Cunha orðaður við þrjú félög - Garnacho til Chelsea? - Sjö á óskalistum Amorim - Hvað verður um Rashford? - Chelsea vill risaupphæð
Breiðablik
7
2
Haukar
Rakel Hönnudóttir '3 1-0
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '9 2-0
Selma Sól Magnúsdóttir '22 3-0
3-1 Vienna Behnke '27
3-2 Alexandra Jóhannsdóttir '51
Rakel Hönnudóttir '56 4-2
Rakel Hönnudóttir '60 5-2
Fanndís Friðriksdóttir '74 6-2
Rakel Hönnudóttir '86 7-2
23.08.2017  -  18:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Aðstæður: Sól og blíða
Dómari: Arnar Þór Stefánsson
Maður leiksins: Rakel Hönnudóttir
Byrjunarlið:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('74)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('61)
5. Samantha Jane Lofton
8. Heiðdís Sigurjónsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
21. Hildur Antonsdóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir ('79)
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
14. Berglind Baldursdóttir ('79)
14. Guðrún Gyða Haralz
18. Kristín Dís Árnadóttir ('74)
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen
27. Sandra Sif Magnúsdóttir ('61)

Liðsstjórn:
Þorsteinn H Halldórsson (Þ)
Ragna Björg Einarsdóttir
Fjolla Shala
Ólafur Pétursson
Jóhanna Kristbjörg Einarsdóttir
Særún Jónsdóttir
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum lokið í Kópavogi og heimastúlkur fara með öruggan sigur af hólmi í 9 marka leik!

Ég þakka fyrir mig í bili en minni á viðtöl og skýrslu seinna í kvöld.
90. mín
Hildur í dauðafæri!!!

Fékk boltann inná teignum frá Söndru Sif og hún var alein! En móttakan klikkaði! Þarna hefði hún verið alein á auðum sjó inná teignum!
90. mín
Blikar fá horn, klafs inná teignum og Berglind Baldurs á skot sem virðist fara af varnarmanni og aftur fyrir en markspyrna dæmd.
89. mín
Arnar Þór dæmir hérna aukaspyrnu sem Haukar fá, ca 5 metrum fyrir utan teig Breiðabliks. Þær eru ekki margar aukaspyrnurnar sem hann hefur dæmt í dag.

Vienna tekur spyrnuna og skrúfar hann beint á Sonný í markinu sem á ekki í neinum vandræðum með þetta.
86. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Selma Sól Magnúsdóttir
JEDÚDDAMÍA!

Rakel er hreinlega óstöðvandi í þessum leik!
Nú er það Selma Sól sem tekur horn. Boltinn fer á Rakel sem tekur við honum og HAMRAR honum í slánna og inn! NEGLA!

Eigum við ekki að segja að hún hafi verið að kóróna góðan leik sinn hér.
85. mín
Rún reynir skot af löngu færi eftir að varnarmenn Blika hreinsa en það er langt framhjá og engin hætta.
83. mín
Haukastúlkur við það að komast í góða sókn en sending Þórdísar Elvu útá Konný er aðeins of föst og Blikar fá innkast.
79. mín
Inn:Berglind Baldursdóttir (Breiðablik) Út:Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Berglind fer í stöðu Fanndísar á vinstri kantinum. Það var farið að draga af Fanndísi og hún spilaði ekki síðasta leik þar sem hún var lítillega meidd svo það er sennilega óþarfi að láta hana hlaupa í 90 mín hér í dag.
74. mín
Inn:Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik) Út:Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Kristín Dís fer inná miðjuna og Rakel færir sig út á hægri.
74. mín
Ég er nokkuð viss um að Haukar séu mjög ósáttir við Arnar Þór, dómara leiksins núna því í aðdraganda marksins áttust Selma Sól og Sæunn við og ég gat ekki betur séð en að Selma Sól hafi hent í einn duglegan olnboga, aðeins of hátt....en Arnar sá ekki ástæðu til að dæma neitt og Blikar héldu áfram sókninni og Fanndís skoraði með þessu svakalega skoti!

Sæunn liggur svo eftir og það þarf að huga að henni. Ég verð að vera sammála stuðningsfólki Hauka í stúkunni sem er mjög ósátt því ég gat ekki betur séð en að Selma hafi gengið aðeins of harkalega þarna til verks!
74. mín MARK!
Fanndís Friðriksdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Samantha Jane Lofton
ÞVÍLÍK NEGLA!!

Ég hafði varla sleppt orðinu um að ég hefði séð Fanndísi ferskari þegar hún hlóð í þetta svaðalega skot!! VÁ VÁ VÁ!! Beint uppí samskeytin vinstra megin. Óverjandi fyrir Tori.
72. mín
Hörkuskot frá Fanndísi utan af velli en það er rétt framhjá. Fanndís vill sennilega komast á blað í þessum markaleik en ég hef oft séð hana sprækari samt. Það er farið að draga aðeins af henni hérna í seinni hálfleik.
70. mín
Liðin eru aðeins að skiptast á að halda boltanum hérna þó að Blikar séu að skapa sér fleiri færi. Svava á hérna skot rétt framhjá.
68. mín
Inn:Stefanía Ósk Þórisdóttir (Haukar) Út:Margrét Björg Ástvaldsdóttir (Haukar)
Stefanía fer í vinstri vængbakvörðinn og Vienna kemur inná miðjuna.
Haukar búnir með skiptingarnar sínar.
61. mín
Inn:Andrea Anna Ingimarsdóttir (Haukar) Út:Alexandra Jóhannsdóttir (Haukar)
61. mín
Inn:Sandra Sif Magnúsdóttir (Breiðablik) Út:Arna Dís Arnþórsdóttir (Breiðablik)
Sandra fer í vinstri bakvörðinn þar sem Arna Dís spilaði.
60. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Hildur Antonsdóttir
RAKEL RAÐAR INN MÖRKUM!

Komin með þrennu!

En það var ekki sama uppskriftin núna þar sem þessi sending kom frá miðjunni og upp völlinn á Rakel sem tók hann með sér í gegnum vörnina og lagði hann framhjá Tori í markinu. Rakel er á eldi hérna í dag!!
56. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
Blikar ætla ekki að gera þetta að neinum leik!

Fanndís fer upp að endamörkum vinstra megin og kemur boltanum útí teiginn, eða útí markteiginn, þetta var alveg ofan í markinu og þar mætir fyrirliðinn Rakel og klárar þetta af öryggi, enda ekki annað hægt af svona stuttu færi!
53. mín
Jæja og þá er loksins tími til að segja ykkur frá því hvernig Haukar stilla upp sínu liði! Það er alveg nóg að gera hérna!

Heiða Rakel - Hildigunnur
Rún - Alexandra - Margrét
Vienna - Marjani - Hanna María - Sæunn - Þórdís
Tori

En þær eru greinilega að spila með 3 hafsenta og vængbakverði sem ég er ekki viss um að þær hafi verið að gera mikið í sumar. En athyglisvert er að sjá að Marjani er þarna einn af hafsentunum en hún hefur nú venjulega verið að spila ofar á vellinum og er helsti markaskorari liðsins. En eins og ég nefndi áðan þá held ég að það sé gert til að stoppa Svövu en það er virkilega erfitt að eiga við hana með sinn hraða en samt sérstakt að fórna sínum mesta markaskorara í þessa stöðu.
51. mín MARK!
Alexandra Jóhannsdóttir (Haukar)
Stoðsending: Heiða Rakel Guðmundsdóttir
Nú erum við komin með leik!!!

Það er einhver vandræðagangur hafsentum Breiðabliks. Heiða Rakel hirðir af þeim boltann og rennir honum svo til hliðar í hlaupið hjá Alexöndru sem sem klárar þetta glæsilega framhjá Sonný. Virkilega vel gert og við erum komin með alvöru leik hérna í Kópavogi.
48. mín
Fyrri hálfleikurinn var svo fjörugur að mér gafst aldrei tækifæri til að fara yfir uppstillingar liðanna. En Blikar stilla upp svona:
Fanndís - Berglind - Svava
Rakel
Hildur - Selma Sól
Samantha - Heiðdís - Ingibjörg - Arna Dís
Sonný
47. mín
Inn:Konný Arna Hákonardóttir (Haukar) Út:Hildigunnur Ólafsdóttir (Haukar)
Konný fer í hægri vængbakvörð og Þórdís Elva fer inná miðjuna. Haukar reyna að þétta miðjuna og fækka í sókninni. Heiða Rakel er nú ein frammi.
46. mín
Leikur hafinn
Seinni hálfleikur er hafinn.
45. mín
Hálfleikur
Kominn hálfleikur í Kópavogi.

Blikar á mikilli siglingu allan hálfleikinn en Haukar náðu þó að minnka muninn úr eina skotinu sem þær hafa átt í hálfleiknum. Það verður athyglisvert að sjá hvernig liðin mæta stemmd til seinni hálfleiks.
45. mín
Samantha sendir boltann fyrir frá vinstri þar sem Hildur skallar hann framhjá. Hildur hélt sennilega að varnarmaðurinn fyrir framan sig myndi skalla þennan frá en boltinn fór yfir hana og Hildur fékk hann því nokkuð óvænt.
36. mín
Hildur spilar hér góða vörn. Hildigunnur fékk boltann við miðlínu og keyrði af stað í átt að varnarlínunni en Hildur gerir vel í að hlaupa hana uppi og hirðir af henni boltann.

Hildigunnur var líka frekar ráðalaus þarna, eini samherjinn sem hún hafði var Heiða Rakel en hún var ekki að bjóða sig í neitt svæði svo Hildigunnur hefði hreinlega bara þurft að fara sjálf.
34. mín
ÞARNA VORU HAUKASTELPUR HEPPNAR!!

Berglind vann boltann vinstra megin og renndi honum á Fanndísi sem var komin inná völlinn, hún hlóð í skotið sem Tori virtist vera með á hreinu en einhvern veginn skoppaði þessi upp í bringuna á Tori og skaust þaðan útí teiginn á Berglindi sem tók á móti honum og skoraði en aðstoðardómarinn flaggaði rangstæðu á Berglindi.
31. mín
Selma Sól reynir langskot en þessi er beint á Tori í markinu.
30. mín
Heiða Rakel í óvæntu færi eftir að Arna Dís reynir að hreinsa en er aðeins of kærulaus og Hildigunnur kemst fyrir. Boltinn skoppar fyrir fætur Heiðu Rakelar sem setur hann framhjá af vítateigslínunni. Þarna hefði hún mátt gera betur þar sem ég gat ekki séð að hún væri undir mikilli pressu.
30. mín
Blikar fá horn og boltinn berst til Ingibjargar sem mundar skotfótinn, lætur vaða og þessi er bara rétt framhjá.

HÖRKUSKOT!
27. mín MARK!
Vienna Behnke (Haukar)
Stoðsending: Þórdís Elva Ágústsdóttir
Haukar að minnka muninn!!!

Frábær sending frá Þórdísi Elvu frá hægri kantinum alla leið yfir á Viennu sem lúrði á fjær og enginn varnarmaður nálægur. Hún hafði því tíma til að leggja boltann fyrir sig og setti hann snyrtilega í fjær, framhjá Sonný.
Spurning hvort að Arna Dís hefði getað staðsett sig betur í þessari fyrirgjöf og verið nær Vienna.
23. mín
Fanndís að gera sig líklega til að setja 4. markið með skalla eftir fyrirgjöf frá Berglindi en þessi lendir ofan á þaknetinu.
22. mín MARK!
Selma Sól Magnúsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Berglind kemst upp að endamörkum vinstra megin og rennir boltanum útí teiginn þar sem Selma Sól er mætt og setur þennan örugglega í markið og ekkert sem Tori getur gert við þessu!

Blikar eru greinilega mættar á fullu gasi í keppnina um 2. sætið! Það er alveg ljóst! En það er heldur betur á brattann að sækja fyrir Hauka.
21. mín
STÖNGIN!!!

Svava kemst ein inn fyrir vörnina eftir sendingu frá Fanndísi. Marjani misreiknar þennan eitthvað, eða hraða Svövu, og Svava kemst ein gegn Tori en setur þennan í stöngina!
Munaði litlu þarna!
16. mín
Selma Sól á hérna geggjaða skiptingu yfir á Fanndísi, yfir Sæunni í bakverðinum. Fanndís tekur sitt "signature move" þar sem hún keyrir inn völlinn, þvert á vörnina og lætur vaða. En nú voru Haukastelpur þéttar fyrir og skotið kemst ekki í gegnum pakkann.
11. mín
Nú koma Blikar inní teiginn frá vinstri en Haukar ná að koma þessu frá en bara rétt út fyrir teiginn þar sem Selma Sól mætir og hamrar á markið en Tori ver þetta vel, þó að skotið hafi verið svona tiltölulega beint á hana.
10. mín
Það er enn og aftur sama uppskriftin hér!! Svava fer illa með Marjani á hægri kantinum og leggur botlann útí teig þar sem Berglind mætir núna og hamrar honum rétt yfir!

Marjani er nú venjulega að spila ofar á vellinum en mér dettur í hug að hún hafi verið sett þarna í vörnina til að stoppa Svövu með sinn gríðarlega hraða en það er bara alls ekki að virka sem skildi.
9. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Svava Rós Guðmundsdóttir
Blikar búnir að tvöfalda forystuna áður en 10 mínútúr eru búnar af þessum leik!

Fanndís keyrir inná teiginn frá vinstri, lendir í klafsi en boltinn berst á Rakel sem nær að pota honum til Svövu sem leggur hann enn lengra til hægri á Berglindi sem er ein gegn Tori og klárar þetta með föstu skoti niðri í fjær.

Þetta stefnir í erfiðan leik fyrir Hauka.
6. mín
Jahérna hér!

Það er sama sóknarútfærslan hérna hjá Blikum í 3. skipti á þessum fyrstu 6 mínútum. Upp í horn á Svövu og hún með sendinguna út í teiginn þar sem sóknarmaður kemur á ferðinni. Núna aftur Rakel, eins og í markinu. Haukar verða að lika á þetta og það strax ef ekki illa á að fara!
5. mín
Sonný ætlar að hreinsa hérna en vill ekki betur til en að hún hamrar boltanum í Ingibjörgu og Haukar fá næstum því færi uppúr þessu. En heimastúlkur sluppu með skrekkinn!
4. mín
DAUÐAFÆRI!!!

Þetta byrjar af krafti hérna í Kópavogi! Aftur er Svava á fullri ferð upp hægri kantinn og kemst inn fyrir Marjani og rennir boltanum fyrir markið, en sendingin of nálægt markinu og heppilega fyrir Hauka er enginn sóknarmaður Blika kominn svo langt! Þetta hefði hæglega getað orðið mark nr. 2 fyrir Blika!
3. mín MARK!
Rakel Hönnudóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Svava Rós Guðmundsdóttir
LEIKURINN ER VARLA BYRJAÐUR!

Og Blikar búnir að skora. Önnur sóknin þeirra í leiknum.

Arna Dís með laglega sendingu uppí horn á Svövu sem leggur hann snyrtilega, með jörðinni, á Rakel útí teignum og hún klárar þetta í fyrsta niðrí hornið. Vel gert hjá öllum sem komu að þessu.
2. mín
Haukar eiga næstu sókna þar sem Heiða Rakel kemur boltanum háum inní sem Sonný grípur.
1. mín
Blikar fara beint í sókn. Samantha með fína sendingu yfir bakvörðu Hauka á Fanndísi sem kemur boltanum inní teig. Þar er klafs og meira klafs. Boltinn út aftur og svo langur bolti inní sem Tori grípur örugglega.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er farinn af stað!
Fyrir leik
Hér er allt að verða tilbúið. Berglind stillir sér upp við boltann og er tilbúin að sparka þessu af stað.
Fyrir leik
Liðin ganga hér til búningsherbergja og það styttist í þetta!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn. Það var eins og mér datt í hug, Fanndís kemur inn í byrjunarlið Breiðabliks. En það er eina breytingin sem þjálfarar Blika gera á sínu liði, Fanndís Friðriksdóttir inn og Sólveig Jóhannesdóttir Larsen út.

Haukar gera 2 breytingar á sínu liði frá síðasta leik. Þær Rún Friðriksdóttir og Hildigunur Ólafsdóttir koma inn í byrjunarliðið í stað þeirra Söru Rakelar S. Hinriksdóttur og Sólveigar Halldóru Stefánsdóttur.
Fyrir leik
Fyrri leik liðanna lauk með sigri Breiðabliks, 1-3, þar sem Haukar leiddu 1-0 í hálfleik með marki frá Marjani Hing-Glover. En Blikar tóku við sér í seinni hálfleiknum og skoruðu 3 mörk áður en yfir lauk, 2 mörk frá Fanndísi og 1 frá Andreu Rán, sem leikur ekki með liðinu í dag þar sem hún er við nám í Bandaríkjunum.
Fyrir leik
Athygli vakti að landsliðskonan Fanndís Friðriksdóttir var á varamannabekk Breiðabliks í síðasta leik og kom ekki við sögu í leiknum. Rakel Hönnudóttir, fyrirliði liðsins, staðfesti í viðtali eftir leik að Fanndís væri að glíma við smávægileg meiðsli sem ættu þó ekki að taka langan tíma að jafna sig. Ætli við gerum þá ekki ráð fyrir því að Fanndís verði í liði Breiðabliks hér í dag enda munar um minna.
Fyrir leik
Haukaliðið lék síðast á fimmtudaginn í síðustu viku gegn Þór/KA á heimavelli þar sem þær komust í 1-0 áður en lið Þórs/KA tók öll völd á vellinum og skoraði 4 mörk. Tap eftir ágætis byrjun hjá Haukastelpum og spurning hvort að þær geti leikið þessa byrjun eftir hér í dag og haldið það út, það kemur í ljós.
Fyrir leik
Síðasti leikur Breiðabliks var gegn Fylki í Árbænum fyrir viku síðan. Þar fór Breiðablik með sigur af hólmi eftir að hafa skorað 2 mörk í fyrri hálfleik, sem dugði þeim til sigurs. Sigurinn var mikilvægur eftir tap í 2 leikjum þar á undan en það var þó langt frá því að vera sannfærandi leikur af hálfu Kópavogsliðsins sem hefur oft spilað betur.
Fyrir leik
Fyrir leikinn er lið Breiðabliks í 3. sæti deildarinnar með 27 stig. Með sigri í dag geta þær farið upp fyrir lið ÍBV sem situr í 2. sætinu með 28 stig. En eins og flestir vita er þó heldur langt í lið Þórs/KA sem situr þægilega á toppnum með heil 38 stig. En það er þó mikil spenna í gangi í baráttunni um 2. sæti deildarinnar og alveg ljóst að leikmenn Breiðabliks vilja vera með í þeirri baráttu.

Lið Hauka hefur átt erfitt uppdráttar sem nýliðar í deildinni í ár og sitja í neðsta sæti deildarinnar með einungis 1 stig. Möguleikar þeirra til að halda sér í deildinni minnka því með hverri umferðinni sem klárast og það er alveg ljóst að þær bara hreinlega verða að vinna leikinn í dag!
Fyrir leik
Veðrið hefur leikið við íbúa höfuðborgarsvæðisins undanfarna daga og dagurinn í dag er þar engin undantekning. Það eru því ljómandi fínar aðstæður á Kópavogsvelli bæði fyrir leikmenn og áhorfendur, sem við hvetjum að sjálfsögðu til að kíkja á völlinn ef aðstæður leyfa. Annars mun ég reyna að sjá til þess að þeir sem ekki komast á völlinni missi ekki af neinu!
Fyrir leik
Góðan daginn kæru lesendur Fótbolta.net.

Hér getið þið fylgst með beinni textalýsingu frá leik Breiðabliks og Hauka í Pepsideild kvenna.

Leikurinn fer fram á Kópavogsvelli og hefst kl. 18:00.
Byrjunarlið:
22. Tori Ornela (m)
Heiða Rakel Guðmundsdóttir
Hildigunnur Ólafsdóttir ('47)
Rún Friðriksdóttir
6. Vienna Behnke
12. Marjani Hing-Glover
18. Alexandra Jóhannsdóttir ('61)
18. Þórdís Elva Ágústsdóttir
21. Hanna María Jóhannsdóttir
23. Sæunn Björnsdóttir
27. Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('68)

Varamenn:
3. Stefanía Ósk Þórisdóttir ('68)
8. Svava Björnsdóttir
9. Konný Arna Hákonardóttir ('47)
11. Sara Rakel S. Hinriksdóttir
17. Sunna Líf Þorbjörnsdóttir
19. Andrea Anna Ingimarsdóttir ('61)
30. Tara Björk Gunnarsdóttir

Liðsstjórn:
Kjartan Stefánsson (Þ)
Jóhann Unnar Sigurðsson (Þ)
Helga Helgadóttir
Lárus Jón Björnsson
Árni Ásbjarnarson

Gul spjöld:

Rauð spjöld: