horn en Beitir náði að verja.

Það gengur ekkert upp hjá KR. Þrátt fyrir fjölda færa geta þeir ekki komið boltanum í markið.
45. mín Gult spjald: Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
45. mín
GULLI MEÐ RUGLAÐA VÖRSLU! Morten Beck sendi fyrir á Pálma Rafn sem var í dauðafæri, lét vaða af stuttu færi og Gunnleifur náði að verja á ótrúlegan hátt!
43. mín
Þá er það Óskar Örn Hauksson sem lætur vaða. Framhjá. KR að reyna að ná jöfnunarmarki fyrir hlé til að létta aðeins andann yfir te-drykkunni.
40. mín
Thomsen með skalla yfir.
38. mín
Davíð Kristján með hörkusendingu fyrir sem Beitir nær að handsama! Skemmtanagildið í hæstu hæðum hér á KR-vellinum.
35. mín
Strax eftir markið fékk KR hörkuskallafæri en yfir fór boltinn.

Martin Lund Pederson nú með skalla hinumegin en Beitir ver! Þessi leikur er svaðalega opinn!
30. mín SJÁLFSMARK!
Beitir Ólafsson (KR)
Stoðsending: Hrvoje Tokic
MARK ÚR AUKASPYRNU SEM TOKIC TÓK!!! Boltinn fór í stöngina og í Beiti og inn! Þetta skráist sem sjálfsmark.

Spyrnan af ágætis færi, fór yfir vegginn og endaði í netinu! Það hlaut að detta inn mark í þennan leik.
28. mín
RÉTT FRAMHJÁ! Tobias Thomsen með skot sem strauk stöngina utanverða. Það vantar ekki færin í þennan leik. Fyrsta markið hlýtur að fara að detta!
27. mín
Arnór Sveinn Aðalsteinsson stálheppinn að fá ekki gult spjald! Alltof seinn og sparkar Martin Lund niður. Fær tiltali frá Þóroddi Hjaltalín.
23. mín
Nú eru það Blikar sem ráða lögum og lofum. Tokic með skot sem Beitir varði í horn. Eftir hornið fékk Damir hörkufæri en hitti ekki knöttinn!
22. mín
STÖNGIN!!! Gísli Eyjólfsson með skot sem fór af KR-ingi og í stöngina! Hörkuskot. Hvernig er ekki komið mark í þennan fótboltaleik? Galopið.
19. mín
ÞVÍLÍK MARKVARSLA!!! BEITIR ÓLAFSSON!

Efete með skalla eftir aukaspyrnu sem Beitir ver í horn með tilþrifum. Ein besta varsla sumarsins án vafa. Enn og aftur eru föstu leikatriðin að skapa vesen fyrir KR-inga!
18. mín
Blikar hafa náð að koma sér betur inn í leikinn. Eru að ná að halda boltanum betur núna.
14. mín
PÁLMI RAFN MEÐ ROSALEGA TILRAUN!

Tekur svakalega klippu og boltinn fer rétt framhjá samskeytunum! KR á að vera búið að skora í þessum fótboltaleik. Hafa verið svooo miklu betri hér í byrjun.
12. mín
ARNÓR SVEINN! HVAÐ ERTU AÐ GERA? Langur bolti fram og vörn Blika misreiknar þetta rosalega. Arnór komst í hörkufæri en virtist bregða sjálfur við þetta. Dauðafæri en Arnór hitti boltann herfilega og framhjá fór boltinn.
8. mín
Mikil hætta við mark Blika eftir hornspyrnu KR-inga! Heimamenn byrja þetta frískir og Blikar lítið fengið að vera með boltann.
5. mín
Chopart í hörkufæri eftir góða sendingu frá Pálma Rafni en skýtur yfir. KR-ingar byrja þetta líflega.
4. mín
Kennie Chopart að ógna en Breiðablik nær að hreinsa frá!
3. mín
Davíð mættur á fætur og leikur hafinn á ný!
2. mín
Davíð Kristján Ólafsson liggur eftir á vellinum. Lenti í árekstri.
1. mín
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn hér í Frostaskjólinu.
Fyrir leik
Samkvæmt okkar upplýsingum er þetta byrjunarlið KR: Skúli Jón á miðjunni.
Fyrir leik
Björgólfur Guðmundsson og Mikael Nikulásson eru meðal þeirra sem hafa komið sér fyrir í stúkunni og eru tilbúnir í slaginn. Áhorfendur tínast inn.
Fyrir leik
Alltaf gaman þegar sólin skín. Engin afsökun fyrir því að mæta ekki á völlinn í kvöld. Hér eru toppaðstæður og Röddin sjálf er byrjuð að "blasta" græjurnar.

Fróðlegt verður að sjá mætinguna. Þessi lið hafa ekki farið eins vel af stað og vonast hafði verið eftir.
Fyrir leik
Byrjunarliðin klár - Hjá KR verður Indriði Sigurðsson á bekknum. Arnór Sveinn Aðalsteinsson kemur inn í liðið sem og Aron Bjarki Jósepsson en Michael Præst meiddist í síðasta leik og er því ekki í hóp í dag.

Atli Sigurjónsson er heldur ekki í hóp.

Hjá Blikum kemur Ernir Bjarnason inn fyrir Guðmund Friðriksson.
Fyrir leik
Ingólfur Sigurðsson spáir 3-1 útisigri Blika:
Milos mun vinna KR tvisvar í Frostaskjóli í ár! Vandræði KR-inga halda því miður áfram á meðan Milos stimplar sig almennilega inn í nýju starfi.
Fyrir leik
Þóroddur Hjaltalín dæmir leikinn í kvöld. Hann fékk talsverða gagnrýni í síðustu umferð þegar hann flautaði markalausan leik KA og ÍA. KA skoraði mark í leiknum sem átti að standa en Þóroddur dæmdi ranglega að brotið hefði verið á Ingvari Kale í marki Skagamanna.

Bryngeir Valdimarsson og Eðvarð Eðvarðsson eru aðstoðardómarar kvöldsins. Fjórði dómari er svo Jóhann Ingi Jónsson.
Fyrir leik
Af blikar.is:
Fyrsta viðureign Breiðabliks og KR í efstu deild var á Melavellinum árið 1971, í leik sem Blikar unnu 1-0 með marki frá Haraldi Erlendssyni. Leikið var á Melavellinum sem var heimavöllur Breiðabliks frá 1971 þar til að Kópavogsvöllur var vígður 7. júní 1975

Breiðablik og KR hafa mæst 82 sinnum í opinberum leikjum frá upphafi. KR hefur vinninginn með 40 sigra gegn 19 sigrum Blika. Jafnteflin eru 24. Skoruð mörk í þessum leikjum eru 209 eða 2.6 mark per leik.
Fyrir leik
Blikar eru svekktir og sárir eftir flautumarkið sem þeir fengu á sig gegn Val í síðustu umferð. Í kvöld er komið að fjórða leik Kópavogsliðsins undir stjórn Milos Milojevic en honum hefur gengið vel gegn KR og lagt liðið í síðustu fjórum leikjum sem hann hefur stýrt gegn því.

Milos var þjálfari Víkings R. í upphafi tímabils og stýrði Víkingum einmitt til sigurs hér á KR-vellinum í fyrstu umferð!
Fyrir leik
Byrjun KR-inga á tímabilinu hefur verið gríðarleg vonbrigði. Liðið er aðeins með sjö stig, þremur stigum fyrir ofan fallsætin. Fyrir mótið voru margir sem bjuggust við því að KR myndi berjast um Íslandsmeistaratitilinn en liðinu hefur gengið bölvanlega. Umræða hefur farið af stað um hvort Willum Þór Þórsson verði látinn taka pokann sinn.
Fyrir leik
Gott kvöld! Á KR-vellinum eru heimamenn að fara að mæta Breiðabliki í 8. umferð Pepsi-deildarinnar. Hreint út sagt ákaflega áhugaverð viðureign sem er framundan.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Arnþór Ari Atlason
9. Hrvoje Tokic
10. Martin Lund Pedersen ('80)
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
16. Ernir Bjarnason
26. Michee Efete
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
11. Aron Bjarnason ('80)
13. Sólon Breki Leifsson
18. Willum Þór Willumsson
20. Kolbeinn Þórðarson
21. Guðmundur Friðriksson
35. Brynjar Óli Bjarnason

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Olgeir Sigurgeirsson
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: