

Laugardalsvöllur
Borgunarbikar karla
Aðstæður: Sól en smá vindur á annað markið. Völlurinn í toppstandi
Dómari: Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
Maður leiksins: Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)





ÍBV ER BIKARMEISTARI ÁRIÐ 2017!
Skýrsla og viðtöl innan tíðar!
FH fer beint í sókn og Atli Viðar er að sleppa í gegn! Derby kemur út á móti og nær að verja í horn.
Kristjan Floki can't come off there for me. Take a defender off for Alti Vidar, not the side's second top scorer. #fotboltinet
— Lucas Arnold (@FRfotboltiLucas) August 12, 2017
Allur leikurinn er búinn að fara fram á sama vallarhelmingi #fotboltinet #ÍBVfh
— Ólöf Ragnars (@olofragnars) August 12, 2017

Gummi Kalli fer í hægri bakvörðinn í stað Bergsveins og Bjarni fer á miðjuna.
Í stúkunni eru Eyjamenn byrjaðir að syngja Afgan með Bubba.

Taflið hefur snúit við. FH er mun líklegri aðilinn hér í síðari hálfleik.


Síðari hálfleikurinn er hafinn!
ÍBV verðskuldar forystuna svo sannarlega. FH-ingar hafa ekki ennþá átt alvöru færi. Heimir Guðjónsson tekur eflaust góða ræðu á sína menn í hálfleik.
Þessi varnarleikur FH leik eftir leik er ekkert sértaklega glæsilegur.
— Hannes Þ. Sigurðsson (@hannessig) August 12, 2017
Hef aldrei upplifað betri stúku hjá félagsliði á Íslandi #ÍBV #fotboltinet
— Daníel Geir Moritz (@DanelGeirMoritz) August 12, 2017

Ekkert eðlilega verðskuldað. #einstefna #ÍBV
— Rikki G (@RikkiGje) August 12, 2017

Stoðsending: Kaj Leo í Bartalsstovu
Eyjamenn tryllast úr fögnuði í stúkunni.
Stemmarinn í stúkunni er þannig að mér finnst ég vera í partýi í hvíta tjaldinu bara.. #ibvfh #fotboltinet #aframibv #þjoðhatið17
— Lilja Björg (@LiljaBjorg) August 12, 2017
ÍBV mun sterkara framan af en nýta ekki færin sín.. það gæti reynst þeim dýrkeypt.
— Lárus Helgi Ólafsson (@Lallihelgi) August 12, 2017
Heima úr stofu hljómar eins og Eyjamenn séu gjörsamlega PAKKA mönnum saman í stúkunni.
— Sóli Hólm (@SoliHolm) August 12, 2017
Man ekki til þess að hafa séð gítarleikara í stúkunni á fótboltaleik en það kemur ekkert á óvart að eyjamenn brjóti þann ís, snillingar.
— Einar Matthías (@einarmatt) August 12, 2017
Byrjunarlið FH í dag: Gunnar, Beggi, Pétur, Kassim, Böddi, Davíð (f), Emil, Tóti, Lennon, Atli G og Flóki #ViðerumFH pic.twitter.com/rpw8jd9yUs
— FHingar.net (@fhingar) August 12, 2017
MJÖG spenntur að sjá hvernig Eyjamenn fagna ef þeir skora í dag #fotboltinet
— Tómas Árni Ómarsson (@TomasArni) August 12, 2017

IS #borgunarbikar #fotboltinet pic.twitter.com/f8AgP4U0hc
— Nordisk Islande (@PepsideildF) August 12, 2017
Þjóðhátíðarstemming á Laugardalsvelli , kominn tími á að Sindri Snær lyfti dollunni #fotboltinet pic.twitter.com/yySbOG5z3u
— orri rafn (@OrriRafn) August 12, 2017
Hjá FH er skoski miðjumaðurinn Robbie Crawford fjarri góðu gamni. Þórarinn Ingi Valdimarsson kemur inn í liðið fyrir hann síðan í sigrinum á Val í vikunni.
Hafsteinn Briem er ekki með ÍBV í dag vegna meiðsla. Jónas Þór Næs er hins vegar búinn að jafna sig af meiðslum og hann er með.
Atli Arnarson kemur inn í byrjunarliðið frá því í leiknum gegn Víkingi R. og Felix Örn Friðriksson dettur út.
Eyjamenn gætu því verið að skipta um leikkerfi og fara í 4-3-3 eftir að hafa leikið 3-5-2 að undanförnu. Annar möguleiki er að einhver miðjumanna liðsins fari niður í vörnina.
Kristján Guðmundsson hefur áður komið á óvart með leikkerfi í bikarurslitum. Sjáum hvað hann býður upp á í dag.
Þetta er bara einn leikur og ÍBV liðið er gott. Það eru margir góðir leikmenn í liðinu og þeir hafa klókan þjálfara sem hefur unnið þennan titil. Við vitum að þó við séum sigurstranglegri þá þurfum við virkilega að hafa fyrir hlutunum til að vinna þennan bikar.
Sindri Snær segir
Það verður tvöföld þjóðhátíð þetta árið. Við tókum hátíðina í Vestmannaeyjum um síðustu helgi en núna tökum við hana í Laugardalnum.
Mér finnst hafa verið stígandi í síðustu leikjum. Við erum á góðri uppleið þó við höfum ekki náð í eins mörg stig og við vildum í deildinni. Mér finnst við vera að bæta okkar leik svo við mætum fullir sjálfstrausts á laugardaginn.
Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, ætlar að gera þennan viðburð sögulegan með því að ná í titil fyrir FH í fyrsta sinn í svörtu.
FH mun í fyrsta sinn spila í svörtu í úrslitum bikarsins en Davíð ætlar að gera þennan viðburð sögulegan með því að ná í titil fyrir FH í fyrsta sinn í svörtu.
Davíð Þór Viðarsson
Ég er mjög ánægður með það og búinn að kalla eftir því lengi að varabúningarnir verði svartir og það er mjög jákvætt. Við munum sjá til þess að FH vinni í fyrsta skiptið titil í svörtum búning.
Aðstoðardómarar verða þeir Jóhann Gunnar Guðmundsson og Oddur Helgi Guðmundsson. Líkt og í undanúrslitunum er fimm dómara kerfi en svokallaðir sprotadómarar verða fyrir aftan mörkin.
Gunnar Jarl Jónsson og Þorvaldur Árnason verða sprotadómarar.
Frosti Viðar Gunnarsson er síðan fjórði dómari leiksins.

Ef þeir verða ekki klárir eru það Matt Garner og Óskar Elías Zoega Óskarsson sem eru tilbúnir að koma inn.

32 liða úrslit - 6-1 sigur á Sindra.
16 liða úrslit - 2-1 sigur á Selfossi.
8 liða úrslit - 1-0 sigur á Fylki.
Undanúrslit - 1-0 sigur á Leikni Reykjavík.
Á leið sinni í úrslitin hefur ÍBV slegið út þessi lið:
32 liða úrslit - 4-1 sigur á KH.
16 liða úrslit - 5-0 sigur á Fjölni.
8 liða úrslit - 2-1 sigur á Víking Reykjavík.
Undanúrslit - 2-1 sigur á Stjörnunni.
Hér verður bein textalýsing frá úrslitaleik ÍBV og FH í Borgunarbikar karla.
ÍBV hefur 11 sinnum komist í úrslitaleikinn og unnið hann fjórum sinnum. FH hefur komist fimm sinnum í úrslitaleikinn og unnið tvisvar.
FH komst síðast í úrslit árið 2010 og sigraði þar KR 4-0. ÍBV komst síðast alla leið í fyrra en tapaði 2-0 fyrir Val. Síðasti bikarmeistaratitill ÍBV kom árið 1998 þegar liðið lagði Leiftur í úrslitum.






