Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
Breiðablik
3
0
ÍBV
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '49 1-0
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '73 2-0
Berglind Björg Þorvaldsdóttir '84 3-0
04.09.2017  -  17:30
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild kvenna 2017
Dómari: Jóhann Ingi Jónsson
Maður leiksins: Berglind Björg Þorvaldsdóttir
Byrjunarlið:
1. Rakel Hönnudóttir (m)
Sonný Lára Þráinsdóttir
2. Svava Rós Guðmundsdóttir ('59)
3. Arna Dís Arnþórsdóttir ('87)
5. Samantha Jane Lofton
8. Heiðdís Sigurjónsdóttir
10. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
21. Sólveig Jóhannesdóttir Larsen ('89)
21. Hildur Antonsdóttir
25. Ingibjörg Sigurðardóttir
27. Selma Sól Magnúsdóttir

Varamenn:
12. Telma Ívarsdóttir (m)
14. Berglind Baldursdóttir ('89)
27. Sandra Sif Magnúsdóttir ('59)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið. Öruggur 3-0 sigur hjá Blikum sem koma í veg fyrir að Íslandsmeistarabikarinn fari á loft í bili.

Blikar höfðu mikla yfirburði og Eyjakonur áttu erfitt uppdráttar án lykilleikmannanna sem tóku út leikbann.

Segjum þetta gott í bili. Viðtöl og skýrsla detta inn síðar í kvöld. Takk fyrir mig.
93. mín
Katie tekur aukaspyrnuna. Setur boltann inná teig þar sem Caroline kemur á ferðinni og skallar að marki. Ágæt tilraun en skallinn kraftlaus og beint á Sonný.
90. mín
ÍBV fær aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Blika. Hildur Antons liggur eftir og þarf að fara útaf á börum. Ekki er það gott. Vonum að það sé ekkert alvarlegt.
89. mín
Inn:Berglind Baldursdóttir (Breiðablik) Út:Sólveig Jóhannesdóttir Larsen (Breiðablik)
Síðasta skipting Blika.
87. mín
Inn:Kristín Dís Árnadóttir (Breiðablik) Út:Arna Dís Arnþórsdóttir (Breiðablik)
Kristín Dís fer inná miðju. Selma Sól út á hægri kantinn og stóra systir hennar í bakvörðinn.
84. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
ÞRENNA frá Berglindi!

Aftur missti ég af því hver átti stoðsendinguna en Berglind fær laglegan bolta á milli varnarmanna ÍBV og kemst ein gegn Adelaide. Sýnir mikla yfirvegun og fullkomnar þrennuna.
82. mín
Inn:Linda Björk Brynjarsdóttir (ÍBV) Út:Adrienne Jordan (ÍBV)
Önnur skipting ÍBV. Eyjakonur aftur komnar í 5 manna vörn. Linda fer út á hægri kant. Ingibjörg Lúcía er í hægri vængbak.
80. mín
Blikar fá aukaspyrnu á hættulegum stað. Sirka 25 metrum frá marki. Ingibjörg neglir hátt yfir.
78. mín
Frábær sending. Díana Helga sendir Kristínu Ernu eina í gegn en hún er alltof lengi að athafna sig og nær ekki góðu skoti. Sonný kemst fyrir en Kristín Erna fær aðra tilraun undir pressu varnarmanna. Setur boltann beint á Sonný úr þröngu færi í þetta skiptið.
77. mín
KRISTÍN ERNA!

Fær skemmtilega sendingu frá vinstri og reynir að stýra boltanum viðstöðulaust af markteig en hittir ekki á rammann. Fín tilraun. Eyjakonur ekki búnar að gefast upp.
73. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Eyjakonan er að fara langt með að klára þetta fyrir Blika!

Ég sá ekki hver átti sendinguna inn á Berglindi sem lék lipurlega á varnarmann í teignum og skilaði boltanum örugglega framhjá Adelaide.
72. mín
ADELAIDE!

Flott varsla hjá Adelaide. Hún slær þrumuskot Hildar Antons aftur fyrir.

Blikar fá horn í kjölfarið en Eyjakonur hreinsa.
68. mín
Blikar eiga aukaspyrnu rétt utan miðjuhringsins á vallarhelmingi ÍBV. Selma Sól lætur bara vaða og Adelaide þarf alveg að hafa fyrir þessu. Slær boltann upp en nær svo að grípa hann - á marklínu!
66. mín
Sólveig reynir langskot!

Þrátt fyrir yfirburði Blika með boltann eru þær ekki að ná að koma sér aftur fyrir Eyjavörnina og láta því vaða svolítið utan af velli.
64. mín
Inn:Díana Helga Guðjónsdóttir (ÍBV) Út:Clara Sigurðardóttir (ÍBV)
62. mín
Eyjakonur fá aukaspyrnu á vallarhelmingi Blika. Júlíana setur háan bolta inn á teig þar sem Sísí er sterkust í loftinu og skallar boltann fyrir Sóley sem er allt í einu komin í DAUÐAFÆRI á fjær!

Sóley nær ekki nógu góðu skoti en tökum ekkert af Sonný Láru sem ver þetta vel.

Fyrsti séns Eyjakvenna í seinni hálfleik og sá var hættulegur!
59. mín
Inn:Sandra Sif Magnúsdóttir (Breiðablik) Út:Svava Rós Guðmundsdóttir (Breiðablik)
Svava greinilega ekki alveg heil. Er búin að vera ógnandi hér í dag en er tekin af velli. Sandra Sif fer á hægri kantinn í hennar stað.
58. mín
Eyjakonur komast ekki yfir miðju þessar mínúturnar. Blikar miklu sterkari og nú var Selma Sól að negla yfir utan af velli.
55. mín
Áfram sækja Blikar. Arna Dís fær að hlaupa með boltann alla leið að vítateig ÍBV og þá fyrst mæta Eyjakonur henni. Hún setur boltann á Rakel sem reynir skot af teignum en setur boltann beint í fangið á Adelaide.

Í næstu sókn vinna Blikar horn. Samantha snýr boltann inn frá vinstri en Eyjakonur hreinsa.
52. mín Gult spjald: Sóley Guðmundsdóttir (ÍBV)
Sóley hangir hér í Svövu sem var að komast á ferðina. Fær réttilega gult spjald.
50. mín
Blikar láta kné fylgja kviði. Berglind Björg á ágæta skottilraun sem fer af varnarmanni og aftur fyrir.

Eyjakonur ná að koma boltanum út úr eigin vítateig eftir hornið en þar mætir Sólveig á ferðinni og þrumar yfir.
49. mín MARK!
Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Breiðablik)
Stoðsending: Rakel Hönnudóttir
1-0!

Fallegt mark hjá Blikum.

Rakel sendir boltann fyrir frá vinstri. Boltinn fer framhjá Sólveigu en dettur fullkomlega fyrir fæturnar á Berglindi Björg sem leggur boltann laglega framhjá Adelaide af markteig.
47. mín
SÓLVEIG!

Sólveig hleypur inn á teig frá vinstri og er búin að koma sér í flotta skotstöðu en setur svo æfingabolta beint í hendurnar á Adelaide. Slök afgreiðsla en allur undirbúningurinn til fyrirmyndar.
46. mín
Blikar eiga fyrstu tilraun síðari hálfleiksins. Rakel (sýnist mér) neglir rétt framhjá utan teigs.
45. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað aftur. Mér sýnist ÍBV breyta í fjögurra manna vörn. Júlíana er komin upp á miðjuna til að hjálpa Sísí og Ingibjörgu Lúcíu.
45. mín
Það er ekkert spes mæting á völlinn í dag en mér sýnist Svava Rós eiga hálfa stúkuna. Öll familían mætt. Spurning hvort þau fái mark?

45. mín
Það er annars að frétta að Þór/KA er 2-0 yfir gegn Stjörnunni fyrir framan 720 áhorfendur fyrir norðan. Stuð og stemmning þar á bæ og norðankonur greinilega staðráðnar í að svara fyrir tapið í síðustu umferð. Þær verða Íslandsmeistarar ef þær halda út og Blikum tekst ekki að vinna.
45. mín
Hálfleikur
Það er kominn hálfleikur í Kópavogi og hér er enn markalaust.

Heimakonur verið sterkari og fengið fleiri sénsa en hættulegasta færið fengu gestirnir. Bæði lið sakna lykilmanna úr sóknarlínunni. Sérstaklega ÍBV en liðinu hefur gengið illa að skapa sér færi og vantar meiri kraft fram á við.
44. mín
Þetta hefði getað orðið fallegt. Svava finnur Berglindi í teignum. Berglind reynir hælsendingu til baka en Svava nær ekki skotinu. Smá samba á blautum Kópavogsvellinum.
42. mín
RAKEL!

Hún er búin að vera í stuði að undanförnu og fer hér óhrædd, ein á móti tveimur varnarmönnum ÍBV. Leikur á Caroline og er við það að komast framhjá Júlíönu og í skotfæri í teignum en Caroline nær að skila sér til baka og vinna boltann á ögurstundu.

Fáum við mark fyrir hálfleik?
39. mín
Blikar fá aukaspyrnu langt úti á velli. Júlíana braut á Rakel í miðjum Zidane-snúningi. Held að þetta sé jafnvel fyrsta aukaspyrna leiksins.

Selma Sól setur háan bolta á fjær þar sem Rakel er sterk í loftinu en skallar hátt yfir.
35. mín
Það vantar svolítinn brodd í þetta. Blikar eru meira með boltann en eru ekki að ná að opna Eyjavörnina almennilega.

Ingibjörg er orðin þreytt á því og reynir bjartsýnisskot úr miðjuboganum. Kraftur í skotinu en það vel framhjá.
29. mín
Flott sókn hjá Blikum. Hún hefst á laglegu þríhyrningsspili Hildar og Sólveigar sem stingur boltanum upp í vinstra horn á Rakel. Brunar svo inn á teig, fær boltann aftur og er við það að komast í skot þegar Sísí rennir sér fyrir.
24. mín
Ég var að fara að skrifa að það væri lítið að frétta og rólegt yfir leiknum þegar Kristín Erna fékk þetta færi.

Það er augljóst að Eyjakonur sakna Cloé en Blikar ekki. Þær geta farið hátt með varnarlínuna sína án þess að eiga á hættu að lenda í martraðarkapphlaupi.
21. mín
Stórhætta við mark Blika!

Þetta var skrítið!

Katie kemur boltanum fyrir á Kristínu Ernu sem er ein gegn Sonný í markteig. Hún nær að setja boltann á milli fótanna á Sonný en það verður einhver snerting þannig að hægist á boltanum og hann stoppar áður en hann fer yfir marklínuna. Það er eins og tíminn stoppi þarna því Samantha er mætt til að hreinsa en gefur sér tíma til að sleppa því og Sonný snýr sér einfaldlega við og tekur boltann upp.

Stórhættulegt en mjög skrítið. Twilight zone!
15. mín
Þær Sesselja Líf og Clara koma inn í lið ÍBV fyrir Cloé og Rut sem taka út leikbann og Jeffs stillir svona upp:

Adelaide
Sesselja - Caroline - Júlíana
Adrienne - Sísí - Ingibjörg Lúcía - Sóley
Clara - Kristín Erna - Katie
14. mín
HÆTTA!

Blikar fá fyrsta horn leiksins. Samantha setur boltann á nærstöng þar sem Ingibjörg sneiðir boltann rétt framhjá.

Hættulegt.
11. mín
Fín sókn hjá Blikum. Svava leggur boltann þvert fyrir Sólveigu sem kemur inn frá vinstri og lætur vaða utan teigs. Setur boltann þó vel yfir.
5. mín
Blikar stilla upp sama byrjunarliði og í sigurleiknum gegn KR:

Sonný
Arna Dís - Ingibjörg - Heiðdís - Samantha
Hildur - Selma
Svava - Rakel - Sólveig
Berglind Björg
3. mín
Ágætur séns hjá Blikum. Svava fær stungu hægra megin í teignum. Ákveður að skjóta, beint á Adelaide. Hefði mögulega átt að senda boltann fyrir markið á samherja þarna.

Kristín Erna gerir sig svo líklega við mark Blika strax í kjölfarið en hún er undir pressu frá varnarmanni og nær ekki nógu góðu skoti úr teignum.

Þetta lofar góðu.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er farið af stað. Berglind Björg leiðir sóknarlínu Blika og sparkar þessu í gang.

Hún fær boltann aftur, leikur í átt að Eyjamarkinu og á fyrsta skot leiksins, vel framhjá.
Fyrir leik
Nú er allt að verða klárt. Leikmenn mættar út á völl og til í tuskið.
Fyrir leik
Fanndís Friðriksdóttir samdi á dögunum við franska stórliðið Marseille og verður því ekki meira með Breiðablik í sumar. Það munar um minna fyrir Blika sem höfðu áður misst þær Andreu Rán Snæfeld, Ástu Eir Árnadóttur, Esther Rós Arnarsdóttur og Guðrúnu Arnardóttur í nám til Bandaríkjanna.

Það eru einnig stór skörð hoggin í lið ÍBV í dag en besti leikmaður þeirra í sumar, Cloé Lacasse, tekur út leikbann vegna 4 gulra spjalda. Sömu sögu er að segja af miðjumanninum mikilvæga, Rut Kristjánsdóttur. Það verður áhugavert að sjá hvernig Ian Jeffs tekst á við það en hann er ekki með stóran leikmannahóp og hefur að mestu spilað á sömu 12 leikmönnum þó 18 hafi tekið þátt.
Fyrir leik
Liðin unnu bæði góða sigra í síðustu umferð.

Breiðablik vann KR 2-0 með mörkum frá Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur og Sólveigu Jóhannesdóttur Larsen.

Þá varð ÍBV fyrsta liðið til að leggja Þór/KA að velli. Eyjakonur áttu magnaða endurkomu og unnu 3-2 sigur eftir að hafa verið tveimur mörkum undir í hálfleik.
Fyrir leik
Fyrri viðureign liðanna var spiluð þann 29. maí. Þá höfðu Eyjakonur betur og unnu 2-0. Þær Katie Kraeutner og Kristín Erna Sigurlásdóttir skoruðu mörkin.

Sigur ÍBV var óvæntur að því leyti að Blikar hafa haft sterkt tak á Eyjakonum undanfarin ár og ÍBV vann Blika síðast í deild sumarið 2013.

ÍBV-liðið hefur hinsvegar verið mjög öflugt í sumar og aðeins tapað tveimur leikjum. Breiðablik hefur hinsvegar tapað fjórum en það er eitthvað sem liðið er ekki vant að gera undir stjórn Þorsteins Halldórssonar sem tapaði aðeins einum deildarleik á sínum tveimur fyrstu árum með liðið.
Fyrir leik
Heil og sæl!

Hér verður hægt að fylgjast með beinni textalýsingu frá stórleik Breiðabliks og ÍBV í Pepsi-deild kvenna sem hefst kl.17:30.

Um er að ræða leik í 16. umferð. Fyrir leik eru Blikar í 2. sæti deildarinnar með 34 stig en ÍBV í 4. sæti með 31 stig. Framundan er gríðarlega hörð barátta um 2. sætið sem Valur og Stjarnan taka einnig þátt í. Með sigri í dag halda Blikar tveggja stiga forystu á næstu lið en nái Eyjakonur sigri geta þær komist upp fyrir Breiðablik.
Byrjunarlið:
1. Adelaide Anne Gay (m)
Sigríður Lára Garðarsdóttir
2. Sóley Guðmundsdóttir (f)
3. Júlíana Sveinsdóttir
4. Caroline Van Slambrouck
6. Sesselja Líf Valgeirsdóttir
9. Kristín Erna Sigurlásdóttir
10. Clara Sigurðardóttir ('64)
15. Adrienne Jordan ('82)
19. Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir
22. Katie Kraeutner

Varamenn:
30. Guðný Geirsdóttir (m)
14. Díana Helga Guðjónsdóttir ('64)
16. Linda Björk Brynjarsdóttir ('82)

Liðsstjórn:

Gul spjöld:
Sóley Guðmundsdóttir ('52)

Rauð spjöld: