
Ísland U21
2
3
Albanía U21

Axel Óskar Andrésson
'45
1-0
1-1
Kristal Abazaj
'45
1-2
Kristal Abazaj
'65
Viktor Karl Einarsson
'71
2-2
2-3
Fiorin Durmishaj
'75
04.09.2017 - 17:00
Víkingsvöllur
Undankeppni EM U21
Aðstæður: Frábærar. Passlega blautur völlur og logn.
Dómari: Paul Mclaughlin (Írland)
Maður leiksins: Albert Guðmundsson
Víkingsvöllur
Undankeppni EM U21
Aðstæður: Frábærar. Passlega blautur völlur og logn.
Dómari: Paul Mclaughlin (Írland)
Maður leiksins: Albert Guðmundsson
Byrjunarlið:
1. Sindri Kristinn Ólafsson (m)
2. Alfons Sampsted
3. Felix Örn Friðriksson
5. Axel Óskar Andrésson


6. Samúel Kári Friðjónsson

7. Ásgeir Sigurgeirsson
('72)

8. Viktor Karl Einarsson

9. Tryggvi Hrafn Haraldsson
Varamenn:
12. Aron Snær Friðriksson (m)
11. Jón Dagur Þorsteinsson
('72)

13. Arnór Gauti Ragnarsson
('63)

15. Orri Sveinn Stefánsson
16. Grétar Snær Gunnarsson
17. Júlíus Magnússon
18. Aron Freyr Róbertsson
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Samúel Kári Friðjónsson ('63)
Axel Óskar Andrésson ('85)
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessu er lokið. Albanía nær í sinn fyrsta sigur en Ísland tapar sínum fyrsta leik í undankeppninni. Viðtöl og skýrsla á leiðinni.
90. mín
Albert með rosalega tæklingu. Albanir í dauðafæri og Albert kom á sprettinum og bjargaði þessu í horn.
85. mín
Gult spjald: Axel Óskar Andrésson (Ísland U21)

Braut af sér innan vítateigs í horninu. Dómarinn vildi meina að um olnbogaskot hefði verið að ræða.
84. mín
VIKTOR MEÐ HÖRKUSKOT!! Skot af löngu færi sem er nálægt því að fara inn. Íslenska liðið fær hornspyrnu.
80. mín
Albert fiskar aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og tekur spyrnuna sjálfur. Hún fer af varnarmanni og aftur fyrir endamörk.
75. mín
MARK!

Fiorin Durmishaj (Albanía U21)
ÞEIR SVARA!! Keyrðu hægra megin á vellinum, inn í teiginn og boltinn var lagður út á Durmishaj sem skoraði örugglega í hægra hornið.
71. mín
MARK!

Viktor Karl Einarsson (Ísland U21)
Stoðsending: Albert Guðmundsson
Stoðsending: Albert Guðmundsson
VIKTOR MEÐ FRÁBÆRT MARK!! Albert tók aukaspyrnuna, langur bolti vinstra megin í teiginn. Viktor er mættur á fjærstöngina og stangar boltann yfir markvörðinn og í netið.
70. mín
Gult spjald: Irlian Ceka (Albanía U21)

Var að toga í Viktor og fær spjald fyrir það.
65. mín
MARK!

Kristal Abazaj (Albanía U21)
KRISTAL AÐ KOMA ALBANÍU YFIR!! Það kom stungubolti inn fyrir vörnina. Kristal var kominn einn gegn Sindra og lagði boltann meðfram jörðinni og í netið.
59. mín
Gult spjald: Albi Doka (Albanía U21)

Stóð fyrir framan boltann þegar Ísland átti aukaspyrnu. Afar heimskulegt hjá honum að fá spjald út á þetta.
54. mín
Stuðningsmenn Albaníu eru nokkrir og styðja liðið sitt áfram, allir mjög ferskir.
52. mín
Albert með aukaspyrnu inn í teiginn sem Ásgeir nær að skalla en boltinn dettur í teignum og enginn nær að gera sér mat úr því.
51. mín
Albanía fær hornspyrnu. Hún er afar vel útfærð, sending við vítateigslínuna en skotið afar slakt og langt yfir markið.
49. mín
Axel með mikilvæga tæklingu í teignum. Albanir voru að koma sér í ágætisfæri en hann reddaði málunum þarna.
45. mín
Hálfleikur
Þá er flautað til hálfleiks. Þvílíkar lokamínútur. Þetta er ansi hrátt hjá íslenska liðinu enda fyrsti leikur. Það lifnaði aðeins við okkar mönnum undir lokin en vont að fá á sig mark strax í andlitið.
45. mín
MARK!

Kristal Abazaj (Albanía U21)
ALBANSKA LIÐIÐ SVARAR UM HÆL!! Kristal Abazaj skorar eftir snögga sókn. Hann fékk boltann hægra megin í teignum og lét vaða á fjærhornið. Þetta er skellur!
45. mín
MARK!

Axel Óskar Andrésson (Ísland U21)
AXEL ER AÐ SKORA FYRSTA MARK LEIKSINS EFTIR HORNSPYRNU!! Það kom hornspyrna inn í teiginn, boltinn datt niður og menn börðust um að koma honum yfir línuna og Axel náði á endanum að gera það.
44. mín
ALBERT MEÐ SKOT!! Fékk boltann við vítateiginn, tókst að snúa á varnarmanninn aður en hann lét vaða. Selmani varði vel frá honum í markinu. Albert búinn að vera með frábæra takta í fyrri hálfleik.
39. mín
Tryggvi Hrafn í öðru færi. Viktor Karl með frábæra sendingu á vinstri vænginn á Tryggva, sem lagði boltann fyrir sig en skotið í hliðarnetið.
36. mín
Albanska liðið að halda boltanum töluvert betur. Íslenska liðið að reyna að lesa í þá en gengur illa að brjóta þá niður.
35. mín
Tryggvi Hrafn keyrir að markinu vinstra megin og reynir skot en boltinn fer í varnarmann.
29. mín
LACI MEÐ HÖRKUSKOT!! Það kom hár bolti yfir Axel í vörninni og Laci náði móttökunni. Sindri varði þó frábærlega frá honum í markinu.
28. mín
Gengur illa að hreinsa boltann úr vörninni og boltinn berst á ALbi Doka sem á skot framhjá markinu. Þetta er svolítið hrátt hjá íslenska liðinu, ekki nógu vel samstilltir.
25. mín
Albert með frábæra takta hérna. Hann er að fara ansi illa með leikmenn albanska liðsins. Hann er að taka Zidane-takta og með því!
21. mín
Ramadandi með bakfallsspyrnu eftir hornspyrnu. Slök spyrna þó og framhjá markinu.
18. mín
Fín hreyfing á albanska liðinu. Góðir spilarar á miðjunni og framarlega hjá þeim, ekki hægt að segja það sama um varnarlínuna. Mjög mistækar sendingar þaðan.
14. mín
ÓTTAR Í DAUÐAFÆRI!!! Albert með frábæra vippusendingu inn fyrir vörnina á Óttar, sem var kominn einn gegn markverði Albaníu en honum tókst að verja. Óttar reyndi að komast í frákastið en náði ekki til boltans. Fínt færi!
9. mín
Leikmaður Albaníu fær aðhlynningu. Virðist vera eins og hann hafi orðið fyrir höfuðmeiðslum. Emanuele Ndoj er nafnið á honum.
6. mín
Albanska liðið í séns. Kom fyrirgjöf frá vinstri sem rataði inn í teig en framherji þeirra hitti ekki boltann.
Fyrir leik
Albert Guðmundsson er fyrirliði íslenska liðsins. Nú eru liðin að ganga inn á völlinn.
Fyrir leik
Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, er mættur og með honum er formaður KSÍ, Guðni Bergsson. Það er ágætis mæting í Víkina.
Fyrir leik
Það var mikil rigning í dag og útlitið var ekki gott fyrir leikinn en nú er komið logn og völlurinn þægilega blautur. Það eru fullkomnar aðstæður fyrir knattspyrnu.
Fyrir leik
Liðin eru að hita upp. Samkvæmt leikskýrslunni þá er Ísland að byrja með Tryggva á vinstri vængnum og Albert frammi með Óttari, Ásgeir Sigurgeirs á hægri vængnum. Samúlek Kári og Viktor Karl á miðjunni.
Fyrir leik
Það vekur athygli að Mikael Neville Anderson er ekki í leikmannahópnum hjá íslenska liðinu í dag en svo virðist sem að ekki hafi náð að fá leikheimild fyrir hann í tæka tíð. Hann ákvað að velja íslenska landsliðið fram yfir það danska á dögunum.
Fyrir leik
Þjálfari Albaníu gerir þrjár breytingar á sínu liði. Keidi Bare, fyrirliðinn, er eins og áður segir í banni og kemur út en Kristal Abazaj kemur inn. Þá kemur Quazim Laci inn fyrir Rubin Hebaj.Ylber Ramadani kemur einnig inn í liðið fyrir Ardit Krymi.
Fyrir leik
Íslenska liðið er afar sterkt eins og sjá má. Ísland virðist vera að spila 4-4-2 áfram. Tryggvi Hrafn og Óttar Magnús frammi, Albert væntanlega á vængnum.
Fyrir leik
Bæði lið eru klár og má sjá byrjunarliðin og varamannabekkina hér til hliðar.
Fyrir leik
Ég er sjálfur afar spenntur fyrir því að fylgjast með þessu U21 árs liði. Gríðarlegt magn af efnilegum leikmönnum og margir sem spila erlendis. Tel þetta lið afar líklegt til árangurs.
Fyrir leik
Það jákvæða er þó að Bare fékk tvö gul spjöld og þar með rautt gegn Norður-Írum í síðasta leik og er því í banni í dag. Það mun vega mikið fyrir íslenska liðið að þeirra besti maður sé ekki með í dag.
Fyrir leik
Diego Simeone, þjálfari Atlético Madrid, valdi Bare í æfingahóp aðalliðsins í sumar og þá byrjaði hann sinn fyrsta leik í Audi-bikarnum gegn Liverpool. Hann skoraði á 33. mínútu leiksins áður en honum var skipt af velli fyrir Antoine Griezmann í síðari hálfleik.
Fyrir leik
Albanía er með leikmenn sem spila út um alla Evrópu en Keidi Bare, fyrirliði liðsins, leikur með Atlético Madrid á Spáni og þá er annar leikmaður Endri Cekici á mála hjá Dinamo Zagreb í Króatíu. Þá leika aðrir leikmenn með liðum á borð við Brescia, Kaiserslautern, Grasshopper og Ajaccio.
Fyrir leik
Albanía er þegar búið að leika tvo leiki í riðlinum en fyrri leikurinn fór 0-0 gegn Eistlandi og svo tapaði liðið 1-0 fyrir Norður-Írum.
Fyrir leik
Nú er hins vegar komin ný undankeppni, nýjir leikmenn og aðrar áherslur. Það verður því spennandi að fylgjast með liðinu í komandi undankeppni.
Fyrir leik
Þjóðverjar unnu Evrópumótið í sumar eftir magnaðan úrslitaleik gegn Spánverjum. Ísland komst ekki inn á mótið en var ansi nálægt því engu að síður. Ísland þurfti að ná hagstæðum úrslitum gegn Úkraínu í lokaleik riðilsins en tapaði 4-2 á Laugardalsvelli.
Fyrir leik
Þetta er fyrsti leikur Íslands í undankeppni Evrópumótsins sem fer fram árið 2019.
Byrjunarlið:
1. Gentian Selmani (m)
2. Albi Doka

3. Irlian Ceka

4. Leonardo Maloku
5. Ardit Toli
6. Ylber Ramadani
('88)

11. Kristal Abazaj
('77)



14. Fiorin Durmishaj


15. Shaqir Tafa
20. Quazim Laci
('90)

21. Emanuele Ndoj
Varamenn:
12. Elhan Kastrati (m)
7. Arijan Qollaku
9. Valdrin Mustafa
('90)

10. Endrin Cekici
('77)


16. Ardit Krymi
('88)

18. Elvir Maloku
19. Cristjan Busha
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Albi Doka ('59)
Irlian Ceka ('70)
Fiorin Durmishaj ('73)
Endrin Cekici ('83)
Rauð spjöld: