Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Breiðablik
1
2
FH
0-1 Kristján Flóki Finnbogason '14
Gísli Eyjólfsson '63 1-1
1-2 Kristján Flóki Finnbogason '68
03.07.2017  -  20:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Aðstæður: Mild gola sem verður ekki fyrir neinum, 13 stiga hiti og völlurinn rennisléttur. Geggjaðar fótboltaaðstæður.
Dómari: Gunnar Jarl Jónsson
Áhorfendur: 1221
Maður leiksins: Kristján Flóki Finnbogason
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Arnþór Ari Atlason ('70)
9. Hrvoje Tokic
10. Martin Lund Pedersen
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson ('81)
16. Ernir Bjarnason ('57)
26. Michee Efete
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('70)
11. Aron Bjarnason ('57)
18. Willum Þór Willumsson
20. Kolbeinn Þórðarson ('81)
21. Guðmundur Friðriksson
21. Viktor Örn Margeirsson

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Olgeir Sigurgeirsson
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Damir Muminovic ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Sanngjarn sigur FH-inga í kvöld.

Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
+3

Kristján Flóki skallar í stöng úr skyndisókn eftir geggjaða sendingu Þórarins!
90. mín
+2

Blikar reyna að komast hátt á völlinn...yfirleitt fær maður einn séns í uppbótartíma.
90. mín
Uppbótin er 3 mínútur.
87. mín
Martin Lund gerir vel að fara framhjá Þórarni en skotið hans fer framhjá - fínt færi hér á ferð.
86. mín
Blikar dúndra öllum boltum nú lang upp á völlinn þar sem Tokic og Aron eru senteraparið og Lund og Höskuldur koma hátt upp á völlinn.
85. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
Brýtur á Kristjáni úti á kanti.
83. mín
Blikar beint upp og fá dauðafæri!

Höskuldur aleinn á vítapunktinum og á skot sem Gunnar ver virkilega vel.
83. mín
Gulli Gull með magnaða vörslu hér upp úr horni. Hælspyrna Kristjáns er á leiðinni inn en Gulli grípur.
81. mín
Inn:Kolbeinn Þórðarson (Breiðablik) Út:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
Blikar að fara í 3-5-2 sýnist mér.
80. mín
Inn:Robbie Crawford (FH) Út:Emil Pálsson (FH)
Hrein skipting
78. mín
Atli Guðna í skotfæri en snýr þessum framhjá á fjær.
78. mín
FH hafa aftur náð gripi á leiknum en á meðan munurinn er bara eitt mark þá er engin ró á bekknum hjá þeim.
72. mín
Gísli fellur í teignum og Blikar vilja víti en Gunnar ekki sammála því.

Dæmir markspyrnu.
70. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Fyrstu mínútur Olivers í deildinni síðan í fyrsta leik.
68. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Stoðsending: Steven Lennon
Upp úr horni.

Blikar skalla hornið frá og út úr teignum, Lennon fær þar boltann...Efete rýkur á eftir honum út úr teignum en Lennon fer létt framhjá honum og sendir inn í markteig þar sem Kristján Flóki er aleinn og skallar boltann af öryggi í horn.

Hrikalegur varnarleikur!!!
65. mín
Inn:Atli Guðnason (FH) Út:Halldór Orri Björnsson (FH)
Atli fer á vinstri kantinn í stað Halldórs.
63. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Martin Lund Pedersen
Já takk!

Blikar jafna, Martin fékk tíma úti á kanti til að renna á Gísla inni á miðjunni og sá fær næði til að negla hann af 20 metrunum.
60. mín
Efete skallar framhjá á fjær eftir flottan undirbúning Höskuldar sem setti í einn góðan klobba áður en hann senti boltann inn.

Hér átti að gera betur.
59. mín
Ofanverð þversláin, Kristján Flóki með góða sendingu út fyrir teig á Emil sem setur hann þéttingsfast í ofanverða þverslána utan teigs.
57. mín
Inn:Aron Bjarnason (Breiðablik) Út:Ernir Bjarnason (Breiðablik)
Höskuldur væntanlega að fara í bakvörðinn og Aron á kantinn.

Ernir búinn að eiga erfitt hér í dag.
55. mín
Efete með flottan varnarleik. Lennon að sleppa í gegn eftir flotta sendingu Doumbia en Efete hleypur hann uppi og potar til Gulla sem hreinsar.
54. mín
ÞVERSLÁ!

Steven Lennon fær flotta sendingu upp í hægra horn frá Davíð og er að senda inní. Boltinn hins vegar nær skrýtnu flugi og endar í þverslánni á Blikamarkinu með Gulla alveg frosinn.
51. mín
Blikar aftur með horn en nú er brotið á Nielsen í markteignum, stórhættulegir boltar.
50. mín
Rétt framhjá!

Damir með hörkuskalla eftir horn en boltinn siglir rétt framhjá á fjær.
49. mín
Gísli Eyjólfs með fyrsta alvöru skot heimamanna utan teigs en Nielsen vandanum vaxinn.
49. mín
Blikar koma aggressívt inn í leikinn hér í seinni hálfleik.

Nú er að sjá hvort það skilar...
46. mín
Leikur hafinn
Lagt af stað í seinni.

Óbreytt lið...
45. mín
Leikur hafinn
Sanngjörn staða en FH geta nagað smá bökin að hafa ekki skorað fleiri mörk.

Blikar verða einfaldlega að gera miklu betur!
44. mín
Þórarinn með enn eitt flotta skotið, þessu þarf Gulli að blaka yfir í horn utan teigs.
42. mín
Tokic fellur í teignum og vill víti en Gunnar alls ekki á því.

Hárrétt hjá honum.
40. mín
Blikar að kvarta undan FH-ingum hér í stúkunni. Finnst þeir grófir.

Mér finnst þeir hins vegar grimmir. Það er munur á.
37. mín
Neibb.

Nielsen hirti þennan létt.
36. mín
Blikar fá horn eftir einbeitingarleysi hjá Doumbia...

...þó ekki?
35. mín
Frábært skot hjá Kristjáni Flóka utan teigs en Gulli tekur blaðamannaskutlu og slær í horn.
31. mín
Enn færi hjá FH-ingum, nú upp úr horni.

Boltinn skoppar um teiginn og endar á Pétri Viðars sem húkkar hann en framhjá á fjær.
29. mín
Blikar beint upp í sókn sem er sú skásta hingað til, endar með skotfæri Arnþórs Ara en boltinn fer hátt yfir.
28. mín
DAUÐAFÆRI!

Davíð með galna sendingu sem er étin og stungið beint í gegn á Halldór Orra sem er einn á einn við Gulla sem sér við honum.
24. mín
Þórarinn sleppur í gegn utarlega í teignum en Gulli ver skotið frá honum býsna vel.
24. mín
Á móti eru Blikar að reyna að fara upp vinstra megin þar sem þeir horfa á hafsentinn Bergsvein í bakverði.

Hann er hins vegar að lesa þá vel hingað til.
21. mín
Liðin að átta sig á uppleggi hvors annars hérna.

FH pressa ofarlega á vellinum en falla hratt til baka af miðju ef heimamenn komast þangað. Þetta er einfaldlega að svínvirka hingað til.
19. mín
Blikar að færa sig aðeins framar á völlinn, þeir eru búnir að vera ansi passívir hér í byrjun.
14. mín MARK!
Kristján Flóki Finnbogason (FH)
Stoðsending: Bergsveinn Ólafsson
FH verið með fín tök á þessum leik frá stangarskoti og setja hér fínt mark.

Kristján fær boltann á D-boganum og leggur til hægri þar sem Bergsveinn kemur og sendir djúpt á fjær þangað sem Kristján er mættur til að stanga hann inn.
10. mín
Fyrsta skotið í leiknum endar í stönginni!!!

Fín sókn FH endar hjá Þórarni sem á skot utan teigsins sem hrekkur af stönginni í innkast.
9. mín
Ástæða þess að ég byrjaði á FH er að ég er enn að átta mig á uppstillingu Blika.

Ætla að tippa á 4-1-4-1

Gulli

Ernir - Efete - Damir - Davið

Andri

Höskuldur - Gísli - Arnþór - Lund

Tokic.
6. mín
FH spilar 4-4-2 í dag.

Gunnar

Bergsveinn - Pétur - Doumbia - Böddi

Þórarinn - Emil - Davíð - Halldór

Lennon - Kristján
4. mín
Mikið af mistökum hér á báða bóga og spennustigið virkar hátt.
1. mín
Leikur hafinn
Lagt af stað í Kópavogi.
Fyrir leik
Blikar unnu uppkastið og velja að byrja á móti golunni í átt að Garðabræ frá Sporthúsinu.
Fyrir leik
Þá mæta menn...vel gíraðir sýnist mér.

Hefðbundnir litir á öllum og dómarinn í svörtu...það finnst mér alltaf flottast.
Fyrir leik
Liðin láta heldur betur bíða eftir sér hér...myndatökumenn Stöðvar tvö búnir að standa klárir í góðar tíu mínútur.
Fyrir leik
Ef menn vilja kíkja á byrjunarliðsfréttina okkar þá er að smella hér á:

http://www.fotbolti.net/news/03-07-2017/byrjunarlid-breidabliks-og-fh-doumbia-byrjar-oliver-i-hop

Stóru fréttirnar eru auðvitað þær að Doumbia byrjar hjá FH og Oliver fer á bekkinn hjá Blikum.
Fyrir leik
Menn að detta í stúkuna hérna. Andrés Pétursson var að skutla sér í Blikatreyjuna, þá er þetta að fara að gerast.

Fyrir leik
Ákveðin eftirvænting er fyrir því hvort #JRJ16 fær mínútur.

Svona til að spá í hvort að menn breytast eitthvað við það að gifta sig en mr. Jón Ragnar gekk í það heilaga nú nýverið.

Hvað veit maður um hvað það er sem hefur áhrif!!!
Fyrir leik
Fyrrum leikmaður leynist í leikmannahópum dagsins.

Hetjan Gunnleifur Gunnleifsson lék með FH 2010 - 2012 en fór þá yfir til Blika þar sem að FH vildu ekki gefa honum lengri samning en eitt ár.

Gulli er þó á sínu fjórða ári með Blikum...
Fyrir leik
FH liðið ætti að vera á líkum nótum og verið hefur.

Enn er Bjarni Þór meiddur og auðvitað búið að selja Hendrickx en allir klárir sem voru í hóp síðast.

Engin agabönn framundan hjá þessum liðum.
Fyrir leik
Dómarateymið er afbragð.

Gunnar Jarl Jónsson flautar og á flöggunum eru þeir Birkir Sigurðarson og Jóhann Gunnar Guðmundsson.

Fjórði dómarinn er Þorvaldur Árnason og um eftirlitið sér Björn Guðbjörnsson. Þetta getur ekki klikkað!
Fyrir leik
Fréttir herma að Óliver Sigurjónsson verði í leikmannahóp Blika í kvöld eftir að hafa verið fjarverandi allt frá 1.umferð og því möguleiki að hann spili sínar fyrstu mínútur undir stjórn Milosar þjálfara.

Það styrkir lið Blika auðvitað að fá þennan öfluga miðjumann til baka!
Fyrir leik
FH vann leik þessara liða á Kópavogsvelli í fyrra 1-0 með marki frá Emil Pálssyni.

Seinni leikur liðanna 2016 fór fram í Kaplakrika og þar endaði 1-1 og þar skoraði Árni Vilhjálmsson fyrir Blika en Kristján Flóki Finnbogason fyrir FH.
Fyrir leik
Talandi um að sitja neðar í deildinni en væntingar segja til um.

Blikar sitja í áttunda sæti fyrir leik dagsins með 11 stig. Þeir hafa unnið jafnmarga leiki í deildinni og FH, þrjá talsins en fjögur töp í níu leikjum hafa fest þá í neðri hluta deildarinnar.

Það munar þremur stigum á liðunum og 5-0 sigur heimamanna myndi þýða sætaskipti þeirra.

Blikar gerðu 0-0 jafntefli í síðasta leik sínum, gegn Grindavík og hafa ekki unnið heimaleik í mótinu síðan 28.maí þegar þeir lögðu Víkinga frá Ólafsvík 2-1.
Fyrir leik
Fyrir leik dagsins sitja FH-ingar í fjórða sæti deildarinnar og sex stigum frá toppliði Vals. Þeir hafa einungis tapað einum leik í mótinu nú þegar en 5 jafntefli telja lítið í mótinu og því eru þeir neðar en þeir klárlega ætluðu sér á þessum tímapunkti.

Þeir unnu þó síðasta leik sinn í deildinni, 1-0 úti í Eyjum og tryggðu sér sæti í undanúrslitum Borgunarbikarsins í sínum síðasta keppnileik fyrir þennan með því að leggja Fylki með sömu markatölu í Árbænum.
Fyrir leik
Leikurinn er liður í 11.umferð PEPSI-deildar en er færður til vegna þátttöku FH-inga í Meistaradeild Evrópu. Aðrir leikir þessarar umferðar verða leiknir 16. og 17.júlí næstkomandi.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og velkomin í beina textalýsingu frá Kópavogsvelli þar sem Blikar taka á móti ríkjandi Íslandsmeisturum FH.
Byrjunarlið:
1. Gunnar Nielsen (m)
Emil Pálsson ('80)
Davíð Þór Viðarsson
4. Pétur Viðarsson
5. Bergsveinn Ólafsson
7. Steven Lennon
20. Kassim Doumbia
21. Böðvar Böðvarsson
22. Halldór Orri Björnsson ('65)
23. Þórarinn Ingi Valdimarsson
45. Kristján Flóki Finnbogason

Varamenn:
12. Vignir Jóhannesson (m)
6. Robbie Crawford ('80)
11. Atli Guðnason ('65)
17. Atli Viðar Björnsson
23. Veigar Páll Gunnarsson
28. Teitur Magnússon
29. Guðmundur Karl Guðmundsson

Liðsstjórn:
Heimir Guðjónsson (Þ)
Ólafur Páll Snorrason
Eiríkur K Þorvarðsson
Guðjón Örn Ingólfsson
Ólafur H Guðmundsson
Róbert Magnússon

Gul spjöld:

Rauð spjöld: