Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
Haukar
2
1
Selfoss
Daníel Snorri Guðlaugsson '7 1-0
Daníel Snorri Guðlaugsson '51 2-0
2-1 James Mack '63
11.07.2017  -  19:15
Gaman Ferða völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla 2017
Aðstæður: Upp á 9,7. Sól á lofti
Dómari: Tómas Orri Hreinsson
Maður leiksins: Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Byrjunarlið:
30. Trausti Sigurbjörnsson (m) ('20)
3. Sindri Scheving
6. Gunnar Gunnarsson (f)
7. Haukur Ásberg Hilmarsson
8. Þórhallur Kári Knútsson
11. Arnar Aðalgeirsson ('79)
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
19. Baldvin Sturluson ('79)
22. Björgvin Stefánsson
22. Aron Jóhannsson (f)
22. Alexander Freyr Sindrason (f)

Varamenn:
7. Davíð Sigurðsson ('79)
8. Ísak Jónsson
12. Þórir Jóhann Helgason ('79)
21. Alexander Helgason
28. Haukur Björnsson
33. Harrison Hanley

Liðsstjórn:
Stefán Gíslason (Þ)
Hilmar Trausti Arnarsson
Árni Ásbjarnarson
Elís Fannar Hafsteinsson
Andri Fannar Helgason
Þórður Magnússon

Gul spjöld:
Þórir Jóhann Helgason ('87)
Björgvin Stefánsson ('90)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þetta er búið! Haukar vinna 2-1 í skemmtilegum fótboltaleik.

Viðtöl og skýrsla koma inn síðar í kvöld.
90. mín Gult spjald: Björgvin Stefánsson (Haukar)
Fyrir kjaftbrúgg.
90. mín
Flestir leikmenn Selfoss komnir í sóknina. Haukar verjast vel.
89. mín
James Mack gerði þetta vel og fiskar hornspyrnu.
88. mín
Haukar eru að sigla þessu heim.
87. mín Gult spjald: Þórir Jóhann Helgason (Haukar)
85. mín
Þarna voru Haukarnir heppnir. Gunnar í veseni og missir boltann, en það reddast.
82. mín
Selfoss hefur ekki ógnað mikið eftir markið.
79. mín
Inn:Davíð Sigurðsson (Haukar) Út:Baldvin Sturluson (Haukar)
Haukar hentu líka bara í aðra breytingu í leiðinni.
79. mín
Inn:Arnór Ingi Gíslason (Selfoss) Út:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
Ingi Rafn hefði klárlega getað skorað.
79. mín
Inn:Þórir Jóhann Helgason (Haukar) Út:Arnar Aðalgeirsson (Haukar)
Strákur fæddur 2000 að koma inn á.
75. mín
Það kemur ekkert úr þessari hornspyrnu...
74. mín
Kristinn Sölvi keyrir á vörnina og fær hornspyrnu.
73. mín Gult spjald: Andy Pew (Selfoss)
71. mín Gult spjald: Sindri Pálmason (Selfoss)
Pirringsbrot.
70. mín
Leikurinn aðeins að róast eftir kröftugar mínútur.
68. mín
Jafnræði með liðunum eftir markið. Mér líður eins og bæði lið gætu skorað næsta mark.
63. mín MARK!
James Mack (Selfoss)
Stoðsending: Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
MARK!!!! Selfoss svarar síðustu færslu minni og þeir skora!

James Mack skorar eftir aukaspyrnu Þorsteins. Nú er þetta leikur!
62. mín
Selfyssingar reyna hvað þeir geta til þess að koma inn marki, en Haukarnir eru að gera vel varnarlega, enn sem komið er.
61. mín
Ingi Rafn með enn eitt skotið, en Árni ver það tiltölulega auðveldlega.
58. mín
Flott sókn hjá Haukum! Björgvin fær boltann og nær skoti, en Guðjón Orri ver.

Björgvin fær boltann aftur og í kjölfarið hópast þrír leikmenn Selfoss að honum. Hann vill fá vítaspyrnu, en Tómas Orri dæmir ekki.
56. mín
Ágætis uppspil hjá Selfossi sem endar með skoti hjá Inga Rafni. Það er þó laust og beint á Árna, sem þarf að hafa lítið fyrir því að verja.
56. mín
Stúkan að taka við sér! Gaman að því!
55. mín
Ætla að hrósa Daníeli Snorra, þvílíkur leikur sem hann er að eiga.

Hann er búinn að hlaupa eins og vitleysingur og skora tvö mörk.
52. mín
Selfyssingar hafa verið grimmir í upphafi seinni hálfleiks, en það er ekki nóg. Þeir verða líka að koma boltanum í netið. Haukarnir eru búnir að gera það, tvisvar.
51. mín MARK!
Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
MARKKKK!!!! 2-0 FYRIR HAUKA!

Haukarnir sækja hratt, Haukur Ásberg kemur honum á Arnar Aðalgeirs, sem gerir vel og kemur honum fyrir á Daníel Snorra. Daníel á skot, sem Guðjón Orri, en hann nær frákastinu sjálfur og skorar sitt annað mark í leiknum.

Haukarnir eru í góðum málum!
48. mín
Gestirnir eru hættulegir í föstum leikaatriðum. Þeir ná þó ekki að reyna almennilega á Árna í markinu. Þeim hefur ekki tekist að gera það síðan hann kom inn á.
46. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað að nýju!
45. mín
Annars hvet ég líka bara alla til þess að gera sér ferð á Gaman Ferða völlinn!

Það er geggjað veður og Pizza í sjoppunni.
45. mín
Ég mæli með því að fylgjast með leiknum á Haukar TV. Bræðurnir Hilmar Rafn og Jón Hjörtur lýsa þar af mikilli snilld.

Smelltu hér til að fara í beina útsendingu.
45. mín
Staðan í hinum leikjunum:

Grótta 1 - 2 Leiknir R.
ÍR 1 - 2 Fylkir
Keflavík 1 - 0 HK
Þór 1 - 0 Leiknir F.
Þróttur R. 1 - 1 Fram

Hægt er að fylgjast með öllum þessum leikjum í beinum textalýsingum á Fótbolti.net.
45. mín
Ágætis fótboltaleikur hingað til. Haukarnir voru hættulegri framan af, en Selfyssingar hafa verið að sækja í sig veðrið.

Uppleggið hjá Selfossi er dálítið skrýtið samt. Þeir eru mikið að skjóta honum frá miðjuboganum.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur; 1-0 fyrir Hauka!
45. mín
Mikill uppbótartími vegna meiðsla Trausta.
45. mín
Selfyssingar vilja fá vítaspyrnu, en Tómas Orri sá ekkert athugavert.

Giordano Pantano lætur dómarann heyra það og þá grípur Gunnar, þjálfari, inn í og segir Giordano að einbeita sér að því að spila fótbolta.

Ég vil hrósa Gunnari fyrir þetta, vel gert!
43. mín
Haukar fá gríðarlega fínt færi í næstu sókn! Andy Pew gerir sjaldséð mistök og Arnar Aðalgeirs kemst einn í gegn, en Guðjón Orri sér við honum!

Arnar gæti verið búinn að skora að minnsta kosti tvö mörk í þessum fyrri hálfleik.
42. mín
Selfoss fær gott færi! Elvar Ingi er aðeins of lengi að þessu, hann kemur þó boltanum á Inga Rafn, sem nær ágætis skoti, en Árni ver þetta vel og heldur boltanum!
40. mín
Langur bolti fram hjá fyrirliðanum, Alexandri Frey Sindrasyni, fram völlinn. Guðjón Orri kemur út úr markinu, en Arnar Aðalgeirsson er á undan honum í boltann. Skalli hans fer þó fram hjá markinu. Þetta var hættulegt!
40. mín
Bæði lið búin að gera breytingu á sínu liði í fyrri hálfleiknum.
39. mín
Inn:Kristinn Sölvi Sigurgeirsson (Selfoss) Út:Ivan Martinez Gutierrez (Selfoss)
Gutierrez haltrar hér af velli.
36. mín
Kantmennirnir hjá Haukum eru hættulegir. Haukarnir eru farnir að sækja meira upp vinstra megin í gegnum Hauk Ásberg. Hann er eldsnöggur og með hættulegar fyrirgjafir.
31. mín
Haukarnir í sókn, boltinn berst frá vinstri inn á Björgvin sem nær skoti, en það er laust og beint á Guðjón Orra í marki gestanna.
29. mín
Lítið að gerast i sóknarleiknum hjá Selfossi. Þeir reyna annað skot langt utan af velli.

Spurning hvort þetta sé upplegg hjá þeim þar sem Árni er kominn í markið, en hann er ekki hár í loftinu, alla vega ekki af markmanni að vera.
28. mín
Sindri Pálmason reynir skot frá miðjuboganum. það mátti reyna þetta!
27. mín
Haukarnir spila með sorgarbönd í dag.
23. mín
Í næstu sókn nær Selfoss upp góðu spili sem endar með skoti hjá Elvari Inga. Það fer hins vegar yfir markið.
22. mín
Fín sókn hjá Haukum sem endar með því að Arnar Aðalgeirs á skalla yfir markið. Enn sækja Haukarnir upp hægri kantinn í gegnum Þórhall Kára.
20. mín
Inn:Árni Ásbjarnarson (Haukar) Út:Trausti Sigurbjörnsson (Haukar)
Áfall fyrir Hauka! Trausti er meiddur og Árni kemur inn á.
18. mín
Trausti er staðinn upp og ætlar að harka þetta af sér.

Uppfært: Hann liggur eftir fyrsta spark og börurnar eru komnar inn á.

Árni Ásbjarnarson er að koma inn á.
17. mín
Trausti, markvörður Hauka, liggur eftir útspark. Varamarkvörður Hauka hitar upp.

Þetta lítur ekki vel út!
13. mín
Þórhallur Kári Knútsson er hættulegur á hægri kantinum! Á góðan sprett og nær flottri fyrigjöf, heldur honum niðri, en Guðjón Orri tekur þetta.

Arnar Aðalgeirsson ekki langt frá boltanum þarna.
12. mín
Haukarnir falla mikið til baka eftir markið. Björgvin öskrar á sína menn að ,,stíga upp!"
9. mín
Selfoss hefði getað svarað strax! Elvar Ingi fær dauðafæri, en hittir ekki boltann.
8. mín
Sýnist Selfoss vera að spila 4-2-3-1 með Elvar Inga fremstan.
7. mín MARK!
Daníel Snorri Guðlaugsson (Haukar)
Stoðsending: Þórhallur Kári Knútsson
MARK!!!! Haukar eru komnir yfir!!

Daníel Snorri Guðlaugsson, líklega minnsti maður vallarins að skora hér með skalla eftir sendingu fyrir. Fyrstu mínúturnar frekar rólegar og þá kemur þetta mark!

1-0 fyrir Hauka!
4. mín
Haukar eru að spila 4-4-2 í dag. Það er kerfi sem Stefán Gíslason prófaði á undirbúningstímabilinu , en það virkaði ekki alveg þá, hvernig gengur í dag?

Trausti

Baldvin, Gunnar, Alexander, Sindri

Þórhallur Kári, Aron J, Daníel Snorri, Haukur Ásberg

Björgvin - Arnar Aðalgeirs
3. mín
Leikurinn er sýndur beint á Haukar TV.

Smelltu hér til að fara í beina útsendingu.
2. mín
Vekjum athygli á því að Stefán Ragnar Guðlaugsson er á bekknum hjá Selfossi í dag. Hann var fyrirliði hjá Selfossi í fyrra, en sleit krossband. Hann er nú snúinn aftur.
1. mín
Leikur hafinn
Haukar byrja með boltann og sækja í átt að vallarhverfinu.
Fyrir leik
Það verður mínútuþögn fyrir leikinn. Hún er til minningar um Magnús Jónasson, fyrrum formann knattspyrnudeildar Hauka, sem lést á dögunum.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn. Þetta er að bresta á!
Fyrir leik
Hvet alla til þess að tísta um þennan leik og aðra leiki kvöldsins í Inkasso-ástríðunni, sem og í 4. deild karla, með því að nota myllumerkið #fotboltinet
Fyrir leik
Leikmenn komnir út að hita, hálftími í að flautað verði til leiks!
Fyrir leik
Ég hvet alla til þess að skella sér á Ásvelli í kvöld! Hörkufótboltaleikur í geggjuðu veðri!
Fyrir leik
Flautuleikari í dag er Tómas Orri Hreinsson og honum til aðstoðar eru Þórður Arnar Árnason og Kristján Már Ólafs. Eftirlitsmaður er Einar Sigurðsson.
Fyrir leik
Aðstæður hér eru gríðarlega flottar! Það er verið að vökva völlinn og þetta lítur mjög vel út.

Það skemmir ekki fyrir að veðrið hefur verið frábært í allan dag.
Fyrir leik
Hafþór Þrastarson, varnarmaður hjá Selfossi, er að snúa aftur á sinn gamla heimavöll. Hann spilaði hér í Hafnarfirðinum, með bæði Haukum og FH.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár, þau má sjá efst á síðunni til hliðar.

Haukar töpuðu síðasta leik sínum gegn Fylki 2-0, en frá þeim leik gerir liðið eina breytingu. Haukur Björnsson fær sér sæti á bekknum og Haukur Ásberg Hilmarsson kemur inn.

Selfyssingar gerðu jafntefli gegn Þrótti R. í síðasta leik. Gunnar Borgþórsson, þjálfari liðsins, gerir tvær breytingar á liði sínu frá þeim leik. Alfi Conteh Lacalle er sestur á bekkinn og Svavar Berg Jóhannsson er ekki í hóp að þessu sinni. Inn í þeirra stað koma Elvar Ingi Viginsson, sem gengur undir gælunafninu Uxinn, og Arnar Logi Sveinsson.
Fyrir leik
Hólmbert Aron Friðjónsson er spámaðurinn á Fótbolta.net fyrir þessa umferð.

Haukar 1 - 1 Selfoss
Stál í stál - Bjöggi skorar fyrir Hauka en Guðjón Orri mun verða maður leiksins, heldur sínum mönnum á floti.

Smelltu hér til að sjá spá hans í heild sinni
Fyrir leik
Viðureignir liðanna á síðasta tímabili:

12. júlí. Selfoss 1 - 0 Haukar
17. september. Haukar 1 - 1 Selfoss
Fyrir leik
Bæði þessi lið hafa það að markmiði að vera í efri hlutanum, þau vilja berjast við efstu liðin.

Ef þau ætla sér að gera það, þau þurfa þau nauðsynlega þrjú stig í kvöld, en það er alveg ljóst að bæði lið fá ekki þrjú stig hér á Gaman Ferða vellinum.
Fyrir leik
Fyrir leikinn í kvöld munar tveimur stigum á liðunum í deildinni.

Haukar eru með 13 stig í sjöunda sæti á meðan Selfoss er í fimmta sætinu með 15 stig.
Fyrir leik
Þessi leikur er í 11. umferð Inkasso-ástríðunnar!

Það er heil umferð spiluð í kvöld, en eftir kvöldið verður mótið hálfnað.

Leikir kvöldsins:
19:15 Grótta-Leiknir R. (Vivaldivöllurinn)
19:15 ÍR-Fylkir (Hertz völlurinn)
19:15 Þróttur R.-Fram (Eimskipsvöllurinn)
19:15 Haukar-Selfoss (Gaman Ferða völlurinn)
19:15 Þór-Leiknir F. (Þórsvöllur)
19:15 Keflavík-HK (Nettóvöllurinn)
Fyrir leik
Halló!

Haukar og Selfoss mætast á Gaman Ferða vellinum að Ásvöllum í kvöld! Hér munum við fylgjast með gangi mála í beinni textalýsingu!

Ég mun segja ykkur frá öllu því helsta sem gerist í leiknum.
Byrjunarlið:
1. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
Ingi Rafn Ingibergsson ('79)
4. Andy Pew (f)
8. Ivan Martinez Gutierrez ('39)
12. Giordano Pantano
14. Hafþór Þrastarson
15. Elvar Ingi Vignisson
16. James Mack
18. Arnar Logi Sveinsson
20. Sindri Pálmason

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
3. Gylfi Dagur Leifsson
9. Alfi Conteh Lacalle
13. Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('39)
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson
23. Arnór Ingi Gíslason ('79)

Liðsstjórn:
Elías Örn Einarsson
Óttar Guðlaugsson
Gunnar Borgþórsson
Jóhann Bjarnason
Hafþór Sævarsson
Jóhann Árnason
Baldur Rúnarsson

Gul spjöld:
Sindri Pálmason ('71)
Andy Pew ('73)

Rauð spjöld: