Pep vill fá fyrrum leikmann Liverpool - Liverpool fylgist með tveimur Svíum - Grealish orðaður við Tottenham
Fram
1
0
Grótta
Dino Gavric '52 1-0
22.06.2017  -  19:15
Laugardalsvöllur
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Skýjað og 10 gráður
Dómari: Sigurður Óli Þórleifsson
Maður leiksins: Dino Gavric - Fram
Byrjunarlið:
1. Atli Gunnar Guðmundsson (m)
4. Sigurpáll Melberg Pálsson (f)
7. Guðmundur Magnússon (f) ('85)
9. Helgi Guðjónsson ('77)
10. Orri Gunnarsson
14. Hlynur Atli Magnússon
21. Indriði Áki Þorláksson
23. Benedikt Októ Bjarnason ('46)
24. Dino Gavric
25. Haukur Lárusson
26. Simon Smidt

Varamenn:
1. Hlynur Örn Hlöðversson (m)
12. Baldur Olsen (m)
5. Sigurður Þráinn Geirsson
6. Brynjar Kristmundsson
16. Arnór Daði Aðalsteinsson ('85)
17. Kristófer Jacobson Reyes
19. Axel Freyr Harðarson ('77)
71. Alex Freyr Elísson ('46)

Liðsstjórn:
Pétur Örn Gunnarsson (Þ)
Tómas Ingason
Lúðvík Birgisson
Þuríður Guðnadóttir
Ólafur Tryggvi Brynjólfsson
Hilmar Örn Pétursson

Gul spjöld:
Sigurpáll Melberg Pálsson ('38)
Guðmundur Magnússon ('51)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Framarar eru nú tveimur stigum á eftir efstu liðum en þau eiga leik til góða.

Grótta er í fallsæti með 5 stig.

Grótta reyndi allt til að jafna. Dieterich í markinu fór fram í horni og ég veit ekki hvað... en sigur Fram staðreynd. Sanngjarn sigur.
93. mín
Hætta við mark Fram en Atli nær að handsama knöttinn.
91. mín
Við erum í uppbótartíma.
90. mín
VÁÁÁ!!! Enok Eiðsson nálægt því að jafna fyrir Gróttu! Nær óvæntu skoti en Atli Gunnar nær að verja með naumindum.
87. mín
Simon Smidt með skot úr aukaspyrnu en auðveldlega varið.
86. mín Gult spjald: Arnar Þór Helgason (Grótta)
Brýtur groddaralega á Alex Frey sem þarf aðhlynningu.
85. mín
Inn:Arnór Daði Aðalsteinsson (Fram) Út:Guðmundur Magnússon (Fram)
84. mín
Grótta fær hörkufæri!!! Búið að flagga rangstöðu.
77. mín
Inn:Axel Freyr Harðarson (Fram) Út:Helgi Guðjónsson (Fram)
Helgi búinn að vera skeinuhættur í þessum leik, fín frammistaða en hann nagar sig í handarbakið yfir því að hafa ekki skorað í kvöld.
76. mín
Alexander Kostic með horn sem skapar mikla hættu... annað horn hinumegin.
74. mín
Inn:Darri Steinn Konráðsson (Grótta) Út:Jóhannes Hilmarsson (Grótta)
71. mín
ÞAÐ ER MEÐ HREINUM ÓLÍKINDUM að Fram hafi ekki skorað annað mark! Enn ein þunga sóknin hjá þeim. Grótta lifir á bjargbrúninni í þessum leik.
70. mín
Alex Freyr með skot sem er varið! Svo á Helgi skot sem fer í varnarmann! Framarar eiga að vera búnir að skora annað fótboltamark.
69. mín
Inn:Enok Eiðsson (Grótta) Út:Ingólfur Sigurðsson (Grótta)
67. mín
RÉTT FRAMHJÁ! Ingólfur Sigurðsson með aukaspyrnu á stórhættulegum stað. Rétt framhjá! Fór af varnarmanni.
60. mín
DAUÐAFÆRI!!! Helgi Guðjónsson í dauðafæri! Gummi Magg flikkaði boltanum inn á Helga sem fór framhjá markverðinum en Alexander Kostic náði á endanum að bjarga á línu!

Framarar líklegri til að bæta við en Grótta að minnka muninn.
58. mín
Gríðarlega þung sókn hjá Fram! Markvörður Gróttu er mjög óöruggur í sínum aðgerðum! Guðmundur Magnússon nálægt því að skora.
56. mín Gult spjald: Ingólfur Sigurðsson (Grótta)
55. mín
Varamaðurinn Alex Freyr Elísson með góð tilþrif og skot en það er varið.
52. mín MARK!
Dino Gavric (Fram)
Stoðsending: Simon Smidt
FRAMARAR HAFA TEKIÐ FORYSTUNA! Aukaspyrna og Gavric skallaði boltann yfir markvörð Gróttu sem fór út úr markinu og í skógarhlaup!

Ísinn er brotinn hér!
51. mín Gult spjald: Guðmundur Magnússon (Fram)
Sigurpáll í Fram og Sigurvin í Gróttu lentu harkalega saman í baráttu um boltann og allt sauð upp úr. Myndaðist góð þvaga og Sigurður Óli henti einu gulu á hvort lið.
51. mín Gult spjald: Aleksandar Alexander Kostic (Grótta)
49. mín
Mér var lofað af góðum manni fyrir leik að þessi leikur yrði hundleiðinlegur. Góði maðurinn hefur ekki svikið mig enn.
46. mín
Inn:Alex Freyr Elísson (Fram) Út:Benedikt Októ Bjarnason (Fram)
Seinni hálfleikur er hafinn
45. mín
Jæja liðin eru að ganga inn á völlinn. Síðasta lag fyrir seinni hálfleik frá DJ Valtý er Depeche Mode. Það eðalband. Þetta ætti að koma mönnum í gírinn. Vonandi fáum við nú skemmtilegan seinni hálfleik því sá fyrri var það svo sannarlega ekki...
45. mín
Tölfræði í hálfleik:
Marktilraunir: 3-4
Á rammann: 1-1
Horn: 3-0
Brot: 4-4
45. mín
Hálfleikur
Óhætt að segja að það sé ekki neinn AC Milan bragur á liðunum hér í kvöld.
41. mín
Guðmundur Magnússon með skot hátt yfir.
38. mín Gult spjald: Sigurpáll Melberg Pálsson (Fram)
Sparkaði boltanum í burtu.
35. mín Gult spjald: Sigurvin Reynisson (Grótta)
Tosar andstæðing niður til að stöðva hættulega sókn.
31. mín
Ingólfur Sigurðsson með skot af löngu færi. Vel framhjá.
30. mín
Framarar í veseni með mjög góða fyrirgjöf Ingólfs Sigurðssonar en ná á endanum að bægja hættunni frá.

Það eru einhverjir stuðningsmenn Fram sem mættu með trommu hér í stúkuna og reyna að skapa stemningu. Það gengur hreint út sagt ekkert rosa vel.

Hlynur Atli Magnússon skallar að marki. Lítil hætta og markvörður Gróttu handsamar knöttinn af öryggi.
22. mín
Orri Gunnarsson fær að líta Svaninn frá Sigurði Óla dómara, Grótta fær aukaspyrnu á lofandi stað við vítateigshornið vinstra megin. Alexander Kostic tók bara skotið þarna í hliðarnetið.
14. mín
Helgi Guðjónsson með stórskemmtileg tilþrif! Vel gert hjá stráknum, fíflar tvo varnarmenn Gróttu í teignum með því að fara á milli þeirra og vinnur hornspyrnu.
10. mín
Arnar Þór Helgason varnarmaður Gróttu í veseni. Helgi Guðjónsson náði að ræna boltanum af honum við endalínuna en sending Helga náði ekki að rata á samherja.
6. mín
Atli Gunnar markvörður í tómu tjóni! Kom út úr markinu en náði ekki til boltans og Viktor Smári Segatta skaut yfir markið. Atli heppinn að vera ekki refsað þarna.
3. mín
Sigurpáll Melberg fyrirliði með fyrirgjöf en Alexander Kostic bjargar í horn. Ekkert merkilegt kemur úr horninu.
1. mín
Leikur hafinn
Það eru Gróttumenn sem hófu leik á því að taka skot. Ingólfur Sigurðsson, fyrrum leikmaður Fram, lét vaða en skotið kraftlítið. Grótta sækir í átt að Laugardalslauginni.
Fyrir leik
Valtýr Björn Valtýsson vallarþulur er búinn að kynna liðin. Þá fer þetta að byrja... vonandi fáum við hressandi leik.
Fyrir leik
Liðin eru í upphitun í góðum gír hér á þjóðarleikvanginum. Dómaratríóið er að hita upp. Sigurður Óli Þórleifsson er aðaldómari í kvöld. Hér eru fínar aðstæður til fótboltaiðkunar. Framarar bjóða upp á Prince kex og kaffi fyrir fréttamenn.
Fyrir leik
Þórhallur Dan, þjálfari Gróttu, gerir fjórar breytingar frá 2-0 tapi gegn Þór.

Inn í byrjunarliðið koma Arnar Þór Helgason, Jóhannes Hilmarsson, Pétur Steinn Þorsteinsson og Kristófer Scheving.

Guðmundur Marteinn Hannesson, Andri Þór Magnússon, Pétur Theodór Árnason og Enok Eiðsson setjast allir á bekkinn.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Óli Brynjólfs hjá Fram gerir þrjár beytingar frá 2-0 tapi gegn Fylki í síðustu umferð.

Atli Gunnar Guðmundsson kemur inn í markið og auk hans koma Helgi Guðjónsson og Indriði Áki Þorláksson inn.

Alex Freyr Elísson og Arnór Daði Aðalsteinsson fara á bekkinn.
Fyrir leik
Bergsveinn Ólafsson spáir 1-0 sigri Fram
Haukur Lár er byrjaður að spila og það þýðir að Fram fer að byrja halda hreinu. Gróttumenn munu berjast eins og ljón allan leikinn en fá ódýrt mark á sig úr föstu leikatriði.
Fyrir leik
Sóknarmaðurinn umdeildi og umtalaði Ivan Bubalo er ekki með Fram í kvöld en hann tekur út leikbann vegna uppsafnaðra áminninga. Ásmundur Arnarsson sagði eftir tapleik gegn Fylki á dögunum að menn væru ósáttir við viðhorf leikmannsins.
Fyrir leik
Stórar fréttir sem bárust úr herbúðum Fram í vikunni. Ásmundur Arnarsson var rekinn sem þjálfari en skýring stjórnar er að árangurinn hafi ekki verið eftir væntingum.

Mikil dramatík í kringum þetta mál og ýmis orð verið látin falla í umræðunni. Flestir eru gáttaðir á þessum aðgerðum stjórnar Fram.

Ólafur Brynjólfsson, sem var aðstoðarmaður Ásmundar, mun stýra Fram í þessum leik í kvöld en ekki er búið að finna þjálfara til frambúðar.

Ólafur er fyrrum þjálfari kvennaliðs Vals en hann stýrði Gróttu upp úr 2. deildinni 2014. Hann hætti svo með liðið eftir það tímabil.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag! Hér verður fylgst með viðureign Fram og Gróttu í Inkasso-deildinni.

Fram er í fimmta sæti með 11 stig en liðið hefur tapað síðustu tveimur leikjum. Grótta er í næst neðsta sæti með 5 stig og ætlar sér að komast upp úr fallsæti í kvöld.
Byrjunarlið:
12. Terrance William Dieterich (m)
Pétur Steinn Þorsteinsson
Bjarni Rögnvaldsson
Dagur Guðjónsson
2. Arnar Þór Helgason
6. Sigurvin Reynisson (f)
8. Aleksandar Alexander Kostic (f)
9. Jóhannes Hilmarsson ('74)
14. Ingólfur Sigurðsson ('69)
16. Kristófer Scheving
22. Viktor Smári Segatta

Varamenn:
1. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
6. Darri Steinn Konráðsson ('74)
10. Enok Eiðsson ('69)
11. Andri Þór Magnússon
17. Agnar Guðjónsson
21. Ásgrímur Gunnarsson
77. Pétur Theódór Árnason

Liðsstjórn:
Þórhallur Dan Jóhannsson (Þ)
Guðmundur Marteinn Hannesson
Pétur Már Harðarson
Halldór Kristján Baldursson
Björn Hákon Sveinsson
Björn Valdimarsson
Sigurður Brynjólfsson

Gul spjöld:
Sigurvin Reynisson ('35)
Aleksandar Alexander Kostic ('51)
Ingólfur Sigurðsson ('56)
Arnar Þór Helgason ('86)

Rauð spjöld: