Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
Fylkir
0
2
Breiðablik
0-1 Rakel Hönnudóttir '28
0-2 Ingibjörg Sigurðardóttir '35 , víti
16.08.2017  -  19:15
Floridana völlurinn
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Einar Ingi Jóhannsson
Maður leiksins: Rakel Hönnudóttir
Byrjunarlið:
12. Þórdís Edda Hjartardóttir (m)
Tinna Bjarndís Bergþórsdóttir
4. Brooke Hendrix
5. Maruschka Waldus
6. Sunna Baldvinsdóttir ('46)
7. Thelma Lóa Hermannsdóttir ('46)
13. Kaitlyn Johnson
15. Lovísa Sólveig Erlingsdóttir
20. Caragh Milligan
21. Berglind Rós Ágústsdóttir (f)
24. Eva Núra Abrahamsdóttir ('53)

Varamenn:
28. Brigita Morkute (m)
5. Ída Marín Hermannsdóttir ('53)
6. Hulda Sigurðardóttir ('46)
22. Sigrún Salka Hermannsdóttir

Liðsstjórn:
Hermann Hreiðarsson (Þ)
Sæunn Rós Ríkharðsdóttir
Björn Metúsalem Aðalsteinsson
Kristbjörg Helga Ingadóttir
Tinna Björk Birgisdóttir
Vésteinn Kári Árnason
Rakel Leósdóttir
Kolbrún Arnardóttir
Sigurður Þór Reynisson

Gul spjöld:
Brooke Hendrix ('34)
Hulda Sigurðardóttir ('75)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gestirnir taka öll 3 stigin með sér heim í Kópavog í kvöld. Þær koma sér þá upp í 2. sæti deildarinnar, a.m.k. þangað til annað kvöld, en þær eru þar með jafnmörg stig og Stjarnan sem er þó með lakara markahlutfall.

Fylkisstelpur eru aftur í virkilega vondum málum á hinum enda töflunnar. KR vann sinn leik í kvöld sem þýðir að nú eru 7 stig á milli KR og Fylkis. Þetta lítur því ekki vel út fyrir Fylkisliðið.

En ég minni á viðtöl og skýrslu hérna seinna í kvöld. Takk í bili!
90. mín
AFTUR ER SONNÝ AÐ VERJA!

En aftur telur það ekki!! Ída fékk glæsilega sendingu inn fyrir vörn Blika frá Kaitlyn, en hún var búin að bíða í smástund eftir sendingunni og hún kom örlítið of seint og Ída rangstæð.
90. mín
SONNÝ MEÐ GEGGJAÐA VÖRSLU!

Telur samt eitthvað lítið þar sem Maruschka, sem átti skotið, var rangstæð, en skotið var fínt og af stuttu færi en Sonný gerði sér lítið fyrir og varði þennan. Flott tilþrif þó að þau telji ekki.

En Fylkisstelpur eru ekkert að leggja árar í bát, þær halda áfram að reyna.
89. mín
Berglind með góðan sprett.

Fær boltann úti vinstra megin, tekur á rás inní vítateig Fylkis þar sem hún fer framhjá 2 varnarmönnum, finnur samt ekki skotfærið og tekur snúning og fer svo í skotið en það er framhjá. Fínn sprettur samt.
88. mín
Maruschka, á miðjunni hjá Fylki, er búin að vera að sýna það undanfarnar mínútur hvað hún hefur flotta tækni. Flottar móttökur, flottar sendingar og svo ákvað hún að halda á lofti nokkrum sinnum, með mann í bakinu, áður en hún sendi hann fram völlinn áðan. Greinilega mikill fengur í þessum leikmanni fyrir Fylki en það vantar aðeins meiri kraft framá við til að nýta þetta til fullnustu.
83. mín
FYLKIR SKORAR EN DÆMT AF!

Fylkisstelpur skora eftir hornspyrnu. Það var eitthvað klafs í teignum og einhverjar 2 búnar að skalla boltann þegar Tinna Bjarndís skallar hann í netið. En Einar dæmir brot á eitthvað þarna inní teignum, verð að viðurkenna að ég sá þetta bara ekki nægilega vel! En við treystum á að þetta hafi verið rétt hjá Einari. Það hefði verið gaman ef þetta hefði staðið því þá hefðum við væntanlega fengið mjög spennandi mínútur hérna í lokin.
78. mín
Sólveig sækir aukaspyrnu á milli vítateigs og hliðarlínu. Samantha tekur spyrnuna og enn og aftur er það Rakel sem stekkur manna hæst inní teignum og skallar þennan að marki. Þessi er á rammann en tiltölulega auðveldur fyrir Þórdísi.
75. mín Gult spjald: Hulda Sigurðardóttir (Fylkir)
Fyrir að sparka boltanum í burtu sýndist mér.
74. mín
VARSLA!!

Kaitlyn sleppur inn fyrir vörn Blika en Sonný gerir afar vel í að koma vel útúr markinu og loka á þetta!! Þarna hefðu heimastúlkur getað minnkað muninn!
72. mín
Inn:Sandra Sif Magnúsdóttir (Breiðablik) Út:Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Sandra fer í hægri bakvörðinn en Arna Dís færir sig upp á kantinn í stöðuna hennar Svövu.
72. mín
Inn:Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik) Út:Hildur Antonsdóttir (Breiðablik)
Kristín Dís tekur stöðu Hildar á miðjunni.
71. mín
ída fær fína sendingu á bakvið Samönthu frá Berglindi og reynir að taka Samönthu á. En Samantha sér við henni. ída sýnir samt flotta takta.
64. mín
Kaitlyn með flotta sendingu inn á bakvið Samönthu og á Ídu, en ída á ekkert í líkamlegan styrk Samönthu sem hirðir þennan af tánum á henni. Kannski við þessu að búast þar sem Ída er fædd árið 2002!
61. mín
Svava reynir skot fyrir Blika en það er framhjá.
58. mín
Svava kemst upp að endamörkum hægra megin, rennir boltanum útí teig, Rakel hársbreidd frá því að ná að komast í hann inní markteignum, Sólveig er svo á fjær og mér sýndist hún ná að reka tánna í hann en ekki mikil vigt í þessu en Þórdís nær ekki að handsama boltann heldur slær hann einhvern veginn á meðan hann er að rúlla aftur fyrir endamörk og Blikar fá horn.

Ekkert verður úr horninu.
57. mín
Kaitlyn reynir lúmskt skot á mark Blika en Sonný veldur þessum og engin hætta skapast.
54. mín
Fylkisstelpur fá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig en Berglind Rós setur hann beint í fangið á Sonný. Hefði mátt nýta þessa spyrnu töluvert betur.
53. mín
Inn:Ída Marín Hermannsdóttir (Fylkir) Út:Eva Núra Abrahamsdóttir (Fylkir)
Hemmi þjálfari Fylkis klárar hér sína síðustu skiptingu í þessum leik.
52. mín
Rakel við það að hnoða sér í gegnum vörn Fylkis. Fór framhjá einhverjum 3 leikmönnum áður en hún var orðin umkringd! En síðasta snertingin hennar aðeins of föst og Þórdís kemur út og hirðir hann af tánum á Rakel.
48. mín
Arna Dís með afar sérstaka sendingu til baka á Sonný í markinu, en Sonný var á leið út til að taka boltann en Arna Dís sendir hann svo bara framhjá henni! En sem betur fer fyrir Blikana var enginn sóknarmaður nægilega nálægt til að færa sér þetta í nyt!
46. mín
Inn:Tinna Björk Birgisdóttir (Fylkir) Út:Sunna Baldvinsdóttir (Fylkir)
46. mín
Inn:Hulda Sigurðardóttir (Fylkir) Út:Thelma Lóa Hermannsdóttir (Fylkir)
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikurinn hafinn!

Sólin hefur náð að brjótast útúr skýjunum og skín nú beint í augun á okkur hérna í blaðamannastúkunni. En maður kvartar ekki þegar sólin skín, það er nú bara þannig!
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur í Lautinni.
Eins og við var að búast hafa Blikastelpur verið meira með boltann og hafa verið að klára sóknirnar sínar. Þannig að samkvæmt öllu er nú sennilega sanngjarnt að þær fari með forystu inní hálfleikinn. En ég set spurningamerki við þennan vítaspyrnudóm og það er alveg ljóst að róðurinn verður töluvert þyngri fyrir Fylki í seinni hálfleik í kjölfarið.
44. mín
Fylkisstelpur búnar að halda smá pressu núna í smá tíma en svo vinna Blikar boltann og Rakel reynir langa sendingu inn fyrir á Svövu sem er í kapphlaupi við Lovísu en Þórdís kemur vel út úr markinu, út fyrir teig og hamrar þessum í innkast.
43. mín
Kaitlyn stelur boltanum af Samönthu, keyrir á vörnina og rennir honum svo út á hægri á Thelmu. Sendingin aftur á móti ekki alveg nógu föst og Heiðdís kemur þessu í innkast.
40. mín
Berglind Rós reynir skot en það er máttlaust og Sonný ekki í neinum vandræðum með það þetta skot heldur.
39. mín
Eva Núra í fínu færi!

Fær boltann frá Kaitlyn og skýtur í fyrsta, ágætis tilraun en Sonný samt með þetta á hreinu.
35. mín Mark úr víti!
Ingibjörg Sigurðardóttir (Breiðablik)
Ingibjörg setur hann fastan uppi, aðeins vinstra megin en Þórdís fer í rangt horn.
34. mín Gult spjald: Brooke Hendrix (Fylkir)
Brooke fær gult spjald fyrir tæklinguna á Berglindi, þegar vítið var dæmt.
34. mín
VÍTI!!!!

Ég trúi þessu ekki! Einar dæmir víti á Brooke sem á, að því er ég best sá, fullkomna tæklingu á Berglindi innan teigs. Berglind vann boltann beint eftir útspark frá Þórdísi og óð inní teiginn en Brooke elti hana og átti þessa fínu tæklingu, eða það hélt ég, en Einar er ekki sammála. Ég ætla bara að vera ósammála honum!
33. mín
Arna Dís er dugleg að koma upp hægri kantinn, utan á Svövu. Það er erfitt að verjast þessu og Arna Dís virðist geta hlaupið endalaust upp og niður völlinn. Nú leggur Svava boltann inn fyrir á Örnu sem setur hann fyrir á fjær þar sem Sólveig reynir að pota tánni í hann en nær ekki til hans.
31. mín
Blikar ætla greinilega að hamra járnið á meðan það er heitt!!

Brotið á Rakel, hún er fljót að taka aukaspyrnuna, sendir á Svövu sem er komin upp að endamörkum, reynir fyrirgjöf en Fylkisstelpur bjarga í horn.

Selma Sól fær boltann eftir hornspyrnuna og lætur vaða á markið en boltinn yfir.
30. mín
ÞVÍLÍK VARSLA!!

Þórdís að sjá til þess að Blikar tvöfaldi ekki forystuna hérna strax 2 mínútum seinna! Berglind átti fast skot innan teigs en Þórdís fer þetta virkilega vel.
28. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Svava Rós Guðmundsdóttir
RAKEL!!

Selma sendi langan bolta út á Svövu sem beið eftir Örnu Dís í utanáhlaupinu, Arna sendi aftur til baka á Svövu sem sendi fastan bolta inní teiginn þar sem Rakel átti fullkomna móttöku til hliðar, sneri svo og hamraði honum í gegnum klof Þórdísar! Þvílík móttaka hjá Rakel!
25. mín
Blikar fengu horn eftir aukaspyrnuna sem heimastúlkur unnu svo og fóru í hraða sókn. Þar sendi Maruscha langan bolta á Kaitlyn sem var samt svolítið ein þarna frammi. Hún reyndi að klobba Örnu Dís en snertingin alltof föst og varnarmenn Blika stoppa þessa sókn.
23. mín
AUKASPYRNA Á HÆTTULEGUM STAÐ!

Breiðablik fær aukaspyrnu á stórhættulegum stað, rétt fyrir utan teiginn. Brotið á Svövu sem féll reyndar inní teignum en Einar metur það þannig að brotið hafið hafist fyrir utan teig.

Ingibjörg NEGLIR aukaspyrnunni á markið en Þórdís vel þetta virkilega vel!! VÁ! Þarna var hætta.
20. mín
Flott spil hjá Breiðablik.

Rakel sendir boltann út á hægri á Svövu sem rennir honum föstum, með jörðinni útí teiginn þar sem Berglind rennir honum út á Rakel, sem finnur ekki skotfæri en rennir honum þá á Selmu Sól sem tekur hann í fyrsta en skotið alls ekki nægilega gott og langt, langt yfir! Hefði verið gaman að sjá þennan fara á markið.
17. mín
Svava á stungusendingu inn á milli varnarmanna Fylkis þar sem Berglind er í flottu þverhlaupi en er dæmd rangstæð. Reyndar tókst henni ekki að koma boltanum í markið þar sem Lovísa kom á fleygiferð í tæklingu og truflaði hana nægilega mikið til að skotið hennar Berglindar fór framhjá.
16. mín
Þessi leikur er að byrja eins og við mátti búast. Breiðablik er að stjórna leiknum og heldur boltanum meira en Fylkisstelpur treysta á að sækja hratt þegar þær vinna boltann.
14. mín
Maruschka kemst upp að endamörkum hægra megin og reynir að setja boltann útí teig en sendingin er of nálægt Sonný sem hirðir hann.
13. mín
Samantha með enn eina fyrirgjöfina frá vinstri kantinum, en þessi er með hægri fæti og fer á fjærstöngina þar sem Berglind reynir að stökkva uppí hann en nær ekki til hans, en svo kemur Svava fyrir aftan hana og reynir að teygja tánna í hann en nær ekki heldur til hans!
10. mín
Klafs fyrir utan teig hjá Fylki, Berglind er hlutskörpust og kemur út með boltann. Hún lætur vaða á markið, skotið fast en ekki á rammann.
8. mín
Samantha kemur með flotta háa sendingu frá vinstri inná teiginn þar sem Rakel stekkur aftur manna hæst og nær skallanum, þessi var betri en hinn en samt ekki nægilega góður þar sem hann fór framhjá, en Rakel er að hitna, spurning hvort að næsti verði á rammann!
5. mín
Breiðablik fær fyrsta horn leiksins. Samantha tekur hornið. Rakel stekkur manna hæst í teignum en skallinn hennar ekki nægilega góður, sneiðir hann framhjá fjær.
5. mín
Selma Sól reynir skot rétt við vítateigslínuna eftir sendingu frá Berglindi. Það er ágætlega fast en beint á Þórdísi í markinu og hún handsamar þennan bolta örugglega.
2. mín
Fyrstu marktilraun eiga heimastúlkur. Rakel rennur í snúningi og Maruschka hirðir af henni boltann, kemur honum á Kaitlyn sem lætur bara vaða, en skotið af löngu færi og Sonný á ekki í neinum vandræðum með þetta skot.
1. mín
Leikur hafinn
Breiðablik byrjar með boltann. Heimastúlkur sækja í átt að Fylkisheimilinu.
Fyrir leik
Heimaliðið gerir 3 breytingar á sínu liði frá tapinu gegn FH. Inn koma Þórdís Edda Hjartardóttir í markið, Sunna Baldvinsdóttir og Eva Núra Abrahamsdóttir en út í þeirra stað fara Ásta Vigdís Guðlaugsdóttir (mark), Jasmín Erla Ingadóttir og Hulda Sigurðardóttir. Það er spurning hvernig Fylkissliðið leysir þessa stöðu en Ásta og Jasmín hafa spilað vel fyrir liðið í sumar. Ásta má væntanlega ekki spila leikinn þar sem hún er á láni frá Breiðablik.

Gestirnir gera eina breytingu á sínu liði frá tapinu gegn Val en þar kemur Sólveig Jóhannesdóttir Larsen inn fyrir Fanndísi Friðriksdóttur. Það er skarð fyrir skildi!
Fyrir leik
Veðurguðirnir eru eitthvað að leika sér hérna í kvöld! Það var þetta fína veður í dag með sólskini og hamingju, svo byrjaði að hellirigna, svo stytti upp, en nú er aftur byrjað að hellirigna og völlurinn sennilega orðinn rennandi blautur. Kjöraðstæður fyrir mikla baráttu!
Fyrir leik
Fylkir tapaði síðasta leik sínum sem var gegn FH núna á sunnudaginn en leikurinn var frestaður leikur úr 11. umferð, sem hefði átt að fara fram fyrir pásuna. Í leiknum þar á undan náðu þær hins vegar heldur óvæntu jafntefli við topplið Þórs/KA fyrir norðan. En þær þurfa nauðsynlega á stigum að halda í kvöld, sem og næstu leikjum ætli þær sér að halda sæti sínu í deildinni. Eins og staðan er núna sitja þær í næstneðsta sæti með 5 stig og það eru 4 stig í KR þar fyrir ofan, þ.e.a.s. fyrir leiki kvöldsins.

Breiðablik hefur tapað síðustu tveimur leikjum sínum, fyrir Þór/KA í síðasta leik fyrir pásuna og svo fyrir Val í síðustu viku. Fyrir þessa tvo leiki voru þær á flottu róli og stefndu í bullandi toppbaráttu. En það er stutt á milli í þessu og með þessum tveimur töpum hafa þær færst niður í 4. sætið, heilum 8 stigum á eftir toppliðinu. En það er ekkert útilokað í þessu og stutt á milli liðanna í 2.-4. sætinu. Með sigri í kvöld gætu þær komið sér upp fyrir lið ÍBV og upp að hlið liðs Stjörnunnar í 2. sætinu. Stjarnan hefur leikið einum leik fleiri en hin liðin í toppbaráttunni þannig að þó að toppsætið sjálft virðist utan seilingar þá verður hörkubarátta um næstu sæti þar á eftir.
Fyrir leik
Leikurinn er hluti af 13. umferð deildarinnar. Á sama tíma fer fram leikur KR og FH í Frostaskjólinu og umferðin klárast svo með 3 leikjum annað kvöld.
Fyrir leik
Góðan daginn.

Velkomin í beina textalýsingu frá leik Fylkis og Breiðabliks í Pepsideild kvenna sem fram fer í Lautinni.
Byrjunarlið:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('72)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir
5. Samantha Jane Lofton
8. Heiðdís Sigurjónsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
21. Hildur Antonsdóttir ('72)
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
14. Berglind Baldursdóttir
14. Guðrún Gyða Haralz
18. Kristín Dís Árnadóttir ('72)
23. Fanndís Friðriksdóttir
27. Sandra Sif Magnúsdóttir ('72)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Fjolla Shala
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: