Trent Alexander-Arnold er ekki á förum frá Real Madrid, Arsenal skoðar öflugan sóknarmann og Bayern mun fá samkeppni um hinn unga og efnilega Yan Diomande. Þetta er allt saman í Powerade-slúðurpakka dagsins ásamt fleiri góðum slúðursögum.
Enska landsliðsbakverðinum Trent Alexander-Arnold (27) hefur ekki verið tjáð að hann þurfi að fara frá félaginu. Spænskir miðlar hafa sagt að Alvaro Arbeloa hafi hvatt leikmanninn að finna sér nýtt félag í sumar en samkvæmt heimildum Daily Mail er ekkert sannleikskorn í því. (Mail)
Arsenal er að skoða möguleikann aá því að fá argentínska sóknarmanninn Julian Alvarez (25) frá Atlético Madríd í sumar. (ESPN)
Bayern München mun fá samkeppni frá Liverpool í kapphlaupinu um Fílabeinsstrendinginn Yan Diomane (19) sem er á mála hjá RB Leipzig. (Bild)
Joe Gomez (28), varnarmaður Liverpool, er enn á óskalista AC Milan á Ítalíu. (Calciomercato)
West Ham hefur hafnað ríflega 35 milljóna punda tilboð frá Flamengo í brasilíska miðjumanninn Lucas Paqueta (28). (Athletic)
Adam Wharton (21), miðjumaður Crystal Palace og enska landsliðsins og Carlos Baleba, leikmaður Brighton og kamerúnska landsliðsins, eru taldir vera raunhæfari möguleikar fyrir Manchester United en Elliot Anderson (23), sem er á mála hjá Nottingham Forest, en talið er að hann sé á leið til Manchester City. (The I)
Liverpool ætla að kalla Kostas Tsimikas (29) til baka frá Roma, en hann mun fylla skarð Andy Robertson sem er sagður á leið til Tottenham. (Talksport)
Chesea hefur sett sig í samband við Juventus um brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (27) sem er þessa stundina á láni hjá Nottingham Forest. (Fabrizio Romano)
Rennes ætla að reyna við Charlie Cresswell (23) ef Jeremy Jacquet (20) fer til Chelsea. (Florian Plettenberg)
Barcelona ætlar að gera allt til að halda spænska sóknartengiliðnum Fermin Lopez (22) áfram, en það err reiðubúið að bjóða honum nýjan og endurbættan samning. (Sport)
Brighton er reiðubúið að lána hinn 19 ára gamla Tommy Watson út í þessum mánuði, en fjölmörg félög í ensku B-deildinni og eitt lið úr úrvalsdeildinni hafa áhuga á vængmanninum. (Sky Sports)
Athugasemdir




