Þýskaland
2
3
Ísland
0-1
Dagný Brynjarsdóttir
'15
Alexandra Popp
'41
1-1
1-2
Elín Metta Jensen
'47
1-3
Dagný Brynjarsdóttir
'57
Lea Schuller
'88
2-3
20.10.2017 - 14:00
BRITA-Arena
Landslið - A-kvenna HM 2019
BRITA-Arena
Landslið - A-kvenna HM 2019
Byrjunarlið:
3. Katrhin-Julia Hendrich
4. Leonie Maier
('79)
5. Babett Peter
6. Simone Laudehr
('69)
9. Svenja Huth
11. Alexandra Popp
14. Anna Blasse
22. Tabea Kemme
Varamenn:
1. Almuth Schult (m)
2. Johanna Elsig
9. Lea Schuller
('79)
10. Lina Magull
('59)
15. Sara Doorsoun-Khajeh
16. Linda Dallmann
('69)
23. Hasret Kayikchi
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Rauð spjöld:
Leik lokið!
SÖGULEGT!
ÍSLAND VINNUR 3-2 SIGUR Á ÞÝSKA STÁLINU!
STELPURNAR OKKAR VORU ALGJÖRLEGA STÓRKOSTLEGAR!
ÉG GET EKKI MEIRA.. MINNI Á VIÐTÖL HÉR Á EFTIR.
ROAD TO HM!!
ÍSLAND VINNUR 3-2 SIGUR Á ÞÝSKA STÁLINU!
STELPURNAR OKKAR VORU ALGJÖRLEGA STÓRKOSTLEGAR!
ÉG GET EKKI MEIRA.. MINNI Á VIÐTÖL HÉR Á EFTIR.
ROAD TO HM!!
93. mín
Nauðvörn hjá Íslandi. Pressa þeirra þýsku er svakaleg!
Enn ein hornspyrnan en Hallbera nær að koma boltanum út úr teignum.
Enn ein hornspyrnan en Hallbera nær að koma boltanum út úr teignum.
92. mín
Þýsku stuðningsmennirnir hafa loksins tekið við sér og öskra sitt lið áfram. Það er gígantísk spenna hérna!
90. mín
90 mínútur á klukkuna og Þjóðverjar taka stutta hornspyrnu. Berglind Björg gerir vel í að vinna boltann.
89. mín
Inn:Anna Björk Kristjánsdóttir (Ísland)
Út:Fanndís Friðriksdóttir (Ísland)
Varnarsinnuð skipting. Anna Björk fer fremst á miðjuna og þéttir pakkann.
88. mín
MARK!
Lea Schuller (Þýskaland)
Þetta er ekki búið. Lea Schuller var að sleppa í gegn og koma boltanum í markið.
87. mín
"Ísland á HM" heyrist í stúkunni. Greinilega fleiri íslendingar en mamma hennar Sifjar mættir til Wiesbaden!
86. mín
Það liggur þungt á okkar konum en þær eru einbeittar og vinna langflest í loftinu!
4 langar mínútur eftir af venjulegum leiktíma!
4 langar mínútur eftir af venjulegum leiktíma!
85. mín
Hallbera reddar í horn.
Magull setur boltann fyrir en hver önnur en DAGNÝ BRYNJARSDÓTTIR rís hæst og skallar frá!
Magull setur boltann fyrir en hver önnur en DAGNÝ BRYNJARSDÓTTIR rís hæst og skallar frá!
84. mín
Þvílíkir taktar hjá Dagný. Heldur boltanum á lofti undir pressu og reynir svo að lauma honum inn á Fanndísi sem er dæmd rangstæð.
81. mín
Gult spjald: Sara Björk Gunnarsdóttir (Ísland)
Sara þvælist fyrir Þjóðverjum og fær gult. Skynsamlegt.
80. mín
Spurning hvort það þyrfti ekki að henda einhverjum hlaupara inná hjá Íslandi núna. Það er aðeins farið að draga af okkar stelpum.
Við vitum að þýska liðið er í hrikalega góðu formi og hefur verið að skora mikið á lokamínútum leikja.
Við vitum að þýska liðið er í hrikalega góðu formi og hefur verið að skora mikið á lokamínútum leikja.
79. mín
Inn:Lea Schuller (Þýskaland)
Út:Leonie Maier (Þýskaland)
Síðasta skipting Þjóðverja. Sóknarmaður inn. Þær reyna eðlilega að minnka muninn.
77. mín
Aftur fyrirgjöf frá vinstri. Varamaðurinn Linda Dallmann á ágætan skalla að marki en Gugga er einbeitt og ver þetta örugglega.
76. mín
Þær þýsku er að komast svolítið upp vinstra megin þessar mínúturnar. Kemme og Huth duglegar að komast aftur fyrir Rakel en Glódís hefur náð að redda málunum. Það þarf samt að stoppa þetta!
72. mín
Þvílík fyrirmyndarbarátta!
Íslenska liðið missti boltann hátt á vellinum og Huth brunaði af stað. Þar mætti hún ekki tveimur heldur þremur grjóthörðum bláklæddum leikmönnum sem lokuðu á hana og sneru vörn í sókn.
Það geislar af stelpunum okkar!
Íslenska liðið missti boltann hátt á vellinum og Huth brunaði af stað. Þar mætti hún ekki tveimur heldur þremur grjóthörðum bláklæddum leikmönnum sem lokuðu á hana og sneru vörn í sókn.
Það geislar af stelpunum okkar!
69. mín
Inn:Linda Dallmann (Þýskaland)
Út:Simone Laudehr (Þýskaland)
Þjóðverjar skipta líka.
Laudehr hefur lítið sést í seinni hálfleik og Linda Dallmann leysir hana af.
Laudehr hefur lítið sést í seinni hálfleik og Linda Dallmann leysir hana af.
69. mín
Inn:Berglind Björg Þorvaldsdóttir (Ísland)
Út:Elín Metta Jensen (Ísland)
Berglind Björg kemur í framlínuna fyrir Elínu Mettu. Gott að geta drepið leikinn aðeins niður.
Elín Metta læðist útaf og vinnur tíma.
Elín Metta læðist útaf og vinnur tíma.
68. mín
Þung pressa á Íslandi núna.
Glódís var að bjarga glæsilega í teignum og koma boltanum í horn.
Stuttu síðar þurfti Sif að bjarga á línu eftir að varamaðurinn Lina Magull hafði fengið frían skalla af fjærstöng.
Glódís var að bjarga glæsilega í teignum og koma boltanum í horn.
Stuttu síðar þurfti Sif að bjarga á línu eftir að varamaðurinn Lina Magull hafði fengið frían skalla af fjærstöng.
67. mín
Upp, niður, upp.. Þarna var Fanndís dugleg og náði að hlaupa uppi erfiða sendingu upp í horn. Hún var hinsvegar komin í erfiða stöðu og náði ekki að gera sér mat úr þessu.
Gaman að sjá dugnaðinn og vinnusemina!
Gaman að sjá dugnaðinn og vinnusemina!
65. mín
Vóóó!
Lena Goessling fær að munda skotfótinn utan af velli. Smellhittir boltann sem svífur rétt yfir.
Lena Goessling fær að munda skotfótinn utan af velli. Smellhittir boltann sem svífur rétt yfir.
62. mín
Enn eru löngu innköstin frá Sif að skapa hættu og hér er það stöngin sem bjargar því að fjórða markið komi!
Sif finnur Söru Björk sem skallar aftur fyrir sig og í átt að marki. Laura Benkarth nær að blaka boltanum í stöngina og þær þýsku hreinsa áður en að Gunný nær til boltans.
Sif finnur Söru Björk sem skallar aftur fyrir sig og í átt að marki. Laura Benkarth nær að blaka boltanum í stöngina og þær þýsku hreinsa áður en að Gunný nær til boltans.
60. mín
Magull er fljót að láta að sér kveða. Hún var að skalla yfir eftir fyrirgjöf frá vinstri.
57. mín
MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
Stoðsending: Elín Metta Jensen
DAGNÝ!!!
ÍSLAND ER KOMIÐ Í 3-1!!!!
Dagný er búin að vera frábær hér í dag og hún lét Melanie Leupolz líta illa út í þessu marki.
Gullfalleg sóknaruppbygging hér. Elín Metta vann boltann, lagði hann niður á Söru sem spilaði upp á Fanndísi. Fanndís spilaði aftur niður á Elínu Mettu sem flengdi háum bolta inn fyrir Þýskalandsvörnina. Sendingin virtist erfið en Dagný rústaði kapphlaupinu við Leupolz og setti boltann örugglega í netið.
ÞETTA ER SÖGULEGT!
ÍSLAND ER KOMIÐ Í 3-1!!!!
Dagný er búin að vera frábær hér í dag og hún lét Melanie Leupolz líta illa út í þessu marki.
Gullfalleg sóknaruppbygging hér. Elín Metta vann boltann, lagði hann niður á Söru sem spilaði upp á Fanndísi. Fanndís spilaði aftur niður á Elínu Mettu sem flengdi háum bolta inn fyrir Þýskalandsvörnina. Sendingin virtist erfið en Dagný rústaði kapphlaupinu við Leupolz og setti boltann örugglega í netið.
ÞETTA ER SÖGULEGT!
55. mín
Okkar stelpur búnar að komast inn í hausinn á þeim þýsku. Svenja Huth var að henda sér niður eftir samskipti sín við Glódísi. Eðlilega ekkert dæmt!
54. mín
Það er kominn pirringur í þær þýsku.
Popp var að brjóta á Fanndísi úti vinstra megin. Algjört óþarfa brot enda íslenska liðið ekki í hættulegri stöðu.
Fanndís setur boltann fyrir en Babett Peter skallar frá.
Popp var að brjóta á Fanndísi úti vinstra megin. Algjört óþarfa brot enda íslenska liðið ekki í hættulegri stöðu.
Fanndís setur boltann fyrir en Babett Peter skallar frá.
51. mín
Þjóðverjar fá aukaspyrnu utan við teiginn vinstra megin eftir að Rakel braut af sér. Fyrirgjöf Laudehr flaug sem betur fer aftur fyrir og Gugga getur róað þetta aðeins niður.
49. mín
Ég leit niður á þýska bekkinn og sá svipinn á Steffi þjálfara. Ég hræðist ekki auðveldlega en þessari konu myndi ég ekki vilja mæta akkúrat núna, hvorki í dimmu húsasundi né niðri á velli.
Það er PRESSA á þjálfaranum!
Það er PRESSA á þjálfaranum!
47. mín
MARK!
Elín Metta Jensen (Ísland)
Stoðsending: Dagný Brynjarsdóttir
Stoðsending: Dagný Brynjarsdóttir
JÁÁÁÁÁÁÁÁ!
Elín Metta var að koma okkur yfir með FRÁBÆRU MARKI!
Glæsilega útfærð skyndisókn. Dagný sendi boltann inn á teig frá vinstri. Fanndís renndi sér á eftir boltanum en rétt missti af honum.
Það kom ekki að sök því Elín Metta vann boltann og kom þýsku varnarmönnunum úr jafnvægi með því að snúa aftur í áttina sem boltinn kom úr og klíndi honum svo upp í vinstra hornið.
YEEEESSSSS!
Elín Metta var að koma okkur yfir með FRÁBÆRU MARKI!
Glæsilega útfærð skyndisókn. Dagný sendi boltann inn á teig frá vinstri. Fanndís renndi sér á eftir boltanum en rétt missti af honum.
Það kom ekki að sök því Elín Metta vann boltann og kom þýsku varnarmönnunum úr jafnvægi með því að snúa aftur í áttina sem boltinn kom úr og klíndi honum svo upp í vinstra hornið.
YEEEESSSSS!
46. mín
Leikur hafinn
Heimakonur byrja þetta af krafti!
Markaskorarinn Alexandra Popp var að skalla í þverslánna eftir fyrirgjöf frá vinstri.
Markaskorarinn Alexandra Popp var að skalla í þverslánna eftir fyrirgjöf frá vinstri.
45. mín
Liðin eru mætt aftur út á völl. Þjóðverjar örlítið á undan og langt frá því að vera brosandi. Þær eru ekki sáttar við gang mála.
Vonum að stelpurnar okkar nái að fylgja frábærum fyrri hálfleik eftir.
ÁFRAM ÍSLAND!
Vonum að stelpurnar okkar nái að fylgja frábærum fyrri hálfleik eftir.
ÁFRAM ÍSLAND!
45. mín
Hálfleikur
Ég ætla að nýta hálfleikinn í að reyna að ná púlsinum niður og útvega mér sólarvörn.
Sjáumst eftir korter.
Sjáumst eftir korter.
45. mín
Hálfleikur
Hálfleikur í Wiesbaden.
Það er ekki annað hægt en að vera ánægð með þennan fyrri hálfleik. Stelpurnar okkar settu tóninn strax í byrjun og hafa verið að spila gríðarlega vel á móti öflugu þýsku liði.
Ísland fékk kjörið tækifæri til að komast í 2-0 en Elínu Mettu brást bogalistin og hún náði ekki koma boltanum í netið eftir góða pressu á Benkarth sem hefur ekki litið vel út í þýska markinu.
Það leit út fyrir að Ísland væri að fara með forystu inn í hálfleik en það má ekki líta af leikmanni eins og Alexandra Popp í eitt augnablik og hún náði að jafna með skalla eftir fyrirgjöf Simone Laudehr sem hefur verið sprækust andstæðinganna það sem af er leik.
Það er ekki annað hægt en að vera ánægð með þennan fyrri hálfleik. Stelpurnar okkar settu tóninn strax í byrjun og hafa verið að spila gríðarlega vel á móti öflugu þýsku liði.
Ísland fékk kjörið tækifæri til að komast í 2-0 en Elínu Mettu brást bogalistin og hún náði ekki koma boltanum í netið eftir góða pressu á Benkarth sem hefur ekki litið vel út í þýska markinu.
Það leit út fyrir að Ísland væri að fara með forystu inn í hálfleik en það má ekki líta af leikmanni eins og Alexandra Popp í eitt augnablik og hún náði að jafna með skalla eftir fyrirgjöf Simone Laudehr sem hefur verið sprækust andstæðinganna það sem af er leik.
45. mín
Hálfleikur
Aftur langt innkast og skilaboðin frá Frey eru einföld. Hann öskrar "skoriði"!
Þjóðverjar skalla þennan aftur fyrir en Ísland fær ekki að taka hornið því Stephanie Frapart flautar til hálfleiks.
Þjóðverjar skalla þennan aftur fyrir en Ísland fær ekki að taka hornið því Stephanie Frapart flautar til hálfleiks.
45. mín
Christina Biehl fjórði dómari hefur gefið til kynna að það verði einni mínútu bætt við fyrri hálfleikinn.
45. mín
Aftur langt innkast frá Sif.
Dagný nær að skalla boltann út í teig þar sem Fanndís nær að koma sér í skotfæri en neglir beint á Benkharth.
Dagný nær að skalla boltann út í teig þar sem Fanndís nær að koma sér í skotfæri en neglir beint á Benkharth.
41. mín
MARK!
Alexandra Popp (Þýskaland)
Stoðsending: Laura Benkarth
Stoðsending: Laura Benkarth
Það eru gæði í þessu þýska liði og þær eru búnar að jafna.
Alexandra Popp hefur ekki sést í leiknum en hún var mætt inn á teig til að skalla fyrirgjöf Simone Laudehr í netið.
Hrikalega svekkjandi.
Alexandra Popp hefur ekki sést í leiknum en hún var mætt inn á teig til að skalla fyrirgjöf Simone Laudehr í netið.
Hrikalega svekkjandi.
40. mín
Íslenska liðið gefur sér góðan tíma í allt. Sif er örugglega búin að vinna 2-3 mínútur upp á sitt einsdæmi í innköstunum sínum.
Hún reynir hér langt innkast inn á teig. Finnur kollinn á Söru Björk sem fleytir boltanum áfram inn á teig. Þarna vildu einhverjir íslendingar meina að boltinn hafi farið í höndina á varmarnanni en ég held að það hafi verið rétt hjá Steephanie dómara að sleppa þessu.
Hún reynir hér langt innkast inn á teig. Finnur kollinn á Söru Björk sem fleytir boltanum áfram inn á teig. Þarna vildu einhverjir íslendingar meina að boltinn hafi farið í höndina á varmarnanni en ég held að það hafi verið rétt hjá Steephanie dómara að sleppa þessu.
39. mín
Áfram fá þær þýsku horn. Þetta var skrítin útfærsla. Boltanum í spyrnt í mittishæð út í teig þar sem mér sýnist það vera Alexandra Popp sem neglir yfir. Ekki bara yfir markið heldur yfir stúkuna og langt út á götu. Stúkunni til mikillar ánægju.
37. mín
Frábær pressa!
Rakel mætir eins og hakkavél þegar Benkarth reynir að spila inn á miðjuna. Rakel vinnur boltann, kemur honum á Dagný sem reynir að stinga boltanum inn á Fanndísi sem er dæmd rangstæð.
Stórhættulegt og þarna munaði bara sentimetra eða tveimur.
Rakel mætir eins og hakkavél þegar Benkarth reynir að spila inn á miðjuna. Rakel vinnur boltann, kemur honum á Dagný sem reynir að stinga boltanum inn á Fanndísi sem er dæmd rangstæð.
Stórhættulegt og þarna munaði bara sentimetra eða tveimur.
35. mín
Ísland að búa sér til færi eftir langt innkast Sifjar. Elín Metta er í fínum séns á móti Benkarth en hittir ekki boltann á fjærstönginni.
Teikniborðið.
Teikniborðið.
32. mín
Enn fá Þjóðverjar hornspyrnur en íslensku leikmennirnir eru aggressívar og vinna flesta bolta í loftinu.
31. mín
GUGGA!
Tabea Kemme finnur glufu á íslensku vörninni og nær að koma sér í skotfæri af markteigshorninu. Gugga stendur vel og nær að verja þetta frá henni.
Mikilvægt.
Tabea Kemme finnur glufu á íslensku vörninni og nær að koma sér í skotfæri af markteigshorninu. Gugga stendur vel og nær að verja þetta frá henni.
Mikilvægt.
30. mín
Þýska liðið er ekki búið að ná almennilegum takti en hraðinn í liðinu er rosalegur og gerir þær stórhættulegar í hvert skipti sem þær vinna boltann.
29. mín
SIF!
Sif á hér sturlaða tæklingu og kemur í veg fyrir að Svenja Huth komist ein gegn Guggu.
Rosaleg tækling og Þjóðverjar fá horn. Ísland hreinsar.
Sif á hér sturlaða tæklingu og kemur í veg fyrir að Svenja Huth komist ein gegn Guggu.
Rosaleg tækling og Þjóðverjar fá horn. Ísland hreinsar.
27. mín
Flott fyrirgjöf frá Rakel en hún er aðeins of lág fyrir hina hávöxnu Dagný sem var búin að hrista af sér varnarmann og mætt eins og gammur á markteig.
Þetta er að spilast nákvæmlega eins og Freyr og co. vilja. Greinilega búið að geina þetta þýska lið alveg í öreindir.
Það er þó ekki nóg að vita nákvæmlega hvað andstæðingurinn gerir. Það þarf að fylgja skipulaginu af algjörri nákvæmni.
Þetta er að spilast nákvæmlega eins og Freyr og co. vilja. Greinilega búið að geina þetta þýska lið alveg í öreindir.
Það er þó ekki nóg að vita nákvæmlega hvað andstæðingurinn gerir. Það þarf að fylgja skipulaginu af algjörri nákvæmni.
24. mín
SARA BJÖRK!
Gjörsamlega étur Melanie Leupolz þarna. Hirðir af henni boltann og "labbar" framhjá henni áður en hún reynir langa sendingu á Elínu Mettu.
Gjörsamlega étur Melanie Leupolz þarna. Hirðir af henni boltann og "labbar" framhjá henni áður en hún reynir langa sendingu á Elínu Mettu.
21. mín
DÍSES KRÆST!
Ég hef ekki undan. Tveir fínir sénsar hjá Íslandi á stuttum tíma.
Fyrst átti Hallbera aukaspyrnu á fjær sem Elín Metta skallaði niður á markteig. Stórhættulegur bolti en enginn íslensku leikmannanna náði til hans. Ingibjörg átti svo geggjaða tæklingu og kom í veg fyrir að Þjóðverjar næðu hraðri skyndisókn.
Örstuttu síðar mætti Sara Björk grimm í teiginn en rétt missti af boltanum sem heimakonur náðu að koma í burtu.
Ég hef ekki undan. Tveir fínir sénsar hjá Íslandi á stuttum tíma.
Fyrst átti Hallbera aukaspyrnu á fjær sem Elín Metta skallaði niður á markteig. Stórhættulegur bolti en enginn íslensku leikmannanna náði til hans. Ingibjörg átti svo geggjaða tæklingu og kom í veg fyrir að Þjóðverjar næðu hraðri skyndisókn.
Örstuttu síðar mætti Sara Björk grimm í teiginn en rétt missti af boltanum sem heimakonur náðu að koma í burtu.
19. mín
FÆRI!!!
Hér er Elín Metta nálægt því að bæta við íslensku marki!
Enn og aftur flott pressa hjá Íslandi og markvörðurinn Laura leit ekki vel út þarna. Henni mistókst að sparka boltanum í burtu og Elín Metta vann hann af henni. Henni tókst að leggja boltann fyrir sig en hitti ekki á autt markið undir pressu.
Hér er Elín Metta nálægt því að bæta við íslensku marki!
Enn og aftur flott pressa hjá Íslandi og markvörðurinn Laura leit ekki vel út þarna. Henni mistókst að sparka boltanum í burtu og Elín Metta vann hann af henni. Henni tókst að leggja boltann fyrir sig en hitti ekki á autt markið undir pressu.
18. mín
Þýska liðið reynir að svara strax og hafa átt nokkrar hættulegar sóknir og hornspyrnu síðan Ísland komist yfir!
Freyr kallar á íslensku stelpurnar að taka sér tíma í hlutina og reyna að drepa niður tempóið í leiknum.
Freyr kallar á íslensku stelpurnar að taka sér tíma í hlutina og reyna að drepa niður tempóið í leiknum.
15. mín
MARK!
Dagný Brynjarsdóttir (Ísland)
Stoðsending: Elín Metta Jensen
Stoðsending: Elín Metta Jensen
JÁÁÁÁÁÁÁ!
30 ára bið eftir marki gegn þýska risanum er á enda og það er DAGNÝ BRYNJARSDÓTTIR sem sér um það.
Rakel Hönnudóttir sendi fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Elín Metta skallaði fyrir markið. Laura náði ekki að koma boltanum frá og Dagný mætti eins og trukkur og ruddi boltanum í netið!
GEGGJAÐ!
30 ára bið eftir marki gegn þýska risanum er á enda og það er DAGNÝ BRYNJARSDÓTTIR sem sér um það.
Rakel Hönnudóttir sendi fyrirgjöf á fjærstöngina þar sem Elín Metta skallaði fyrir markið. Laura náði ekki að koma boltanum frá og Dagný mætti eins og trukkur og ruddi boltanum í netið!
GEGGJAÐ!
13. mín
Þarna munar litlu að Svenja Huth sleppi í gegn en Gugga gerir vel í að koma út úr markinu og hreinsa.
Þjóðverjar vinna boltann aftur og geysast í hraða sókn. Þær ætla að leita mikið út til hægt á Simone Laudehr en hún kom boltanum ekki fyrir úr ágætis stöðu.
Þjóðverjar vinna boltann aftur og geysast í hraða sókn. Þær ætla að leita mikið út til hægt á Simone Laudehr en hún kom boltanum ekki fyrir úr ágætis stöðu.
10. mín
Ekkert verður úr fyrstu hornspyrnu Þjóðverja. Rakel gerði vel í að skalla háa fyrirgjöf Laudehr aftur fyrir.
8. mín
Ágæt sókn hjá Íslandi en þversending Fanndísar út til vinstri á Hallberu kemst ekki framjá Hendrich sem snýr vörn í stórhættulega skyndisókn.
Ingibjörg náði að hreinsa boltann úr teignum eftir fyrirgjöf Laudehr. Dagný gerði vel í að vinna boltann, koma honum á Fanndísi sem var nálægt því að senda Elínu Mettu í gegn. Flott viðbrögð við þýsku sókninni.
Ingibjörg náði að hreinsa boltann úr teignum eftir fyrirgjöf Laudehr. Dagný gerði vel í að vinna boltann, koma honum á Fanndísi sem var nálægt því að senda Elínu Mettu í gegn. Flott viðbrögð við þýsku sókninni.
7. mín
Þarna munaði litlu. Íslenska liðið setti upp fína pressu í markspyrnu Þjóðverja. Laura sá glufu á að spila út á vinstri bakvörðinn Leonie Maier sem rann við og litlu mátti muna að Elín Metta ynni boltann.
4. mín
"Þolinmóðar" öskrar Freyr á íslensku leikmennina þegar Þjóðverjar spila til baka á Benkarth markmann.
Skipulagið þarf að vera 100%
Skipulagið þarf að vera 100%
2. mín
Ísland ætlar að láta finna fyrir sér og Stephanie Frapart dæmir á Söru Björk eftir skallaeinvígi hennar og Laudehr.
1. mín
Leikur hafinn
Þetta er byrjað. Okkar konur hefja leik og byrja á því að spila til baka á Glódísi sem á svo misheppnaða sendingu út úr vörninni.
Fyrir leik
Þjóðsöngvunum var að ljúka. Mjög áhugaverð útgáfa sem heyrðist af íslenska söngnum. Einskonar jazzútgáfa. Áhugavert.
Fyrir leik
Þýskar landsliðskonur eru heiðraðar hér fyrir leik. Fyrst er það Simone Laudehr sem fær viðurkenningu fyrir 100 leiki og síðan Anja Mittag sem fær verðskulduð heiðusverðlaun fyrir sitt framlag til fótboltans. Anja hefur verið ein öflugasta knattspyrnukona Þýskalands síðustu ár en hún lagði skónna á hilluna eftir Evrópumótið í sumar.
Fyrir leik
Það er gaman að sjá að það eru nokkrir íslendingar í stúkunni og þau láta í sér heyra þegar íslensku leikmennirnir eru kynntir til leiks.
Vel gert!
Vel gert!
Fyrir leik
Fiðrildin eru löngu komin í mallakút.
Liðin hafa lokið sinni upphitun og eru stödd inn í klefa í lokaundirbúningi.
Það er örlítil gola en sól og bongóblíða. Vont að hafa klikkað á sólarvörninni þar sem sólin er beint í augun á okkur í fjölmiðlastúkunni.
Liðin hafa lokið sinni upphitun og eru stödd inn í klefa í lokaundirbúningi.
Það er örlítil gola en sól og bongóblíða. Vont að hafa klikkað á sólarvörninni þar sem sólin er beint í augun á okkur í fjölmiðlastúkunni.
Fyrir leik
Þjóðverjar binda vonir við að Alexandra Popp sé komin í sitt besta form en hún missti af Evrópumótinu í sumar vegna meiðsla.
Hún skoraði síðast fyrir Þýskaland á Ólympíuleikunum og kollegar mínir hér í Wiesbaden vilja meina að hún hafi ekki verið góð með landsliðinu síðan þá. Þau binda vonir við að hún nái sér á strik hér á eftir.
Þýska pressan virðist annars nokkuð stressuð fyrir leiknum og hér talar fólk um að þýska liðið hafi ekki verið sannfærandi að undanförnu. Það sé erfitt því allir elski þjálfarann Steffi Jones sem var dáð sem leikmaður þýska landsliðsins á sínum tíma en hafi ekki náð að standa undir væntingum sem þjálfari.
Það er nokkuð ljóst að Þjóðverjarnir eru góðu vön en við skulum vona að þýska liðið sé eins brothætt og nokkrir fréttamennirnir hér vilja meina.
Hún skoraði síðast fyrir Þýskaland á Ólympíuleikunum og kollegar mínir hér í Wiesbaden vilja meina að hún hafi ekki verið góð með landsliðinu síðan þá. Þau binda vonir við að hún nái sér á strik hér á eftir.
Þýska pressan virðist annars nokkuð stressuð fyrir leiknum og hér talar fólk um að þýska liðið hafi ekki verið sannfærandi að undanförnu. Það sé erfitt því allir elski þjálfarann Steffi Jones sem var dáð sem leikmaður þýska landsliðsins á sínum tíma en hafi ekki náð að standa undir væntingum sem þjálfari.
Það er nokkuð ljóst að Þjóðverjarnir eru góðu vön en við skulum vona að þýska liðið sé eins brothætt og nokkrir fréttamennirnir hér vilja meina.
Fyrir leik
Tölfræðin er sannarlega ekki með okkar konum í dag. Liðin hafa mæst 14 sinnum og alltaf hafa Þjóðverjar haft betur. Markatalan í leikjunum er 56-3 andstæðingunum í hag en síðasta mark Íslands gegn Þýskalandi kom fyrir 30 árum og 10 leikjum síðan.
Það er ljóst að brekkan verður brött hjá okkar konum en ef þær halda í íslensku gildin og ná upp sínum besta leik er aldrei að vita hvað gerist.
Þýska liðið hefur sýnt ákveðin veikleikamerki á árinu. Steffi er óreyndur þjálfari þó hún hafi verið reynslumikill leikmaður. Hún hefur til dæmis sjálf viðurkennt að hafa gert mistök á Evrópumótinu og virðist ekki búin að ná því allra besta út úr þýska liðinu. Þá eru nokkrir lykilmenn fjarverandi og þó svo að breiddin hjá Þýskalandi sé rosaleg þá hefur það alltaf einhver áhrif þegar lið saknar öflugra leikmanna.
Það er ljóst að brekkan verður brött hjá okkar konum en ef þær halda í íslensku gildin og ná upp sínum besta leik er aldrei að vita hvað gerist.
Þýska liðið hefur sýnt ákveðin veikleikamerki á árinu. Steffi er óreyndur þjálfari þó hún hafi verið reynslumikill leikmaður. Hún hefur til dæmis sjálf viðurkennt að hafa gert mistök á Evrópumótinu og virðist ekki búin að ná því allra besta út úr þýska liðinu. Þá eru nokkrir lykilmenn fjarverandi og þó svo að breiddin hjá Þýskalandi sé rosaleg þá hefur það alltaf einhver áhrif þegar lið saknar öflugra leikmanna.
Fyrir leik
Hjá Þýskalandi eru óvænt tíðindi en Steffi Jones hefur ákveðið að sýna markverðinum Laura Benkarth traustið á kostnað Almuth Schult sem hefur verið aðalmarkvörður þýska liðsins.
Laura hefur staðið sig vel á æfingum og í æfingaleikjum og Steffi vildi gefa henni tækifæri í þungavigtar leik.
Laura hefur staðið sig vel á æfingum og í æfingaleikjum og Steffi vildi gefa henni tækifæri í þungavigtar leik.
Fyrir leik
Byrjunarliðin eru klár.
Hjá íslenska liðinu er ein breyting: Rakel Hönnudóttir kemur inn í liðið fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur. Þá fer íslenska liðið aftur í 3-5-2 leikkerfið sem það notaðist við á Evrópumótinu eftir að hafa spilað 4-3-3 gegn Færeyjum í fyrsta leik undankeppninnar.
Hjá íslenska liðinu er ein breyting: Rakel Hönnudóttir kemur inn í liðið fyrir Öglu Maríu Albertsdóttur. Þá fer íslenska liðið aftur í 3-5-2 leikkerfið sem það notaðist við á Evrópumótinu eftir að hafa spilað 4-3-3 gegn Færeyjum í fyrsta leik undankeppninnar.
Fyrir leik
Franski dómarinn Stéphanie Frappart mun sjá um dómgæsluna hér á eftir en til aðstoðar verða samlandar hennar, þær Manuela Nicolosi og Solenne Bartnik.
Hin þýska Christina Biehl er fjórði dómari.
Hin þýska Christina Biehl er fjórði dómari.
Fyrir leik
Þetta er annar leikur Íslands í undankeppninni en stelpurnar okkar lögðu frænkur sínar frá Færeyjum örugglega í þeim fyrsta. Lokatölur 8-0 á Laugardalsvelli en þær Elín Metta Jensen, Fanndís Friðriksdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoruðu allar tvö mörk og þær Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoruðu sitthvort.
Þýskaland hefur leikið tvo leiki og unnið sigra í þeim báðum. Fyrst lögðu þær Slóvena 6-0 á heimavelli og síðan Tékka 1-0 á útivelli.
Þjóðverjar hafa tvisvar orðið Heimsmeistarar og unnið átta Evrópumeistaramót og þykja lang sigurstranglegasta lið riðilsins.
Þýskaland hefur leikið tvo leiki og unnið sigra í þeim báðum. Fyrst lögðu þær Slóvena 6-0 á heimavelli og síðan Tékka 1-0 á útivelli.
Þjóðverjar hafa tvisvar orðið Heimsmeistarar og unnið átta Evrópumeistaramót og þykja lang sigurstranglegasta lið riðilsins.
Fyrir leik
Góðan og margblessaðan daginn!
Hér verður hægt að fylgjast með stórleik Íslands og Þýskalands sem flautaður verður á í Wiesbaden kl.14:00 að íslenskum tíma en 16:00 að staðartíma.
Um er að ræða leik í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Efsta lið riðilsins fer beint í lokakeppni HM í Frakklandi 2019 en 2. sæti gæti gefið umspilssæti.
Hér verður hægt að fylgjast með stórleik Íslands og Þýskalands sem flautaður verður á í Wiesbaden kl.14:00 að íslenskum tíma en 16:00 að staðartíma.
Um er að ræða leik í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Efsta lið riðilsins fer beint í lokakeppni HM í Frakklandi 2019 en 2. sæti gæti gefið umspilssæti.
Byrjunarlið:
1. Guðbjörg Gunnarsdóttir (m)
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
2. Sif Atladóttir
4. Glódís Perla Viggósdóttir (f)
6. Ingibjörg Sigurðardóttir
7. Sara Björk Gunnarsdóttir (f)
10. Dagný Brynjarsdóttir
11. Hallbera Guðný Gísladóttir
22. Rakel Hönnudóttir
23. Fanndís Friðriksdóttir
('89)
Varamenn:
1. Sandra Sigurðardóttir (m)
3. Sandra María Jessen
8. Sigríður Lára Garðarsdóttir
9. Katrín Ásbjörnsdóttir
9. Berglind Björg Þorvaldsdóttir
('69)
17. Agla María Albertsdóttir
19. Anna Björk Kristjánsdóttir
('89)
Liðsstjórn:
Gul spjöld:
Sara Björk Gunnarsdóttir ('81)
Rauð spjöld: