Manchester City hefur áhuga á Douglas Luiz - Neymar er á leið heim í Santos - Chelsea er með 40 milljóna punda verðmiða á Trevoh Chalobah.
Selfoss
2
1
Haukar
0-1 Ísak Jónsson '17
Andy Pew '65 1-1
Ingi Rafn Ingibergsson '90 2-1
23.09.2017  -  14:00
JÁVERK-völlurinn
Inkasso deildin 1. deild karla
Aðstæður: Bongóblíða. Súld á köflum. Allir hressir.
Dómari: Gunnþór Steinar Jónsson
Áhorfendur: 150
Maður leiksins: Arnar Logi Sveinsson
Byrjunarlið:
1. Guðjón Orri Sigurjónsson (m)
Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
3. Gylfi Dagur Leifsson
4. Andy Pew (f)
8. Ivan Martinez Gutierrez
12. Giordano Pantano
13. Kristinn Sölvi Sigurgeirsson ('69)
14. Hafþór Þrastarson
17. Haukur Ingi Gunnarsson ('69)
18. Arnar Logi Sveinsson ('85)
20. Sindri Pálmason

Varamenn:
1. Pétur Logi Pétursson (m)
4. Jökull Hermannsson
7. Svavar Berg Jóhannsson ('69)
9. Leighton McIntosh
12. Magnús Ingi Einarsson
16. James Mack ('69)
21. Stefán Ragnar Guðlaugsson
23. Arnór Ingi Gíslason

Liðsstjórn:
Ingi Rafn Ingibergsson
Elías Örn Einarsson
Gunnar Borgþórsson
Jóhann Bjarnason
Jóhann Árnason
Baldur Rúnarsson

Gul spjöld:
Gylfi Dagur Leifsson ('85)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leik lokið!

Selfyssingar klára tímabilið með stæl og fara kampakátir á slútt í kvöld. Takk fyrir mig. Skýrsla og viðtöl á leiðinni.
90. mín
Við erum komin í uppbótartími. Líklega 4 mínútum bætt við.
90. mín MARK!
Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss)
MAAAAAARK!!!!

Selfyssingar eru að klára leikinn og það að öllum líkindum með kolólöglegu marki! Haukamenn eru brjálaðir!

Pachu á skot sem endar hjá Svavari Berg sem er að mér virðist kolrangstæður inní vítateig Haukamanna, Svavar tekur við boltanum, leggur hann út á Inga Rafn sem setur hann í netið!

87. mín
Selfyssingar mun líklegri ef eitthvað er til þess að koma inn sigurmarki.
85. mín
Inn:Ingi Rafn Ingibergsson (Selfoss) Út:Arnar Logi Sveinsson (Selfoss)
Logi verið frábær í dag.
85. mín Gult spjald: Gylfi Dagur Leifsson (Selfoss)
Hárrétt, stöðvar hraða sókn Hauka.
84. mín
Selfyssingar fá þrjár hornspyrnur í röð og þvílíkur darraðadans inní teig Hauka en þeir ná að koma þessu frá fyrir rest!
83. mín
Frááábær sókn hjá Selfyssingum!

Endar með því að Svavar berg fær boltann við vítateigspunktinn og hamrar honum í Óskar sem slær hann afturfyrir!
79. mín
Ég er nokkuð viss um að við fáum sigurmark í þetta!
74. mín
Þriðja rangstöðumarkið í þessum leik!

Núna er það Pachu sem skorar með skalla. Réttilega dæmd rangstæða.
73. mín
DAUÐAFÆRI!

Svavar Berg kemst einn í gegn eftir frábæra sendingu frá Þorsteini en Svavar alltof lengi að þessu og skýtur framhjá!
72. mín
Núna eru Haukarnir aðeins að sækja í sig veðrið og sækja meira!
70. mín
Arnar Logi enn og aftur að sýna okkur hans frábæru sendingagetu.

Geggjaður bolti innfyrir á Þorsteinn sem er kominn einn í gegn, ætlar að reyna að setja hann yfir Óskar en Óskar gerir vel og hirðir boltann.
69. mín
Inn:Svavar Berg Jóhannsson (Selfoss) Út:Haukur Ingi Gunnarsson (Selfoss)
Tvöföld skipting hjá Selfyssingum.
69. mín
Inn:James Mack (Selfoss) Út:Kristinn Sölvi Sigurgeirsson (Selfoss)
67. mín
Haukar skora!

Björgvin, dæmt af, rangstæður.
65. mín MARK!
Andy Pew (Selfoss)
Stoðsending: Þorsteinn Daníel Þorsteinsson
MAAAAAARK!


Það kemur mark úr hornspyrnunni hjá Selfyssingum! Frábær hornspyrna frá Þorsteini beint á Andy Pew sem tekur hann innanfótar og setur hann í netið! Ekki skallamark!! HA?!
64. mín Gult spjald: Gunnar Gunnarsson (Haukar)
Brýtur á Pachu sem er kominn á sprettinn. Selfyssingar fá aukaspyrnu á stórhættulegum stað.

Spyrnan frá Loga ekki góð, fer þó af varnarmanni Hauka og afturfyrir. Hornspyrna.
63. mín
Haukamenn heimta vítaspyrnu!

Vilja meina að Andy Pew hafi tekið Bjögga niður. Aldrei víti.
61. mín
Nú er eitthvað að hvessa hérna á okkur í gámnum, mér líst ekkert á það.

Rignir þó ekki.
58. mín Gult spjald: Björgvin Stefánsson (Haukar)
Bjöggi með kjaft sýnist mér.
55. mín
Kristinn Sölvi reynir skot á mark en varnarmaður Hauka gerir mjög vel og hendir sér fyrir skotið. Selfyssingar fá hornspyrnu.
54. mín

51. mín
Haukur Ásberg með fína skottilraun en frábærlega varið hjá Gauja í markinu. Ver boltann í hornspyrnu.
50. mín
Mikið miðjumoð þessar fyrstu mínútur í síðari hálfleik.
47. mín
Selfyssingar síðari hálfleik á því að fá hornspyrnu. Haukamenn hreinsa frá.
46. mín
Síðari hálfleikur er hafinn.

Bæði lið óbreytt.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur á Selfossvelli.

Nokkuð braðdaufur leikur. Sjáumst í síðari.
43. mín
Gestirnir í dauðafæri!

Haukur Ásberg með fyrirgjöf frá vinstri sem fer framhjá einhverjum 3-4 sóknarmönnum Hauka inní teig Selfyssinga. Þarna hefðu þeir alltaf átt að bæta við marki.
42. mín

41. mín
Björgvin Stefánsson með skottilraun. Ekki góð tilraun.

Björgvin í baráttunni um gullskóinn. Þarf að skora tvö í dag og vona það að Jeppe skori ekki fyrir Keflavík.
40. mín
Arnar Aðalgeirsson kemst einn í gegn en Guðjón Orri með frábært úthlaup og lokar á skotið!
37. mín
Arnar Logi með EITRAÐA utanfótarsendingu innfyrir á Pachu en fyrsta snertingin léleg og Óskar kemur í gott úthlaup og hirðir boltann.
35. mín
Hafþór Þrastarson með skot af miðjunni sem endar á þaknetinu!

Virtist vera glórulaus tilraun en þegar öllu var á botninn hvolft var þetta fínasta tilraun.
31. mín
Arnar Logi með fína tilraun á markið!

Óskar í vandræðum með að halda boltanum en varnarmaður Hauka kemur boltanum síðan frá.
30. mín
Selfyssingar skora mark en dæmt af!

Þorsteinn Daníel skorar en mér sýnist dómarinn hafa dæmt það að boltinn hafi verið kominn útfyrir.
28. mín
Háskaleikur dæmdur á Gio Pantano, fer alltof hátt með löppina sem endar í hausnum á Björgvini Stefánssyni.

Haukamenn fá aukaspyrnu á fínum stað en spyrnan léleg og fer afturfyrir.
26. mín
Selfyssingar fá hornspyrnu sem Þorsteinn tekur, líkt og áður.

Spyrnan arfaslök og fer beint afturfyrir. Drífur ekki að markinu.
22. mín
DAUÐAFÆRI!

Pachu Gutierrez kemst einn inn fyrir og hefur allann tímann í heiminum til þess að klára þetta en Óskar gerir frábærlega í markinu og ver skot Pachu!
19. mín
Fyrsta aukaspyrna leiksins kemur hér á 19. mínútu og hún er alvöru. Fantasy fíllinn Haukur Ingi alltof seinn inn í tæklingu og stálheppinn að fá ekki spjald!
17. mín MARK!
Ísak Jónsson (Haukar)
Stoðsending: Björgvin Stefánsson
MAAAARK!!

Gestirnir úr Hafnafirði eru komnir yfir! Létt og laggott!

Bjöggi Stef með boltann útí á hægri kantinum, kemur með frábæra fyrirgjöf á Ísak Jónsson sem skallar boltann í netið. Vörn Selfyssinga ekki alveg með á nótunum. Þetta var ekki ósvipaður skalli eins og fyrra mark Harry Kane í hádeginu!
14. mín
Þetta er svo bragðdaufur leikur að ég kem því ekki einu sinni í orð. Ekkert að gerast í þessu.
11. mín
Haukamenn verjast seinni hornspyrnunni og koma boltanum í leik.
10. mín
Stórhættuleg spyrna!

Andy Pew kemst í boltann, nær að setja fótinn í hann en þaðan fer hann af varnarmanni og afturfyrir. Önnur hornspyrna.
9. mín
Fyrst hornspyrna leiksins fá heimamenn. Gylfi Dagur með fyrirgjöf í átt að marki sem varnarmaður Hauka hreinsar burt.

Þorsteinn Daníel tekur spurnuna.
6. mín
Veðrið er strax farið að hafa mikil áhrif á leikinn en mikið er um misheppnaðar sendingar.

Það er þó hætt að rigna svo að það má segja að það sé komið fullkomið fótboltaveður.
3. mín
Byrjar nokkuð rólega.

Selfyssingar meira með boltann og í þessu töluðum var Þorsteinn Daníel dæmdur rangstæður en hann spilar á hægri kanti í dag.
1. mín
Leikur hafinn
Leikurinn er hafinn og og það eru Selfyssingar sem hefja leik með boltann og sækja í átt að ströndinni.

Góða skemmtun.
1. mín
Mínútuþögn til heiðurs Guðna bakara sem lést á fimmtudaginn síðastliðnum. Hann var dyggur stuðningsmaður Selfyssinga og vill knattspyrnudeild Selfoss votta aðstandendum hans dýpstu samúðar.
Fyrir leik
Hér ganga liðin út á völlinn.

Selfyssingar vínrauðir en Haukamenn í sínum bláu varabúningum. Dómari leiksins í dag er Gunnþór Steinar Jónsson en hann hefur verið að dæma í Inkassodeildinni í sumar.
Fyrir leik
Eins og fyrr segir er veðrið alveg skelfilegt hérna í dag.

Ég hef sjaldan séð aðra eins rigningu. Ég á ekki von á fjölmenni hér á vellinum í dag. Ég væri sennilega undir sæng að lesa textalýsinguna ef ég væri ekki hér.
Fyrir leik
Stefán Gíslason gerir þónokkrar breytingar frá leiknum 6-0 tapinu gegn Fylki í síðasta leik.

Óskar Sigþórsson kemur inn í markið á kostnað Árna sem var í markinu í síðasta leik. Harrison Hanley sest einnig á bekkinn. Björgvin Stefánsson á sínum stað.
Fyrir leik
Gunni Borg hendir McIntosh og JC Mack á bekkinn og hleypir ungum Selfyssingum inn í liðið. Er búin að vera að kalla svolítið eftir þessu í sumar þar sem mér finnst útlendingarnir ekki hafa bætt miklu við liðið.

Miðjan í leiknum er þá Haukur, Arnar Logi og Sindri Pálma. Ungir Selfyssingar sem stjórna umferðinni þar í dag.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn!
Fyrir leik
Svo talað sé hreint út er veðrið á Selfossi ömurlegt í dag. Það er hellidemba, kalt, grátt og smá vindur.

Vonum að það geri eitthvað fyrir leikinn.
Fyrir leik
Það er óskandi fyrir Selfyssinga að þessi leikur endi vel fyrir þá í kvöld en það er heljarinnar partý í Hvíta Húsinu í kvöld, knattspyrnuslúttið 2017.

Meðal þeirra sem framkoma eru Auðunn Blöndal, Steindi Jr og Rikki G. Skímó leikur fyrir dansi. Sagan segir að menn hafi reynt að fá "Enska" til þess að mæta en Augnablik hafi boðið betur og Enski verður því á lokahófi Augnabliks í kvöld.
Fyrir leik
Eins og knattspyrnuunnendur vita þá er þetta síðasti leikur Stefáns Gíslasonar sem þjálfari Hauka, í bili að minnsta kosti, en þetta kom fram í yfirlýsingu sem knattspyrnudeild
Hauka sendi frá sér í vikunni:

,,Stefán óskaði hins vegar eftir því að láta af störfum til að einbeita sér að krefjandi verkefni við uppbyggingu á eigin fyrirtæki. Knattspyrnudeild Hauka þakkar Stefáni fyrir frábært samstarf og óskar honum velfarnaðar."
Fyrir leik
Það má flokka þetta fótboltasumar sem vonbrigði hjá Selfyssingum. Liðið er fyrir leikinn í dag í 8. sæti deildarinnar en getur ekki komist hærra en 7. sæti. Þá þarf Fram að tapa og Selfoss að vinna svo það eigi sér stað.

Selfyssingar hafa unnið 5 útileiki í sumar enn einungis 2 á heimavelli. Liðið steinlá gegn Þrótti í síðasta leik, 4-0.
Fyrir leik
Gestirnir úr Hafnarfirði eru með markatöluna 0-12 í síðustu tveimur leikjum, ótrúlegar tölur. 6-0 tap fyrir Leikni F. og síðan 0-6 tap fyrir tilvonandi Pepsideildarliði Fylkis.

Fyrir þessa leiki var liðið á mikilli siglingu og tapaði einungis einu sinni í átta leikjum í röð, en það tap kom gegn spútnik liði HK. People's club.
Fyrir leik
Góðan dag og veriði hjartanlega velkomin í beina textalýsingu frá JÁVERK-vellinum á Selfossi þar sem Inkassosumarið klárast þetta árið.

Hér verður bein textalýsing frá leik Selfoss-Haukar
Byrjunarlið:
12. Óskar Sigþórsson (m)
3. Sindri Scheving
6. Gunnar Gunnarsson (f)
7. Haukur Ásberg Hilmarsson
7. Davíð Sigurðsson
8. Ísak Jónsson (f)
10. Daði Snær Ingason
11. Arnar Aðalgeirsson
16. Birgir Magnús Birgisson
17. Daníel Snorri Guðlaugsson
22. Björgvin Stefánsson

Varamenn:
4. Fannar Óli Friðleifsson
13. Viktor Ingi Jónsson
14. Birgir Þór Þorsteinsson
17. Gylfi Steinn Guðmundsson
33. Harrison Hanley

Liðsstjórn:
Stefán Gíslason (Þ)
Hilmar Trausti Arnarsson
Árni Ásbjarnarson
Andri Fannar Helgason
Þórður Magnússon
Jón Erlendsson

Gul spjöld:
Björgvin Stefánsson ('58)
Gunnar Gunnarsson ('64)

Rauð spjöld: