Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
Breiðablik
3
2
ÍBV
0-1 Shahab Zahedi '31
Gísli Eyjólfsson '38 1-1
1-2 Gunnar Heiðar Þorvaldsson '53 , víti
Hrvoje Tokic '59 , víti 2-2
Sveinn Aron Guðjohnsen '92 3-2
24.09.2017  -  14:00
Kópavogsvöllur
Pepsi-deild karla
Dómari: Ívar Orri Kristjánsson
Maður leiksins: Gísli Eyjólfsson - Breiðablik
Byrjunarlið:
Gunnleifur Gunnleifsson
4. Damir Muminovic
5. Elfar Freyr Helgason
8. Arnþór Ari Atlason ('60)
9. Hrvoje Tokic
10. Martin Lund Pedersen
11. Gísli Eyjólfsson
11. Aron Bjarnason ('78)
15. Davíð Kristján Ólafsson
21. Dino Dolmagic ('89)
30. Andri Rafn Yeoman

Varamenn:
12. Ólafur Íshólm Ólafsson (m)
16. Ernir Bjarnason
17. Sveinn Aron Guðjohnsen ('60)
19. Kristinn Jónsson ('78)
20. Kolbeinn Þórðarson
21. Guðmundur Friðriksson ('89)
77. Þórður Steinar Hreiðarsson

Liðsstjórn:
Milos Milojevic (Þ)
Olgeir Sigurgeirsson
Ólafur Pétursson
Elvar Leonardsson
Marinó Önundarson
Aron Már Björnsson

Gul spjöld:
Aron Bjarnason ('29)
Arnþór Ari Atlason ('52)
Elfar Freyr Helgason ('76)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
BLIKAR ERU ÖRUGGIR MEÐ SÆTI SITT!

Eyjamenn eru í fallhættu fyrir lokaumferð. Stigi fyrir ofan Viking Ólafsvík.

ÍBV á heimaleik gegn KA í lokaumferð. Ólsarar mæta ÍA.
92. mín
Derby markvörður ÍBV fer fram í sóknina... allt reynt!
92. mín MARK!
Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik)
Stoðsending: Kristinn Jónsson
DRAMATÍK!!! VARAMAÐURINN SKORAR AF STUTTU FÆRI!

Kristinn Jónsson með fyrirgjöfina og Sveinn Aron var grimmastur.
91. mín
Martin Lund með skot. Laust og auðvelt fyrir Derby.
90. mín
Beitir gerir hér virkilega vel að henda sér niður í markteignum og hirða boltann af tám Birnis.
Magnús Þór Jónsson
90. mín
Hafsteinn Briem skýtur rétt framhjá! ÍBV nálægt sigurmarki!

Uppbótartíminn er 3 mínútur hið minnsta.
89. mín
Inn:Guðmundur Friðriksson (Breiðablik) Út:Dino Dolmagic (Breiðablik)
Síðasta skipting Blika.
88. mín
Dino Dolmagic fær aðhlynningu. Safnar í uppbótartímann.
88. mín
VÁÁÁÁ!!!! KAJ LEÓ! Leikur á varnarmenn Blika áður en hann á skot sem virtist vera á leið inn en tók snúninginn rétt framhjá stönginni.
86. mín
Kaj Leó með skemmtileg tilþrif og á svo fyrirgjöf en hún ratar ekki á samherja.
83. mín
Inn:Arnór Gauti Ragnarsson (ÍBV) Út:Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
Kemur U21-landsliðsmaðurinn inn.
82. mín
Blikar að ógna mikið núna... fengu stórhættulega hornspyrnu og Elfar Freyr var gapandi frír á fjærstönginni en náði ekki til knattarins! Rosalegt færi.
81. mín
Blikar vilja fá hendi = víti en ekkert dæmt! Milos heldur um höfuðið.
80. mín
Hafsteinn Briem skallar á markið. Auðvelt fyrir Gulla.
78. mín
Inn:Kristinn Jónsson (Breiðablik) Út:Aron Bjarnason (Breiðablik)
Kristinn ekki staðið undir væntingum síðan hann kom heim. Gerir hann gæfumun í dag?
76. mín Gult spjald: Elfar Freyr Helgason (Breiðablik)
Fyrir brot á Gunnari Heiðari eftir skallabaráttu. Lætur sig svo falla með tilþrifum þegar Pablo Punyed ýtir í bakið á honum þegar hann stóð yfir boltanum.
74. mín
Inn:Kaj Leo í Bartalsstovu (ÍBV) Út:Shahab Zahedi (ÍBV)
Írani út. Færeyingur inn.
73. mín
Sveinn Aron í dauðafæri... búið að flagga rangstöðu.
71. mín
FH hefur jafnað í Ólafsvík. Blikar eru að tryggja sæti sitt í deildinni eins og staðan er.
69. mín Gult spjald: Pablo Punyed (ÍBV)
Of seinn í tæklingu.
66. mín
Aron Bjarnason með skot. Hitti boltann illa. Hátt yfir.
64. mín
Sveinn Aron ógnar. Eyjamenn vildu fá rangstöðu en flaggið fór ekki á loft. Hætta á ferð en Sveinn gerði ekki nægilega vel úr þessu.
60. mín
Inn:Sveinn Aron Guðjohnsen (Breiðablik) Út:Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
59. mín Mark úr víti!
Hrvoje Tokic (Breiðablik)
TOKIC JAFNAR!!!

Sendir Derby í rangt horn.
58. mín
JAHÉRNA!!! BLIKAR FÁ VÍTASPYRNU! Elfar Freyr felldur alveg við endalínuna! Hafsteinn Briem dæmdur brotlegur. Eyjamenn mótmæla kröftuglega en Ívar Orri breytir ekki sinni ákvörðun.
58. mín
Gísli Eyjólfs fær aðhlynningu.
57. mín
Aftur eru Blikar aðeins stigi frá fallsæti! Þvílík spenna.
53. mín Mark úr víti!
Gunnar Heiðar Þorvaldsson (ÍBV)
EYJAMENN KOMAST YFIR ÚR VÍTASPYRNU!!!!

Vítaspyrnan var dæmd eftir hornspyrnu. Hendi á Arnþór Ara sem sló boltann!

Gunnleifur fór í rétt horn í vítinu en skot Gunnars alveg út við stöng.
52. mín Gult spjald: Arnþór Ari Atlason (Breiðablik)
ÍBV FÆR VÍTASPYRNU!
52. mín
Sindri Snær með flotta skottilraun fyrir ÍBV! Gulli ver í horn.
50. mín
Andri Ólafsson sér um að öskra á menn núna frá boðvangi ÍBV á meðan Kristján Guðmundsson hugsar málin á bekknum.

Gísli Eyjólfsson með skot í varnarmann.
49. mín
Búið að bæta aðeins í vindinn og það úðar vel yfir völlinn. Vindurinn er í átt að marki Eyjamanna.
48. mín
Martin Lund með prýðilega skottilraun af löngu færi. Ekki langt framhjá.

Minni á kassamerkið #fotboltinet fyrir umræðu um leikinn á Twitter.
47. mín
Gunnar Birgisson veitti mér félagsskap í fyrri hálfleiknum en er farinn í Garðabæinn. Hann er að sanka að sér punktum fyrir Innkastið sem tekið verður upp á morgun þar sem við ræðum allt það helsta í næstsíðustu umferðinni.
46. mín
Leikurinn er hafinn að nýju!
45. mín
Hálfleikurinn að sjálfsögðu notaður til að heiðra yngri flokka. 4. og 5. flokkur karla og 5. flokkur kvenna mæta út á völlinn að sýna flotta bikara. Algeng sjón í Kópavoginum að krakkar mæti að sýna bikarana sína.
45. mín
Hálfleikur
Allt í járnum í hálfleik!

Blikar fengið fleiri færi og verið meira með boltann en Eyjamenn átt hættulega spretti.

Kópavogsdjús á mig.
44. mín
Martin Lund með góðan sprett og vinnur hornspyrnu. Úr horninu kemur annað horn og úr því horni lendir Derby í miklum vandræðum, missir boltann frá sér en er heppinn að vera ekki refsað.
41. mín
Tokic með fína skottilraun í litlu jafnvægi, yfir markið.
38. mín MARK!
Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
Stoðsending: Aron Bjarnason
BLIKAR JAFNAAAAA!!!

Aron Bjarnason með fyrirgjöf sem Derby kýlir beint á Gísla sem skallar knöttinn inn. Jafnt.
35. mín
Eyjamenn ógna aftur! Sindri Snær en boltinn fer framhjá.

Þá kemur færi hinumegin, Tokic nær að reka tá í fyrirgjöf en Derby varði.

Breiðablik er sem stendur einu stigi fyrir ofan fallsæti. Þar er rosalegt!!!
31. mín MARK!
Shahab Zahedi (ÍBV)
Stoðsending: Pablo Punyed
VÁÁÁÁÁÁÁÁ!!!! ÞVÍLÍKT MARK!!!!

Íraninn lætur vaða bara af 25-30 metra færi og boltinn söng í horninu! Þvílíkt skot sem hann náði!

Spurning hvort Gunnleifur hefði getað gert betur?
30. mín
Martin Lund ógnandi í teig Eyjamanna. Boltinn á Gísla Eyjólfsson sem skýtur í varnarmann og yfir. Hornspyrna.
29. mín Gult spjald: Aron Bjarnason (Breiðablik)
Fyrir brot.
28. mín
Felix Örn fer illa með Aron Bjarnason á vinstri kantinum og á fyrirgjöf. Varnarmenn Blika ná að bægja hættunni frá.
27. mín
Tíðindi úr Ólafsvík! Heimamenn eru komnir yfir! Eins og staðan eru þá eru Eyjamenn og Ólsarar jafnir að stigum. ÍBV með betri markatölu og því Ólsarar í fallsætinu.
26. mín
Martin Lund krækir í aukaspyrnu við vítateigshornið. Vænlegur staður.

Martin Lund tekur spyrnuna sjálfur en Brian McLean nær að hreinsa frá.
24. mín
Zahedi að gera sig líklegan á vinstri vængnum en Andri Rafn Yeoman með flottan varnarleik og stöðvar hann.
17. mín
Aron Bjarnason með STÓRHÆTTULEGA lága fyrirgjöf! Lundarinn kastaði sér í boltann en var broti úr millimetra frá því að ná að reka tá í boltann í markteignum. Blikar hættulegri.
14. mín
Davíð Kristján með aukaspyrnu sem Damir flikkar áfram en boltinn endar í fangi Derby.
13. mín
Zahedi í baráttu í teignum en varnarmenn Blika stöðva hann.
9. mín
Damir kemur boltanum í hornspyrnu. Pablo tekur hornið fyrir Eyjamenn en boltinn svífur yfir allt og alla.
7. mín
Zahedi skallar á markið en beint í fangið á Gunnleifi! Þetta færi kom eftir flotta aukaspyrnu frá Pablo Punyed á miðjum vallarhelmingi Blika.
6. mín
Aftur Gísli að láta vaða en beint á Derby að þessu sinni.
5. mín
Blikar líflegir í upphafi! Gísli Eyjólfsson með flotta skottilraun en framhjá.
4. mín
Dino Dolmagic með fyrirgjöf! Jónas Þór Næs í tómu tjóni í vörninni og missir boltann frá sér á ótrúlega kjánalegan hátt. Tokic fær hörkufæri en skaut framhjá!

Dino verið að glíma við meiðsli en er mættur aftur.
2. mín
Gunnar Heiðar reynir stungusendingu á Zahedi, Íranann sem hefur vakið mikla athygli í liði Eyjamanna. Sendingin frá Gunnari of föst.
1. mín
Eyjamenn byrja með knöttinn og sækja í átt að Sporthúsinu.
Fyrir leik
Það eru snör veðurskipti í Kópavoginum. Ausandi rigning áðan, svo kom skyndilegt sólskin en nú er skýjað og kuldalegt.

B.O.B.A. síðasta lagið sem spilað er áður en liðin eru kynnt. Þetta er að bresta á.
Fyrir leik
Slakkur að livva og njóta í græjunum. Eins og í öllum græjum um allt land alltaf.
Fyrir leik
Heimir Hallgrímsson landsliðsþjálfari er mættur á völlinn til að fylgjast með sínum mönnum úr Eyjum. Skellti sér aðeins út á hlaupabrautina og spjallaði við Milos Milojevic, þjálfara Blika.
Fyrir leik
Kópavogsdjúsinn mættur í fréttamannastúkuna. Gabríel Sighvatsson á Vísi var fyrstur til að hella sér í glas og gefur sín bestu meðmæli. Liðin mlta út á völl í upphitun. Eyjamenn eru fyrstir.
Fyrir leik
Smá vindur og dágóð rigning. Haustbragur í Kópavoginum.
Fyrir leik
Fáum við steindautt jafntefli?

Jafntefli og bæði lið eru svo gott sem örugg með áframhaldandi sæti í Pepsi-deildinni. Það eru vangaveltur um það hvort við gætum verið á leið í 0-0 leik og allir sáttir?

Vona svo sannarlega ekki!
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru komin inn
Milos Milojevic, þjálfari Blika, með tvær breytingar á byrjunarliði frá 4-3 tapinu gegn Grindavík. Kristinn Jónsson og Guðmundur Friðriksson fara út. Davíð Kristján Ólafsson og Dino Dolmagic koma inn.

Kristján Guðmundsson gerir þrjár breytingar á sínu liði frá naumu tapi gegn FH. Út fara Matt Garner, Mikkel Maigaard og Arnór Gauti Ragnarsson. Inn koma Felix Örn Friðriksson, Sindri Snær Magnússon og Gunnar Heiðar Þorvaldsson
Fyrir leik
Heyrði að Eyjamenn hefðu mætt upp á land á föstudaginn til að vera örugglega ekki veðurtepptir í Eyjum fyrir þennan mikilvæga leik.

Dómari í dag er Ívar Orri Kristjánsson.

Vörður bíður ókeypis á völlinn í Kópavoginum. Vonandi stuðlar það að góðri mætingu.
Fyrir leik
Alls hafa þessi tvö lið mæst 119 sinnum í leikjum á vegum KSÍ. Breiðablik hefur unnið 60 leiki, ÍBV 42 leiki og 17 leikir hafa endað með jafntefli.

Í júlí í sumar gerðu ÍBV og Breiðablik 1-1 jafntefli á Hásteinsvelli. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði fyrir Blika en Gunnar Heiðar Þorvaldsson jafnaði fyrir Eyjapeyja.
Fyrir leik
Blikar hafa tapað þremur leikjum í röð, gegn Val, KR og Grindavík.

ÍBV tapaði naumlega gegn FH í síðustu umferð en fyrir þann leik hafði liðið unnið tvo í röð, gegn KR og Grindavík.
Fyrir leik
Blikar verða öruggir eftir daginn...
- Ef Víkingur Ólafsvík nær ekki að vinna FH. Ef Ólsarar gera jafntefli er hægt að bóka áframhaldandi veru Blika vegna markatölunnar.
- Með sigri.

ÍBV verður öruggt eftir daginn...
- Með sigri ef Víkingur Ólafsvík vinnur ekki FH.
- Eyjamenn verða nánast öruggir ef þeir gera jafntefli og Ólsarar tapa. Markatala liðsins er það mun sterkari en Ólsara.
Fyrir leik
Góðan og gleðilegan dag! Í Kópavoginum er fallbaráttuslagur Breiðabliks og ÍBV í næst síðustu umferð Pepsi-deildarinnar framundan. Bæði lið eru enn í fallhættu.

Mikið þarf að ganga á til að Blikar falli en hættan er svo sannarlega enn til staðar! Liðið er með 24 stig líkt og Fjölnir, ÍBV er með 22 stig. Víkingur Ólafsvík er í fallsæti með 20 stig en liðið á erfiðan leik gegn FH í dag.

Byrjunarlið:
22. Derby Rafael Carrilloberduo (m)
Gunnar Heiðar Þorvaldsson ('83)
3. Felix Örn Friðriksson
4. Hafsteinn Briem
5. David Atkinson
6. Pablo Punyed
10. Shahab Zahedi ('74)
11. Sindri Snær Magnússon
12. Jónas Þór Næs
27. Brian McLean
30. Atli Arnarson

Varamenn:
1. Jón Kristinn Elíasson (m)
7. Kaj Leo í Bartalsstovu ('74)
9. Mikkel Maigaard
18. Alvaro Montejo
19. Arnór Gauti Ragnarsson ('83)
24. Óskar Elías Zoega Óskarsson

Liðsstjórn:
Andri Ólafsson (Þ)
Jón Ólafur Daníelsson (Þ)
Kristján Guðmundsson (Þ)
Matt Garner
Kristján Yngvi Karlsson
Jóhann Sveinn Sveinsson
Magnús Birkir Hilmarsson

Gul spjöld:
Pablo Punyed ('69)

Rauð spjöld: