Kvaratskhelia orðaður við Man Utd og Liverpool - Moyes fyrsti kostur Everton - Man Utd blandar sér í baráttuna um Mbeumo
   fim 22. júní 2017 12:15
Arnar Daði Arnarsson
Beggi Ólafs spáir í 8. umferð Inkasso-deildarinnar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill Lárusson, leikmaður Vals var með fimm rétta þegar hann spáði í sjöundu umferð Inkasso-deildarinnar.

Bergsveinn Ólafsson, varnarmaður FH spáir í áttundu umferðina sem hefst í kvöld með tveimur leikjum.

Fram 1 - 0 Grótta (19:15 í kvöld)
Haukur Lár er byrjaður að spila og það þýðir að Fram fer að byrja halda hreinu. Gróttumenn munu berjast eins og ljón allan leikinn en fá ódýrt mark á sig úr föstu leikatriði.

HK 2 - 1 ÍR (19:15 í kvöld)
Svokallaður sex stiga leikur í ástríðunni. Harkan verður í fyrirúmi þar sem Steinsen (Steini60) og Guðmundur Þór munu fara fyrir sínum liðum. Jón Gísli setur hann fyrir ÍR og Bjarni Gunn (töframaðurinn) og Reynir Már fyrir HK.

Fylkir 1 - 1 Selfoss (19:15 á föstudag)
Tvö mjög sterk lið sem eru kandídatar í að fara upp í Pepsi. Liðin eiga eftir að taka litla sénsa og verða bæði sátt með jafntefli. Uxinn kjötar allavegana þrjá í leiknum.

Leiknir R. 2 - 1 Haukar (19:15 á föstudag)
Það er ekki hlaupið að því að sækja punkta í Efra-Breiðholtinu. Þetta verður skemmtilegur leikur með mikið af færum. Bjarki Aðalsteins setur eina sæmilega pönnu, Binni Hlö sefur ekki yfir sig og Kristó tekur lag með Bruce Springsteen eftir leik.

Keflavík 2 - 1 Þór (14:00 á laugardag)
Þórsarar eru að vakna til lífsins en Keflavík er með feiki sterkt lið. Jeppinn setur tvö og Jóhann Helgi skorar eitt með fullorðins skalla. Það er eitthvað sem segir mér að það verður nóg að gera hjá dómaranum í þessum leik. Ég spái einu rauðu spjaldi og 4-5 gulum.

Leiknir F. 1 - 3 Þróttur R. (14:00 á laugardag)
Það fæst ekkert gefinst fyrir austan en Þróttarar eru með það gott lið að þeir klára þetta örugglega. Komast í 3-0 en Leiknir skorar eitt sárabótamark í lokin.

Sjá einnig:
Sigurður Egill Lárusson (5 réttir)
Arnþór Ari Atlason (3 réttir)
Ásgeir Þór Ingólfsson (3 réttir)
Guðjón Pétur Lýðsson (3 réttir)
Jóhann Laxdal (3 réttir)
Davíð Snorri Jónasson (2 réttir)
Hallgrímur Mar Steingrímsson (1 réttur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner