Liverpool hafnaði tilboði í Nunez og hefur áhuga á Tzimas - Chelsea hefur sett verðmiða á Nkunku - Rashford vill fara til Barcelona
Breiðablik
1
3
KR
0-1 Skúli Jón Friðgeirsson '6
0-2 André Bjerregaard '14
Martin Lund Pedersen '47 1-2
1-3 Aron Bjarki Jósepsson '64
Gísli Eyjólfsson '70 , misnotað víti 1-3
14.09.2017  -  17:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Áhorfendur: 552
Maður leiksins: André Bjerregaard
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
10. Martin Lund Pedersen
11. Gísli Eyjólfsson ('81)
11. Aron Bjarnason
15. Davíð Kristján Ólafsson ('45)
17. Sveinn Aron Guðjohnsen
18. Willum Þór Willumsson ('72)
21. Guðmundur Friðriksson
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
8. Arnþór Ari Atlason ('81)
9. Hrvoje Tokic ('72)
16. Ernir Bjarnason
19. Kristinn Jónsson ('45)
20. Kolbeinn Þórðarson
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Olgeir Sigurgeirsson
Ólafur Pétursson
Jón Magnússon
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Sveinn Aron Guðjohnsen ('78)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum er lokið. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
+2 leikurinn er að renna út í sandinn. Öruggur sigur KR að öllum líkindum niðurstaðan.
90. mín
Það er i það minnsta 4 mín bætt við.
88. mín
Inn:Ástbjörn Þórðarson (KR) Út:Kennie Chopart (KR)
87. mín Gult spjald: Tobias Thomsen (KR)
84. mín
Svo ég deili nú með upplýsingum varðandi brot Sveins Arons rétt áðan en það sást í sjónvarpinu að Sveinn Aron sparkaði til Óskars Arnars þegar boltinn var víðsfjarri. Samkvæmt mínum upplýsingum að þá var þetta appelsínugult brot
81. mín
Inn:Robert Sandnes (KR) Út:Pálmi Rafn Pálmason (KR)
81. mín
Inn:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik) Út:Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
81. mín Gult spjald: Kennie Chopart (KR)
78. mín Gult spjald: Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Bekkurinn hjá KR tryllist! Sveinn Aron braut að því virtist ansi illa á Óskari Erni. Sá atvikið ekki nógu vel en Willum og aðstoðarmennirnir ertu trylltir og kalla eftir rauðu spjaldi.
73. mín
Ég var að fara að skrifa áður en vítaspyrnan kom að Blikar væru síst búnir að vera slakari í seinni hálfleiknum og þetta þriðja mark KR hefði komið eins og þruma eða því sem næst. En svo fengu Blikar vítaspyrnu og þegar menn nýta ekki svoleiðis að þá er ekkert hægt að segja.
72. mín
Inn:Hrvoje Tokic (Breiðablik) Út:Willum Þór Willumsson (Breiðablik)
71. mín
Inn:Tobias Thomsen (KR) Út:Guðmundur Andri Tryggvason (KR)
70. mín Misnotað víti!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Arfaslök vítaspyrna. Hann vippar boltanum einhvernveginn í slánna og þaðan fór boltinn út í teig og KR hreinsar.
69. mín
Vítaspyrna sem blikar fá. Bjerregaard braut á leikmanni blika
66. mín
Blikar búnir að eiga tvær hættulegar sóknir þar sem Beitir hefur varið virkilega vel í bæði skiptin.
66. mín
Aðdragandinn að markinu var sá að Óskar Örn tók aukaspyrnu vinstra meginn á vellinum, boltinn fór í utanverðan teiginn þar sem Bjerregaard skallaði inn í teiginn og Aron kom boltanum í netið.
64. mín MARK!
Aron Bjarki Jósepsson (KR)
Stoðsending: André Bjerregaard
MAAAARRRRKKKKKK!!! Aron Bjarki Jósepsson potaði stóru tánni í boltann og í netið eftir skalla frá Bjerregaard.
59. mín
Óskar Örn Haukson bjargaði vel þarna inn í teignum. Gísli Eyjólfs að mér sýndist var að komast að markinu, var að elta boltann en Óskar Örn bjargaði í horn.
53. mín
Blikar eru búnir að byrja seinni hálfleikinn af miklum krafti. Manni finnst eins og það liggji jöfnunarmark í loftinu.
51. mín Gult spjald: Pálmi Rafn Pálmason (KR)
49. mín
Skelfileg og sjaldgæf mistök hjá Óskari Erni sem í raun gaf bara boltann á Andra Rafn sem lagði hann snyrtilega til hliðar þar sem Martin Lund kom á ferðinni og setti boltann í fjærhornið. Það er kominn leikur.
47. mín MARK!
Martin Lund Pedersen (Breiðablik)
Stoðsending: Andri Rafn Yeoman
MMMMMMAAAAARRRRRKKKKKKK!!! Martin Lund Pedersen skorar eftir góða sendingu frá Andra Rafni sem fékk boltann eftir að Óskar Örn gerði mistök.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn. Fáum við komback frá Blikum?
45. mín
Inn:Kristinn Jónsson (Breiðablik) Út:Davíð Kristján Ólafsson (Breiðablik)
45. mín
Hálfleikur
Fjörugum fyrri hálfleik er lokið. Fáum okkur kaffi og með því. Sjáumst eftir 15 min.
39. mín
Ekki mikið til að skrifa um svo sem. Það er það sem má kalla baráttu beggja liða á miðsvæðinu í gangi síðustu mínútur.
33. mín
KR-ingar eru búnir að falla aðeins aftur, skiljanlega. Þeir eru með góða forystu og virðast vera með alla stjórn á leiknum.

23. mín
Aðeins róast leikurinn en hann er enn galopinn. Eins og fram hefur komið, KR betri en mér sýnist að Blikar séu ekkert búnir að gefast upp.
17. mín
Nú geystust Blikar upp völlinn og Aron Bjarna var við það að komast einn á móti Beiti þegar varnarmaður KR kom í veg fyrir boltann.
16. mín
KR er að valta yfir Breiðablik þessar síðustu mínútur. Eru búnir að setja í 5 gírinn og hafa öll völd á vellinum.
14. mín MARK!
André Bjerregaard (KR)
Stoðsending: Pálmi Rafn Pálmason
MAAAARRRKKKKKK!!! Aftur eftir hornspyrnu skorar KR og nú er það Bjerregaard sem fær boltann inn í teignum eftir frákast frá Pálma og þrumar honum upp í nærhornið/þaknetið. Virkilega vel klárað.
10. mín
Leikurinn byrjar fjörlega og mér sýnist að bæði lið ætli að selja sig dýrt. Þetta verður gaman.
6. mín MARK!
Skúli Jón Friðgeirsson (KR)
Stoðsending: Kennie Chopart
MAAARRRKKKKK!!! Skúli Jón fær boltann eftir að Kennie flikkar honum á hann. Skúli slítur sig frá Elfari Frey og potar boltanum í netið.

KR fékk hornspyrnu og flikkaði Kennie boltanum yfir og þar var Skúli réttur maður á réttum stað
3. mín
Finnur lætur sína gömlu félaga vita af sér strax á upphafsmínútunum
2. mín Gult spjald: Finnur Orri Margeirsson (KR)
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað. Vonandi verður um fjör og læti að ræða. Príma veður til knattspyrnuiðkunnar. Mæli með að fólk smelli sér á völlinn.
Fyrir leik
Arnþór Ari fær viðurkenningu fyrir að hafa spilað 100 leiki fyrir Breiðablik.
Fyrir leik
8 mínútur í að Ívar Orri Kristjánsson dómari leiksins flauti til leiks. Honum til aðstoðar eru Bryngeir Valdimarsson og Smári Stefánsson
BÖ-vélin er með völlinn í toppformi


Fyrir leik
KR er í fjórða sætinu með 26 stig og á FH sem er í þriðja sætinu leik til góða og því verður að segjast eins og er að sæti til að komast í Evrópu er ólíklegt en það má aldrei segja aldrei í lífinu.

Það vakti mikla athygli og jafnvel reiði sumra stuðningsmanna KR viðtal sem Willum þjálfari KR var í við Akraborgina

Þar kom m.a. fram þetta:

,,Við erum í fjórða sæti í þessari deild eins og er. Það er ekki alvont. Þetta er erfið deild með mörgum góðum liðum. Við látum ekki slá okkur út af laginu og sjáum ekki skrattann á öllum veggjum"
Fyrir leik
Eins og Pepsídeildin er að spilast að þá er nokkuð ljóst að fallbaráttan er feikihörð og miklar líkur á að stigamet verði sett. Það er að segja að það verði lið sem falli sem er með meira en 22stig. Breiðablik er með 24 stig og er því nauðsynlegt fyrir þá að sigra í kvöld til að slíta sig endanlega frá fallbaráttunni.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn
Hinn ungi Guðmundur Andri Tryggvason (17) fær loks tækifæri í byrjunarliði KR en hann hefur ekki fengið margar mínútur í sumar. Tobias Thomsen er settur á bekkinn.

Hjá Blikum byrjar hinn ungi og efnilegi Willum Þór Willumsson (18) en pabbi hans er Willum Þór Þórsson, þjálfari KR-inga. Arnþór Ari Atlason er settur á bekkinn.
Elvar Geir Magnússon
Fyrir leik
Matthías Vilhjálmsson eða Matti Villa eins og hann er kallaður, leikmaður Rosenborg í Noregi er spámaður umferðinnar á .net þessa vikuna.

Breiðablik 0 - 0 KR
Gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið þar sem að þetta gæti verið seinasti séns fyrir Blika að ná Evrópusæti en þeir eru hins vegar heldur ekki alveg búnir að bjarga sér frá falli. Held að bæði lið muni vera varkár en kannski aðeins of mikið og spái því 0-0 jafntefli
Við erum að tala um að það er ekki bara fótboltaleikur í Kópavoginum í dag. Sjávarútvegsýningin er einnig í gangi og því verður eitthvað lítið um bílastæði.


Fyrir leik
Komið sæl og blessuð! Breiðablik - KR er málið í þessari textalýsingu. Leikurinn hefst kl. 17:00 og ætla ég að fylgja ykkur allt til leiks loka.
Fyrir leik
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið:
1. Beitir Ólafsson (m)
Pálmi Rafn Pálmason ('81)
2. Morten Beck
5. Arnór Sveinn Aðalsteinsson
7. Skúli Jón Friðgeirsson
8. Finnur Orri Margeirsson
11. Kennie Chopart (f) ('88)
15. André Bjerregaard
18. Aron Bjarki Jósepsson
22. Óskar Örn Hauksson (f)
23. Guðmundur Andri Tryggvason ('71)

Varamenn:
1. Stefán Logi Magnússon (m)
13. Sindri Snær Jensson (m)
2. Ástbjörn Þórðarson ('88)
9. Garðar Jóhannsson
11. Tobias Thomsen ('71)
20. Robert Sandnes ('81)
24. Valtýr Már Michaelsson
29. Óliver Dagur Thorlacius

Liðsstjórn:
Willum Þór Þórsson (Þ)
Arnar Gunnlaugsson
Magnús Máni Kjærnested
Valgeir Viðarsson
Jón Hafsteinn Hannesson
Henrik Bödker

Gul spjöld:
Finnur Orri Margeirsson ('2)
Pálmi Rafn Pálmason ('51)
Kennie Chopart ('81)
Tobias Thomsen ('87)

Rauð spjöld: