Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Breiðablik
1
2
Víkingur R.
Aron Bjarnason '3 1-0
1-1 Geoffrey Castillion '13
Kristinn Jónsson '37
1-2 Geoffrey Castillion '70
14.08.2017  -  18:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla 2017
Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson
Áhorfendur: 827
Maður leiksins: Geoffrey Castillion
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
8. Arnþór Ari Atlason ('59)
10. Martin Lund Pedersen
11. Gísli Eyjólfsson
11. Aron Bjarnason
15. Davíð Kristján Ólafsson
19. Kristinn Jónsson
21. Dino Dolmagic ('79)
30. Andri Rafn Yeoman
77. Þórður Steinar Hreiðarsson ('88)

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
13. Sólon Breki Leifsson ('88)
16. Ernir Bjarnason
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('59)
18. Davíð Ingvarsson ('79)
21. Guðmundur Friðriksson
36. Aron Kári Aðalsteinsson

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Olgeir Sigurgeirsson
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Þórður Steinar Hreiðarsson ('10)
Kristinn Jónsson ('23)
Damir Muminovic ('82)
Sveinn Aron Guðjohnsen ('82)

Rauð spjöld:
Kristinn Jónsson ('37)
Leik lokið!
Leik lokið. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
93. mín
Sólon var nálægt því að komast einn inn fyrir en Gunnulaugur Fannar var vel á verði og komst í veg fyrir boltann. Sólon féll við og heimtuðu Blikar vítaspyrnu en ekki dæmt. Enda aldrei vítaspyrna.
90. mín
Það er að minnsta kosti 4 mín bætt við
90. mín
Þarna var Castillion of graður. Átti ansi skemmtilegt hlaup og komst inn í teiginn og hefði geta sent á Veigar sem var einn og óvaldur í teignum en ákvað að skjóta frekar í þröngu færi sem Gulli varði vel.
88. mín
Inn:Sólon Breki Leifsson (Breiðablik) Út:Þórður Steinar Hreiðarsson (Breiðablik)
85. mín
Sveinn Aron átti ansi groddaralega strauingu á Davíð Örn en hann fór strax upp að Davíð til að tékka á honum. Leikmenn Víkinga geystust að Sveini og Blikar hópuðust líka og í kjölfarið varð raðspjöldun fyrir ólæti. Síðan stuttu seinna fékk Alex Freyr spjald fyrir brot. Menn eru ansi heitir á vellinum
85. mín Gult spjald: Alex Freyr Hilmarsson (Víkingur R.)
82. mín Gult spjald: Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
82. mín Gult spjald: Damir Muminovic (Breiðablik)
82. mín Gult spjald: Ívar Örn Jónsson (Víkingur R.)
82. mín
Sveinn Aron með skalla fyrir markið eftir aukaspyrnu en engin leikmaður Blika sótti á boltann.
79. mín
Inn:Davíð Ingvarsson (Breiðablik) Út:Dino Dolmagic (Breiðablik)
74. mín
Ég skil ekki hvernig Gulli fór að því að koma í veg fyrir að Víkingar myndu setja annað mark. Víkingar geystust í sókn, Veigar tók skot sem að Gulli varði en boltinn fór út á Arnþór Inga og Gulli sem lá varði boltann.
72. mín
Ég get ekki sagt að það komi mér á óvart að Víkingar séu komnir yfir. Þeir eru búnir að vera að pressa stíft allan seinni hálfleikinn enda manni fleiri eins og fram hefur komið.
70. mín MARK!
Geoffrey Castillion (Víkingur R.)
MAAAARRRKKKKKK!!!! Castillion að koma Víkingum yfir. Castillion fékk boltann inn í teig eftir hornspyrnu og náði að koma honum í netið.
63. mín
Inn:Veigar Páll Gunnarsson (Víkingur R.) Út:Vladimir Tufegdzic (Víkingur R.)
59. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
58. mín
Hvernig fóru Blikar að þessu?! Aron Bjarnason náði að komast inn í teig Víkinga, var of lengi að athafna sig til að ná skoti og reyndi að senda boltann inn í teiginn þar sem Gísli Eyjólfs kom á ferðinni en missti af boltanum og því ekkert úr þessari sókn.
55. mín
Inn:Dofri Snorrason (Víkingur R.) Út:Erlingur Agnarsson (Víkingur R.)
54. mín
Ívar Örn með stórgóða fyrirgjöf, boltinn sigldi eftir jörðinni í gegnum vörn Blika en enginn leikmaður Víkinga nógu snöggur til að átta sig á hlutunum.
51. mín
Blikar eru skiljanlega svoldið aftarlega á vellinum enda manni færri og Víkingar skiljanlega að reyna að pressa ansi stíft.
46. mín
Seinni hálfleikurinn er hafinn. Spurning hvernig Blikar ná að höndla það að vera manni færri.
45. mín
Það er kominn hálfleikur
45. mín
+3 Blikar eru búnir að fá 3 hornspyrnur í röð og síð síðasta var nálægt því að skila marki en gerðist ekki.
45. mín
Það eru þrjár mínútur í uppbótatíma
40. mín
Þarna gerði Gulli vel. Castillion var að komast einn á móti honum en Gulli kom vel út á móti og varði skotið vel.
37. mín Rautt spjald: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Fær annað gult spjald og þar með rautt eftir að hafa farið með löppina út í Arnþór Inga.
35. mín
Leikurinn hefur aðeins róast síðustu mínútur eftir góðar og fjörugar 25 mínútur.
28. mín
Það verður að segjast eins og er að Guðmundur Ársæll hefur ekki verið að gera gott mót það sem af er. Arnþór Ingi togaði vel í treyjuna hjá Gísla áðan til að reyna að stöðva sókn Blika. Þegar boltinn fór úr leik ákvað Guðmundur Ársæll að gefa Arnþór Inga ekki gult spjald. Magnað alveg hreint.
27. mín
Inn:Gunnlaugur Fannar Guðmundsson (Víkingur R.) Út:Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur R.)
Já Ragnheiður, það er svo sannarlega rétt. Allavegana hingað til.


23. mín Gult spjald: Kristinn Jónsson (Breiðablik)
Fryrir brot á Davíð Erni Atlasyni.
21. mín
Davíð Kristján og Castillion lentu í samstuði og lágu báðir eftir og þurfti lækna beggja liða til að koma þeim aftur á lappir. Virðist þó ekki vera alvarlegt því leikurinn er kominn af stað sem og báðir leikmenn.
18. mín
Ég er ekki með það á hreinu hvort að það hafi verið Ívar sem gaf stoðsendinguna í marki Víkinga. Þangað til annað kemur í ljós verður það þannig.
14. mín
Víkingar heimta vítaspyrnu og hafa þónokkuð til síns máls held ég. Alex Freyr var í baráttu inn í teignum og var felldur eða í það minnsta féll hann við en ekkert dæmt. Óhætt að segja að áhorfendur hafi ekki verið sáttir við þetta og bauluðu hátt á Guðmund Ársæl
13. mín MARK!
Geoffrey Castillion (Víkingur R.)
Stoðsending: Ívar Örn Jónsson
MAAAAARRRRKKKKKK! Castillion skoraði snyrtilegt mark eftir frábæra sendingu frá samherja upp vinstri kantinn. Castillion barðist í gegnum vörn Blika og inn í teiginn og setti boltann í fjærhornið. Ekkert ósvipað markinu sem Blikar skoruðu.
11. mín
Castillion tók aukaspyrnuna og var hún slök, fór beint í vegginn.
10. mín Gult spjald: Þórður Steinar Hreiðarsson (Breiðablik)
Fyrir brot og Víkingar fá aukaspyrnu á hættulegum stað við markbogann.
7. mín
Þarna mátti litlu muna. Arnþór Ingi með skalla rétt framhjá eftir fyrirgjöf frá hægri.
5. mín
Blikar eru að spila 4-3-3 í dag eins og þeir hafa verið að gera í mest allt sumar.
3. mín MARK!
Aron Bjarnason (Breiðablik)
Stoðsending: Arnþór Ari Atlason
MAAAAARRRKKKKK!!!! Aron Bjarnason skoraði af mikilli yfirvegun eftir góða sendingu frá Arnþóri Ara. Sótti upp vinstri kantinn og Aron sótti á marki og setti hann af yfirvegun framhjá Robba.
2. mín
Gísli Eyjólfsson með skot að marki sem að Robbi rétt náði að pota framhjá.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er byrjaður. Heimamenn spila í áttinni að sporthúsinu #NoAd og Víkingar í átt að Garðabæ.
Fyrir leik
Liðin ganga hér inn á völlinn í fylgd ungra knattspyrnuiðkennda. Þetta er að bresta á.
Fyrir leik
Það hefur oft verið fjölmennara í stúkunni á Kópavogsvelli en er akkurat núna.
Menn eru að púbba sig upp.


Fyrir leik
Það er gaman að segja frá því að meistari Maggi Bö er búinn að vafra um völlinn líkt og hans venja er fyrir leiki. Enda ekki vallarstjóri fyrir ekki neitt. #Bövélin
Fyrir leik
Við erum að tala um að það eru 10 mínútur í að leikar hefjist. Ég er að bræða það með mér hvort ég eigi að fá mér burger af grillinu hjá Blikum. Hef ekki enn komist að niðurstöðu.
Fyrir leik
Það eru fínar aðstæður. Það hefur verið örlítil rigning í dag og því ætti völlurinn að bjóða upp á hraðan bolta. Þó er engin rigning núna og það er hlýtt. Allir að drífa sig í Kópavoginn.

Fyrir leik
Sá sem heldur um flautuna í kvöld er Guðmundur Ársæll Guðmundsson. Honum til aðstoðar eru þeir Andri Vigfússon og Bjarki Óskarsson.
Fyrir leik
Þessi lið hafa nokkrum sinnum tekist á knattspyrnuvellinum í gegnum tíðina eða alls 61 skipti í svokölluðum KSÍ leikjum. Vinningshlutfallið er nokkuð jafnt. Heimamenn í Breiðabliki hafa unnið 22 og Víkingar 20 leiki. Jafntefli eru því 19.

Ef við tökum síðustu 5 leiki þessara liða að þá að kemur í ljós að Blikar hafa unnið 3 leiki, Víkingur 1 og einu sinni hefur jafntefli verið niðurstaðan.
Fyrir leik
Liðin eru klár hér til hliðar.

Elfar Freyr Helgason er fjarri góðu gamni í vörn Blika en samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann handleggsbrotinn. Davíð Kristján Ólafsson kemur inn í liðið frá því gegn Stjörnunni. Líklegt er að Breiðablik fari því aftur í 4-3-3 eftir að hafa spilað 3-4-3 í síðasta leik gegn Stjörnunni.

Byrjunarlið Víkings R. er það sama og í 1-1 jafnteflinu gegn ÍBV í síðustu viku. Danski framherjinn Nikolaj Hansen er á bekknum en hann var ekki með gegn ÍBV vegna meiðsla.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Guðlaugur Baldursson, þjálfari Keflavíkur, spáir í leiki umferðarinnar.

Breiðablik 1 - 1 Víkingur R. (18:00 í kvöld)
Það verður eflaust hátt spennustig í leiknum sé litið til atburða fyrr í sumar. Liðin sigla bæði tiltölulega lygnan sjó í deildinni og munu taka eitt stig hvort.
Magnús Már Einarsson
Fyrir leik
Evrópubaráttan varð sem sagt harðari út af því að nú eru það einungis 3 efstu sætin sem gefa rétt á að spila í Evrópu en ef FH hefði unnið bikarinn hefði það þýtt 4 efstu, af því gefnu að FH endi í þrem efstu sætunum.

En Blikar vilja vera í þessari baráttu. Þeir sitja í 7.sæti deildarinnar með 18 stig. Víkingar R. vilja alveg örugglega vera með í þessari Evrópubaráttu. Eftir að Logi Ólafsson tók við Víkingum voru þeir ósigraðir í 7 leikjum. Þeir sitja í 6. sæti deildarinnar með 19.stig og eru 5 stigum frá 3.sætinu.

Sigur í dag er því nauðsynlegur fyrir bæði lið. Jafntefli gerir ekkert fyrir þau.
Fyrir leik
Eftir að Milos hætti með Víkinga tók hann við þjálfun Breiðabliks og hafa úrslitin verið upp og ofan. Hafa átt ágætis run síðustu umferðin en voru slegnir niður af Stjörnunni í síðasta leik. Breiðablik verða einfaldlega að sigra í kvöld ef þeir ætla að reyna að taka þátt í Evrópubaráttunni en hún varð enn harðari eftir að Eyjamenn unnu Bikarinn um helgina (til hamingju með það ÍBV)
Fyrir leik
Milos þjálfari Breiðabliks er að fá sína gömlu lærisveina í Víkingum í heimsókn en hann hætti að þjálfa þá fyrr í sumar og urðu töluverð læti í kringum það eins og flestir ættu að muna.
Fyrir leik
Sæl og blessuð elskurnar mínar. Ég ætla að fylgja ykkur næstu klukkustundir með textalýsingu frá leik í 15. umferð Pepsí deildar karla og við erum að tala um engan smá leik. Breiðablik fær Víkinga úr Fossvoginum í heimsókn.
Byrjunarlið:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
5. Milos Ozegovic
7. Erlingur Agnarsson ('55)
7. Alex Freyr Hilmarsson
12. Halldór Smári Sigurðsson ('27)
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing
24. Davíð Örn Atlason
25. Vladimir Tufegdzic ('63)
27. Geoffrey Castillion

Varamenn:
12. Emil Andri Auðunsson (m)
8. Viktor Bjarki Arnarsson
8. Viktor Örlygur Andrason
10. Veigar Páll Gunnarsson ('63)
11. Dofri Snorrason ('55)
14. Bjarni Páll Linnet Runólfsson
17. Gunnlaugur Fannar Guðmundsson ('27)
18. Örvar Eggertsson
23. Nikolaj Hansen

Liðsstjórn:
Logi Ólafsson (Þ)
Bjarni Eggerts Guðjónsson (Þ)
Þórir Ingvarsson
Ísak Jónsson Guðmann
Hajrudin Cardaklija

Gul spjöld:
Ívar Örn Jónsson ('82)
Alex Freyr Hilmarsson ('85)

Rauð spjöld: