Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
KA
2
4
Breiðablik
0-1 Gísli Eyjólfsson '3
Emil Lyng '26 1-1
Emil Lyng '31 2-1
2-2 Martin Lund Pedersen '47
2-3 Damir Muminovic '59
2-4 Aron Bjarnason '87
23.07.2017  -  17:00
Akureyrarvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Dómari: Erlendur Eiríksson
Maður leiksins: Höskuldur Gunnlaugsson
Byrjunarlið:
Davíð Rúnar Bjarnason ('90)
Srdjan Rajkovic
Aleksandar Trninic
3. Callum Williams
6. Darko Bulatovic
7. Almarr Ormarsson (f)
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f) ('60)
22. Hrannar Björn Steingrímsson ('77)
23. Steinþór Freyr Þorsteinsson
28. Emil Lyng

Varamenn:
1. Aron Dagur Birnuson (m)
4. Ólafur Aron Pétursson
5. Ívar Örn Árnason ('90)
7. Daníel Hafsteinsson ('77)
9. Elfar Árni Aðalsteinsson ('60)
25. Archie Nkumu
30. Bjarki Þór Viðarsson

Liðsstjórn:
Srdjan Tufegdzic (Þ)
Eggert Högni Sigmundsson
Baldvin Ólafsson
Óskar Bragason
Petar Ivancic
Anna Birna Sæmundsdóttir
Helgi Steinar Andrésson

Gul spjöld:
Hrannar Björn Steingrímsson ('66)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Erlendur flautar til leiksloka! Blikar sækja eins og áður segir 3 risastór stig til Akueyrar í dag. Viðtöl og skýrsla mun fylgja innan skamms.
90. mín
Inn:Ívar Örn Árnason (KA) Út:Davíð Rúnar Bjarnason (KA)
88. mín
Aron Bjarnason skorar og ENN er það Höskuldur sem á stoðsendinguna. Blikar að sækja risastór stig til Akureyrar!!!!
87. mín MARK!
Aron Bjarnason (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
85. mín
Darko með langt innkast sem ratar á Emil Lyng sem skallar boltann yfir markið.
81. mín
KA mönnum gengur heldur erfiðlega að skapa sér alminnileg færi eins og er.
81. mín
Inn:Viktor Örn Margeirsson (Breiðablik) Út:Dino Dolmagic (Breiðablik)
79. mín
Inn:Sólon Breki Leifsson (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Sólon Breki kemur inn fyrir Gísla. Gísli verið flottur á miðjunni í dag.
77. mín
Inn:Daníel Hafsteinsson (KA) Út:Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
Daníel kemur inn fyrir Hrannar. KA menn virðast vera komnir i 3-5-2.
76. mín
Darko Bulatovic tekur hornspyrnu sem ratar á Elfar Árna sem reynir að flikka boltanum í átt að marki Blika.Gunnleifur í litlum vandræðum með þetta.
72. mín
Áhorfendur í dag eru 947 talsins.
72. mín Gult spjald: Dino Dolmagic (Breiðablik)
71. mín
Emil Lyng með fínt skot sem fer yfir mark Blika.
70. mín
Oliver kemur inn fyrir Martin Lund. Milos vill þétta á miðjunni.
68. mín
Inn:Oliver Sigurjónsson (Breiðablik) Út:Martin Lund Pedersen (Breiðablik)
66. mín Gult spjald: Hrannar Björn Steingrímsson (KA)
66. mín
Nú fá KA menn aukaspyrnu á fínum stað úti á kannti. Ekkert verður úr henni.
64. mín
KA menn fá í kjölfar aukaspyrnu Blika skyndisókn. Emil Lyng styngur inn á Hallgrím sem skýtur að marki en Gunnleifur ver í markinu.
64. mín
Blikar fá aftur aukaspyrnu á hættulegum stað úti á hægri kanntinum.
62. mín
Elfar Árni sleppur einn innfyrir vörn Breiðabliks eftir sendingu fra Steinþóri. Setur boltann hins vegar framhjá markinu!
60. mín
Inn:Elfar Árni Aðalsteinsson (KA) Út:Ásgeir Sigurgeirsson (KA)
60. mín
Höskuldur Gunnlaugsson hefur verið gjörsamlega frábær í liði blika í dag og lagt upp öll þrjú mörk þeirra. Frábært að sjá!
59. mín
Höskuldur með frábæra aukaspyrnu á fjærstöngina þar sem Damir mætir og klárar!!! Jahérna, Blikar aftur komnir yfir !
59. mín MARK!
Damir Muminovic (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
58. mín
Höskuldur með flotta utanfótar sendingu upp kantinn á Aron. Callum virðist vera á undan í boltann en Erlendur dæmir engu að síður aukaspyrnu á álitlegum stað fyrir blika
56. mín
Hrannar Björn með frábært skot langt utan að velli! Gunnleifur slær boltann í horn.
50. mín
Blikar hafa byrjað síðari hálfleikinn af miklum krafti eins og þeir gerðu í þeim fyrri.
47. mín MARK!
Martin Lund Pedersen (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
BLIKAR JAFNA!

Martin Lund sleppur einn í gegn eftir sendingu frá Höskuldi! Pollrólegur í færinu og jafnar leikinn!
46. mín
Erlendur flautar seinni hálfleikinn á.
45. mín
Hálfleikur
45. mín
Höskuldur fær boltann á vinsti kanntinum og fer nokkuð auðveldlega framhjá Hrannari. Á svo skot sem fer rétt framhjá marki KA!
43. mín
Það hefur dregið verulega úr sóknarleik Blikanna hér síðustu mínúturnar.
42. mín
Hallgrímur með hættulítið skot að marki Blika.
33. mín
Martin Lund með frábært skot sem Rajko ver í horn !! Stórskemmtilegur fótboltaleikur hér á Akureyrarvelli í dag !
31. mín MARK!
Emil Lyng (KA)
Stoðsending: Ásgeir Sigurgeirsson
KA MENN KOMNIR YFIR!!! Emil Lyng skorar aftur! Nú eftir sendingu frá Ásgeiri. flott mark !!
30. mín
Aron Bjarnason með skot frá vítateigshorninu, yfir markið fer boltinn.
28. mín
Blikar í færi! Aron Bjarnason með glæsilega sendingu inn fyrir á Arnþór Ara sem nær ekki að stýra boltanum á markið!
26. mín MARK!
Emil Lyng (KA)
Stoðsending: Almarr Ormarsson
MAARK! KA menn jafna! Emil Lyng skallar boltann í netið eftir frábæra fyrirgjöf frá Almarri Ormarssyni!
21. mín
Hallgrímur fær aukaspyrnu á álitlegum stað úti á vinsti kannti!
20. mín
Blikar að ógna í hvert einasta skipti sem þeir fara yfir á vallarhelming KA manna. Virðast eiga ótrúlega auðvelt með að spila sig upp völlinn.
17. mín
Aron Bjarnason fær sendingu inn fyrir vörn KA en nær ekki stjórn á boltanum. Hefði verið einn gegn Rajkovic!
14. mín
Ásgeir Sigurgeirsson liggur eftir. Virtist hafa lent í samstuði við Gunnleif. Stendur hins vegar fljótt upp og leikurinn heldur áfram.
14. mín
Arnþór Ari með gott skot rétt framhjá marki KA.
11. mín
KA menn í fyrstu sókn sinni. Hallgrímur á sendingu upp í hornið og Steinþór Freyr stingur Davíð Kristján af og keyrir inn i teiginn. Gunnleifur hins vegar með frábært úthlaup og er á undan Steinþóri í boltann
8. mín
Blikar líta mjög vel út hér í byrjun leiks. Eru að vinna nánast öll návígi og KA menn ráða lítið við kraftinn í þeim.
6. mín
Enn sækja Blikar. Eiga tvær álitlegar sóknir með stuttu millibili. KA menn líta alls ekki vel út hér í byrjun leiks!
3. mín
Blikar hafa byrjað leikinn mun betur og Gísli Eyjólfsson kemur þeim yfir eftir flotta sókn. Höskuldur með stoðsendinguna
3. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Höskuldur Gunnlaugsson
MARK!
2. mín
Blikar í dauðafæri!

Martin Lund fær sendingu inn fyrir vörn KA en Rajko sér við honum !
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er komið af stað
Fyrir leik
Dómari í dag er Erlendur Eiríksson. Honum til aðstoðar eru þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Gylfi Már Sigurðsson.
Fyrir leik
Bongó blíða á Akureyri í dag. Vallaraðstæður eins og best verður á kosið. Akureyrarvöllur sjaldan litið jafn vel út!
Fyrir leik
Þá er það klárt. Elfar Freyr spilar sinn fyrsta leik með Blikum í sumar. Dino Dolmagic þeytir þá einnig frumraun sína. Oliver situr sem fyrr á bekknum.

Túfa stillir upp óbreyttu liði frá 6-3 sigrinum gegn íBV. Við því mátti svo sem búast.

Fyrir leik
Nú styttist í að byrjunarliðin detti inn.
Fyrir leik
Elfar Freyr Helgason og Oliver Sigurjónsson ferðuðust norður með liðinu í dag. Elfar gæti því leikið sinn fyrsta leik í Pepsi-deildinni í sumar en hann hefur verið á láni hjá danska félaginu Horsens. Blikar samþykktu á dögunum tilboð norska B-deildarliðsins Bodö/Glimt í Oliver og gæti hann því verið að spila kveðjuleik í dag.
Fyrir leik
Breiðablik getur jafnað KA að stigum með sigri í dag.
Fyrir leik
KA vann sannfærandi 3-1 sigur þegar liðin áttust við í fyrstu umferð Íslandsmótsins í mai. Arnar Grétarsson, þáverandi þjálfari Blika, sagði eftir leik að hann hefði aldrei séð lið sitt spila jafn illa.
Fyrir leik
KA-menn unnu langþráðan sigur í síðustu umferð gegn ÍBV í stórkostlegum knattspyrnuleik þar sem að Hallgrímur Mar fór á kostum og setti þrennu. KA situr í 5. sæti deildarinnar með 15 stig fyrir leik dagsins.

Gestirnir úr Kópavogi eru án sigurs í síðustu 4 leikjum. Breiðablik situr í 9. sæti og eru eins og staðan er í dag aðeins einu stigi frá ÍBV sem er í því 11. Sigur væri því gríðarlega mikilvægur fyrir Milos og hans menn.
Fyrir leik
Góðan daginn og verið velkomin í beina textalýsingu frá Akureyrarvelli þar sem KA og Breiðablik mætast í 12. umferð Pepsi-deildar karla.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Arnþór Ari Atlason
10. Martin Lund Pedersen ('68)
11. Gísli Eyjólfsson ('79)
11. Aron Bjarnason
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Dino Dolmagic ('81)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
3. Oliver Sigurjónsson ('68)
13. Sólon Breki Leifsson ('79)
18. Willum Þór Willumsson
18. Davíð Ingvarsson
20. Kolbeinn Þórðarson
21. Viktor Örn Margeirsson ('81)

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Olgeir Sigurgeirsson
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Dino Dolmagic ('72)

Rauð spjöld: