Besta-deild kvenna
Stjarnan

14:00
0
0
0

Lengjudeild kvenna
Grindavík/Njarðvík

14:00
0
0
0

Besta-deild kvenna
Þróttur R.

14:00
0
0
0

Lengjudeild kvenna
KR

14:00
0
0
0


Ísland
8
0
Færeyjar

Elín Metta Jensen
'2
1-0
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
'16
2-0
Elín Metta Jensen
'25
3-0
Sara Björk Gunnarsdóttir
'38
4-0
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
'47
5-0
Fanndís Friðriksdóttir
'65
6-0
Berglind Björg Þorvaldsdóttir
'89
7-0
Fanndís Friðriksdóttir
'90
8-0
18.09.2017 - 18:15
Laugardalsvöllur
Landslið - A-kvenna HM 2019
Aðstæður: Þungskýjað
Dómari: Sara Persson
Maður leiksins: Elín Metta Jensen
Laugardalsvöllur
Landslið - A-kvenna HM 2019
Aðstæður: Þungskýjað
Dómari: Sara Persson
Maður leiksins: Elín Metta Jensen
Byrjunarlið:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
('66)



2. Sif Atladóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir (f)
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)

10. Dagný Brynjarsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
17. Agla María Albertsdóttir
('79)

23. Fanndís Friðriksdóttir
- Meðalaldur 6 ár


Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Sandra María Jessen
('79)

8. Sigríður Lára Garðarsdóttir
('66)

9. Katrín Ásbjörnsdóttir
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
('79)


19. Anna Björk Kristjánsdóttir
22. Rakel Hönnudóttir
- Meðalaldur 30 ár
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
Þessari markasúpu er lokið!
Viðtöl, einkunnir og skýrsla koma á eftir.
Takk fyrir mig í kvöld.
Kveðja Hulda
Viðtöl, einkunnir og skýrsla koma á eftir.
Takk fyrir mig í kvöld.
Kveðja Hulda
90. mín
MARK!

Fanndís Friðriksdóttir (Ísland)
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
Stoðsending: Fanndís Friðriksdóttir
TAKE A BOW
QUEEN FANNDIS
Vá, þvílíkt mark.
Skot fyrir utan teig og hún snýr honum í fjærhornið!
Mæli með að fólk finni endursýningu af þessu og rammi upp á vegg hjá sér! Þvílíkt listaverk
QUEEN FANNDIS
Vá, þvílíkt mark.
Skot fyrir utan teig og hún snýr honum í fjærhornið!
Mæli með að fólk finni endursýningu af þessu og rammi upp á vegg hjá sér! Þvílíkt listaverk
89. mín
MARK!

Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Ingibjörg Sigurðardóttir
Stoðsending: Ingibjörg Sigurðardóttir
Sending inn í frá Ingibjörgu og hún flikkaði boltann frá vítapunktinum í fjærhornið. Virkilega vel gert frá varamanninum!
88. mín
Liv Arge nær ágætis spretti upp hægra megin en Sif vinnur af henni boltann. Fékk enga hjálp frá liðsfélögum sínum.
86. mín
Fanndís sólar vinkonu sína uppi vinstra megin, ekki í fyrsta og örugglega ekki í síðasta skipti í dag, ákveður svo að skjóta á markið úr þröngri stöðu. Þarna hefðu eflaust einhverjir viljað fá boltann út í teiginn þar sem það voru nokkrar dauðafríar!
85. mín
Handboltasókn- allir stimpla á færeysku vörnina sem endar með þrusu skoti rétt framhjá hjá Ingibjörgu
82. mín
Fanndís með mjög góða fyrirgjöf og Berglind nær að pota tánni í boltann og hann smýgur framhjá fjærstönginni!! Vá þetta var nálægt
79. mín

Inn:Sandra María Jessen (Ísland)
Út:Elín Metta Jensen (Ísland)
Elín Metta búin að vera öflug í kvöld.
75. mín
Sara með háa sendingu inn í teiginn. Dagný,með einn varnarmann í bakinu, nær skalla en þetta er bjartsýnistilraun og fer yfir
74. mín
Stelpurnar að reyna að spila sig í gegn. Þetta er þolinmæðisvinna enda hálfar Færeyjar fyrir aftan boltann. Dagný vinnur hornspyrnu sem kemur ekkert út, þær ná að skalla hann í burtu.
69. mín
Agla leikur sér enn og aftur að varnarmanni Færeyja en ætlar sér of mikið. Ingibjörg nær boltanum og rekur hann upp að endamörkum. Hún nær góðum bolta á fjærstöngina þar sem Fanndís er ein og óvölduð. Hún fær ekki betri skallafæri en þetta! Skallar beint á markmanninn og þær koma honum frá!
68. mín
Dagný leikur með boltann inn í teignum, nær góðu skoti með vinstri og boltinn sleikir fjærstöngina!
68. mín

Inn:Margunn Lindholm (Færeyjar)
Út:Rannvá Andreasen (Færeyjar)
Rannvá, fyrirliði Færeyinga fer útaf í sínum 50. landsleik!
Nei núna er ég farinn að vorkenna Færeyingum #fotboltinet
— Doddi (@doddidd) September 18, 2017
66. mín

Inn:Sigríður Lára Garðarsdóttir (Ísland)
Út:Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
Fyrsta skipting Íslands í kvöld.
65. mín
MARK!

Fanndís Friðriksdóttir (Ísland)
Hansen fær martröð í nótt, svo mikið er víst!
Aukaspyrnan úti vinstra megin á miðjum vallarhelmingi færeyska liðsins, skoppar í gegnum allan teiginn og enginn nær að snerta hann og hann rúllar í fjærhornið. Þarna bjóst Hansen líklega við snertingu en þetta leit hrikalega illa út
Aukaspyrnan úti vinstra megin á miðjum vallarhelmingi færeyska liðsins, skoppar í gegnum allan teiginn og enginn nær að snerta hann og hann rúllar í fjærhornið. Þarna bjóst Hansen líklega við snertingu en þetta leit hrikalega illa út
64. mín
Gult spjald: Heidi Sevdal (Færeyjar)

Fyrsta spjald leiksins komið. Tækling hjá Sevdal og við eigum aukaspyrnu úti vinstra megin. Fanndís stendur yfir boltanum.
60. mín
Nú er komin grenjandi rigning.Fanndís með hornspyrnu. Það nær einhver skallanum og mér sýndist hann vera inni en þær færeysku ná að hreinsa á síðustu stundu!
59. mín
Okkar stelpur þolinmóðar og spila boltanum þessa stundina á milli sín. Reyna að finna glufur á fjölmennri vörn gestanna
58. mín
Hallbera með ágæta hornspyrnu. Þær færeysku ná að skalla frá og Agla María hoppar hæst og skallar boltann en framhjá
57. mín
Elín Metta með ágætis tilþrif eftir að hafa fengið boltann úr innkasti. Vinnur hornspyrnu
56. mín

Inn:Milja Simonsen (Færeyjar)
Út:Eydvör Klakstein (Færeyjar)
Fyrsta skipting leiksins
55. mín
Aukaspyrna sem þær færeysku eiga á hættulegum stað. Rannvá stendur yfir boltanum. Ágætt skot en Hallbera hreinsar út af
49. mín
Reynsluboltinn Rannvá borin út af. Hún er fædd 1980 og er ekki að spila sinn fyrsta leik, ónei. Hún hefur nú lent í verri tæklingum en þetta og skokkar aftur inn á!
Tek ofan af fyrir Rannvá að vera elta Söru Björk inná á sínu 37 ári.
Tek ofan af fyrir Rannvá að vera elta Söru Björk inná á sínu 37 ári.
47. mín
MARK!

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
Draumabyrjun!
Hallbera með sína þriðju stoðsendingu í dag. Beint á kollinn á Gunnhildi! BAMM MARK
Hallbera með sína þriðju stoðsendingu í dag. Beint á kollinn á Gunnhildi! BAMM MARK
46. mín
Þetta byrjar fjörlega! Dauðfæri hjá Dagný!! Geggjuð sending frá vinstri beint á Dagnýju inn í teiginn og hún setur þetta innanfótar yfir markið
4-0 til Ísland.
— Jóna Nicolajsen (@JnaNicolajsen) September 18, 2017
Hálvleikur!
Betur enn sísti dystur :)
45. mín
Hálfleikur
Íslenska liðið er komið út á völl. Færeyska liðið röltir þetta hinsvegar í rólegheitunum. Eru ekki alveg jafn spenntar fyrir næstu 45 mínútum og Ísland sýnist mér á öllu. Ísland byrjar með bolltann
Rannvá Andreasen spilaði á móti þessu liði fyrir 20 árum í Færeyjum og skoraði reyndar líka! https://t.co/80zeJwde5X #fotboltinet pic.twitter.com/s1UGuhsege
— Rósa María S (@RosaSigbj) September 18, 2017
45. mín
Hálfleikur
4-0 staðreynd og mörkin gætu hæglega verið fleiri.
Þær færeysku örugglega mjög fegnar að það sé komið hlé og eins vill Freyr eflaust bæta einhverju við sóknarleik Íslands svo við fáum fleiri mörk.
Þær færeysku örugglega mjög fegnar að það sé komið hlé og eins vill Freyr eflaust bæta einhverju við sóknarleik Íslands svo við fáum fleiri mörk.
45. mín
Fyrsta sókn Færeyja staðreynd. Heidi Sevdal brunar upp og á bara Sif eftir. Það er hinsvegar meira en að segja það fyrir Heidi og 7 leikmenn íslenska liðsins ná að koma sér fyrir aftan Heidi áður en það verður eitthvað úr þessu.
Það hvarflaði ekki að neinni í færeyska liðinu að koma með Heidi fram völlinn og þurfti hún eiginlega bara að snúa við.
Það hvarflaði ekki að neinni í færeyska liðinu að koma með Heidi fram völlinn og þurfti hún eiginlega bara að snúa við.
44. mín
Til gamans má geta að fyrirliði Færeyinga, Rannvá Andreasen er 37 ára gömul og hefur verið að spila fyrir landsliðið síðan 2004!
Telur frammistaða Elín Mettu í næstu umferð í fantasy? Er að spurja fyrir vin #fotboltinet
— orri rafn (@OrriRafn) September 18, 2017
40. mín
Agla niðurlægir hægri kantmanninn hjá Færeyingum. Sendir hann hægra megin við hana og hleypur vinstra megin. Ásta Jóhannesen er ennþá að átta sig á því hvað gerðist.
Nær fullkomnri sendingu inn í og þar verður darraðadans. Þær færeysku ná að hreinsa burt á ögurstundu
Nær fullkomnri sendingu inn í og þar verður darraðadans. Þær færeysku ná að hreinsa burt á ögurstundu
38. mín
MARK!

Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
Sara Björk hefur laumast til að lesa textalýsinguna mína! YES!!
Frábær hornspyrna hjá Hallberu, Sara Björk stekkur manna hæst og skallar þennan í netið!
Frábær hornspyrna hjá Hallberu, Sara Björk stekkur manna hæst og skallar þennan í netið!
37. mín
Sif komin upp að endamörkum hægra megin og ætlar að grýta boltanum inn í úr innkasti. Það fer beint á Söru sem fer upp í skallaeinvígi og vinnur hornspyrnu
33. mín
Okei sturluð skipting hjá Glódísi. Frá hægri til vinstri yfir á Hallberu.Hún og Fanndís leika boltanum á milli sín sem endar með skoti sem fer í varnarmann
29. mín
Elín Metta að klára Færeyjar með frábærum leik og bara 26 mín. búnar. af leiknum....#fotboltinet #Tolfan #AframIsland
— Asgeir Hilmarsson (@asgeirhh) September 18, 2017
27. mín
Ég verð að vera hreinskilin. Ég væri ekki til í að vera færeysk og vera þarna inn á núna. Íslensku stelpurnar eru miklu betri og miklu sterkari og þær færeysku eiga ekki mörg svör.
27. mín
Hallbera með góða fyrirgjöf á Gunnhildi Yrsu sem á skalla rétt yfir, þessi leikur er bara einstefna!
25. mín
MARK!

Elín Metta Jensen (Ísland)
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
Stoðsending: Hallbera Guðný Gísladóttir
Elín Metta fær langa sendingu frá vinstri. Nýtir sér slakan varnarleik gestanna og skilar boltanum í netið framhjá Önnu Hansen í fjærhornið. Hansen kom ekki nokkrum vörnum við.
25. mín
Agla María leikur sér hérna úti hægra megin og nær sendingu inn í teig. Að þessu sinni er það Fanndís sem nær skoti. Það er hinsvegar ekki nógu gott og fer framhjá
23. mín
Boltinn gengur vel hjá stelpunum. Þetta er eins og handboltasókn að sækja á vörn. Allir stimpla á vörnina og endar með skoti hjá Söru. Um að gera að reyna þetta en auðvelt fyrir Hansen
21. mín
Leikurinn er stopp. Það er ein færeysk sem liggur eftir og fær aðhlynningu og fór útaf. Kemur vonandi aftur inn á.
20. mín
Hallbera með góða hornspyrnu. Dagný sveif í loftinu og náði skalla en það ER Í SKEYTIN! Svo er frákast sem Ísland nær og það er annar skalli en RÉTT FRAMHJÁ !
ÞETTA ER SKEMMTILEGT!
ÞETTA ER SKEMMTILEGT!
19. mín
Hornspyrna sem Íslands á.
Minni á kassamerkið #fotboltinet ef þið eruð að tísta um leikinn - við birtum færslur hér
Minni á kassamerkið #fotboltinet ef þið eruð að tísta um leikinn - við birtum færslur hér
16. mín
MARK!

Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
Stoðsending: Elín Metta Jensen
Þetta gerði Elín vel! Alveg úti á endalínu hægra megin sneri hún á eina færeyska og sendi út í teiginn. Þar var Gunnhildur Yrsa mætt. Renndi sér í boltann og sópaði honum yfir línuna.
2-0 og við viljum fleiri mörk!
2-0 og við viljum fleiri mörk!
13. mín
Fanndís skilur boltann eftir með hælsendingu á Hallberu sem kemur með stórhættulega sendingu inn í en þetta fjarar út í sandinn
12. mín
Olga fær ekki heimilislegar móttökur hér á Laugardalsvelli og liggur hér eftir, hún harkar þetta af sér.
11. mín
Hallbera með góða sendingu beint á hausinn á Elínu Mettu en Hansen grípur þennan auðveldlega!
9. mín
Glódís á Fanndísi. Hún fer rosalega auðveldlega framhjá þeim færeysku. Og rennir honum á Dagnýju, en hún nær ekki skotinu. Þarna var Dagný alein og átti að gera betur.
6. mín
Fyrstu mínúturnar hafa verið Íslands. Nú er það Agla María sem keyrir upp hægra megin. Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að hún væri að fara framhjá keilum. Hún nær sendingu út í teig og Dagný á skot en það er rétt framhjá.
4. mín
Hallbera sólar eina uppi vinstra megin og Fanndís biður um hann fyrir utan teigin. Hún tekur góðu fyrstu snertingu og nær skoti en neglir í eina færeyska!
2. mín
MARK!

Elín Metta Jensen (Ísland)
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Stoðsending: Agla María Albertsdóttir
Stelpurnar voru ekki lengi að þessu. Agla María lék upp ad endamörkum hægra megin og náði sendingu niðri út á Elínu Mettu. Hún tóku eina snertingu og svo nelgdi hún honum beint í fjærhornið! Þetta var ótrúlega vel klárað!!
Vel gert Ísland
Vel gert Ísland
2. mín
Ingibjörg með utan á hlaup og fær boltann frá Öglu. Nær sendingunni fyrir. Hún er mjög góð á fjær. Fanndís fær nógan tíma og nær skoti. Það er skallað frá !
Fyrir leik
Liðin ganga út á völlinn. Færeyska liðið ætlar að vera í dúnúlpunum meðan þjóðsöngvar eru spilaðir, það er nýtt fyrir mér.
Fyrir leik
Eins og staðan er núna er Ísland í 21.sæti á heimslista FIFA en Færeyjar í 69. sæti.
Fyrir leik
Færeyska liðið teflir fram Olgu Kristinu Hansen í kvöld. Hún er fædd árið 1990 og spilar á miðjunni hjá þeim í kvöld.Afhverju er ég að segja ykkur frá henni Olgu? Jú það er merkilegt fyrir þær sakir að hún spilaði hér á Íslandi frá 2011-2013 með Áftanesi, KR í Pepsideildinni og svo eitt tímabil með ÍR í 1.deildinni. 40 leikir og 4 mörk á Íslandi og vonandi verða þau ekki fleiri hér í kvöld.
Fyrir leik
Færeyjar stilla svona upp svona:
A.Hansen(12)
B Johannesen(3)-Arge(4)-Nielsen(2)-Thomsen(13)
O. Hansen(10)
A. Sevdal(14)-Andreasen(9)
Klakstein(8) -H.Sevdal(6) -Johannesen(7)
En þetta er einmitt nákvæmlega eins og við hér á Fótbolti.net vorum búin að spá fyrir um byrjunarliðið.
A.Hansen(12)
B Johannesen(3)-Arge(4)-Nielsen(2)-Thomsen(13)
O. Hansen(10)
A. Sevdal(14)-Andreasen(9)
Klakstein(8) -H.Sevdal(6) -Johannesen(7)
En þetta er einmitt nákvæmlega eins og við hér á Fótbolti.net vorum búin að spá fyrir um byrjunarliðið.
Fyrir leik
Freyr gerir breytingar í dag, nýtt mót og nýir tímar, einsog einhver sagði. Landsliðið spilaði á Evrópumótinu með 5 manna vörn og notaði svokallaða vængbakverði. Hann breytir í dag og spilar með 4 manna vörn í dag. Og breytir þá yfir í 4-3-3.
Það eru því einhverjar tilfærslur á leikmönnum.
Það verða því 2 miðverðir í dag og það verða Glódís og Sif sem taka það að sér.
Ingibjörg sem var þriðji miðvörðurinn á EM skellir sér í hægri bakvörðinn í dag. Hallbera heldur sinni stöðu í vinstri bakverði.
Gunnhildur Yrsa sem spilaði hægri vængbakvörð á EM hoppar inná miðjuna í dag með þeim Söru og Dagný.
Sísí sem kom inn í liðið,einsog stormsveipur fyrir Evrópumótið og spilaði á miðjunni, fær sér sæti á bekknum í dag. Nýkrýndur bikarmeistarinn.
Freyr ákvað að spila með Dagnýju fremsta á EM, færir Dagnýju niður á miðjuna í dag og hendir Elínu Mettu úr Val í senterinn.
Á vinstri vængnum er Fanndís sem er nýlent frá Frakklandi og á hægri er unga og bráðefnilega Agla María úr Stjörnunni.
Utan hóps í dag eru þær Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR og nýliðinn Anna Rakel úr Þór/KA.
Allavegana. Við getum verið sammála um að íslenska liðið stillir upp mjög góðu liði í dag.
Ég hef hinsvegar ekki náð að fylgjast nógu vel með færeyska boltanum í ár og því verður spennandi að sjá hvað þær bjóða okkur uppá hér í kvöld.
Hvet alla til að skella sér á völlinn í dag. Það er nánast Benedorm veður og FRÍTT fyrir alla!
Það eru því einhverjar tilfærslur á leikmönnum.
Það verða því 2 miðverðir í dag og það verða Glódís og Sif sem taka það að sér.
Ingibjörg sem var þriðji miðvörðurinn á EM skellir sér í hægri bakvörðinn í dag. Hallbera heldur sinni stöðu í vinstri bakverði.
Gunnhildur Yrsa sem spilaði hægri vængbakvörð á EM hoppar inná miðjuna í dag með þeim Söru og Dagný.
Sísí sem kom inn í liðið,einsog stormsveipur fyrir Evrópumótið og spilaði á miðjunni, fær sér sæti á bekknum í dag. Nýkrýndur bikarmeistarinn.
Freyr ákvað að spila með Dagnýju fremsta á EM, færir Dagnýju niður á miðjuna í dag og hendir Elínu Mettu úr Val í senterinn.
Á vinstri vængnum er Fanndís sem er nýlent frá Frakklandi og á hægri er unga og bráðefnilega Agla María úr Stjörnunni.
Utan hóps í dag eru þær Hólmfríður Magnúsdóttir úr KR og nýliðinn Anna Rakel úr Þór/KA.
Allavegana. Við getum verið sammála um að íslenska liðið stillir upp mjög góðu liði í dag.
Ég hef hinsvegar ekki náð að fylgjast nógu vel með færeyska boltanum í ár og því verður spennandi að sjá hvað þær bjóða okkur uppá hér í kvöld.
Hvet alla til að skella sér á völlinn í dag. Það er nánast Benedorm veður og FRÍTT fyrir alla!
Fyrir leik
Þetta er annar leikur Færeyja í riðlinum en þær töpuðu fyrir Tékklandi þann 14. september 0-8.
Önnur úrslit eru að þann 16.september vann Tékkland Slóveníu 6-0.
Úrslitin líkjast meira handboltaleikjum en það verður fróðlegt að sjá hvort að það sama verður á boðstólnum í kvöld.
Önnur úrslit eru að þann 16.september vann Tékkland Slóveníu 6-0.
Úrslitin líkjast meira handboltaleikjum en það verður fróðlegt að sjá hvort að það sama verður á boðstólnum í kvöld.
Fyrir leik
Þetta er í fyrsta skiptið sem Færeyingar eru meðal þjóða í undankeppni HM kvenna.
Í riðli Íslands eru Slóvenía,Þýskaland og Tékkland ásamt Færeyjum. Sigurvegari riðilsins kemst í úrslitakeppnina í Frakklandi. Þær fjórar þjóðir, sem verða með bestan árangur í öðru sæti úr riðlinum, leika svo umspilsleiki um eitt laust sæti í úrslitakeppninni.
Þetta eru 8 leikir sem Ísland spilar. En eftir þennan leik spilar Ísland aðra tvo leiki 2017. Það eru Tékkland og Þýskaland úti í október.
Í riðli Íslands eru Slóvenía,Þýskaland og Tékkland ásamt Færeyjum. Sigurvegari riðilsins kemst í úrslitakeppnina í Frakklandi. Þær fjórar þjóðir, sem verða með bestan árangur í öðru sæti úr riðlinum, leika svo umspilsleiki um eitt laust sæti í úrslitakeppninni.
Þetta eru 8 leikir sem Ísland spilar. En eftir þennan leik spilar Ísland aðra tvo leiki 2017. Það eru Tékkland og Þýskaland úti í október.
Fyrir leik
Þetta er í fyrsta skiptið sem að Ísland og Færeyjar mætast í mótsleik hjá A landsliðum kvenna.
Ef maður hefur hinsvegar smá aukatíma einsog ég þá kemst maður að því að þessar þjóðir spiluðu tvo vináttuleiki 1986. Þeir fóru 6-0 og 2-0 Ísland í vil og voru spilaðir á Akranesi og í Kópavogi. Það vor nú ekki minni konur en Vanda Sigurgeirsdóttir og Ásta B. Gunnlaugs á meðal þeirra sem voru á skotskónum þá.
Þær verða þó líklega ekki á meðal markaskorara hér í kvöld og verðum við að treysta á aðrar í það.
Ef maður hefur hinsvegar smá aukatíma einsog ég þá kemst maður að því að þessar þjóðir spiluðu tvo vináttuleiki 1986. Þeir fóru 6-0 og 2-0 Ísland í vil og voru spilaðir á Akranesi og í Kópavogi. Það vor nú ekki minni konur en Vanda Sigurgeirsdóttir og Ásta B. Gunnlaugs á meðal þeirra sem voru á skotskónum þá.
Þær verða þó líklega ekki á meðal markaskorara hér í kvöld og verðum við að treysta á aðrar í það.
Byrjunarlið:
12. Anna S. Hansen (m)
2. Birita Nielsen
3. Birna T. Johannesen
4. Lív Arge
6. Heidi Sevdal

7. Ásla Johannesen
('76)

8. Eydvör Klakstein
('56)

9. Rannvá Andreasen
('68)

10. Olga Kristina Hansen
13. Maria Thomsen
14. Ansy Sevdal
Varamenn:
1. Monika Biskopsto
5. Susanna Maria Hansen
11. Milja Simonsen
('56)

15. Durita Hummeland
('76)

16. Margunn Lindholm
('68)

17. Elisabeth Vang
18. Liljan Jacobsen
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Heidi Sevdal ('64)
Rauð spjöld: