Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
Katar
1
1
Ísland
0-1 Viðar Örn Kjartansson '26
Mohammed Muntari '91 1-1
14.11.2017  -  16:30
Katar
Vináttulandsleikur
Aðstæður: Hlýtt og notalegt
Dómari: Omar al Yaquobi (Óman)
Áhorfendur: 2.758
Byrjunarlið:
1. Saad Al Sheeb (m)
4. Almahdi Ali Mukhtar
10. Hasan Al Haydos (f)
11. Akram Hassan Afif
12. Karim Boudiaf ('63)
17. Ismail Mohamad ('76)
18. Abdelkarim Salim Al-Ali ('76)
19. Almoez Ali
25. Hamad Mohamed Al-Obaidi ('67)
26. Bassam Husham Alrawi
28. Assim Omer Madibo ('76)

Varamenn:
13. Mohammed Muntari (m)
21. Oumar Barry (m)
22. Mohammed Ahmed Albakari (m)
2. Tarek Salman S. Salman
3. Abdelkarim Hassan Fadialla ('76)
5. Ahmed Fathy Abdulla ('76)
7. Musaaab Khidir Mohamed ('67)
9. Ahmed Alaaeldin Abelmotaal ('76)
23. Ahmed Mohamed Elsayed ('63)
24. Omar Ahmed Al-Emadi
30. Abdelrahaman Mohamed Fahmi

Liðsstjórn:
Felix Sanchez Bas (Þ)

Gul spjöld:
Ahmed Mohamed Elsayed ('84)

Rauð spjöld:
Leik lokið!
Leiknum lýkur með 1-1 jafntefli...

Svo sannarlega ekki úrslit sem Ísland hefði viljað fyrir leikinn, en það eru svo sem ekki úrslitin sem skipta máli í þessum leikjum vináttulandsleikjum. Margir leikmenn fengu að spreyta sig í þessari ferð til Katar sem er gífurlega jákvætt.

Næsta mál.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
91. mín MARK!
Mohammed Muntari (Katar)
Æjj nei...

Sending yfir vörn Íslands, Muntari ,,kassar" boltann niður og klárar vel. Fékk fullmikinn tíma þarna til athafna sig í teignum.

Katar jafnar í uppbótartíma og það er bara frekar sanngjarnt.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
90. mín
Þrjár mínútur í uppbótartíma.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
87. mín
Rúnar Már braut af sér á hættulegum stað. Abdelkarim Hassan Fadialla tók aukaspyrnuna og Ingvar þurfti að hafa sig allan við að verja. Föst spyrna sem fór í gegnum vegginn.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
84. mín Gult spjald: Ahmed Mohamed Elsayed (Katar)
Fyrir að brjóta á Rúnari Má á miðjum vellinum.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
81. mín
Heimamenn eru að reyna að ná inn jöfnunarmarki. Hingað til hefur þeim ekki tekist að skapa sér algjört dauðafæri, en þeir hafa enn tæpar 10 mínútur til stefnu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
79. mín
Inn:Aron Einar Gunnarsson (Ísland) Út:Ari Freyr Skúlason (Ísland)
Aron Einar fær hér tíu mínútur eða svo. Landsliðsfyrirliðinn mættur inn á!
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
78. mín
Hornspyrna hjá Katar, þeir ná skalla en hann er hættulítill og fram hjá.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
76. mín
Inn:Ahmed Alaaeldin Abelmotaal (Katar) Út:Ismail Mohamad (Katar)
Þreföld breyting hjá Katar.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
76. mín
Inn:Ahmed Fathy Abdulla (Katar) Út:Assim Omer Madibo (Katar)
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
76. mín
Inn:Abdelkarim Hassan Fadialla (Katar) Út:Abdelkarim Salim Al-Ali (Katar)
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
73. mín
U21 landslið Íslands var að vinna sigur á Eistlandi í undankeppni EM 2019. Ísland lenti 2-0 undir í leiknum en vann 3-2.

Albert Guðmundsson var á skotskónum í leiknum í Eistlandi. Fáum við að sjá hann í Rússlandi næsta sumar?


Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
72. mín
Ari Freyr missir boltann klaufalega og Katar sækir hratt. Heimamenn komnir í álitlega stöðu, en Ingvar kemur út úr markinu og hreinsar í burtu stungusendingu.
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
71. mín
Afskaplega tíðindalítið í seinni hálfleiknum...
68. mín
Katar með skot eftir fyrirgjöf. Beint á Ingvar.
67. mín
Inn:Musaaab Khidir Mohamed (Katar) Út:Hamad Mohamed Al-Obaidi (Katar)
65. mín
Inn:Theodór Elmar Bjarnason (Ísland) Út:Diego Jóhannesson (Ísland)
Diego átti í nokkru basli varnarlega í þessum leik. Elmar kemur inn í hægri vængbakvörðinn.
63. mín
Inn:Ahmed Mohamed Elsayed (Katar) Út:Karim Boudiaf (Katar)
63. mín
Theodór Elmar að ræða við Helga Kolviðs. Elmar að fara að mæta inn eftir smá.

Annars hefur seinni hálfleikur ekki verið með háu skemmtanagildi. Ísland legið djúpt, Katar verið með boltann en ekki náð að skapa sér gegn íslenska liðinu.
58. mín
Það eru komnar margar skemmtilegar myndir inn úr fyrri hálfleiknum. Katar heldur áfram að vera mun meira með boltann hérna í þessum leik.

Ismail Mohamad átti skot en örugglega varið af Ingvari.
54. mín Gult spjald: Sverrir Ingi Ingason (Ísland)
53. mín
Uppleggið hjá íslandi var að halda sér aftar á vellinum í seinni hálfleik. Katar hefur nýtt sér það og er mikið meira með boltann þessa stundina.
46. mín
Seinni hálfleikur er hafinn og Ísland er komið í fimm manna vörn. Þrír hafsentar og vængbakverðir.

Ingvar
Diego - Hjörtur - Sverrir - Jón Guðni - Ari
Rúrik - Gylfi - Rúnar Már - Arnór
Kjartan Henry
46. mín
Inn:Ingvar Jónsson (Ísland) Út:Ögmundur Kristinsson (Ísland)
46. mín
Inn:Hjörtur Hermannsson (Ísland) Út:Arnór Smárason (Ísland)
46. mín
Inn:Kjartan Henry Finnbogason (Ísland) Út:Viðar Örn Kjartansson (Ísland)
Viðar átti flottan fyrri hálfleik en var aðeins farinn að stinga niður fæti.
46. mín
Inn:Sverrir Ingi Ingason (Ísland) Út:Ragnar Sigurðsson (Ísland)

45. mín
Þetta er sextándi leikur Viðars og hans annað landsliðsmark. Hitt kom í vináttulandsleik gegn Sameinuðu arabísku furstadæmunum í janúar 2016.
45. mín
Hörður Björgvin Magnússon er ekki í takkaskóm og tekur ekki þátt í upphitun. Ljóst að hann spilar ekkert í dag.
45. mín
Hálfleikur
Rétt fyrir hálfleikinn fékk Katar hornspyrnu eftir að Akram Afif hafði farið illa með Diego Jóhannesson. Katar náði ekki að nýta sér hornið.

Tölfræðin segir ekki að við eigum að vera yfir í leiknum en það er hinsvegar staðreynd!
45. mín
Hefur verið nokkuð þung pressa frá Katar í lok fyrri hálfleiksins.
43. mín
Katar með skot yfir. Ismail Mohamad en hátt yfir.
42. mín
NÆSTUM VÍTI!

Katar kallar eftir vítaspyrnu! Vilja meina að Ari Freyr hafi verið brotlegur en dómarinn dæmir ekkert! Kollegi minn sem starfar fyrir Al Jazeera vill meina að þetta hafi átt að vera víti... ég tel okkur hafa verið ansi heppna þarna!
38. mín
Tvær hornspyrnur frá Katar sem Ísland nær að hreinsa frá.
34. mín
Katar verið um 65% með boltann segir fjölmiðlamaður mér við hlið. Við Íslendingar vitum að fótbolti snýst um svo miklu meira en það!
32. mín
Ísland með hornspyrnu og upp úr henni kemur skot í varnarmann.
31. mín
Hasan Al Haydos með skot en endar í öruggu fangi Ögmundar.

26. mín MARK!
Viðar Örn Kjartansson (Ísland)
VIÐAR SKORAR SITT ANNAÐ LANDSLIÐSMARK!!! Þetta var HRIKALEGA vel klárað hjá Viðari. Svona á að gera þetta. Boltinn hrakk til hans inn í teignum. Mikilvægt fyrir hann að ná þessu marki og hann fagnar með því að "sussa".

Rúrik Gísla vann skallabolta eftir langa sendingu frá Ögmundi og Gylfi kom boltanum inn í teiginn. Af varnarmanni Katar datt boltinn til Viðars.
26. mín
Gylfi skýtur úr aukaspyrnunni en boltinn beint í fangið á Saad A Sheeb markverði Katar. Jæja, allavega komin marktilraun frá Íslandi.

Ég sá að einhver veðbankinn sagði að við ættum von á markasúpu í þessum leik. Erfitt að sjá það gerast miðað við hvernig þetta er að þróast. Veðmálafenið, maður lifandi.
24. mín
Viðar Örn krækir í aukaspyrnu fyrir utan teig, til vinstri. Þetta er skotfæri fyrir Gylfa.
20. mín
Katar vinnur hornspyrnu, skot sem fer í Ragga Sig og afturfyrir endamörk. Hornspyrna Katar slök, fer beint út af.
19. mín
Rúrik með fyrirgjöf en hittir boltann illa og hann fer beint á leikmann Katar.
18. mín
Viðar Örn Kjartansson við það að ná að brjóta sér leið í gegn en er stöðvaður af varnarmanni Katar sem tæklar boltann í Selfyssinginn og útaf.
16. mín
Gylfi með sendingu inn í teiginn úr aukaspyrnu en heimamenn skalla boltann frá. Ísland hefur enn ekki náð að skapa sér marktilraun.
14. mín
Katar náði ekki að skapa sér færi úr hornspyrnuna en þeir eru að sækja meira núna heimamenn. Almoez Ali með skot fyrir utan teig en það er hættulítið, framhjá.
12. mín
KATAR MEÐ HÖRKUSKOT AF LÖNGU FÆRI! Hasan Al Haydos fyrirliði. Ögmundur varði þetta glæsilega í horn, frábær skutla.
11. mín
Ari Freyr með langa sendingu á Gylfa sem náði ekki almennilegu valdi á knettinum.
10. mín
Fínn spilkafli hjá íslenska liðinu núna. Menn að ná fínu flæði í þetta. Katar sparkar boltanum í innkast.
9. mín
Katar í sókn en ómanski aðstoðardómarinn flaggar rangstöðu. Svona frekar róleg byrjun á þessu.
8. mín
Katar í færi. Hasan Al Haydos með laflausan skalla sem er auðveldur fyrir Ömma. Lið Katar reynir að spila boltanum vel, spænskur þjálfari og það sést á leikstílnum.
6. mín
Rúrik Gíslason með fyrirgjöf frá hægri sem Bassam Alrawi setur í hornspyrnu. Gylfi býr sig undir að taka hornið... fyrirgjöfin skölluð frá.
5. mín
Bara Ari Freyr og Viðar Örn sem byrjuðu báða leikina í þessu landsleikjahléi. Katar sækir upp vinstri kantinn en Diego tekur tæklingu og kemur knettinum í innkast.
3. mín
Katarska "Tólfan" syngur og klappar í stúkunni. Stuð og stemning. Nánar á snappinu okkar: Fotboltinet - Það er töluvert betri mæting en á leiknum gegn Tékkum en þó nóg af lausum sætum.
1. mín
Leikur hafinn
Ísland byrjaði með knöttinn.
Fyrir leik
Þjóðsöngvarnir að baki. Báðir langir en mjög ólíkir, eins og þessi tvö lið sem mætast hér í kvöld! Allt að verða klárt. Katarar alhvítir og við albláir.
Fyrir leik
Einn besti miðjumaður sem fótboltinn hefur litið er meðal áhorfenda í kvöld, Xavi sem gerði garðinn svo sannarlega frægan með Barcelona. Hann spilar í dag í Katar en mun leggja skóna á hilluna eftir tímabilið. Nánar um það hérna.
Fyrir leik
Fréttamaður frá Katar spyr hvort það sé satt að Heimir Hallgrímsson skelli sér á pöbbinn fyrir alla heimaleiki og tali við stuðningsmenn.

Þjálfari Katar getur varla gert það enda eru einfaldlega ekki pöbbar hérna í Doha þar sem áfengisdrykkja er ekki vel séð!
Fyrir leik
Ísland hefur aldrei leikið gegn Katar áður svo við skráum þetta niður sem sögulegan leik! Við hvetjum fólk til að vera með okkur á Twitter með kassamerkinu #fotboltinet en valdar færslur verða birtar hér.
Fyrir leik
Alfreð er ekki skráður á skýrslu svo það er alveg pottþétt að hann kemur ekki við sögu í dag. Aron Einar er á skýrslu og er að taka þátt í upphitun í þessum skrifuðu orðum. Jafnvel að hann taki örfáar mínútur? Hann gat tekið þátt í æfingu í gær.
Svona fyrir arabíska lesendur okkar...
Fyrir leik
Varnarlínan og byrjunarliðsmarkvörðurinn er eins og við spáðum. 4-5-1. Gylfi Þór Sigurðsson er með fyrirliðabandið. Rúrik og Arnór eru á köntunum og Viðar Örn Kjartansson í fremstu víglínu.

Uppleggið hjá okkur er víst að pressa stíft í fyrri hálfleiknum.

Fyrir leik
Strákarnir okkar mættir út á völl. Diego Jóhannesson er að spjalla við Felix Sanchez, þjálfara Katar, sem er einmitt Spánverji.
Fyrir leik
Það þarf ekki að spyrja að því. Það er huggulegt veður í Doha. Leikmenn Katar eru mættir út á völl að skoða aðstæður og spjalla nú þegar klukkutími og 23 mínútur eru í leik
Fyrir leik
Í heimsókn minni í höfuðstöðvar knattspyrnusambands Katar á dögunum var mér sagt að fylgjast vel með Akram Afif, sóknarmanni Katar. "Vonandi skorar hann á móti ykkur," sagði hann Matthias sem sá um að taka á móti okkur, og brosti svo breitt. Afif er tvítugur sóknarmaður sem er á mála hjá Eupen í Belgíu á láni frá Villarreal.

Katarar eru með hraða og tækni. Það má segja að leikstíllinn sé nokkuð spænskur enda Spánverji við stjórnvölinn, Felix Sanchez.
Fyrir leik
Katar er með áhugavert landslið. Í þessu moldríka landi var stofnuð akademía þegar ljóst var að Katar myndi halda HM 2022. Þjóðin hefur aldrei tekið þátt í HM og þessi akademía, Aspire, á að stuðla að því að landslið Katar verði samkeppnishæft þegar stóra stundin rennur upp.
Fyrir leik
Strákarnir okkar hafa haft það ljómandi gott í sólinni hér í Doha. Menn hafa fengið góðan tíma til að njóta lífsins á milli þess sem æfingar og fundir hafa verið í gangi.

Þeir sem hafa verið að bera uppi spiltíma íslenska liðsins í undankeppninni eru lítið að spila í þessu landsleikjahléi. Þeir leikmenn sem eru í harðri baráttu um að vera í hópnum fyrir HM í Rússlandi spila meira.
Fyrir leik
Fyrir leik
Leikurinn fer fram á hinum margrómaða Abdullah bin Nasser bin Khalifa leikvangi. Á þessum sama velli tapaði Ísland 1-2 fyrir Tékklandi í vináttulandsleik í síðustu viku. Kjartan Henry Finnbogason skoraði fyrir Ísland.

Tékkar unnu svo Katar 1-0 á sunnudaginn.
Fyrir leik
Heil og sæl! Hér verður bein textalýsing frá Doha í Katar þar sem íslenska landsliðið mætir heimamönnum í vináttulandsleik sem hefst 16:30 að íslenskum tíma en 19:30 að staðartíma.
Byrjunarlið:
1. Ögmundur Kristinsson (m) ('46)
2. Diego Jóhannesson ('65)
5. Jón Guðni Fjóluson
10. Gylfi Þór Sigurðsson
16. Rúnar Már Sigurjónsson
19. Rúrik Gíslason
21. Arnór Ingvi Traustason
23. Ari Freyr Skúlason ('79)

Varamenn:
1. Hannes Þór Halldórsson (m)
1. Rúnar Alex Rúnarsson (m)
13. Ingvar Jónsson (m) ('46)
6. Hjörtur Hermannsson ('46)
7. Jóhann Berg Guðmundsson
8. Birkir Bjarnason
11. Kjartan Henry Finnbogason ('46)
11. Kristján Flóki Finnbogason
14. Kári Árnason
17. Aron Einar Gunnarsson ('79)
23. Hörður Björgvin Magnússon
25. Theodór Elmar Bjarnason ('65)

Liðsstjórn:
Heimir Hallgrímsson (Þ)
Helgi Kolviðsson
Guðmundur Hreiðarsson
Sebastian Boxleitner
Haukur Björnsson
Friðrik Ellert Jónsson
Rúnar Pálmarsson
Sigurður Sveinn Þórðarson
Dagur Sveinn Dagbjartsson
Þorgrímur Þráinsson
Gunnar Gylfason

Gul spjöld:
Sverrir Ingi Ingason ('54)

Rauð spjöld: