Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Valur
1
0
Breiðablik
Kristinn Ingi Halldórsson '80 1-0
10.09.2017  -  19:15
Valsvöllur
Pepsi-deild karla
Aðstæður: Nokkuð sterkur vindur á markið Öskjuhlíðarmegin, völlurinn þurr en verið að rennbleyta. 10 stiga hiti.
Dómari: Þóroddur Hjaltalín
Áhorfendur: 932
Maður leiksins: Eiður Aron Sigurbjörnsson
Byrjunarlið:
33. Anton Ari Einarsson (m)
Haukur Páll Sigurðsson
4. Einar Karl Ingvarsson
8. Kristinn Ingi Halldórsson
9. Patrick Pedersen ('79)
10. Guðjón Pétur Lýðsson ('85)
13. Rasmus Christiansen
16. Dion Acoff ('89)
17. Andri Adolphsson
20. Orri Sigurður Ómarsson
23. Eiður Aron Sigurbjörnsson

Varamenn:
25. Jón Freyr Eyþórsson (m)
3. Edvard Dagur Edvardsson
5. Sindri Björnsson ('85)
9. Nicolas Bögild
11. Sigurður Egill Lárusson ('89)
13. Arnar Sveinn Geirsson ('79)
23. Andri Fannar Stefánsson

Liðsstjórn:
Ólafur Jóhannesson (Þ)
Rajko Stanisic
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson
Halldór Eyþórsson
Fannar Gauti Dagbjartsson
Einar Óli Þorvarðarson

Gul spjöld:
Haukur Páll Sigurðsson ('43)
Andri Adolphsson ('56)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Gríðarlega mikilvægur Valssigur.

Átta fingur komnir á bikar hér hjá Völsurum. 9 stiga forskot og aðeins fjórir leikir eftir.
90. mín
Einar með skot úr aukaspyrnunni sem Gulli ver...og þá er flautað af.
90. mín Gult spjald: Aron Bjarnason (Breiðablik)
90. mín

Frábær sprettur hjá Arnari Svein, 60 metra í það heila áður en Aron negldi hann niður. Skotfæri.
90. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma.

Blikar aðeins ofar á vellinum núna.
89. mín
Inn:Sigurður Egill Lárusson (Valur) Út:Dion Acoff (Valur)
Sigurður kemur inná síðustu mínúturnar þrátt fyrir að hafa ekki æft nú um stund.
87. mín
Blikar eiga erfitt með að komast úr vörninni, Valsmenn með þétt tak á leiknum.
85. mín
Inn:Sindri Björnsson (Valur) Út:Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Klárt mál að Sindri verður mun meira varnarsinnaður en Guðjón...ætli við köllum þá ekki kerfið núna 4-5-1
82. mín
Inn:Willum Þór Willumsson (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
Hrein skipting...
80. mín MARK!
Kristinn Ingi Halldórsson (Valur)
Stoðsending: Einar Karl Ingvarsson
Boltinn dettur fyrir fætur Einars Karls á vítateigslínunni og hann neglir á markið en Gunnleifur ver frábærlega út við stöng...en boltinn fer út í teig og þar hirðir Kristinn boltann og setur í markið.

Mikilvægt þetta mark hjá Kristni...
79. mín
Inn:Arnar Sveinn Geirsson (Valur) Út:Patrick Pedersen (Valur)
Valsarar setja í fjögurra manna vörn.
75. mín
Inn:Hrvoje Tokic (Breiðablik) Út:Martin Lund Pedersen (Breiðablik)
Hlýtur að kalla á breytingar. Tokic er alltaf að verða senter í liðinu.
73. mín
Hreyfingar við varamannabekkina.

Tokic á leið inná fyrir Blika.
68. mín
Aukaspyrna Sveins er beint í fang Andra.

Hefði átt að gera betur hérna.
67. mín
Hér fær Gísli aukaspyrnu á stórhættulegum stað, flott hlaup hjá stráknum!
66. mín
Gísli Eyjólfs næstur til að reyna skot undan vindinum en Anton er öruggur á þessum boltum.
64. mín
Dion skallar yfir á fjær hornspyrnu. Ætli það sé ekki fast leikatriði sem að býr til mark.
62. mín
Sveinn Aron lætur vaða af 40 metrunum en hátt yfir.
60. mín
Leikurinn er núna Valsaramegin. Láta boltann ganga á milli sín og láta Blika hlaupa. Ekki náð enn að brjóta upp varnarmúr Blikanna.
56. mín Gult spjald: Andri Adolphsson (Valur)
Hraustleg tækling á Lund Pedersen.
56. mín
Guðmundur bjargar lausum skalla Einars á línu og hreinsað frá.
55. mín
Blikar eru að lenda í sama vanda og Valsmenn undan vindinum, erfitt að halda í boltann.
53. mín Gult spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Braut á Einari á miðjunni.
52. mín
Lund Pedersen kemst framhjá Orra en skýtur beint á Anton úr fínu færi.
50. mín
Double save hjá Gulla, fyrst skot frá Einari og svo frákast sem féll til Kristins.

Vel gert hjá gamla.
46. mín
Fyrsta sóknin er Blika.

Skyndiupphlaup, Sveinn leggur hann á Aron og hann neglir yfir.
46. mín
Leikur hafinn
Lagt af stað á Valsvelli á ný.
45. mín
Hálfleikur
Blikar sterkari en hafa ekki náð að skora úr færunum.

Valsmenn virka stressaðir svona þessar fyrstu 45.

45. mín
Kristinn fellur í teignum eftir viðskipti við Elfar og Valsmenn heimta víti.

Þóroddur alls ekki á því...og alveg hárrétt hjá stráknum!
43. mín Gult spjald: Haukur Páll Sigurðsson (Valur)
Brýtur á Andra á leið í skyndisókn.
42. mín
Fyrsta dauðafærið!!!

Flottur þríhyrningur milli Sveins og Andra Yeoman skutlar þeim síðarnefnda einum í gegn en sá á skot rétt framhjá af vítapunktinum.
40. mín
Valsmenn eru eitraði í skyndiupphlaupunum á meðan Kristinn er í þeirra liði, hér rétt missti hann af sóknarfærinu eftir langa sendingu.
37. mín
Blikar farnir að stjórna umferð hér, hnýta Valsara í vörnina en eru enn sem komið er ekki að skapa færi sem heitið getur.
34. mín
Gísli stakk hér í gegnum vörnina en Anton Ari bjargar með flottu úthlaupi.
33. mín
Valsmenn í skyndisókn en sending Dion inn í teiginn er einföld fyrir Gunnleif að hirða.
29. mín
Aukaspyrna Guðjóns framhjá veggnum en Gunnleifur ver þessa á nærstönginni.
28. mín
Valsarar taka stutt horn, Lund kemur á fullri ferð og straujar Andra niður á vítateigshorni.

Skotfæri.
25. mín
Valsarar í hraðri sókn upp hægri vænginn, sending Dion inn á Kristinn hrekkur af varnarmanni og hann þarf að teygja sig í boltann sem fer í hendur Gulla í markinu.

20. mín
Þetta þarf ég að sjá aftur!

Haukur Páll kemur hér í öfluga tæklingu á Svein inni á miðjum vellinum. Þóroddur flautaði ekki og metur það að Haukur hafi unnið boltann. Milos er arfabrjálaður...
19. mín
Kópía af sókn Blika frá því áðan, Aron kemst á bakvið línuna og leggur út í teig þar sem Arnþór tekur snertingu frekar en að skjóta í fyrsta og Haukur kemur boltanum í burtu.
15. mín
Arnþór í fínum séns til að skjóta úr teignum en leggur á Aron sem að á vonda sendingu inn í teiginn sem er étin.
12. mín
Fyrsta færi Blika kemur eftir upphlaup frá hægri, Aron sendir inn í teig en Sveinn Aron þarf að teygja sig í boltann sem fer hátt yfir.
10. mín
Blikar eru að spila 4-4-2

Gunnleifur

Guðmundur - Elfar - Damir - Davíð

Aron - Arnþór - Andri - Lund

Gísli - Sveinn
9. mín
Fyrsta færið er Valsmanna.

Andri kemst inn í teiginn og á skot sem fer af varnarmanni og útaf í horn sem ekkert verður úr.
6. mín
Afskaplega varfærnisleg byrjun á leiknum, liðin þreifa vel hvort á öðru en ekkert komið af færum enn.
4. mín
Valsmenn eru að stilla upp í skemmtilega pælingu.

3-2-3-2 ætla ég að kalla það.

Anton

Orri - Eiður - Rasmus

Haukur - Einar

Dion - Guðjón - Andri

Patrick - Kristinn
1. mín
Leikur hafinn
Lagt af stað á Valsvelli.

Heimamenn byrja undan vindinum.
Fyrir leik
Blikarnir eru hvítir í kvöld...maður þarf eitthvað að venjast því....en hjálpar í kvöldsólinni vissulega.

Fyrir leik
Þá er leikjum lokið í deildinni í dag.

Ljóst mál að Stjarnan fékk bara eitt stig í þessari umferð. Með sigri geta því Valsmenn náð 9 stiga forskoti í PEPSI deildinni með 4 umferðir eftir.

Alvöru gulrót þar!!!
Fyrir leik
Milos þjálfari Blika viðurkenndi í viðtali við okkur að hann væri stríðinn strákur:

http://fotbolti.net/news/09-09-2017/milos-aetlum-ad-lata-verdandi-meistara-svitna
Fyrir leik
Orri Sigurður Ómarsson er uppalinn HK-ingur og hann sagðist myndu mæta með köku á æfingu ef sigur vinnst á Blikum í viðtali við okkur.

http://fotbolti.net/news/09-09-2017/orri-klart-mal-ad-eg-kem-med-koku-ef-vid-vinnum
Fyrir leik
Í leikmannahópi Vals er fyrrum Bliki, en Guðjón Pétur Lýðsson lék með Blikum um skeið.

Blikar hafa í sínum leikmannahóp tvo fyrrum Valsara sem báðir fóru í Kópavoginn í glugganum. Það eru þeir Þórður Steinar Hreiðarsson og Sveinn Ari Guðjohnsen.
Fyrir leik
Þóroddur Hjaltalín flautar fyrir fjögurra manna dómarateymið, Frosti Viðar Gunnarsson og Bryngeir Valdimarsson flagga með og til vara er Þorvaldur Árnason.

Þórður Georg Lárusson er í eftirlitshlutverkinun í dag.
Fyrir leik
Bjarni Ólafur Eiríksson tekur í dag út leikbann hjá Val vegna gulra spjalda, einn leikmanna beggja liða.

Engin stærri meiðsl eru að hrjá þau svo að liðin teljast fullskipuð fyrir leik að öðru leyti.
Fyrir leik
Hjörvar Hafliðason var sparkspekingur okkar fyrir þessa umferð deildarinnar. Hans spá var svona:

"Blikar eru sýnd veiði en ekki gefin. Þeir hafa frábæran markvörð og öfluga miðverði. Þrátt fyrir hetjudáð þeirra þriggja þá vinna Valsarar leikinn 2-1. Góðar stundir."
Fyrir leik
Fyrri leik þessara liða lauk með 1-2 sigri Valsmanna.

Tokic skoraði fyrst fyrir Blika, Einar Karl jafnaði metin fyrir Val og Bjarni Ólafur skoraði sigurmark þeirra djúpt í uppbótartímanum.
Fyrir leik
Valsmenn tróna í efsta sæti deildarinnar fyrir hann þennan og gera sér án vafa vonir til að forskot þeirra verði enn aukið að lokinni þessari umferð.

Blikar sitja í 7.sæti að morgni leikdags en munu með sigri blanda sér á fullu í baráttuna um Evrópusæti.
Fyrir leik
Leikurinn í kvöld er lokaleikur 18.umferðar PEPSI-deildar, tveir leikir fóru fram á laugardag og hinir þrír leikirnir í umferðinni fara fram kl.17 á sunnudag.

Staðan í deildinni fyrir leikinn verður því liðunum ljós um kortéri áður en leikur hefst.
Fyrir leik
Góðan og blessaðan daginn og velkomin í beina textalýsingu frá Valsvelli þar sem heimamenn fá Blikana úr Kópavoginum í heimsókn.
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
8. Arnþór Ari Atlason ('82)
10. Martin Lund Pedersen ('75)
11. Gísli Eyjólfsson
11. Aron Bjarnason
15. Davíð Kristján Ólafsson
17. Sveinn Aron Guðjohnsen
21. Guðmundur Friðriksson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
9. Hrvoje Tokic ('75)
16. Ernir Bjarnason
18. Willum Þór Willumsson ('82)
21. Dino Dolmagic
26. Páll Olgeir Þorsteinsson
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Olgeir Sigurgeirsson
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Elfar Freyr Helgason ('53)
Aron Bjarnason ('90)

Rauð spjöld: